Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Það verður ekki af hagfræðing-
unum tekið að þeir virðast eiga
svar við öllu. Charles Dumas, aðal-
hagfræðingur hjá hagrann-
sóknastofunni TS
Lombard, viðrar
þannig áhugaverða
kenningu í nýrri bók
sinni, um hvernig
efnahagslegir þættir
hafa leikið lykilhlut-
verk í að magna upp
það lýðskrum sem í
dag setur svip sinn á
stjórnmálin víðs vegar
um heiminn.
Í bókinni, Populism
and Economics, bend-
ir Dumas á að þrátt
fyrir allt hafi ávinningurinn af
efnahagsframförum undanfarinna
ára og áratuga dreifst mjög víða.
Þökk sé hnattvæðingu og tækni-
væðingu er alþjóðahagkerfið búið
að jafna sig á alvarlegri kreppu,
heimsbyggðin öll orðin ríkari og fá-
tæku þjóðirnar færst nær þeim rík-
ari. Kakan stækkaði þegar Sovét-
ríkin liðu undir lok, og bæði
Indland og Kína opnuðu sig fyrir
umheiminum. Internetið, róbótar
og aukið frelsi í viðskiptum á milli
þjóða hafa bætt lífskjör flestra.
Vandinn kemur í ljós þegar rýnt
er í skiptinguna innan hvers lands
fyrir sig. Þar hefur bilið á milli
tekjuhópa ekki minnk-
að með sama hætti, þó
það þýði ekki endilega
að þeir snauðu séu
orðnir fátækari en
þeir voru áður. Stórir
hópar fólks upplifa
þróunina þannig að
hlutskipti þeirra sé
ekki sanngjarnt, og að
ójöfnuður hafi aukist –
og er það þá sem
tækifærissinnar úr
ýmsum flokkum sjá
sér leik á borði.
Bendir Dumas á að þetta geti
skapað vítahring, því lýðskrums-
stjórnmálin skapa ekki bara ójafn-
vægi á hinum pólitíska vettvangi,
heldur stefna hagkerfum þjóða líka
í voða. Er skemmst að minnast af-
leiðinga tollastríðs Donalds
Trumps, niðurstöðu Brexit-
þjóðaratkvæðagreiðslunnar eða
titringsins sem núna leiðir frá Ítal-
íu um allt evrusvæðið. ai@mbl.is
Hagfræðingur kryfur
þróun stjórnmálanna
Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þarsem deilt var um lögmæti arðgreiðslu innan sam-stæðu fyrirtækja. Iceland Seafood International
ehf. (ISI) hafði greitt móðurfélagi sínu, International Sea-
food Holdings S.A.R.L. (ISH), arð sem byggðist á hlut-
deild félagsins í afkomu dótturfélaga þess. Ríkisskattstjóri
hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt að
úthluta arði á grundvelli hagnaðar sem væri til kominn
vegna beitingar hlutdeildaraðferðar í reikningsskilum.
Var því talið að greiðslur byggðar á hlutdeildarhagnaði
teldust ekki lögmæt úthlutun af fjármunum félags sam-
kvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög og féllu því ekki
undir frádráttarheimildir laga um tekjuskatt. Í dóminum
var deilt um lögmæti þessarar
ákvörðunar.
Óhætt er að segja að hin um-
deilda arðgreiðsla hafi ekki verið
óvenjuleg sé horft til almennrar
framkvæmdar innan samstæðna
hlutafélaga. Tökum sem dæmi
Mömmu ehf. sem stofnað hefur ver-
ið utan um eignarhald í Syni ehf. og
Dóttur ehf. Enginn hagnaður
myndast í rekstri Mömmu en þar á
sér stað ýmis umsýsla og hefur
Mamma því nokkra starfsmenn í
vinnu. Hafi enginn hagnaður verið
af Syni og Dóttur árið 2016 kann að vera að enginn arður
hafi verið greiddur til Mömmu árið 2017 og jafnframt eng-
inn arður til hluthafa Mömmu. Hafi svo myndast hagn-
aður í Syni og Dóttur á árinu 2017 er líklegt að þau hafi
greitt arð til Mömmu árið 2018 og að hluthafar Mömmu
hafi svo jafnframt fengið greiddan arð þrátt fyrir að
Mamma hafi sem slík ekki skilað neinum hagnaði 2017.
Í lögum um tekjuskatt er frádráttarheimild sem heim-
ilar lögaðilum að draga frá tekjum fjárhæð sem viðkom-
andi félög hafa fengið greidda í arð af hlutum félaga sem
rekin eru í tilteknu rekstrarformi. Tilgangur heimildar-
innar er að koma í veg fyrir margsköttun við arðgreiðslur
sem fara á milli hlutafélaga. Skilyrði er þó að um að lög-
mæta arðsúthlutun í skilningi laga um einkahlutafélög sé
að ræða. Þar kemur fram að einungis sé heimilt að úthluta
sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi
síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum
og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem
ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum
eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra
þarfa. Þá er tekið fram að í móðurfélagi sé óheimilt að út-
hluta það miklum arði að andstætt sé góðum rekstrar-
venjum með tilliti til fjárhagsstöðu samstæðunnar enda
þótt arðsúthlutun sé annars heimil.
Í dómi héraðsdóms var rakið að hin umdeilda arð-
greiðsla hefði hvorki átt rót sína að rekja til hagnaðar af
reglulegri starfsemi ISI, né af slíkum yfirfærðum hagnaði
frá fyrri árum, heldur alfarið byggst á hlutdeild félagsins í
afkomu dótturfélags. Var síðan
komist að þeirri niðurstöðu að það
gæti ekki talist vera tækt að ein-
ungis bókhaldsleg færsla á hagn-
aðarhlutdeild félags geti myndað
sjóði hjá móðurfélagi sínu án þess
að slík hagnaðarhlutdeild sé í
reynd greidd út á milli félaganna í
formi arðs. Var arðgreiðslan því
ekki talin uppfylla skilyrði laga
um einkahlutafélög.
Ljóst er að ef dómurinn verður
staðfestur á æðra dómstigi, og ef
lögum verður ekki breytt, kann
það að gjörbreyta framkvæmd arðgreiðslna hjá eignar-
haldsfélögum og leiðir í raun til þess að arðgreiðslur slíkra
félaga, sem rekja má til hagnaðar dótturfélaga, munu
frestast um eitt ár. Dómurinn er þó ekki yfir gagnrýni haf-
inn enda er gert ráð fyrir því í lögum að móðurfélög færi
eignarhlut sinn í dótturfélagi til eignar samkvæmt hlut-
deildaraðferð, í samræmi við hlutdeild sína í eigin fé dótt-
urfélagsins. Jafnframt er ákvæði í lögum um einkahluta-
félög þar sem vísað er til þess að arðgreiðslur úr
móðurfélögum skuli ekki vera andstæðar góðri rekstrar-
venju ekki léð neitt vægi í dóminum. Þá mun niðurstaðan í
raun ekki hafa nokkur skattaleg áhrif fyrir ríkissjóð til
framtíðar heldur einungis gera samstæðum hlutafélaga
það þyngra í vöfum að skila endanlegum eigendum sínum
arði.
Breyting á arðgreiðslum
eignarhaldsfélaga
LÖGFRÆÐI
Ari Guðjónsson
yfirlögfræðingur Icelandair Group
”
Í dómi héraðsdóms var
rakið að hin umdeilda
arðgreiðsla hefði hvorki
átt rót sína að rekja til
hagnaðar af reglulegri
starfsemi ISI, né af slík-
um yfirfærðum hagnaði
frá fyrri árum.
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica