Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018FÓLK
SPROTAR
Mikil nýsköpun á sér stað í heilbrigð-
isgeiranum og um allan heim vinna
frumkvöðlar og fyrirtæki að því að
finna upp ný lyf, lækningatól og lausn-
ir sem bæta heilsu fólks og líðan. Bogi
Eliasen, framtíð-
arfræðingur hjá
Copenhagen Insti-
tute for Future
Studies, bendir á
að ýmsar hindr-
anir standi samt í
vegi fyrir því að
nýsköpun í grein-
inni blómstri.
„Við sjáum t.d. að áherslan er ekki
lengur bara á lyf og lækningar heldur
líka á forvarnir og leiðir til að auka lífs-
gæði samhliða því að lengja lífslíkur
fólks. Vandinn er sá að það kerfi sem
orðið hefur til í kringum heilbrigðismál
víðast hvar er ekki hannað fyrir það að
fyrirbyggja sjúkdóma heldur að bregð-
ast við þeim, og því ekki miklum pen-
ingum til að dreifa þegar kemur að
fyrirbyggjandi lausnum.“
Samvinna frekar en sérhæfing
Bogi var aðalfyrirlesari á Nýsköp-
unarþingi 2018 sem haldið var á
þriðjudag en þar voru nýjar lausnir í
heilbrigðismálum í forgrunni. Að mati
Boga eru heilbrigðisvísindin komin á
þann stað að ekki er lengur gagnlegt
að leita æ sérhæfðari þekkingar og
meðferða. Í staðinn verði að leita leiða
til að miðla þekkingu og hugmyndum á
milli vísindamanna og frumkvöðla
þannig að fólk úr sem ólíkustum áttum
geti hjálpast að við að finna svörin við
flóknum viðfangsefnum.
En er þá svarið að setja á laggirnar
einhvers konar heilbrigðisklasa? „ Það
má finna þónokkuð mörg dæmi þar
sem reynt hefur verið að stefna vís-
indamönnum á heilbrigðissviði á einn
stað, en gengið misvel. Þekktasta
dæmið er líklega rannsóknamiðstöð
Cambridge en þar tók samt þrjá ára-
tugi að ná einhverjum árangri sem
hægt væri að tala um. Í San Dioego og
Kísildal gengur nokkru betur en sam-
starfstilraun sem gerð var í Los Ang-
eles var algjört stórslys,“ segir Bogi og
bætir við að greinilega sé alls ekki
sama hvernig samstarfi heilbrigðis-
frumkvöðla sé háttað. „Það sem virðist
hvað helst ráða úrslitum er hvernig
tekst til við að koma á samvinnu milli
einkageira og hins opinbera annars
vegar, og hinsvegar á milli rannsókna
og hagnýtingar. Þá virðist einnig mik-
ilvægt að fólk sitji ekki fast á einum
stað heldur sé á hreyfingu á milli fyr-
irtækja og stofnana og taki nýja þekk-
ingu með sér.“
Hugverkaréttur hægir á
Þá hefur komið æ betur í ljós á
undanförnum áratugum að reglur
um hugverkarétt geta torveldað ný-
sköpun á heilbrigðissviðinu. Segir
Bogi að mikilvægi einkaleyfa valdi
því að vísindamenn haldi rann-
sóknum sínum leyndum lengur og
ný þekking breiðist hægar út um
heilbrigðissamfélagið. „Er alveg
greinilegt að það hvað heilbrigðis-
fyrirtæki reiða sig á einkaleyfi hægir
á framþróuninni.“
Þar með er ekki sagt að það væri
endilega til gagns að hætta að nota
einkaleyfi og segir Bogi að þrátt fyr-
ir vankantana skapi einkaleyfin
hvata til að leggja út fyrir kostn-
aðarsömum rannsóknum og þróun-
arstarfi. „En góðgerðarsjóðir sem
styrkja rannsóknir á heilbrigðis-
sviði, eins og Wellcome Trust og Bill
& Melinda Gates Foundation, hafa
komið auga á þann vanda sem fylgir
einkaleyfunum og gert það að skil-
yrði að öll ný þekking sem verði til
fyrir tilstilli styrkja frá þeim megi
ekki einkaleyfisverja heldur þurfi að
vera öllum aðgengileg og öllum
frjálst að nota.“
Bogi segir einkaleyfi í senn skapa jákvæða hvata og hægja á framþróun
læknavísinda. Fjársterkir góðgerðarsjóðir hafa valið þá leið að banna styrk-
þegum að einkaleyfisverja uppgötvanir sínar svo þær nýtist sem flestum.
