Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 7
„Þessi sameiningaráform runnu út í
sandinn og það er runnið undan
hennar rifjum,“ segir Jónas í samtali
við 200 mílur, en spurður hvort hann
telji Heiðveigu hafa spillt fyrir sam-
einingu félaganna af ásettu ráði seg-
ist hann ekki vita hvort sú sé raunin.
„En það liggur fyrir að þessar
ávirðingar Heiðveigar valda því að
upp úr viðræðunum slitnar. Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar og Sjó-
mannafélagið Jötunn sendu okkur til-
kynningu um slit á viðræðunum
vegna hennar ávirðinga í okkar garð.
Það er eins einfalt og það getur ver-
ið.“
Vegna þessa hafi Heiðveigu verið
vikið úr félaginu samkvæmt ákvörð-
un trúnaðarmannaráðs félagsins 25.
október. Eins og fram hefur komið í
viðtölum Heiðveigar við 200 mílur
hefur hún sakað stjórn félagsins um
að viðhafa „óboðleg vinnubrögð“ og
um leið sagst vilja að stjórnin segi af
sér.
Jónas segir að enginn fótur sé fyrir
því sem Heiðveig hefur haldið fram.
„Að við höfum verið hér rífandi blað-
síður úr fundargerðabókum og hvað-
eina – þetta er náttúrulega algjörlega
fáránlegt. Og að við höfum ekki boðað
löglega til aðalfundar – ég á nú bara
úrklippu hér úr Morgunblaðinu frá
20. desember á síðasta ári, þar sem
fundurinn 28. desember er auglýstur
með tilhlýðilegum fyrirvara,“ segir
Jónas og bætir við að þar sé þess get-
ið að lagabreytingar verði til um-
ræðu.
Samþykktar samhljóða á fundi
„Við höfum verið í vandræðum
með þessa orðræðu sem frá henni
kemur. Okkur finnst ekki vera glóra í
einu eða neinu sem hún segir – það er
eitt í dag og annað á morgun,“ segir
hann og bendir á að hún hafi til dæm-
is dregið í land ásakanir um skjalafals
og haldi því nú fram að hún hafi aldr-
ei sakað stjórnina um slíkt. „Við
náum aldrei sambandi við hana.“
Jónas viðurkennir að félagið hafi
ekki staðið sig í að uppfæra heima-
síðu félagsins, en Heiðveig hefur bent
á að aðeins nokkrum dögum eftir að
hún tilkynnti framboð sitt til for-
manns, hafi lögum á vef félagsins ver-
ið breytt á þann veg að hún sé ekki
lengur kjörgeng, þar sem hún hefur
ekki tilheyrt félaginu undangengin
þrjú ár.
„Við höfum ekki staðið okkur hvað
það varðar, og það er alveg ljóst,“
segir Jónas. „En heimasíðan hefur
aftur á móti ekkert að gera með gildi
laga félagsins hverju sinni. Eftir
stendur að þessar breytingar voru
samþykktar samhljóða á 45 manna –
10% félagsmanna – aðalfundi félags-
ins í desember 2017 og þar við situr.“
Spurður hverju sæti, að lögin á vef
félagsins séu uppfærð með þessum
hætti mörgum mánuðum eftir aðal-
fund, en fáeinum dögum eftir fram-
boðstilkynningu Heiðveigar, segir
Jónas: „Ég vissi ekki annað en að
heimasíðan væri í lagi. Annað kom á
daginn, svo vissulega var þar brota-
löm, en að fara út í að ásaka Sjó-
mannafélagið um að falsa fundar-
gerðir aðalfundar er fullkomlega
ábyrgðarlaust. Við gerðum mistök en
að úthrópa okkur sem lögbrjóta eru
ærumeiðingar.“
„Trommað upp“ reiði sjómanna
Heiðveig virðist njóta töluverðs
stuðnings, sé tekið mið af stuðnings-
yfirlýsingum áhafna skipa og annarra
á samfélagsmiðlasíðum sjómanna.
Jónas segir að Heiðveig hafi náð að
tromma upp reiði hjá hópi sjómanna,
sem sumir hverjir hafi verið ósáttir
eftir síðustu kjarasamninga.
