Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 16
5 Mundu eftir líkamanum. Notaðu kornaskrúbb álíkamann einu sinni til þrisvar í viku til að skrúbbaburt allan þurrk. Exfoliating Body Scrub frá Clar- ins er æðislegur fyrir veturinn þar sem hann er ekki of grófur en hann er einnig mjög nærandi. Og auðvitað er mikilvægt að nota krem beint eftir sturtu eða bað til að „læsa“ rakann inni í húðinni. Green Tea Honey Drops Body Cream frá Elizabeth Arden er sérstaklega ætl- að fyrir þurra vetrarhúð og inniheldur grænt te og hunang sem róa húðina. 6 Skrúbbaðu líka andlitið! Égmæli hiklaust með að nota sýrurfrekar en kornaskrúbb þar sem þær eru töluvert mildari fyrir húðina. Glýkólsýrur örva líka endurnýjun frumn- anna og hjalpa þér þannig að fá fallega, slétta og geislandi húð. Glycolic Fix Daily Cleansing Pads frá Nip+Fab eru í miklu uppá- haldi! 7 Notaðu hanska eða vettlinga og húfu til aðvernda húðina fyrir kulda og rigningu eðasnjó. Það er mjög sniðugt að nota góðan handáburð áður en þú setur á þig hanska til að gefa aukanæringu. La Créme Main Riche frá Chanel er unaðslegur handáburður sem nærir vel en er fljót- ur að fara í húðina. 8 Verndaðu varirnar! Varir eru sérstaklegaviðkvæmar í samanburði við aðra húð á lík-amanum en húðin á vörunum er allt að fimm sinnum þynnri en andlitshúðin að öðru leyti. Húðin á vörunum er einnig án svitakirtla og framleiðir enga húðfitu og á þess vegna til að þorna töluvert hraðar. Flestir eiga til að fá varaþurrk um leið og veður fer að kólna. Á vet- urna er gott að eiga varasalva sem inniheldur bara olíuleysanleg efni þar sem hann verndar varirnar gegn rakaskorti. Clarins Hydra Essential Moisture replenishing lip balm er fullkominn varasalvi í kuld- anum. 9 Gefðu þér tíma til að dekra aðeins við húðina ívetur. Settu smávegis Elizabeth Arden EightHour Cream á fæturna sem rakamaska og klæddu þig í kósísokka og skelltu þér upp í sófa með kakóbolla og netflix. Bjóddu vinkonunum í heimsókn í vín-, osta- og maska- kvöld! Nip+Fab Glycolic Fix Bubble Sheet Mask er ekki bara mjög góður heldur líka mjög skemmtilegur. 1 Þvoðu þér alltaf með volgu vatni. Það er svo freistandi að faraí heitt bað eða sturtu þegar það er kalt úti en notaðu frekarvolgt vatn til að koma í veg fyrir að missa alla náttúrulega húð- fitu. Þetta á líka við þegar þú þværð þér um hendur eða andlit. Notaðu einnig mildan hreinsi og sápu sem næra húðina vel eins og til dæmis Shiseido Clarifying Cleansing Foam fyrir andlitið og Deeply Nourishing Body Wash frá Dove fyrir líkamann. 2 Notaðu rakakrem allavega tvisvará dag á hverjum degi. Það er mjögmikilvægt að gefa húðinni góðan raka á þessum tíma og þá sérstaklega beint eftir þvott. Ég mæli hiklaust með að nota örlítið léttara krem á daginn eins og WASO Clear Mega Hydrating Cream frá Shiseido sem hentar vel undir farða eða litað dagkrem og má meira að segja nota í hárið til að gefa smáraka í þurra enda. Síð- an er gott að nota næringarríkara krem á kvöldin. Black Bee Honey Balm frá Guerlain hefur lengi verið í uppáhaldi sem næturkrem þar sem það gefur mikinn raka og næringu á köldum vetrarmánuðum. Black Bee Honey Balm er einnig græðandi og inniheldur meðal annars shea butter og hyal- úrónsýru. 3 Ekki gleyma að drekka vatn. Að drekka nóg af vatni get-ur gert ótrúlega góða hluti fyrir húð og heilsu. 4 Á veturna sitjum við oft hjá heitum ofni, með hitann íbotni í bílnum og með aukahitara undir skrifborðinu ívinnunni en loftið í kringum okkur þornar líka vegna hit- ans. Ég mæli eindregið með að vera með rakatæki til að jafna rakastig í loftinu. Gott ráð er líka að setja litla skál með vatni of- an á ofninn til að gefa raka í loftið. Mér finnst líka gott að vera með rakasprey á skrifborðinu og í veskinu til að geta aðeins frískað upp á húðina og gefið henni smá rakaskammt án þess að eyðileggja förðunina. Mitt uppáhaldsrakasprey er Hydra Beauty Essence Mist frá Chanel, sem er léttur rakaúði sem veitir húðinni aukinn ljóma og verndar hana gegn utanaðkom- andi áhrifum. Natalie Kristín Hamzehpour Veturinn er erfiðasta árstíðin fyrir húðina og getur hún oft orðið mjög þurr, líflaus og viðkvæm. Hvað er til ráða? „Það er kalt úti og við eigum það til að hækka vel í ofn- unum heima og fara í heitt bað en það veld- ur því að húðin missir raka og verður þurr, rauð og viðkvæm. En með þessum ráðum get- urðu verið með geislandi fallega húð í allan vetur,“ segir Natalie Kristín Hamzehpur förðunarmeistari. 9ráð til að hjálpa húðinnií gegnum veturinn Exfoliating Body Scrub frá Clarins Glycolic Fix Daily Cleans- ing Pads frá Nip+Fab Nip+Fab Glyco- lic Fix Bubble Sheet Mask Hydra Beauty Essence Mist frá Chanel Green Tea Honey Drops Body Cream frá Elizabeth Arden WASO Clear Mega Hydrating Cream Deeply Nourish- ing Body Wash frá Dove La Créme Main Riche frá Chanel 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Elizabeth Arden Eight Hour Cream Clarins Hydra Essential Moist- ure replenish- ing lip balm Black Bee Honey Balm frá Guerlain

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.