Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 9

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 9VIÐTAL því að Íslensk orkumiðlun hefur ekki enn sem komið er tekið skrefið að fullu inn á heimilis- markaðinn. Þar hefur fyrirtækið rekist á ýms- ar kerfislægar hindranir sem lúta að dreifi- veitunum en eins og áður sagði starfa þau samkvæmt sérleyfi á skilgreindum einokunar- markaði. Landsnet sér um flutning raforku frá framleiðendum til dreifiveitna sem aftur koma rafmagninu til heimilanna með raf- strengjum sem þau leggja en þau setja einnig upp mæla og lesa af þeim. Dreifiveiturnar starfa hver fyrir sig á tilteknum dreifisvæðum og eru sex talsins og eiga öll hliðstæð systur- félög eða dótturfélög sem starfa á sölumark- aði eða sinna sjálf sölu samhliða dreifist- arfseminni. Gríðarlegar hindranir Magnús segist hafa séð ákveðna mynd af starfsemi veitnanna en veitukerfin sjá um að- gerðir sem kallast sjálfval söluaðila eða svo- kölluð notendaskipti. Hann tekur dæmi. „Notendaskipti eru ferli sem gengur út á það að ef þú ert í viðskiptum hjá Íslenskri orkumiðlun og flytur svo í íbúðina við hliðina á þér þá taka t.d. Veitur þig og setja í við- skipti hjá systurfélagi sínu sem er Orka nátt- úrunnar. Án þess að við eða þú fáum upplýs- ingar um það. Með öðrum orðum þá taka Veitur þig og setja í viðskipti hjá sínu syst- urfélagi sem er í samkeppni við okkur. Með sama hætti setur RARIK þig í viðskipti hjá Orkusölunni og svo framvegis,“ segir Magnús. „Það er alveg gríðarleg hindrun að fyrir- tæki sem starfa í krafti sérleyfis og eru einokunarfyrirtæki séu að stíga svona inn í samkeppnishlutann með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni,“ segir Magnús og nefnir að þetta megi setja í tölulegt samhengi. Not- endaskipti séu 30 þúsund talsins á ári en hrein söluaðilaskipti þar sem sölufyrirtæki og viðskiptavinur koma sér saman um viðskipta- samband eru innan við þúsund. „Þetta snýr að því að veiturnar eru að taka af okkur viðskipti þegar kúnninn setur upp nýjan mæli, þegar hann flytur um húsnæði og svo framvegis. Þetta væri sambærilegt við það þegar önnur fyrirtæki sem starfa í sér- leyfi væru að afhenda sínu systurfélagi við- skipti, eftir því hvar þau eru staðsett á land- inu. Þetta gengur auðvitað ekki upp á skilgreindum samkeppnismarkaði sem nær til Íslands í heild sinni. Það að dreifiveitur kom- ist upp með það, í áraraðir, að vera í þegjandi samkomulagi um það að innan þeirra svæðis njóti bara þeirra systur- eða dótturfélag allra tilfærslna á viðskiptum er auðvitað eins mikil hömlun fyrir nýja aðila að koma inn eins og hugsast getur. Þá ertu byrjaður að njóta þess mjög að vera tengdur náttúrulegu einok- unarfyrirtæki, sem hefur öll spil á hendi og allar upplýsingar,“ segir Magnús. „Annað mál sem við höfum verið að ýta við og er tímafrekt eru innkaup sveitarfélaga á raforku en sveitarfélög heyra undir lög um opinber innkaup þar sem meginreglan er að gæta skuli jafnræðis og óheimilt er að mis- muna fyrirtækjum eða takmarka samkeppni. Af þeirri ástæðu er meginreglan við val á inn- kaupaferli almennt eða lokað útboð. Af þeim 38 stærstu sveitarfélögum landsins sem við sendum fyrirspurn til og spurðumst fyrir um fyrirkomulag á innkaupum á raforku var að- eins eitt sveitarfélag sem hafði stuðst við al- mennt útboð við val á söluaðila. Það var Hafn- arfjörður. Stærsta sveitarfélagið, Reykja- víkurborg, hefur ekki farið í útboð og kaupir raforkuna af eigin fyrirtæki. Það þykir okkur einkennileg innkaupastefna þegar um er að ræða raforkukaup fyrir nokkur hundruð millj- ónir á ári hverju.