Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 1
VILL LÉTTA UNDIRMEÐ KONUNNIEKKI GLÓRA Í NEINU
helt gler í sérstökum peningaskáp fyrir viskísafnarann. 4
Unnið í
Formaður Sjómannafélagsins segir
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur hafa
unnið gegn hagsmunum félagsins. 7
VIÐSKIPTA
4
Skot
samvinnu við
Samkeppnisstaða Íslands hefur versnað segir Pétur
Óskarsson og krefjandi tímar eru framundan. Hann
sækir innblástur í klárt og gefandi fólk.
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Fjárfest í skugga taprekstrar
Þann 6. nóvember í fyrra tók stjórn
Íslandspósts endanlega ákvörðun
um að ráðast í umfangsmiklar fram-
kvæmdir við húsnæði fyrirtækisins
að Stórhöfða 21. Þar er um að ræða
stækkun á húsnæði fyrirtækisins og
nemur viðbótin 1.100 fermetrum eða
tæplega 2.000 fermetrum með milli-
gólfi. Samkvæmt niðurstöðu útboðs
sem Ríkiskaup héldu utan um nem-
ur heildarbyggingarkostnaður við
framkvæmdina tæpum 700 millj-
ónum króna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Íslandspósti er kostnaður
við innréttingar í húsnæðinu inni í
þeirri upphæð en ekki kaupverð
mögulegs tækjabúnaðar, en ákvörð-
un um fjárfestingu í búnaði hefur
ekki enn verið tekin. Þá segir í svari
fyrirtækisins til ViðskiptaMoggans
að gert sé ráð fyrir að áætlanir við
framkvæmdina muni standast.
Athygli vekur að fyrirtækið hafi
ráðist í jafnumfangsmikla fram-
kvæmd og þessa í lok síðasta árs í
ljósi þess að í september síðast-
liðnum varð ríkissjóður að leggja Ís-
landspósti til 500 milljónir króna í
formi 12 mánaða láns í þeirri við-
leitni að styrkja lausafjárstöðu
fyrirtækisins. Var lánveitingin veitt
með fyrirvara um heimild í fjár-
lögum.
ViðskiptaMogginn leitaði upplýs-
inga hjá Íslandspósti um það með
hvaða hætti framkvæmdin á Stór-
höfða er fjármögnuð. Samkvæmt
upplýsingum þaðan er verkefnið
fjármagnað með framkvæmda-
fjármögnun frá Landsbanka Ís-
lands.
Þá leitaði blaðið einnig upplýs-
inga um hvað ráðið hafi ákvörðun
um að ráðast í framkvæmdirnar, í
ljósi þess að fyrirtækið hefur nú,
fáum mánuðum eftir að ákvörðunin
var tekin, neyðst til að slá lán hjá
ríkissjóði vegna bágrar lausa-
fjárstöðu.
Í svari frá Íslandspósti segir að
lengi hafi legið fyrir að stækka
þyrfti póstmiðstöð fyrirtækisins
vegna aukins pakkamagns. „Þessum
endurbótum hafði verið slegið á
frest á árunum 2011-2015 en eftir
þokkalega afkomu árin 2016 og 2017
og útlit fyrir sambærilega þróun á
árinu 2018 var ákveðið að ráðast í
þessar framkvæmdir.“
Í svari fyrirtækisins kemur einnig
fram að magnminnkun í einka-
réttarbréfum hafi verið mun hraðari
og meiri á þessu ári en búist hafi
verið við og að það hafi leitt til hratt
versnandi rekstrarstöðu fyrirtækis-
ins.
„Spár gengu út frá því að bréfa-
magn myndi minnka 7% á árinu en
eins og staðan er í dag hefur þeim
fækkað um rúm 14%. Þegar litið er
til september og október á þessu ári
hefur magnminnkun samanborið við
sama tímabil í fyrra verið yfir 20%.“
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þegar stjórn Íslandspósts
ákvað að ráðast í umfangs-
miklar framkvæmdir undir
lok síðasta árs var ekki gert
ráð fyrir þeim taprekstri
sem nú hefur raungerst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðbyggingin á Stórhöfða mun kosta um 700 milljónir króna að lágmarki.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
2.5.‘18
1.5.‘18
31.10.‘18
31.10.‘18
1.780,48
1.623,64
135
130
125
120
115
122,05
137,6
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Gild-
is, segir að sjóðurinn hafi lánað 15
milljarða króna það sem af er
þessu ári í formi sjóðfélagalána.
Fyrri áætlanir sjóðsins hafi gert
ráð fyrir að draga myndi úr að-
sókninni í lánin hjá sjóðnum en að
engin merki séu um hjöðnun í þeim
efnum.„Fólk er að koma og endur-
fjármagna hér lán og spara sér
tugi þúsunda í greiðslubyrði með
uppgreiðslu óhagstæðari lána,“ seg-
ir hann og bætir við að aukin
áhersla á sjóðfélagalán séu ein
mesta kjarabót sem almenningi
hafi boðist á síðustu árum.Í viðtali
á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag
ræðir Árni einnig um þá ákvörðun
Gildis árið 2015 að beita sér með
ákveðnari hætti á vettvangi þeirra
skráðu hlutafélaga sem sjóðurinn
fjárfestir í. Nú er það markmið
sjóðsins að funda með stjórnarfor-
mönnum allra félaganna ár hvert.
Segir hann þá nálgun
hafa gefið góða raun.
Ekkert lát á aukningu útlána
Morgunblaðið/RAX
Árni Guðmundsson hefur stýrt Gildi
og forverum sjóðsins frá árinu 1982.
Það sem af er ári hefur
lífeyrissjóðurinn Gildi lánað
sjóðfélögum 15 milljarða
króna.
8
„Ársfjórðunga-kapítalismi“
hefur valdið því að langtíma-
hugsun ræður ekki lengur för
við val á fjárfest-
ingarkostum.
Skortsalar og
skammsýni
10
Eftir langt uppgangstímabil
kom óvænt bakslag í rekstur-
inn hjá Silicon Valley Bank.
Bankinn stendur
samt vel að vígi.
LEX: Gamanið
kárnar í Kísildal
11
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta