Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 6
H
vað er betra á köldum vetrar-
degi en að hreiðra um sig uppi í
sófa með heitan kakóbolla í ann-
arri hendi og hina höndina á
kafi ofan í öskju af smákökum?
Verst að þegar sólin tekur að hækka á lofti
er kroppurinn oft orðinn þungur og þreyttur
og jafnvel þarf að byrja sumarið á því að
kaupa aðeins stærri buxur og aðeins víðari
skyrtur því mittið hefur tútnað út.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur
og ráðgjafi hjá Heilsuvernd segir ýmsar
ástæður fyrir því að mataræðið á það til að
versna hjá fólki í skammdeginu. Skýringuna
er að hluta til að finna í árstíðabundnum
matarhefðum, eins og sæt-, salt- og feitmeti
jólanna, og veisluhöldum á þorra. „En við er-
um líka fljót að nota mat til að hugga okkur í
kuldanum og myrkrinu og leita í matvæli
sem við tengjum við ánægjulegar minningar,
eins og kakóið sem mamma útbjó fyrir okkur
eða kökurnar sem amma bakaði. Við getum
verið meðvirk með sjálfum okkur þegar við
leitum í mat af þessu tagi til að sefa tilfinn-
ingarnar.“
Hvað eykur lífsgæðin?
Að mati Elísabetar er lausnin samt ekki
fólgin í því að fúlsa við öllum ljúffengu vetr-
arkræsingunum, heldur einfaldlega að gæta
hófs, hlusta á líkamann og taka ábyrgð á
heilsunni. „Það setur ekki allt úr skorðum
þótt við gerum mjög vel við okkur í mat og
drykk hálfan jólamánuðinn, en margir byrja
að láta alls kyns óhollustu eftir sér löngu áð-
ur en desember gengur í garð. Það hefur allt
önnur áhrif að borða af miklu óhófi í þrjá
mánuði en bara í einn mánuð.“
Boð og bönn hafa lítil áhrif að sögn Elísa-
betar og vill hún ekki setja lesendum strang-
ar reglur um hvað má og má ekki borða.
„Það sem fólk ætti aftur á móti að hugleiða
er hvers konar mataræði eykur lífsgæði þess.
Er um að gera að njóta jólamatarins í botn
og láta ýmislegt eftir sér til að komast betur
í gegnum skammdegið, en hugsa samt um
það hvað við borðum og hvort maturinn –
ljúffengur sem hann er – sé að spilla lífs-
gæðum okkar til skemmri eða lengri tíma lit-
ið.“
Hún bendir líka á að það megi halda
tryggð við matarhefðir sem okkur eru kærar
en samt gera matinn hollari. „Þær hefðir
sem við ólumst upp við bera þess sumar
merki hve mikill skortur var á góðu hráefni á
æskuárum okkar, og t.d. hugmynd margra
um grænar baunir að þær þurfi að vera nið-
ursoðnar í vatnslegi með sykri og salti. Í dag
getum við í staðinn valið ljúffengar ferskar
grænar baunir, svo eitt dæmi sé nefnt. Það
má líka gera tilraunir með smákökuupp-
skriftirnar og athuga hvort þær verða ekki
alveg jafn góðar, ef ekki betri, ef við minnk-
um sykurmagnið.“
Vítamínið sem Íslendingar
fá alls ekki ekki nóg af
Eitt sem Elísabet vill þó sérstaklega brýna
fyrir lesendum er að þeir borði matvæli sem
eru rík að D-vítamíni – sólskinsvítamíninu –
sem og öðrum mikilvægum vítamínum og
steinefnum. Hún segir D-vítamínskort út-
breitt vandamál á Íslandi enda fái landsmenn
ekki mörg tækifæri til að baða sig í sólinni
og leyfa húðinni að framleiða D-vítamín, og
mataræði margra snautt að fæðu sem inni-
heldur þetta bráðnauðsynlega bætiefni.
