Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 4

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 4
ÁHUGAMÁLIÐ Það getur verið dýrt að þróa með sér smekk fyrir fínt viskí. Kosta sumar flöskurnar tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna og gætu freistað þjófa eða illa upp alinna unglinga á heim- ilinu sem eiga ekkert með að stelast í Suntory eða Dalmore. Þetta vita stofnendur taívanska fyrirtækisins Whisky Vault en þeim hugkvæmdist að smíða peningaskáp sem er sérhannaður fyrir viskísafn- arann. Skápurinn er úr stáli með hurð á hliðinni og lokast kirfilega með bolt- um og stafrænum talnalás. Framhlið skápsins er síðan úr skotheldu gleri svo að eigandinn getur virt fyrir sér safnið þó að það sé á öruggum stað. Undir rammbyggðum skápnum er hirsla sem rúmar t.d. glös og ódýrari flöskur sem ekki kalla á jafnmikla vernd. Viskí-peningaskápurinn kostar frá 6.000 dölum og má panta á whisky- vault.tw. ai@mbl.is Veigarnar geymdar á öruggum stað 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR Pétur tekur við Íslandsstofu á áhugaverðum tímum. Ný lög um starfsemi stofnunarinnar tóku gildi í sumar og krefjandi verkefni fram- undan. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Stærsta verkefnið sem við Ís- landsstofu blasir er að vinna til- lögur að langtímastefnumótun at- vinnulífs, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda varðandi markaðssetningu og útflutning á íslenskum vörum, þjónustu og menningu. Þetta er stórt og spenn- andi verkefni sem mun verða fyrir- ferðarmikið á næstunni. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Ég fór á frábært Nýsköpunar- þing sem haldið var þriðjudaginn 30. október. Þar kynntu íslensk ný- sköpunarfyrirtæki á sviði lífvísinda starfsemi sína. Erindin voru öll framúrskarandi og ótrúleg gróska í þessum geira. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég varð mjög upptekinn af kenningum John Stuart Mill um frelsi á háskólaárunum og lokarit- gerðin mín í heimspeki fjallaði um eitt af meginritum hans, Kúgun kvenna. Á fullorðinsárum hef ég verið svo heppinn að kynnast mörgum góðum mönnum og kon- um sem hafa haft áhrif á hvernig ég starfa. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með lestri bóka og grúski á al- netinu. Ég er ekki mjög duglegur að sækja ráðstefnur – það breytist sennilega núna í nýju starfi. Hugsarðu vel um líkamann? Ja, ég hugsa að minnsta kosti oft vel til hans. En ég reyni að lifa heilsusamlegu lífi, borða hollan mat og hreyfa mig, þó að þar megi alltaf gera betur. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Húsasmíði eins og faðir minn lærði. Fyrst og fremst til að geta létt undir með konunni minni þegar hún er í framkvæmdum á heim- ilinu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Við hjá Íslandsstofu erum stöð- ugt að hugsa um samkeppnishæfni Íslands. Það er ljóst að hún hefur versnað undanfarið og það eru krefjandi tímar framundan. Við stöndum hins vegar frammi fyrir einstöku tækifæri, sem er að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og byggja þannig undir það að íslensk fyrirtæki geti keppt á alþjóðamörkuðum. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Fer í göngutúr í Laugardalnum og svo er fátt betra til innblásturs en að tala við klárt og gefandi fólk. SVIPMYND Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur hefði gaman af að læra húsasmíði til að verða betur að liði í fram- kvæmdum á heimilinu. Með því myndi hann feta í fótspor föður síns. FASTEIGNIR Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á þriðja ársfjórðungi nam 743 millj- ónum króna og dróst saman um 7,6% frá sama fjórðungi í fyrra. Rekstrar- tekjur jukust og fóru úr 2.016 millj- ónum króna í 2.112 milljónir. Hins vegar jókst rekstrarkostnaðurinn milli tímabila um 38 milljónir króna og nam 722 milljónum. Matsbreyt- ingar fjárfestingaeigna hækkuðu úr 362 milljónum á fjórðungnum og námu 486 milljónum á þriðja fjórð- ungi 2018. Jafngildir það aukningu upp á ríflega 34%. Fjármagnsgjöld jukust hins vegar verulega, eða um 43,7% og fóru úr 670 milljónum króna í 963 milljónir. Á fyrstu 9 mánuðum ársins nam hagnaður Eikar 1,7 milljörðum króna, samanborið við 2,4 milljarða hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Munar þar mest um að matsbreyt- ingar fjárfestingareigna eru mun minni í sniðum nú en í fyrra. Nema þær 897 milljónum til hækkunar, samanborið við 1.550 milljónir í fyrra.Í lok september námu eignir félagsins 95,8 milljörðum króna, og höfðu hækkað um 4,7 milljarða frá áramótum. Eigið fé stóð í 30 millj- örðum, samanborið við 29,2 millj- arða um áramót og var eiginfjárhlut- fallið 31,4%. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að gert sé ráð fyrir að EBITDA ársins verði við neðri 1% mörk áætlana félagsins sem hljóðaði upp á 5,3 milljarða króna. ses@mbl.is Hagnaður Eikar dregst saman Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðal stærstu og verðmætustu fjárfestingareigna Eikar er Borgartún 21. NÁM: Menntaskólinn við Sund, stúdentspróf 1988; Háskóli Ís- lands, BA-próf í heimspeki 1998; Fordham University í New York, MBA 2000. STÖRF: Viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands 2000- 2005; forstöðumaður kynningarmála og fjárfestatengsla Ís- landsbanka 2006-2007; framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Skipta 2007-2011; yfirmaður samskipta Framtakssjóðs Íslands 2011-2012; yfirmaður samskipta Símans 2012-2015; fram- kvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandair Group 2015-2018; framkvæmdastjóri Íslandsstofu frá 2018. ÁHUGAMÁL: Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og fólki, finnst fátt skemmtilegra en að verja tíma með áhugaverðu fólki sem hefur margt fram að færa. Fluguveiði er sameiginlegt áhugamál okkar hjóna auk þess sem við ferðumst töluvert, bæði innan- lands og utan. Í tengslum við starf konu minnar sem myndlist- armanns hef ég fengið mikinn áhuga á samtímalist og svo á ég enn eftir að finna íþróttagrein sem mér finnst ekki gaman að pæla í og horfa á. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Huldu Stefánsdóttur myndlistarmanni og þriggja barna faðir. HIN HLIÐIN www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.