Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 1
PRÓFAÐI NÝLEGA SUNDHLAUPKÁNTRÍ ÁVERKSTÆÐINU narpenni sem hægt er að finna með símanum. 4 Jón Axel fann sitt „jóga“ í því að smíða útiborð og -bekki fyrir vini sína, og eftirspurnin er mikil. VIÐSKIPTA 4 Blátan Unnið í samvinnu við Júlía Rós segir að konur þurfi að hafa meiri trú á sér, og stökkva á tækifærin þegar þau gefast. Næsta verkefni er hjá Coca-Cola.14 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Skuldirnar þyngja róðurinn Kaup Icelandair Group á öllu hlutafé WOW air breyta flestöllum for- sendum í yfirstandandi viðræðum fyrrnefnda félagsins við eigendur þeirra skuldabréfa sem fyrirtækið hefur gefið út á síðustu árum. Viðræðurnar sem Icelandair hóf við eigendur bréfanna í byrjun októ- ber tengjast því að félagið uppfyllir ekki lengur skilmála sem gefnir voru út í tengslum við útgáfu bréfanna ár- ið 2016. Þar er kveðið á um að EBITDA-hagnaður félagsins megi á engu reikningstímabili fara undir ákveðið hlutfall af vaxtaberandi skuldum þess. Þegar fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í aðdraganda þess að það kynnti 9 mánaða uppgjör sitt var ljóst að semja þyrfti að nýju við skuldabréfaeigendurna um skil- málana að baki útgáfunni. Sú vinna hefur staðið síðan en Ice- landair náði samkomulagi við eig- endur bréfanna um að það fengi und- anþágu frá skilmálunum út nóvembermánuð. Gangi kaup Icelandair Group á WOW air eftir, og síðarnefnda félagið verði í kjölfarið dótturfélag þess fyrr- nefnda, munu vaxtaberandi skuldir samstæðunnar aukast talsvert. Við- skiptaMogginn hefur ekki fengið upplýsingar um hverjar skuldir WOW air eru núna en samkvæmt fjárfestingakynningu sem fyrirtækið Pareto Securities tók saman í tengslum við skuldabréfaútboð WOW air í september, námu vaxta- berandi skuldir félagsins um mitt þetta ár u.þ.b. 150 milljónum dollara, jafnvirði 18 milljarða króna. Í samtali við ViðskiptaMoggann staðfestir Bogi Nils Bogason, starf- andi forstjóri Icelandair Group, að vegna stærri efnahagsreiknings muni breyttar forsendur liggja til grund- vallar samningum við eigendur skuldabréfanna, verði af kaupum WOW air. „Kaupin bar afar brátt að og á meðan við vorum í miðjum samningaviðræðum við eigendur bréfanna. Við höfum hins vegar upp- lýst þá um þessa breyttu stöðu og verði af kaupunum þá verða skuldir nýs dótturfélags teknar inn í reikn- inginn.“ Segir Bogi Nils að enn sé stefnt að því að ljúka samningaviðræðum varð- andi breytta skilmála fyrir komandi mánaðamót. Hann hefur áður lýst því yfir að stefnt sé að því að kaupferlinu á WOW air verði lokið á sama tíma. „Á grundvelli þessa erum við að skoða hvaða leiðir eru bestar til að stilla upp sterkum efnahagsreikningi til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Líkt og Morgunblaðið greindi frá sam- kvæmt heimildum á þriðjudag eru forsvarsmenn Icelandair Group nú m.a. að skoða hlutafjáraukningu í tengslum við atburði síðustu vikna. Bogi Nils segir ekki tímabært að tjá sig um það þegar ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða hjá honum um það atriði. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kaup Icelandair Group á WOW air hafa mikil áhrif á viðræður fyrrnefnda fyrirtæk- isins við skuldabréfaeigend- ur. Skilmálar varðandi útgáfu bréfanna eru brostnir. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Icelandair Group hefur staðið í samningum við kröfuhafa sína á sama tíma og félagið hefur samið um kaup á öllu hlutafé keppinautarins, WOW air. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 8.5.‘18 8.5.‘18 7.11.‘18 7.11.‘18 1.747,78 1.674,13 135 130 125 120 115 122,05 137,95 Dreifiveitur, sem starfa í krafti sér- leyfis og á einokunarmarkaði, stíga á virkan hátt inn á smásölumarkað rafmagns þar sem frjáls samkeppni ætti að ríkja. Þetta segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar orkumiðlunar, sem fékk fyrst fyrirtækja leyfi frá Orkustofn- un til þess að stunda raforku- viðskipti í byrjun árs 2017. Fyrirtækið hyggst brjóta upp markaðinn en ýmsar hindranir eru í vegi að sögn Magnúsar. Hann segir það merkilegt að hið opinbera skuli búa til leikreglur en fari svo ekki eft- ir þeim og bíði eftir því að einhver komi og taki til. „Það að dreifiveitur komist upp með það, í áraraðir, að vera í þegjandi samkomulagi um það að innan þeirra svæðis njóti bara þeirra systur- eða dótturfélög allra tilfærslna á viðskiptum er auðvitað bara eins mikil hömlun fyrir nýja að- ila að koma inn eins og hugsast getur.“ Vanþróaður orkumarkaður Morgunblaðið/Hari Þegjandi samkomulag hefur ríkt á orkumarkaði að sögn Magnúsar. Fyrirtækið Íslensk orku- miðlun hyggst brjóta upp smásölumarkað rafmagns. 8 Þýsk stjórnvöld munu breyta reglum um stjórnunarhætti til að koma skikk á svimandi há laun forstjóra risa- fyrirtækja. Vilja koma bönd- um á ofurlaun 10 Þó svo að nær allir aðrir hafi veðjað á rafmagns- og tvinn- bíla gæti metnaður Toyota á sviði vetnistækni gefið þeim forskot. LEX: Vetnið gæti reynst Toyota vel 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.