„Kjarasamningar eru auðvitað alla
vega, og við vorum svo sem ekkert
sáttir við þennan kjarasamning. En
hann er síðan samþykktur í atkvæða-
greiðslu, og því má ekki gleyma – það
er eðli kjarasamninga. Svo kemur
Heiðveig og tínir ýmislegt misjafnt
til, máli sínu til stuðnings, sem í
mörgum tilfellum á ekki við rök að
styðjast.“
Hann bendir enn fremur á að eitt
sé að sitja við samningaborðið og
annað að tjá sig um gang mála á
Facebook.
„Ef viðræðurnar færu fram á
Facebook þá yrði varla neitt vit í út-
komunni,“ segir hann. „Ég veit svo
ekki betur en að Heiðveigu hafi verið
boðið að sitja í næstu samninganefnd.
En á því hafði hún engan áhuga. Það
er greinilega bara allt eða ekkert.“
Jónas segir að í Sjómannafélaginu,
eins og flestum öðrum félögum, hafi
menn verið valdir til ábyrgðarstarfa
eftir að hafa sýnt fram á áhuga á mál-
efninu.
„Það er í raun eina leiðin til að sjá
hvort menn verði virkir í starfinu.
Þess vegna er þessi þriggja ára regla
sett; svo að menn hafi tíma til að
sanna sig og geti sýnt að þeir séu að
meina eitthvað. Það væri erfitt að
taka fólk inn af götunni – afleysinga-
fólk eins og í tilviki Heiðveigar – og
komast síðar að því að ekkert gagn er
að því í starfi félagsins.“
Heiðveig hafi valdið slitum viðræðna
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Heiðveig María Einars-
dóttir, sem tilkynnt hafði
framboð til embættis for-
manns Sjómannafélags Ís-
lands, vann á alvarlegan
hátt gegn hagsmunum fé-
lagsins, á sama tíma og
sameining félagsins við
fjögur önnur félög stóð fyrir
dyrum. Þetta segir Jónas
Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélagsins.
Morgunblaðið/Hari
„Ef viðræðurnar færu fram á Facebook þá yrði varla neitt vit í útkomunni,“ segir Jónas í samtali við 200 mílur.
Afurðaverð á markaði
31. okt. 2018, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 309,79
Þorskur, slægður 343,98
Ýsa, óslægð 245,64
Ýsa, slægð 219,49
Ufsi, óslægður 112,68
Ufsi, slægður 114,75
Gullkarfi 181,20
Blálanga, slægð 160,03
Langa, óslægð 234,80
Langa, slægð 224,06
Keila, óslægð 112,36
Keila, slægð 141,52
Steinbítur, óslægður 325,30
Steinbítur, slægður 483,63
Skötuselur, slægður 549,37
Grálúða, óslægð 64,00
Grálúða, slægð 288,61
Skarkoli, óslægður 198,00
Skarkoli, slægður 334,54
Þykkvalúra, slægð 557,51
Langlúra, óslægð 201,32
Langlúra, slægð 197,00
Bleikja, flök 1.573,40
Gellur 910,71
Grásleppa, óslægð 12,00
Hlýri, slægður 371,22
Lúða, óslægð 328,00
Lúða, slægð 494,64
Lýsa, óslægð 103,53
Lýsa, slægð 60,35
Skata, óslægð 15,00
Skata, slægð 13,00
Stórkjafta, slægð 250,61
Tindaskata, óslægð 33,48
Undirmálsýsa, óslægð 78,29
Undirmálsýsa, slægð 79,00
Undirmálsþorskur, óslægður 119,18
Undirmálsþorskur, slægður 117,00
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Spurður um stöðu sjómanna í dag
segir Jónas að fiskimannasamn-
ingurinn, sem stærstur hluti fé-
lagsmanna fellur undir, verði laus
eftir um það bil ár. „En það eru í
gangi viðræður, einu sinni í mán-
uði, um þær bókanir sem eru í
samningnum. Það er því verið að
fara yfir ýmis atriði sem leiða átti
til lykta í síðasta kjarasamningi.“
Sameiningaráformin segir hann
fyrir bí – í bili. „Maður vonast nú til
að hægt sé að hrista aftur upp í
þessu einhvern tíma á nýja árinu.
Þetta er mjög brýnt mál, því á
sama tíma og sjómönnum hefur
fækkað hafa útgerðirnar stækk-
að. Það er því mikilvægara en
nokkru sinni fyrr að við stöndum
þétt saman.“
Sameining brýn