“ Samtalið er eftir Aðspurður segir Magnús að markaðurinn sé vanþróaður. Það þurfi að bæta. Ekki ein- ungis þegar kemur að verklagi heldur þurfi einnig að upplýsa neytendur betur um að raf- magn sé eins og hver önnur vara og það skipti ekki máli hvaðan það kemur. Hann segir um- ræðuna hafa verið litla sem enga og að mögu- lega strandi það oft á því að markaðurinn virðist flókinn. „Og í krafti opinbers rekstrar þessara fyrirtækja flestallra hefur mjög lítið gerst á þessari hlið, sem snýr að því að upp- lýsa neytandann,“ segir Magnús. „Raforkureikningur heimila er vissulega ekki stærsti útgjaldaliður þeirra. Ekki frekar en farsímareikningur. En þó er það þannig að ef hægt er að gera betur í verði og þjónustu, þá spyr maður sig af hverju kerfið í heild sinni ætti ekki að spara fjármuni. Það gleym- ist oft á þessum markaði þar sem opinber fyr- irtæki eru alltumlykjandi að gætt sé að því að almenningur er líka neytendur. Þetta eru ekki bara einhverjir aðilar sem þú getur komið fram við með hvaða hætti sem er. Neytendur eiga að hafa val um söluaðila, hvort sem það er vegna þess að þeir vilja lægra verð, annars konar þjónustu, upprunavottað rafmagn eða hvað það nú er. Að það sé alla vega hugsunar- hátturinn að þetta sé í boði, að það sé annar valkostur. Ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra sem hafa sérfræðiþekkinguna er auðvitað gríðar- leg. Þú mætir ekki með vöru á markað og kynnir hana ekki neitt og spyrð þig svo hvers vegna enginn kaupir hana. Þú þarft að eiga samtalið um hvað þú er með. Þetta er al- gjörlega eftir. Hvern hefði t.d. grunað að símafyrirtæki á Íslandi myndu þróast út í stærstu afþreyingarfyrirtæki landsins? Það voru ekki margir sem höfðu hugmynd um það. Þessi markaður verður að fá að þróast í sína átt líka,“ segir Magnús. Markaður sem bíður eftir tiltekt Um ástæðuna fyrir vanþróuðum markaði horfir hann frekar til þess að á Íslandi hafi ekki ríkt raunveruleg samkeppni sem leiðir af sér virkt samtal við neytendur. En með komu Íslenskrar orkumiðlunar á markaðinn sé það samtal hafið enda er fyrirtækið tilneytt til þess af góðri nauðsyn. „Ég tel að þegar ríkið skuldbindur sig, fyrir hönd hins opinbera í heild, til að koma ákveðnu formi á markaði, í þessu tilviki sam- keppni í framleiðslu og sölu á raforku, þá sé erfitt að ná því fram þegar hið opinbera situr alls staðar við borðið. Hið opinbera á nánast öll stærstu sölufyrirtækin, á allar dreifiveit- urnar, á flutningsfyrirtækið, á aðalheildsölu- fyrirtækið Landsvirkjun og sinnir eftirliti og útgáfu leyfa að auki. Hið opinbera er alls staðar. Hvatinn fyrir hið opinbera að vera í samkeppni við sjálft sig held ég að sé af- skaplega takmarkaður,“ segir Magnús. Magnús segir að fyrirtækið hafi styrkst mikið með fjárfestingu Kaupfélags Skagfirð- inga og Ísfélags Vestmannaeyja í því á þessu ári sem að hans sögn gefur því bolmagn til