Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) EIM -13,83% 177,5 ICEAIR +3,17% 7,16 S&P 500 NASDAQ +1,65% 7.285,519 +2,05% 2.713,27 +2,61% 7.120,61 FTSE 100 NIKKEI 225 1.5.‘18 1.5.‘1831.10.‘18 31.10.‘18 1.800 85 2.260,15 1.968,83 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 75,75+3,47% 21.920,46 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 73,13 65 2.400 Finn Haugan, sparisjóðsstjóri Spare- bank 1 SMN, fór mikinn í viðtali í norska dagblaðinu Dagens Nærings- liv (DN) í síðustu viku. Haugan er maðurinn á bak við reyfarakaup hóps sparisjóða á norsku dótturfyrirtæki Glitnis í fjármálahruninu árið 2008 en það var Sparebank 1 SMN sem keypti stærstan hlut, eða 25%. Óhætt er að segja að um brunaútsölu hafi verið að ræða. Kaupverðið nam 300 milljónum norskra króna og var að- eins 10% af bókfærðu eigin fé sem nam 3 milljörðum norskra króna haustið 2008. Í viðtalinu kemur fram að það hafi komið stjórnendum spari- sjóðanna mjög á óvart þegar norska fjármálaráðuneytið samþykkti kaup- in og að kaupendur hefðu verið reiðu- búnir að setja allt að þrefalt meira fé í fjárfestinguna. Að tíu árum liðnum hafa kaupendur bankans deilt með sér hagnaði upp á 4,6 milljarða norskra króna og öðrum virðisauka á kaupunum sem nemur rúmum 66 milljörðum íslenskra króna í dag. Sögulega lágt verð Á stjórnarfundi Sparebank 1 SMN hinn 25. september árið 2008 var tek- in ákvörðun um að draga ekki úr út- lánum sparisjóðsins og að sjóðurinn fengi frelsi til þess að kaupa aðra banka. Áætlun Sparebank 1 SMN hét „Ís í magann“ sem gæti vísað í þá staðreynd að bankinn hafi gleypt góðan íslenskan bita. „Ef við mynd- um fá tækifæri til þess að kaupa banka nógu ódýrt þá gátum við gripið það,“ segir Haugan í viðtali við DN. Hin 7. október komu stjórnendur sparisjóðanna saman til að meta kaupin á norsku útibúi Glitnis en Haugan var á þessum tíma jafnframt stjórnarformaður tryggingasjóðs innstæðueigenda í Noregi sem aftur- kallaði lánalínu Glitnis og krafðist þess að bankinn yrði seldur. Í frétt Morgunblaðsins frá 21. janúar segist Haugan þó ekki hafa tekið þátt í veit- ingu lánalínunnar til bankans og að hann hafi ekki fengið neinar upplýs- ingar um það ferli. Í skýrslu um er- lenda áhrifaþætti bankahrunsins, sem unnin var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið, kemur hins veg- ar fram að Haugan hafi lýst sig van- hæfan í málinu sem stjórnar- formaður tryggingasjóðsins þann 19. október enda „sá [hann] fyrir sér stórt tækifæri“ í því að kaupa bank- ann. Íslendingar töpuðu einir Eðlilegu kaupverði á bankanum hefði svipað til bókfærðs eigin fjár bankans, skrifar blaðamaðurinn Ja- cob Trumpy í DN en Sparebanken 1 SMN var eini norski bankinn sem bauð í Glitni þar í landi. „Það var ótrúlega krefjandi að leggja fram jafn lágt tilboð,“ segir Haugan. Þetta var sögulega lágt verð á banka, bæði í Noregi og erlendis, skrifar blaða- maður og spyr síðan hversu mikið stjórnendur bankans hefðu verið reiðubúnir að borga fyrir bankann. „Að minnsta kosti þrisvar sinnum meira, jafnvel þótt bankinn ætti í vandræðum,“ segir Haugan þá. Til- boðið fór í gegn og Haugan var „ótrúlega hissa.“ Í samtali við Morg- unblaðið hinn 21. janúar segist Haugan aftur á móti að ekkert at- hugavert hafi verið við kaupverðið. „Það gat hver sem er boðið í þennan banka og þónokkrir gerðu það. Hæsta tilboðið var 300 milljónir,“ sagði Haugan við Morgunblaðið á sínum tíma. Í greininni segir Haugan frá við- brögðum norskra stjórnvalda og seg- ir þau allt að því hafa klappað þeim á öxlina.„Við leystum vandamál sem hefði annars getað valdið fjárhags- legum óstöðugleika og rýrt tiltrú norskra banka. Upplifun mín var sú að okkur var nánast klappað á öxlina. Bankarnir fundu lausn án þess að nota sjóði ríkisins. Þeir einu sem töp- uðu á þessu voru Íslendingar.