Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 11FRÉTTIR Af síðum Það væri skiljanlegt ef vetnis-efnarafalar þættu feimnismál hjá Toyota. Japanski bílarisinn hefur fjáfest fyrir háar upphæðir í þess- ari tækni sem hér um bil öllum öðrum þykir einskis virði. Toyota Mirai-vetnisbíllinn kostar í kringum 57.000 dali (um 6,9 milljónir króna), vandasamt er að fylla á honum tankinn og hann hefur ekki selst nema í 7.000 eintökum. Elon Musk gerir grín að tækninni og talar um „bjánarafala“. Stjórnendur Toyota hafa svarað fyrir sig í af- sökunartón. En Toyota heldur samt áfram að hampa vetnistækninni, þó hún virðist jafn gagnslítil og Mirai sem er 500 km frá næstu vetnisstöð. Með hálfsársuppgjöri fyrirtækisins fylgdi listi yfir næstu skref í átt að minni losun koltvísýrings og voru vetnisknúin ökutæki í fyrsta, öðru og þriðja sæti listans. Ekki að furða að markaðurinn virðist ekki hafa veitt þessu mikla athygli, heldur einblíndu fjárfestar á hagnaðinn af sölu bensín- og tvinnbílanna sem neytendur hafa greinilega mestan áhuga á. Hagn- aður fyrir skatta hækkaði um fjórðung, upp í 1.500 milljarða jena (14 milljarða dala). Samsteypan hækkaði hagnaðarspá sína fyrir árið um 8,5% upp í 2.300 milljarða jena í takt við lægra gengi jensins. Hluta- bréfaverð Toyota hækkaði við tíðindin. Til skemmri tíma litið mun fyrirtækið leggja áherslu á að reyna að auka þann agnarsmáa hagnað sem er af sölu Toyota-bifreiða í Bandaríkjunum, þar sem sportjeppar frá öðrum framleiðendum hafa verið að sölsa undir sig markaðinn. Að framleiða bíla með efnaraföl- um, sem neytendur hafa sáralítinn áhuga á, er ekki efst á blaði. En til lengri tíma litið gætu vetnisbifreiðarnar gefið Toyota for- skot í baráttunni við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Er eink- um þrennt sem veldur því að vetnistæknin hefur verið afskrifuð sem agalega sniðug erindisleysa: í flesta vetnis-efnarafala þarf að nota platínu, sem er dýr málmur. Þá þarf að nota orku til að framleiða vetnisgas, með aðferðum sem eru ekki skilvirkar. Þá eru vetnis- dælustöðvar jafnvel enn sjaldgæfari en hleðslustöðvar fyrir rafbíla. En mótrökin eru þau að efnarafalar gætu hentað til að knýja aflrás stærri bifreiða sem þurfa að aka lengri vegalengdir, og það án þess að nokkur mengun verði til við sjálfan aksturinn. Tesla 3 er með á bilinu 355 til 500 km drægi. Stór bíll frá Tesla með fimm manna fjöl- skyldu og kynstrin öll af farangri myndi ekki geta ekið svo langt á einni hleðslu. Þeir sem breiða út boðskap rafbílatækninnar trúa því staðfastlega að hlutfall orkugetu og þyngdar rafhlaðna muni batna með veldisvexti. En það er öllu sennilegra að framfarir í rafhlöðu- tækni muni fylgja línulegri kúrfu eða vera rykkjóttar. Allir bílaframleiðendur vinna að þróun tvinn- og rafmagns- ökutækja, en aðeins Toyota og Honda sinna vetninu af fullri alvöru. Hlutfallslega er hlutabréfaverð Toyota ögn yfir meðaltali rótgrónu bílaframleiðendanna. Það er til marks um hversu stórt og skilvirkt fyrirtækið er. Að eiga efnarafal uppi í erminni gæti komið sér vel. LEX Toyota: veðjað á vetnið Spánski bankinn BBVA hefur, í sam- vinnu við tvo aðra banka, lokið við af- greiðslu fyrsta sambankalánsins sem veitt er með bálkakeðjutækni (e. blockchain). Ætti þetta að vera vísir að því hvernig markaðurinn með sambankalán, sem veltir 4.600 millj- örðum dala árlega, gæti orðið ein- faldari og hraðvirkari með því að nýta sömu tækni og rafmyntir. Kom snemma í