Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 49
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Á umliðnum árum hefur ver-ið nóg á seyði í íslenskusvartþungarokki, bæði því
sem er neðanjarðar og því sem er
ofanjarðar (já, það er hægt líka).
Sólstafir ferðast nú um allan heim
með síðasta verk sitt, Berdreyminn
(já já, ég veit, það má aldeilis deila
um hvort þeir eru svartþungarokk
eða ekki en hef þá hér með vegna
rótanna) og Auðn gaf út lofaða
plötu seint á síðasta ári, Farvegir
fyrndar. Auðn er á mála hjá Season
of Mist, líkt og Sólstafir og Zhrine,
sem hefur farið í hvert tónleika-
ferðalagið á fætur öðru eftir hina
vel lukkuðu Unortheta.
Ef þú, lesandi góður, dregur
þessar yfirlýsingar mínar í efa er ég
með skínandi, kolsvarta sönnun fyr-
ir þessu öllu saman. BangerTV
(Sam Dunn og félagar, en hann
gerði myndirnar Metal: A Headban-
ger’s Journey og Rush: Beyond the
Lighted Stage m.a.) voru að hleypa
nýrri Youtube-þáttaröð af stokk-
unum. Og Overkill Global Album
Reviews eins og hún er kölluð byrj-
aði að sjálfsögðu á íslensku svart-
þungarokki! Það þarf ekki frekari
vitnanna við.
Vánagandr-útgáfan er dugleg
sem fyrr og heldur utan um sveitir
eins og Misþyrmingu, Nöðru, NYIÞ
og Mannveiru. Á Roadburn-hátíð-
inni í ár, sem fram fer í Hollandi,
léku fulltrúar frá þessari dásam-
legu útgáfu (Misþyrming, Naðra,
Svartidauði, Wormlust) klukku-
stundar langt verk undir heitinu Sól
án varma. Svartidauði og Sinmara
Svarta gullið
Horft í hroðann Carpe Noctem var að gefa út plötuna Vitrun fyrir stuttu.
spiluðu þá á hátíðum um alla Evr-
ópu og einnig í Bandaríkjunum.
NYIÞ, Naðra og Misþyrming
spiluðu einnig víða í Evrópu.
Carpe Noctem, sem hafa legið í
dvala árum saman, voru svo að gefa
út plötuna Vitrun á Code666 Rec-
ords. Sveitin á sér langa sögu, var
stofnuð 2005 og á baki nokkrar
plötur, sú síðasta, In Terra Prof-
ugus, kom út árið 2013. Vitrun er
ógurlegt ferðalag; tíu mínútna lög
þar sem skiptist á tilfinning-
arþrunginn ofsi og hægari, dul-
úðlegri kaflar. Söngvarinn (og rit-
höfundurinn) Alexander Dan
syngur á íslensku – öskrar, rymur,
skrækir og fer á dýpið – stundum að
því er virðist í einu og sama laginu.
Spennunni er viðhaldið út alla plöt-
una og maður þarf eiginlega að
leggja sig þegar síðasti tónninn
deyr út.
Þá tilkynnti Svartidauði um
plötuna Revelations Of The Red
Sword, sem út kemur í desember
komandi. Ég vil þá nefna Almyrkva
(plata seint árið 2017) og Guðveiki
(frábært dæmi og plata á leiðinni.
Eitt lag á Soundcloud núna). Worm-
lust hyggst þá gefa út nýtt efni brátt
en plata þess verkefnis, The Feral
Wisdom (2013), er nánast komin
með költstöðu í samtíma íslensku
svartþungarokki. Þá gaf NYIÞ út
deiliplötu með ástralska eins manns
bandinu Old Burial Temple í ár.
Það er skemmtileg írsk tenging
inn í senuna. Stephen Lockhart
(sem hefur rekið bandið Rebirth of
Nefast) er búsettur í Mosfellsbæ,
rekur þar Studio Emissary og hefur
tekið upp fjöldann allan af íslensku
svartþungarokki. Vinur hans, Jo-
seph Deegan, rekur nú íslensk/
írska sveit, Slidhr (ásamt meðlimum
úr Sinmara) og kom plata út í ár.
Lockhart hefur einnig verið pottur-
inn og pannan í Oration-tónlistarhá-
tíðinni, sem hefur verið uppskeru-
hátíð íslenska svartmálmsins
síðastliðin þrjú ár. Hátíðinni hefur
verið slitið endanlega en Lockhart
er með aðra hátíð, Ascension, í
burðarliðnum og verður sú fyrsta
væntanlega haldin á næsta ári.
Það sem gerir starfsumhverfi
þessarar senu öðruvísi en maður
átti að venjast í eina tíð eru sterkar
tengingar út í heim. Sveitirnar hafa
aðgang að öflugum dreifingarað-
ilum og útgáfum eins og Terratur
Posessions (Noregur), Ván Records
(Þýskaland), Signal Rex (Portúgal)
og Fallen Empire Records (Banda-
ríkin) sem sjá til þess að svart-
þungahrokksþyrstir um heim allan
eigi kost á að njóta þessara bikuðu
afurða frá landi elds og ísa.
»Ef þú, lesandi góð-ur, dregur þessar
yfirlýsingar mínar í
efa er ég með skínandi,
kolsvarta sönnun fyrir
þessu öllu saman.
Það eru mikil umsvif í
íslensku svartþunga-
rokkssenunni nú um
stundir, glás af böndum
starfandi og útgáfa
með mesta móti.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Óperuunnendur hafa úr miklu að
velja um helgina enda standa
Óperudagar í Reykjavík sem hæst.
Í kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbíói eru
haldnir óperubrúðutónleikarnir
Støv. Annað kvöld kl. 20.30, einnig í
Tjarnarbíói, verður óperan Trouble
in Tahiti eftir Leonard Bernstein
frumsýnd í leikstjórn Pálínu Jóns-
dóttur, en um söng sjá Aron Axel
Cortes og Ása Fanney Gestsdóttir.
Af öðrum viðburðum má nefna að
í dag kl. 09.30 verður Óperueyja í
Sundhöllinni, óperuhlustun aðlög-
uð að þörfum fólks með Alzheimer
og aðra heilabilunarsjúkdóma í
Hlíðabæ kl. 11 og 14, kammer-
óperan Kornið eftir Birgit Djupedal
við texta eftir Ingunni Láru Krist-
jánsdóttur sýnd í Hörpuhorni kl. 17
og Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson
í Hörpu kl. 20.
Á morgun verður óperan In the
darkness sýnd í Norræna húsinu kl.
13 og 16 og ævintýraóperan Sónata
eftir Hjálmar H. Ragnarsson og
Messíönu Tómasdóttur í Iðnó kl. 14.
Allar nánari upplýsingar eru á
vefnum operudagar.is.
Óperubrúðutónleikar Listrænn
stjórnandi Støv er Svend E. Krist-
ensen og leikstjóri Jesper Pedersen,
en Nina Sveistrup Clausen syngur.
Óperuúrval
um helgina
Trouble in Tahiti
frumsýnd á morgun
Sýning á verkum Georgs Guðna
verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag
kl. 17 og í galleríinu Gamma kl. 18. Á
sýningunni eru bæði olíumálverk og
vatnslitaverk.
Georg var frumkvöðull meðal
ungra listamanna á níunda áratug
síðustu aldar með áherslu sinni á
landslagsmálverk, segir í tilkynn-
ingu. „Í stað þess að gera tilvist
mannsins að umfjöllunarefni í verk-
um sínum eins og algengt var á þeim
tíma, þá málaði hann náttúruna.
Með þessari nálgun sinni gæddi
hann landslagsmálverkið nýjum
krafti hér á landi og tók þátt í að
endurvekja áhuga á málverkinu sem
miðli listamanna. Landslagsmálverk
Georgs Guðna eru oft á tíðum byggð
upp á geómetrískan hátt, en á sama
tíma eru þau ákaflega persónuleg.
Málverk hans eiga sér líka sterka
samfélagslega
tengingu. Náttúr-
an, eins og Georg
Guðni sýnir hana,
er oft á tíðum ein-
földuð og hlut-
gerð upp að vissu
marki, en ekki
skálduð. Verkin
gefa frá sér
sterkt og ákveðið
andrúmsloft og
þekkjast á sínum fágaða einfald-
leika,“ segir í tilkynningu. Georg
fæddist í Reykjavík árið 1961, stund-
aði nám við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands og lauk framhaldsnámi
við Jan van Eyck Akademie árið
1987. Hann lést árið 2011, 50 ára að
aldri.
Sýningin stendur yfir til 1. desem-
ber.
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Án titils Olíumálverk eftir Georg Guðna frá árinu 1989.
Verk Georgs Guðna
í tveimur galleríum
Georg
Guðni
ICQC 2018-20
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
föstudaginn 30. nóvember
Við komum víða við í ár, heimsækjum
fjölda fólks og verðummeð fullt af
spennandi efni fyrir alla aldurshópa.
PÖNTUN AUGLÝSINGA: til 26. nóvember.
Morgunblaðsins kemur út
Jólablað