“ Þeir einu sem töpuðu voru Íslendingar Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Sparisjóðsstjórinn Finn Haugan fór mikinn í viðtali í norsku dagblaði um at- burðarás þar sem Íslend- ingar voru grátt leiknir. Morgunblaðið/Kristinn Dótturfyrirtæki Glitnis í Noregi var keypt af hópi norskra sparisjóða á bruna- útsölu á 300 milljónir norskra króna sem jafngilti 10% af bókfærðu eigin fé. FRAMLEIÐSLA Hagnaður Marel á þriðja ársfjórð- ungi nam 26,7 milljónum evra, jafn- virði 3,7 milljarða króna, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Eykst hagnað- urinn því um 15%. Þá jukust tekjur félagsins um 14% og námu 282 millj- ónum evra, jafnvirði 38,7 milljarða króna. EBITDA félagsins reyndist 50 milljónir evra, jafnvirði 6,9 milljarða króna á fjórðungnum og jókst um 4,2 milljónir evra frá sama tímabili 2017. Það sem af er ári nemur hagnaður Marel 84,5 milljónum evra, jafnvirði 11,6 milljörðum króna og jókst um 21,3 milljónir evra frá fyrra ári. Sam- kvæmt tilkynningu frá félaginu hafa pantanir á þriðja ársfjórðungi ársins dregist saman miðað við fyrra ár og námu þær 267,7 milljónum evra, sam- anborið við 295,6 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2017. Pantana- bók félagsins stendur hins vegar í 510,8 milljónum evra í lok þriðja árs- fjórðungs miðað við 472,3 milljónir evra í árslok 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir einnig að samhliða áætlunum félagsins um tvíhliða skráningu þess, geri stjórn fyrir- tækisins ráð fyrir að óska eftir heim- ild hluthafa á aðalfundi árið 2019 til að hækka heildarhlutafé þess um allt að 15% í þeim tilgangi að styðja við árangursríka skráningu þess á er- lenda markaði, virka verðmyndun og seljanleika bréfanna. Hagnaður Marel eykst um 15% frá fyrra ári FJÁRMÁLAMARKAÐUR Hagnaður samstæðu Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2018 nam 1,1 milljarði króna samanborið við 0,1 milljarðs króna tap á sama tímabili 2017. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu bankans til Kauphallar. Arðsemi eigin fjár bankans var 2,3% á þriðja ársfjórðungi sam- anborið við neikvæða arðsemi upp á 0,2% á sama tímabili árið 2017. Eignir 1.219,5 milljarðar Heildareignir námu 1.219,5 millj- örðum króna í lok september 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hlut- hafa bankans nam 199,3 milljörðum króna, samanborið við 225,6 millj- arða króna í árslok 2017. Eiginfjár- hlutfall bankans var 21,7% í lok sept- ember en var 24,0% í árslok 2017. Sé litið til fyrstu níu mánaða í rekstri bankans þá nam hagnaður- inn 6,2 milljörðum króna og arðsemi var 3,9% samanborið við 10,4 millj- arða króna hagnað og 6,3% arðsemi á sama tímabili 2017. tobj@mbl.is Arion banki hagnast um 1,1 milljarð króna Morgunblaðið/Eggert Gjaldþrot Primera Air hafði áhrif á afkomu fjórðungsins hjá Arion. SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is FERÐAÞJÓNUSTA Það sem helst kemur á óvart í nýj- um tölum Hagstofunnar um gisti- nætur í september er, að mati Þor- steins Andra Haraldssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Ar- ion banka, að gistinóttum á hótelum er að fjölga aftur hraðar en ferða- mönnum. „Það er ákveðin vísbend- ing um að ferðamenn gætu verið að dvelja lengur á hótelum, en þeir hafa verið að gera á undanförnum mán- uðum,“ segir Þorsteinn Andri. Hann segir að tölurnar ýti undir það sem fram kom í skýrslu Arion banka frá því í september sl. að ferðamenn væru í auknum mæli að færa sig úr Air BNB-gistingu og yfir í hótel eða gistiheimili. Ástæðan er sú að sögn Þorsteins að framboð af Air BNB-íbúðum virðist vera að minnka. Líkleg ástæða þess er svo aftur, að sögn Þorsteins, að reglur eru orðnar strangari og eftirlit hins opinbera meira, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. „Framboð á hótelherbergjum hefur einnig aukist og verðið hefur nánast staðið í stað.“ Íbúð dýrari en hótel Hann segir sem dæmi að ef litið er á kostnað á hvert rúm, þá sé rúmið að jafnaði ódýrara á AirBNB, en ef leigð er heil íbúð á AirBNB sé hún dýrari en hótelherbergi í heild yfir árið. Hvað komu erlendra ferðamanna varðar segir Þorsteinn að þróunin hafi verið dökk framan af ári, en nýj- ar tölur séu mun bjartari, eins og hann orðar það. Tölur um fjölda ferðamanna á síðastliðnum mán- uðum hafi komið á óvart, og verið þvert á spár ISAVIA sem gerðu ráð fyrir að ferðamönnum á háannatím- anum, júní, júlí og ágúst, myndi fækka milli ára. tobj@mbl.is Gistináttafjölgun aftur hraðari Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn dvelja nú lengur í land- inu en áður samkvæmt tölunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.