„D-vítamínið er mikilvægt fyrir alls kyns
ferla í líkamanum og virkar á margan hátt
eins og hormón. Það stuðlar að vexti og við-
haldi beina og rannsóknir sýna líka að D-
vítamín hefur áhrif á heilastarfsemina og
mögulega þunglyndi. Fólk með gigt og aðra
bólgusjúkdóma ætti að gæta alveg sér-
staklega vel að D-vítamínneyslunni,“ útskýrir
Elísabet. „Vanti D-vítamínið getur það líka
framkallað slen, sem svo aftur fær okkur til
að sækja í orkuríkari og óhollari mat til að
reyna að drífa líkamann í gang.“
Ráðleggur Elísabet að borða t.d. vikulega
feitan fisk á borð við lax, og taka lýsi reglu-
lega. „Þeir sem vilja ekki neyta dýraafurða
geta fengið D-vítamín úr vítamínbættri olíu
og þurfa líka að muna að borða nóg af góðu
korni, baunum, hnetum og fræjum til að fá
nægilegt magn fitu- og bætiefna í matar-
æðið.“
Elísabet segir einnig vert að huga að joð-
neyslunni, enda ómissandi steinefni sem
marga skortir. Hún segir útbreiddan mis-
skilning að allt salt sé joðbætt og þess vegna
þurfi ekki að gæta þess að borða joðríkan
mat. Raunar á ekkert salt á Íslandi að vera
með viðbættu joði, en aftur á móti má fá joð
úr matvælum eins og fiski og skelfiski,
mjólk, eggjum og ýmsu grænmeti.
Leitum huggunar í skammdeginu
Elísabet Reynisdóttir segir allt
í lagi að láta eftir sér mikið af
óhollum kræsingum hálfan
desembermánuð en það sé allt
annar hlutur að borða af óhófi
í marga mánuði samfleytt.
Miklu skiptir að innbyrða nóg
af D-vítamíni árið um kring.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Elísabet segir
margra bráðvanta
meira D-vítamín í
mataræðið.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
RAKAKREM FYRIR ÞURRA HÚÐ
ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI
FÆST Í APÓTEKUM
Sumir virðast ekki eiga í neinum
vandræðum með að torga hverri
kökusneiðinni á fætur annarri og
taka rækilega til matar síns í hlað-
borðum og veislum. Aðrir finna
fljótlega fyrir ónotum, þola ekki
óheyrilegt magn af sykri og geta
orðið hálfslappir ef þeir gleyma
sér í kræsingunum. Átakageta
meltingarkerfisins getur líka
breyst með aldrinum og þeir sem
fóru létt með að klára heila pítsu
á unglingsárunum eða raða
hverri pylsunni á fætur annarri of-
an í maga geta fundið fyrir því að
eftir því sem árunum fjölgar þarf
að borða af meiri skynsemi.
Elísabet ráðleggur fólki að
hlusta á líkamann, því mataræði
sem hentar einum henti ekki öllum. „Þegar við tökum ákvörðun um
hvað við borðum á það ekki endilega að ráðast af útliti eða ótta við
aukakíló, heldur heilsu okkar og líðan, og hvaða áhrif maturinn hefur á
ýmis kerfi líkamans: hvort við verðum silaleg og þreytt eða tápmikil og
hress eftir máltíðina,“ segir hún. „Ef allt er í steik eftir máltíð sem er rík af
sykri, salti og reyk er það vísbending um að einhverju þurfi að breyta.“
Hún mælir líka með því að hugsa um þarmaflóruna því bakteríurnar
sem búa í okkur ráða miklu um líðan okkar og hvernig við nýtum nær-
inguna úr matnum. „Sjálf hef ég það fyrir reglu að hjálpa þarmabakter-
íunum á álagstímum, t.d. í desember og þegar ég ferðast til útlanda, og
auðvelda þannig kroppnum að bregðast betur við breytingunni sem
verður á mataræðinu.“
Hvað er líkaminn
að segja okkur?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skorið í væna purusteik. Feitur og
saltur matur fer misvel í fólk.