Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 9VIÐTAL
raunar aðra lífeyrissjóði sem sóst hafa eftir
breytingum á samsetningu stjórnar félagsins.
Árni segir að það sé hins vegar ekki ástæðan.
„Við veltum því mikið fyrir okkur hvort rétt
væri að binda sig með þessum hætti. Þetta var í
sjálfu sér ekki einföld ákvörðun en við litum
þannig á að áhættudreifing skipti þarna miklu
máli. Þetta er eina sjávarútvegsfyrirtækið á
markaði og við viljum vera með fjárfestingu á
því sviði. Við höfðum engin áform haft um að
fara þarna út og matið var að þetta væri heppi-
leg lending.“
Hafa runnið á ykkur tvær grímur síðan þið
tókuð þessa ákvörðun í ljósi þess að Guðmundur
Kristjánsson hefur gerst afar atkvæðamikill á
vettvangi frá því að kaupin gengu í gegn, m.a.
með því að skipta forstjóranum út fyrir sjálfan
sig?
„Guðmundur er mjög öflugur rekstrarmaður
en við erum ekki alltaf alveg sáttir við stjórn-
arhættina í fyrirtækinu, það verður að segjast
eins og er. Hann er kominn inn í nýtt umhverfi
og stýrir nú skráðu félagi sem er allt annað en
að stýra eigin rekstri einvörðungu.“
Þegar lífeyrissjóðirnir urðu skyndilega stórir
á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hrun jókst
mjög gagnrýni á umsvif þeirra. Nú þegar sjóð-
irnir hafa beint sjónum sínum í ríkara mæli ann-
að heyrist gagnrýni á að botninn sé farinn úr
hlutabréfamarkaðnum vegna áhugaleysis sjóð-
anna. Árni segir að öll þessi gagnrýni sé nokkuð
ósanngjörn.
„Gildi er enn virkur þátttakandi á mark-
aðnum. Við höfum ekki minnkað við okkur á
hlutabréfamarkaðnum, frekar bætt við okkur ef
eitthvað er þar sem við höfum séð tækifæri.
Hins vegar minnkar hlutdeild innlendra hluta-
bréfa í eignasafni sjóðsins þegar sjóðurinn
stækkar. Við fórum reyndar ekki inn í Heima-
velli og erum ekki stór hluthafi í Arion banka og
þannig minnkar kannski hlutdeildin en við verð-
um áfram virkir kaupendur og seljendur bréfa
þótt fjárfestingarkostum okkar hafi fjölgað.“
Vill sjá fleiri öfluga einkafjárfesta
Árni segir að litlar líkur séu á því að lífeyris-
sjóðir muni minnka umsvif sín á hlutabréfa-
markaðnum hér heima. Hann segist hins vegar
sakna þess að sjá ekki fleiri einkafjárfesta
koma að skráðum félögum hér heima.
„Við myndum vilja sjá fleiri slíka koma með
ákveðnum hætti inn í félögin. Við höfum ekki
áhuga á að vera leiðandi í rekstri fyrirtækj-
anna. En ef öflugir fjárfestar eru inni í félög-
unum að halda utan um reksturinn þá er það
almennt gott að okkar mati. Það er ekki í
mörgum skráðum félögum sem þú sérð einka-
fjárfesta í hópi stærstu hluthafa.“
Meðal nýrra tækifæra lífeyrissjóðanna, eftir
að fjármagnshöftum var lyft af þjóðarbúinu,
eru fjárfestingar af ýmsum toga erlendis. Gildi
hefur stigið ákveðin skref út fyrir landsteinana
eins og flestir aðrir lífeyrissjóðir landsins.
