Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
A
nastasía er 25 ára að aldri. Hún flutti til
Reykjavíkur frá Bretlandi en er alin upp í
Svíþjóð.
„Í Svíþjóð segir fólk að það sé ekki til vont
veður heldur einungis vitlaus föt fyrir veðr-
ið,“ segir Anastasía, sem starfar við alþjóðamarkaðs-
setningu og viðskiptaþróun hjá Opnum kerfum. „Þegar
ég er ekki á skrifstofunni er ég alltaf að
hreyfa mig. Ég er alin upp af foreldrum
sem eru langhlauparar og það hefur
haft áhrif á mig.
Ég fæ orku úr náttúrunni og
ég tel að við nútímafólkið ger-
um of lítið af því að sækja okk-
ur orku úti við.“
Mikilvægt að vera
úti á veturna
Hvers nýturðu á veturna?
„Ég elska kalda loftið, fallegt
útsýni og hvernig allt breytist á
veturna, hvort heldur við höfum snjó
eða ekki.
Ég elska að fara í langa göngutúra
úti í sveitinni ef það er hægt.
Mér finnst svo mikilvægt að vera úti
þegar það er bjart á veturna. Þá nýt ég
þess að fá bæði hressandi loftið og að-
eins meiri áreynslu í líkamsræktina með kuldanum.
Er mikil vetrarmanneskja
Líkaminn vinnur aðeins meira í kulda og því uppsker
maður aðeins meiri ánægju af útiverunni að mínu mati.
Í raun má segja að ég njóti þess betur að æfa úti á vet-
urna en á sumrin,“ segir Anastasía og bætir við að sér
finnist einnig mjög notalegt heima yfir vetrartímanum.
„Þá elda ég vanalega eitthvað gott, kveiki á kertum og
sit í heita pottinum þegar það er virkilega kalt. Það er
einstakt.
Hvað er það fallegasta við veturinn?
„Hvernig allt breytist þegar það kemur frost og
snjór; umhverfið fær á sig nýja mynd. Tökum fjöllin
sem dæmi: Landslagið verður allt öðruvísi á veturna og
ég fæ aldrei nóg af því.“
– Ertu dugleg að æfa úti í kulda?
„Já! Það er bæði gaman og mikilvægt að gleyma ekki
að fara út á veturna þrátt fyrir að það geti verið pínu
óþægilegt. Það er mikilvægt að eiga góð föt fyrir útivist
og líkamsrækt sem stunduð er úti á veturna.“
Að föndra með börnum er skemmtilegt
Hvernig eyðir þú köldum vetrarkvöldum með fjöl-
skyldunni?
„Við horfum mikið á góðar heimildamyndir
saman og njótum þess að gæða okkur á
heitu tei.“
Anastasía á ekki börn sjálf en um-
gengst börn mikið. Hún mælir með
því að elda eitthvað einfalt með
börnunum sem þau geta tekið
þátt í. Einnig er föndur skemmti-
legt þegar veður er vont.
„Eldri krakkar elska aðeins
flóknari hluti að takast á við,
eins og að prjóna eða setja
eitthvað saman.
Ég er dugleg að finna upp
á einhverju með
krökkum. Sem dæmi
set ég stundum
matarlit í
raksápu,
börnin
elska að
búa til listaverk úr því og
leika sér með svona einfalda
hluti.
Að spila eða púsla er alltaf
gaman með börnunum líka.“
Notar vetrar- og jólakrydd í matinn
Borðarðu öðruvísi mat á veturna en sumrin?
„Já, ekki spurning. Veturinn býður upp á yndisleg
tækfæri til að leggja aðeins meira í eldamennskuna. Það
er hægt að elda meira með jóla/vetrarkryddi. Sem dæmi
set ég meiri kanil og engifer í matinn á veturna.
Ég er mikið fyrir árstíðabundinn mat og borða því
einungis suma rétti á veturna og aðra á sumrin.
Eins elska ég að búa til heitt súkkulaði með kanil,
vanilludropum og ferskum engifer.
Síðasta vetur var ég dugleg að prófa mig áfram með
að gera rétt með fjólubláum sætum kartöflum. Eins
finnst mér fátt betra en góð heit
súpa með brauði á veturna.
Gulrótarkakan hennar mömmu er
það besta sem ég veit. Hún bætir við hana ananas sem
gerir kökuna sæta og safaríka.“
Áttu góða minningu af þér að vetri til í æsku?
„Ég var alltaf stelpan sem var með of mikið af orku,
svo það að byggja snjóhús eða fara á sleða var málið
fyrir mig.
Þegar ég var barn og var að alast
upp í Svíþjóð var mikið um sjó á vet-
urna.
Bestu minningarnar eru að vakna
upp við snæviþakið landslagið sem
hafði myndast um nóttina. Að taka út
vetrarfötin og fara í þau og vera síðan
margar klukkustundir úti við að
byggja snjóhús, kastala og veggi.“
Anastasía viðurkennir að það sé
stundum erfitt að fara út í íslenskum aðstæðum en það
sé mikilvægt að halda sér við efnið og jafnvel vera með
plan B ef þarf.
„Að vera úti og hreyfa sig þegar náttúran er sofandi
er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem þurfum að halda
einbeitingu í vinnunni sem og heima fyrir. Það getur
verið erfitt að koma sér af stað í útiveruna en það er
ekkert sem gefur okkur meira þegar heim er komið en
góð útivera í frosti og kulda.“
Elskar kalda loftið
Anastasía Alexandersdóttir er orkumikil og jákvæð. Hún er vön miklum
snjó á veturna í Svíþjóð og kann því vel að vera úti að æfa þegar kalt er.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Aðsend
Anastasía segir að það geti verið áskorun að
koma sér út á veturna en það margborgar sig.
Maður finni mun þegar heim er komið.
Anastasía Alexandersdóttir
er mikil útivistarmanneskja
og finnst fátt betra en að
vera úti á veturna.
Það kostar ekki
mikinn tíma að
nota raksápuna til
að föndra með.
Hægt er að bæta
út í hana matarlit
og þá verða
möguleikarnir að
gera litaverk
meiri.
Anastasía notar hátíðleg krydd á veturna
til að krydda upp tilveruna. Súkkulaði
með kanil og vanilludropum og ferskum
engifer er í uppáhaldi hjá henni.
„Ég elska kalda loft-
ið, fallegt útsýni og
hvernig allt breytist
á veturna, hvort
heldur við höfum
snjó eða ekki.“