Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
NÁNAR Á
S A L U R I N N . I S
01/11 kl. 20:00
TVÆrKONUR,
TVÖ PÍANÓ
TÓNLEIKARÖÐ
2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á
Su
nn
aG
un
nl
au
gs
dó
tt
ir
og
Ju
lia
H
ül
sm
an
n
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 28.10. kl. 14. Sjónarhorn í skjölum.
Leiðsögn Njarðar Sigurðssonar, Þjóðskjalasafni Íslands
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR
– ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
SNIP SNAP SNUBBUR nefnist
sýning myndlistarmannsins Guð-
mundar Thoroddsen sem opnuð
verður í dag, laugardag, kl. 15 í að-
alsal Hafnarborgar. Á sama tíma
verður sýningin Til móts við náttúr-
una opnuð í Sverrissal þar sem sjá
má verk úr safneign Eiríks Smith.
Guðmundur lauk BA-námi í
myndlist frá Listaháskóla Íslands
árið 2003 og útskrifaðist með meist-
aragráðu í myndlist frá School of
Visual Arts í New York árið 2011.
Guðmundur er á mála hjá Asya
Geisberg Gallery í New York og
Hverfisgalleríi í Reykjavík og hefur
tekið þátt í mörgum sýningum bæði
hér á landi og erlendis. Þekkt dag-
blöð, tímarit og vefsíður hafa fjallað
um verk hans, m.a. Artforum, og
The New York Times.
Guðmundur sýnir ný verk í Hafn-
arborg og töluvert ólík þeim sem
hann er þekktastur fyrir. Í mál-
verkum sínum hefur hann tekið fyrir
karlmennskuna og stöðu feðraveld-
isins á gamansaman hátt, sýnt m.a.
skeggjaða karla við karlmannlega
iðju á borð við þá að brugga bjór og
stunda skotveiðar.
Svolítið subbulegir
En núna er enga karla að sjá – eða
hvað? Jú, þeir gægjast fram í verk-
unum sem í fyrstu virðast nærri því
að vera algjörlega abstrakt, með
hatt á höfði, skegg og oftar en ekki
reykjandi. Guðmundur sýnir olíu-
málverk, teikningar og skúlptúra og
eru skúlptúrarnir á annan tug, að
hans sögn. „Þeir eru allir svolítið
subbulegir og klaufalegir,“ segir
Guðmundur sposkur um skúlptúr-
ana en hann hefur unnið skúlptúra
meðfram málverkum í nokkur ár.
„Það sem ég er að gera núna er al-
veg nýtt fyrir mér,“ segir Guðmund-
ur um málverkin á sýningunni. „Ég
hef verið að gera meira vatnslita- og
klippimyndir og fígúrurnar eru oft
miklu greinilegri,“ útskýrir hann.
Sem fyrr segir hefur Guðmundur
lengi vel verið upptekinn af karl-
mennskunni og feðraveldinu í verk-
um sínumen núna er hins vegar ekk-
ert slíkt konsept á ferð, engin
grundvallarhugmynd eða útgangs-
punktur. „Eitt af meginatriðunum
með þessa sýningu var að ég ætlaði
algjörlega að kasta körlunum frá
mér, ætlaði ekki að gera karla, alls
ekki. Ég ætlaði að leysa þá einhvern
veginn upp þannig að þeir væru alls
ekki þarna en svo troða þeir sér inn í
þetta, samt sem áður. Og þó þeir séu
óljósir eru þeir samt mjög greini-
legir.“
Karlarnir eru stundum með laf-
andi eyru, líkt og þeir séu hundar,
segir Guðmundur. „Svo getur maður
séð augu á svolítið marga vegu, nef
og svona en þetta er svolítið óljóst,“
útskýrir hann. Í fjarlægð séu karl-
arnir þó greinilegir.
En hvers vegna koma þessir karl-
ar alltaf upp úr kafinu? Guðmundur
segir mögulegt að þeir séu einhvers
konar hækja. „Ég hugsa með mér að
nú ætli ég að gera abstraktverk sem
er samspil lita og forma en svo dett-
ur inn einhver sjóndeildarhringur og
það vantar líka eitthvert myndefni.