„Það er meðvituð ákvörðun stjórnar að auka
vægi erlendra eigna. Í dag erum við með hlut-
fall þeirra í kringum 35% af eignasafninu. Ég
sé það fyrir mér að það muni aukast á næstu
árum. Það gæti náð 50% á löngum tíma en þó
hægt og bítandi í þá átt. Þar þarf einnig að
tryggja áhættudreifingu. Hlutfall erlendra
eigna okkar fór hins vegar aldrei eins lágt eftir
hrun og í tilfelli margra annarra sjóða. Það fór
í 25-26% hjá okkur. Það skýrist m.a. af því að
sjóðurinn hafði skuldbundið sig til fjárfestinga
í erlendum sjóðum (framtakssjóðum) á ár-
unum fyrir hrun og við fengum að uppfylla
þær skyldur með íslenskum krónum eftir að
fjármagnshöftin voru sett á. Þannig að við vor-
um í ákveðnum fjárfestingum erlendis eftir
hrunið og það hjálpaði til.“
Sprenging í lánum til sjóðfélaga
Árni segir að undir árslok 2013 hafi sjóðurinn
ákveðið að auka vægi sjóðfélagalána í eignasafni
sjóðsins. Þar hafi legið ákveðin tækifæri.
„Gildi hefur alla tíð verið með fremur lágt
hlutfall í þessum eignum og það skýrist m.a. af
því að hluti sjóðfélagahópsins hefur einfaldlega
ekki haft tækifæri til að vera virkur á húsnæðis-
markaði. Þetta er hins vegar eignaflokkur sem
hefur reynst mjög traustur og af honum hefur
orðið lítið tap, meira að segja eftir hrun. En við
tókum á þessum tíma ákvörðun um að hækka
lánshlutfallið, lækka lántökukostnað og vexti og
að bjóða upp á óverðtryggð lán. Það tók fólk dá-
lítinn tíma að átta sig á þessum möguleika en
eftir að það gerðist hefur þetta vaxið gríðarlega.
Það sem af er þessu ári höfum við lánað 15 millj-
arða króna.“
Vill Árni meina að þessi ákvörðun Gildis, og
raunar allflestra lífeyrissjóða landsins einnig,
hafi tryggt almenningi eina mestu kjarabót síð-
ustu ára.
„ Fólk er að koma og endurfjármagna hér lán
og spara sér tugi þúsunda í greiðslubyrði með
uppgreiðslu óhagstæðari lána.“
Hann segir að áætlanir sjóðsins hafi miðað
við að jafnt og þétt myndi draga úr ásókninni í
sjóðfélagalánin. Þvert á móti hafi straumurinn
til sjóðsins haldist mikill og ekkert lát virðist
vera á honum.
„Það eru hins vegar mörk á því hversu hátt
hlutfall þetta getur orðið hjá sjóðnum. Núna eru
sjóðfélagalánin orðin rúm 7% af heildareignum
sjóðsins. Það er hins vegar framundan hjá
stjórninni að taka ákvörðun um hversu hátt við
viljum fara.“
En sjóðfélagalánin hafa einnig gefið lífeyr-
issjóðunum tækifæri til að tengjast sjóðfélögum
með öðrum hætti en hingað til.
„Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif hvað það
varðar. Þeir sjóðfélagar sem hingað koma og fá
þessi hagstæðu lán lýsa mikilli ánægju með
þetta. Við höfum lengi leitað leiða til að eiga
fleiri snertifleti við sjóðfélaga og þarna kom upp
leið sem hefur virkað mjög vel í því tilliti. Það
hefur oft vantað því lífeyrismál eru ekki áhuga-
mál mjög margra. Sú óánægja sem hefur verið
uppi um lífeyrissjóðina er kannski fyrst og
fremst til komin vegna þess að þekkingin á
starfsemi sjóðanna er ekki nægileg og við get-
um örugglega kennt okkur sjálfum um að hluta
til. “
Gagnrýnin oft ósanngjörn
Og hann bendir á í þessu sambandi að oft og
tíðum hafi umræðan um lífeyrissjóðina og líf-
eyriskerfið verið óvægin. Það komi m.a. fram í
dæmum um það þegar greiðslur úr lífeyris-
sjóðum komi til skerðingar almannatrygginga.