þess að takast á við markaðinn eins og hann er í dag en samtals nam hlutafjáraukningin 75 milljónum króna. Til að brjóta markaðinn upp þarf nefnilega talsvert fjármagn. „Það er svolítið merkilegt að hið opinbera búi til leikreglur og fari svo ekki eftir þeim. Í rauninni bíður markaðurinn bara eftir því að einhver komi og reyni að taka til. Það er vissulega mjög dýrt en það er fyrst og fremst dýrt vegna þess að þetta tekur langan tíma. Það að fara fram með kvörtun um þá hlið markaðarins sem aldrei hefur verið skoðuð tekur eðli máls samkvæmt mikinn tíma. Þeir sem taka við henni þurfa að setja sig inn í öll mál. En eitt af markmiðunum með stofnun Ís- lenskrar orkumiðlunar var að ýta undir það að samkeppnismarkaðurinn myndi virka í takt við lög.“ Morgunblaðið/Hari úr vegi á orkumarkaðnum ” Það er svolítið merkilegt að hið opinbera búi til leikreglur og fari svo ekki eftir þeim. Í rauninni bíður markaðurinn bara eftir því að einhver komi og reyni að taka til. Það er vissu- lega mjög dýrt en það er fyrst og fremst dýrt vegna þess að þetta tekur lang- an tíma Magnús segir að það séu ekki aðeins viðskipti í formi heimilisnotenda eða fyrirtækja sem flæða á milli samþættra fyrirtækja í orkugeiranum. Hann nefnir einnig að raforkuinnkaup dreifiveitna af sínum systur- eða dótturfélögum séu oft stór hluti af heildartekjum sölu- aðila sem Íslensk orkumiðlun er í beinni samkeppni við en lögum samkvæmt eiga dreifi- veiturnar að fara með slík innkaup í útboð. „Dreifiveitur þurfa að kaupa inn rafmagn, fyrir því sem tapast í dreifikerfinu. Svokölluð raforkutöp. Samkvæmt lögum og reglum um op- inber innkaup eiga dreifiveiturnar að fara með svona innkaup í útboð nái þau tilsettri fjár- hæð. Það hefur einungis eitt fyrirtæki farið í útboð og það voru Veitur, sem var mjög gott hjá þeim og gott frumkvæði. En til að setja þetta í samhengi þá kaupir t.d. RARIK, sem er dreifiveita á skilgreindum einokunarmarkaði, raforku af dótturfélagi sínu, Orkusölunni, fyrir um 800 milljónir á ári, án útboðs. Þetta er stór hluti af heildarsölutekjum Orkusöl- unnar. Verðið er hátt, gegnsæið í samningum ekkert og á endanum snýst þetta um að það er verið að halda í viðskipti tengdra aðila, takmarka innkomu annarra, aðkomu þeirra að svona viðskiptum, sem á endanum snýst auðvitað um það að neytandinn borgar hærra verð fyrir dreifinguna. Þetta fer inn í gjaldskrá dreifiveitunnar því hún á að fá tekjur fyrir öll- um kostnaði sínum á grundvelli sérleyfisins samkvæmt lögum. Í staðinn fyrir að það sé gegnsæi í verðmyndun, í formi útboðs, hafa dreifiveiturnar ákveðið eftir sínu eigin höfði við hvern eigi að versla. Ég tala nú ekki um ef það er dóttur- eða systurfélag sem fær við- skiptin eins og í þessu tilviki, tæpan milljarð í meðgjöf á hverju einasta ári, sem skapar því fyrirtæki, óumdeilt, gríðarlegt forskot. Hér mætti einnig nefna að dreifiveitan Norðurorka gerði 18 ára samning við dótturfélag sitt, Fallorku, um innkaup á þessari vöru. 18 ár eru óeðlilega langur tími þar sem einokunarfyrirtæki er að semja við nátengt fyrirtæki á sam- keppnismarkaði um innkaup á vöru sem samkvæmt lögum á að fara í útboð.“ Samið til 18 ára við samkeppnisaðila

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.