Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 23
STYRKJANDI BÆTIEFNI FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ PROBIOTIC DEFENSE Góðgerlablanda sem inniheldur 1 billjón gerla og um 13 mismunandi virkar tegundir gerla- stofna sem eru samsettir til þess að stuðla að heilbrigðu ónæmiskerfi og jafnvægi þarmaflóru í meltingarvegi. Probiotic Defense blandan inniheldur þar að auki FOS (fructo-oligosac- charides) sem eru góðar trefjar sem ýta undir útbreiðslu á mikilvægum gerlastofnum eins og Acidophilus og Bifidus gerlum. VITAMIN C 1000 MG C-vítamín er sterkt andoxunarefni og mikilvægt næringarefni fyrir starfsemi ónæmiskerfisins. C-vítamín gegnir einnig mikilvægu hlutverki í fjölmörgum efnaskiptum í líkamanum s.s. við framleiðslu ensíma og taugaboðefna og er mikilvægur hluti af bandvefjum og stoðkerfi líkamans. Algengasta form sem notað er af C-vítamíni er askorbínsýra og inniheldur þessi vara frá Now einnig bioflavoníð efni sem ýta frekar undir nýtingu C-vítamíns í líkamanum. ECHINACEA Echinacea eða sólhattur er lækningajurt sem hefur verið notuð frá örófi alda fyrir ónæmis- styrkjandi eiginleika sína gegn öndunarfæra- sýkingum eins og kvefi, flensu og hósta. Virku efnin í sólhatti eru fjölsykrur sem finnast í mestu magni í rótinni. Inntaka á sólhatti er talin stytta tíma öndunarfærasýkinga ef jurtin er tekin inn strax við fyrstu einkenni. Mælt er með að nota sólhatt eingöngu þegar hugsanleg sýking og einkenni eru til staðar og hvíla inntöku þess á milli en sólhattur virðist ekki eins áhrifaríkur sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum. Sólhattur er talinn öruggur til inntöku fyrir flesta aldurshópa. OLIVE LEAF EXTRACT Ólífutréð hefur verið hluti af matarmenningu ýmissa þjóða í aldaraðir og voru laufin upphaflega drukkin í teformi til lækninga og afurðir ólífutrésins s.s. ólífur og ólífuolía enn notaðar sem hluti af mataræði fólks víða um heim. Einangrað jurtaþykkni úr ólífulaufum er að finna í Olive Leaf extract frá Now sem inniheldur um 6% af virka efninu oleuropein sem er talið hafa sterka andoxunarvirkni og ónæmisstyrkjandi áhrif. Mælt er með að nota ólífulaufsþykkni við fyrstu einkenni sýkingar og eru ólífulauf talin örugg til inntöku fyrir flesta aldurshópa. GRAPE SEED EXTRACT Grape seed extract er þykkni unnið úr steinum vínberja en þeir innihalda ríkulegt magn af kröftugum polyfenól efnum sem eru sterk andoxunarefni sem verja frumur líkamans og sporna gegn oxun frumna af völdum sindurefna. Vínberjaþykkni er talin hafa sýkladrepandi áhrif gegn ýmsum örverum og getur því verið gagnleg til að vinna á vissum sýkingum í líkamanum. Vínberjaþykkni er talin örugg fyrir flesta aldurshópa. ÁSDÍS GRASA MÆLIR MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.