„Flestir höfðu þann skilning á sínum tíma að
lífeyrisréttindi í sjóðunum ættu að koma til við-
bótar við almannatryggingarnar, en það hefur
ekki reynst þannig. Þar er hins vegar ekki við
lífeyrissjóðina að sakast. Þá hefur gagnrýnin
einnig beinst að réttindaávinnslunni. Þar
gleymist oft að það var ekki fyrr en um 1990
sem fólk fór að greiða í lífeyrissjóð af öllum
launum. Við höfum t.d. séð dæmi um sjómenn
sem stóran hluta starfsævinnar greiddu aðeins
af kauptryggingunni svokölluðu í lífeyrissjóð en
launin voru í raun kannski fjórfalt hærri. Það
fólk sem nú er að greiða í lífeyrissjóð mun ekki
sjá jafn mikinn mun á sínum lífeyrisréttindum
og launatekjum, en þeir sem komu snemma inn
í kerfið geta af þessum fyrrnefndu ástæðum
upplifað það sem ósanngjarnt eða ekki nógu
gott.“
Þyngri örorkubyrði en víða
Í opinberri umræðu hefur nokkuð verið rætt
um mikið nýgengi örorku á vinnumarkaði. Sú
þróun hefur ekki farið fram hjá Árna og áhrif
hennar á tryggingafræðilega stöðu Gildis er
mjög sýnileg þegar glöggt er skoðað.
„Gildi eins og nokkrir aðrir sjóðir, sem eru
með svipaða samsetningu í sjóðfélagahópnum,
eru með mun þyngri örorkubyrði en margir aðr-
ir sjóðir. Ríkið kemur að hluta til móts við þessa
sjóði með því sem nefnist framlag til jöfnunar
örorkubyrði, en ljóst er að framlagið dugar ekki
til þess að jafna muninn. Ef þetta breytist ekki
getur það leitt til þess að sjóðir með mikla ör-
orkubyrði geta ekki greitt jafnháan ellilífeyri og
sjóðir þar sem örorkan er lítil. Það tel ég ekki
ásættanlegt.“
Vandasamt viðfangsefni
Gjarnan er deilt um það hvort 3,5% raun-
ávöxtun sé raunhæft markmið á vettvangi hinna
stóru lífeyrissjóða. Árni telur að sjóðirnir geti
með raunsæjum hætti stefnt að slíkri ávöxtun til
lengri tíma litið.
„Þetta er reyndar ekki ávöxtunarkrafa heldur
ávöxtunarviðmið. Það er notað við trygginga-
fræðilegt mat á sjóðunum og gengið út frá því
að sjóðirnir nái þessari raunávöxtun til lengri
tíma. Fyrir nokkrum árum var þetta talin alltof
lág tala, þ.e. þegar allt var í miklum gangi og
ávöxtun á markaði almennt mjög há. Nú er
þetta af mörgum talið of hátt. Hins vegar hafa
tryggingastærðfræðingar sýnt fram á að þetta
er hægt þegar litið er yfir mjög langt tímabil.“
Raunávöxtun eigna samtryggingardeildar
Gildis í fyrra reyndist 5,8%. Nú eru eignamark-
aðir í fremur döpru ásigkomulagi. Árni segir að
það megi ekki örvænta þótt gefi á bátinn.
„Þetta leit mjög vel út í september hjá okkur
og allt sem benti til að ávöxtunin yrði yfir við-
miði. En hlutirnir breytast hratt og þróunin í
október hefur verið fremur neikvæð. Mikil
óvissa er hins vegar varðandi þróun þeirra þátta
sem hafa mest áhrif á ávöxtunina það sem eftir
lifir ársins, t.a.m. þróun á verði hlutabréfa og
gengi krónunnar. Ég legg hins vegar áherslu á
að lífeyrissjóðir horfa til langs tíma og þola því
skammtímasveiflur betur en margir aðrir fjár-
festar á markaðnum.“
Morgunblaðið/RAX
ar sem þörf krefur