Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 21
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21 Smiðjuvegi 30 (rauð gata) 200 Kóp., S: 577 6400 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Gott er að hafa ákveðinn lágmarksbúnað í bílnum á veturna og brýnt að ökumenn haldi ekki illa útbúnir af stað út úr bænum að vetri til. „Innanbæjar er auðveldara að hóa eftir hjálp ef aðstoðar er þörf, en samt gagnlegt að hafa samanbrjótanlega skóflu í skott- inu og poka af sandi til að losa bílinn ef hann festist í snjó og hálku,“ segir Björn. „Vitaskuld þarf líka að hafa góða gluggasköfu við höndina sem þægilegt er að nota og er bæði með bursta- og sköfuhlið. Er vissara að athuga hvort skafan er með stál- eða plastblaði því fara þarf varlega með stálsköfurnar sem geta rekist utan í og rispað lakkið.“ Fyrir akstur út fyrir höfuðborgarsvæðið ráðleggur Björn að taka m.a. með hlýjan fatnað, hanska og góða vetrarskó, og jafnvel teppi ef það gerist að bíða þarf aðstoðar í bílnum. „Einnig ætti að hafa startkapla meðferðis, vasaljós, gæta þess að loftdælan sé til staðar ef bíllinn er ekki með varadekk og að snúra sé í bílnum til að hlaða farsímann.“ Vasaljós, vetrarfatn- aður og hlaðinn sími hjálpa að hafa rúðuþurrkurnar uppi svo að gúmmíið frjósi ekki fast við rúðuna. Enn aðrir nota það ráð að úða hressilega af rúðu- vökva á framrúðuna þegar komið er heim í hlað í lok dags. Allt eru þetta þó ráð sem ég get ekki tekið neina persónulega ábyrgð á og verða les- endur sjálfir að sjá hvað reynist þeim best.“ Er rafgeymirinn lúinn? Góð regla er að yfirfara bílinn vandlega í upphafi vetrar og segir Björn sér- staklega brýnt að skoða ástand rafgeymisins. Flestir framleiðendur mæla með að skipt sé um rafgeymi á 3-5 ára fresti en meira mæðir á rafgeymunum í nýrri bílum en eldri enda miklu meiri tækni í þeim fyrrnefndu. „Þegar rafgeymarnir eru orðnir þreyttir eiga þeir það til að gefast upp þegar tekur að kólna í veðri og verður þá í nógu að snúast hjá vegaþjónustu FÍB,“ segir Björn og bætir við að ef grunur leikur á að geymirinn sé orðinn slappur sé einfalt að láta prófa hann hjá viðurkenndum aðila. Einnig ætti að ganga úr skugga um að frostlögurinn sé með nægilegt frostþol, rúðuþurrk- urnar í lagi og nóg af rúðu- pissi. Bendir Björn á að skoða tilmæli framleið- anda í þjónustubók um hve títt þarf að skipta um frostlög. „Þá er vissara að ganga úr skugga um að allar læsingar séu vel smurðar jafnt í skotti sem hurðum.“ Enginn ætti að vera á götum að vetri til á lélegum dekkjum og góð regla að vera tímanlega á ferðinni með dekkjaskiptin á haustin. Að vera á dekkjum sem henta ekki aðstæðum er ávísun á slys og minnir Björn líka á mikilvægi þess að hreinsa mynstrið á dekkjunum endrum og sinnum með tjöruhreinsi til að losa burtu óhreinindi sem geta safnast þar upp. „Loftþrýsting- urinn þarf líka að vera í lagi en innan á hurðarkörmum má finna spjald með upplýs- ingum um réttan loftþrýsting. Rangur loft- þrýstingur getur skert aksturseiginleika bílsins, aukið eldsneytisnotkun og valdið því að dekkin slitna hraðar.“ Bónhúðin hjálpar Þegar kemur að daglegri umhirðu segir Björn vissara að reyna að finna tíma til að þrífa bílinn og bóna rækilega til að vernda lakkið gegn salti og tjöru. „Góð bónhúð hjálpar heilan helling við að halda lakkinu fallegu og heilu,“ útskýrir hann. „Ætti líka að forðast að hafa eldsneytistankinn hálf- tóman því þá vill það gerast að raki í and- rúmsloftinu þéttist í tankinum og verði að vatni sem blandast saman við bensínið eða díselolíuna. Getur það valdið gangtruflunum og öðrum vandamálum ef vatnið kemst í vél- ina. Margir díselbílar eru með vatnssíu af þessum sökum og gæti þurft að tappa af henni.“ Til í slaginn við vetrarfærðina Samanbrjótanleg skófla og poki af grófum sandi geta komið í góðar þarfir í vetrarfærðinni. Svo er óvitlaust að setja gömul dagblöð undir motturnar í bílnum til að draga úr rakamyndun. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þ að er ekkert grín að festa bílinn í snjóskafli uppi á heiði, og býður líka hættunni heim að aka úr hlaði með hélaðar rúður. Mikil- vægt er að undirbúa bílinn fyrir veturinn til að geta betur tekist á við frostið og hálkuna og tryggja að allir komi heilir og kátir á áfangastað. Björn Kristjánsson, sérfræðingur hjá FÍB, segir gott húsráð að setja gömul dagblöð undir motturnar í bílnum. „Þegar við stígum upp í bílinn berum við með okkur snjó og bleytu á skónum og það getur haft þau áhrif að töluverður raki myndast í farþegarýminu. Bæði ætti fólk að vera duglegt við að taka motturnar úr bílnum til að losa úr þeim snjóinn og bleytuna, og svo er hægt að lauma dagblaði undir motturnar og skipta blaðinu reglulega út. Pappírinn dregur í sig raka svo að hélar síður innan á rúðunum.“ Að sögn Björns má líka reyna, ef það hentar, að setja mottu yfir framrúðuna á kvöldin til að losna við hélun og létta sköf- unina næsta morgun. „Sumum þykir líka Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Morgunblaðið/Kristinn Samanbrjótanleg skófla getur bjargað deginum. Vissara er að vera á góðum dekkjum áður en færðin verður slæm. Öflug skafa kemur í góðar þarfir á köldum vetrarmorgnum. Gæta þarf að því, ef skafan er úr málmi, að rispa ekki lakkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.