Grunnurinn lagður að
nýsköpun á heilbrigðissviði
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Aukið samstarf, frekar en
sífellt meiri sérhæfing, gæti
verið lykillinn að nýjum
heilbrigðislausnum. Dæmin
sanna að ekki er sama
hvernig að samstarfinu er
staðið.
Bogi Eliasen
VISTASKIPTI
Bláa lónið Sigurður
Hilmarsson hefur ver-
ið ráðinn for-
stöðumaður upplýs-
ingatæknisviðs hjá
Bláa lóninu. Sigurður
hefur um áratugaskeið starfað við
upplýsingatækni og var meðal ann-
ars forstjóri og framkvæmdastjóri
hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Annata
en það er með starfsstöðvar víða
um heim ogsérhæfir sig í þróun og
sölu á eigin hugbúnaði.
Sigurður var einnig einn stofn-
enda xRM Software og fram-
kvæmdastjóri þess en það samein-
aðist Annata árið 2016. Áður starf-
aði hann hjá Nýherja, TM Software
og Applicon sem ráðgjafi og stjórn-
andi. Sigurður er með BS-gráðu í
tölvunarfræði frá háskólanum í
Skövde í Svíþjóð.
Ráðinn forstöðumaður
upplýsingatæknisviðs
Steypustöðin Björn
Ingi Victorsson lét í
gær af störfum sem
sviðsstjóri áhættu-
ráðgjafar Deloitte og
tekur við starfi for-
stjóra Steypustöðvarinnar ehf.
Björn Ingi hóf störf hjá Deloitte árið
1999, er viðskiptafræðingur að
mennt (cand.oecon.) og varð lög-
giltur endurskoðandi árið 2006. Frá
árinu 2015 hefur Björn Ingi verið
sviðsstjóri áhætturáðgjafar hjá
Deloitte en hann varð meðeigandi
árið 2007. Ásamt því að leiða upp-
byggingu áhætturáðgjafar leiddi
hann einnig stofnun og þróun upp-
lýsingatækniráðgjafar fyrirtæk-
isins. „Björn Ingi hefur átt langan
og farsælan feril hjá Deloitte og þá
sérstaklega í uppbyggingu
Áhætturáðgjafar,“ segir Sigurður
Páll Hauksson, forstjóri Deloitte,
m.a. í tilkynningu.
Tekur við forstjórastarfi
Almenni lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hjá sjóðnum starfar samheldinn hópur
starfsmanna sem leggur metnað sinn í að vinna vel fyrir sjóðfélaga og veita úrvalsþjónustu.
Í boði er vinnustaður sem hlúir að starfsfólki með góðri vinnuaðstöðu og áhugaverðum og
fjölbreyttum verkefnum.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir að ráða áhættustjóra til að hafa umsjón með áhættustýringu
og innra eftirliti hjá sjóðnum í samræmi við áhættustefnu og áhættustýringarstefnu sjóðsins.
Næsti yfirmaður áhættustjóra er framkvæmdastjóri.
Upplýsingar veitir:
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Helstu verkefni
• Umsjón með eigin áhættumati, mótun áhættustefnu og
áhættustýringarstefnu
• Umsjón með eftirlitsaðgerðum í takt við áhættu- og áhættustýringarstefnu
• Framkvæmd greininga og eftirlits. Önnur verkefni tengd áhættueftirliti
• Heildaryfirsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðanda,
innri úttektir, o.fl.
• Ritari endurskoðunarnefndar
• Samskipti, skýrslugerð og miðlun upplýsinga til eftirlitsaðila og stjórnenda
Hæfniskröfur
• Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð
vinnubrögð
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með
skipulögðum hætti
• Reynsla af notkun fyrirspurnartóla fyrir gagnagrunna
• Gott vald á íslensku og ensku
• Reynsla af áhættustýringu er kostur
ÁHÆTTUSTJÓRI
Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknum skal fylgja ýtarleg ferilskrá og kynningarbréf.