Þá er manni svo eiginlegt að leita í
fígúruna og þetta kemur kannski til
út af einhvers konar vana líka.“
Litapallettan hjá Guðmundi hefur
verið frekar dempuð hin síðustu ár
og í ljósari kantinum þar sem hann
hefur unnið töluvert með vatnsliti.
„En þetta er allt þyngra og meiri
efniskennd í verkunum,“ segir hann
um olíumálverkin.
Snubbóttur stubbur
– Skúlptúrarnir eru dálítið
„naive“, ekki satt?
„Jú, þeir eru það,“ svarar Guð-
mundur og segir að þeir myndu
sóma sér vel á sýningu í tröllaleik-
skóla. „Skúlptúrarnir eru frekar
stórir og öflugir en gætu hafa verið
búnir til af börnum, fyrir utan að það
er erfitt að búa til svona stóra skúlp-
túra,“ segir Guðmundur kíminn.
Hann hafi gefið sjálfum sér leyfi til
að leika sér með efnið, bæði í mál-
verkum og skúlptúrum.
Upphafslína í lagi
Og talandi um leik þá virðist vera
mikill leikur í sýningartitlinum,
SNIP SNAP SNUBBUR. „Þetta er
upphafslína í lagi sem ég held að
tónmenntakennarinn minn hafi sam-
ið og var oft sungið í skólanum hjá
mér, Fossvogsskóla. Þetta kom bara
upp í hugann þegar ég var að hugsa
um titil og mér fannst ekki ganga að
vera með titil með vitrænum eða
rökrænum skírskotunum eða ein-
hverju umfjöllunarefni. Mér finnst
þessi titill lýsa því hvernig verkin
Karlarnir
tróðu sér inn
Guðmundur sýnir í Hafnarborg
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Silfurbergi í Hörpu á morg-
un kl. 20. Sveitin mun leika tónlist
eftir bandarísku tónlistarkonuna
Mariu Schneider, öll verkin af
fyrstu plötu hennar; Evanesence,
frá árinu 1994.
Schneider er af flestum talin
fremsti höfundur stórsveita-
tónlistar samtímans, að því er
fram kemur í tilkynningu, og segir
þar einnig að gagnrýnendur hafi
meðal annars kallað tónlist hennar
„tignarlega, töfrandi, hjartastöðv-
andi, ægifagra og óflokkanlega“.
Schneider hlaut að loknu háskóla-
námi styrk til að nema hjá Bob
Brookmeyer, einum áhrifamesta
stórsveitahöfundi síðari áratuga,
og vann einnig sem kópíisti og að-
stoðarmaður Gils Evans sem var
annar stórmeistari í sögu stór-
sveitanna. Árið 1992 stofnaði
Schneider eigin stórsveit og vakti
athygli fyrir persónulegan og
frumlegan stíl, eins og því er lýst í
tilkynningu, en fyrsta plata henn-
ar, fyrrnefnd Evanesence, er til-
einkuð Gil Evans. Hún hefur frá
útgáfu hennar ferðast víða um
heim og þá bæði með eigin stór-
sveit og til að stjórna öðrum stór-
sveitum. Ein þeirra er Stórsveit
Reykjavíkur sem Schneider stjórn-
aði á tónleikum í Gamla bíói fyrir
18 árum. Meðlimir sveitarinnar
tóku margir hverjir líka þátt í
samnorrænu verkefni undir henn-
ar stjórn á Grænlandi nokkrum ár-
um síðar.
Schneider hefur hlotið fimm
Grammy-verðlaun og hefur 13
sinnum verið kjörin útsetjari árs-
ins af djasstímaritinu Downbeat,
auk þess að hljóta fleiri viðurkenn-
ingar. Schneider hefur unnið með
þekktum listamönnum á borð við
Sting og David Bowie og kom hún
og hljómsveit hennar við sögu á
síðustu plötu Bowies, Blackstar.
Stjórnandi á tónleikunum verð-
ur Snorri Sigurðarson og fer
miðasala fram á tix.is, harpa.is og
í miðasölu Hörpu.
Stórsveitin Heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld.
Stórsveit Reykjavíkur leik-
ur verk Mariu Schneider
Einn fremsti höfundur stórsveitatónlistar samtímans
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is