ljós að sambanka- lán væru ein af þeim vörum fjár- málageirans sem gætu nýtt bálka- keðjuna en þau vinnubrögð sem í dag eru notuð til að úbúa þessi lán eru bæði óskilvirk og úrelt, t.d. eru skjöl send með faxi til að koma upplýs- ingum á milli lánveitenda og lántak- anda á meðan þeir ganga frá flóknum lánasamningnum. Allir með aðgang samtímis Bálkakeðjan blandar saman dreifðum gagnasöfnum og dulkóðun og er sú tækni sem rafmyntir eins og bitcoin byggjast á. Bankar hafa tekið bálkakeðjuna í sína þjónustu en með henni geta margir aðilar haft aðgang samtímis að stafrænni höfuðbók sem ekki er hægt að eiga við eftir á. Á tæknin bæði að hjálpa til að draga úr kostnaði og flýta fyrir afgreiðslu mála. Á þriðjudag notaði BBVA lokað bálkakeðjukerfi til að útbúa 150 milljóna dala sambankalán fyrir spænska raforkufyrirtækið Red Electrica, í samvinnu við japanska bankann MUFG og bankann BNP Paribas í Frakklandi. Lögfræðingar frá Linklaters og Herbert Smith Freehills, sem veittu ráðgjöf við gerð samningsins, höfðu líka aðgang að kerfinu og gátu allir skipst á upplýs- ingum í rauntíma. Voru öll gögn tímamerkt til að sýna nákvæmlega hvenær hver að- gerð í samningsferlinu átti sér stað, og þurfti sérsakan notendaaðgang til að komast í kerfið. Eftir að búið var að undirrita samninginn fékk hann þar til gert auðkenni sem skráð var í Ethereum-bálkakeðjunni. Spara tíma og umstang BBVA segir að bálkakeðjutækni bankans, sem er enn á tilraunastigi, flýti mikið fyrir frágangi sambanka- lána svo að í stað um það bil tveggja vikna tekur ferlið einn eða tvo daga. Undirritun lána og frágangur skjala, sem alla jafna taka nokkrar klukku- stundir, tóku ekki nema nokkrar mínútur. Auk þess að spara tíma mun þetta hafa í för með sér „verulegan sparn- að í innri kostnaði“ fyrir viðskipta- vini, að því er Ricardo Laseica, yfir- maður alþjóðafjármálaþjónustu BBVA, tjáði FT. „Allt er skráð í kerf- ið með sjálfvirkum hætti sem er gott fyrir utanumhald og rekstrarkostnað bankans.“ Laseica segir að BBVA hyggi á frekari tilraunir á næstu mánuðum og bálkakeðjan verði notuð til að út- búa „fimm eða sex“ sambankalán til viðbótar. „Við bjóðum upp á þessa þjónustu í samstarfi við aðra banka … Tæknin er ekki bara fyrir BBVA og við lítum svo á að á næstu stigum séum við í reynd að smíða nýja innviði fyrir markaðinn sem muni verða öllum til hagsbóta.“ Fjártæknifélagið Finastra er einn- ig að smíða sambankalánahugbúnað í samvinnu við breska bankann Nat- West, og nýtir til þess Corda- bálkakeðjuna. Stendur til að það kerfi verði tekið í notkun 17. nóv- ember. Fyrr á þessu ári var BBVA fyrsti bankinn til að gefa út fyr- irtækjalán með bálkakeðjutækni. Stærsta bálkakeðjuverkefni bankageirans er aftur á móti Inter- bank Information Network, þar sem 75 bankar – með JPMorgan, Royal Bank of Canada og ANZ í broddi fylkingar – nota bálkakeðju til að halda utan um greiðslur á milli banka. Eftir Lauru Noonan í Charlotte Stórir bankar hafa tekið bálkakeðjuna í sína þjón- ustu og virðist hún geta stytt afgreiðslufrest og einfaldað verklag til muna við stórar lánveitingar. Lánasamningar sem áður gat tekið tvær vikur að ljúka við, og voru sendir á milli staða með faxtækj- um, eru núna klárir á ein- um eða tveimur dögum. AFP BBVA mun útbúa nokkur sambanka-bálkakeðjulán til viðbótar á meðan tilraunir með þessa nýju tækni standa yfir. Fyrsta sambankalánið gert með bálkakeðju Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.