Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Icelandair kaupir WOW air
Skúli ávarpaði starfsfólk WOW air
„Þetta er því augljósasta lend ...
Búið að vera of ódýrt að fljúga
Söluverðið 2,18 milljarðar
Mest lesið í vikunni
INNHERJI SKOÐUN
Hagnaður LDX19 ehf., sem á og
rekur Lindex-tískuvöruversl-
anirnar hér á landi, nam rúmum
50 milljónum króna á síðasta ári.
Það er þrefalt minni hagnaður en
árið á undan þegar félagið hagn-
aðist um 165 milljónir króna.
Tekjur félagsins stóðu nánast í
stað á milli ára, en þær voru 1,4
milljarðar árið 2017 en 1.450 millj-
ónir árið á undan. Eignir félagsins
nema 760 milljónum króna, og
bókfært eigið fé í árslok 2017 var
rúmar 170 milljónir króna. Eig-
infjárhlutfall félagsins er 22%.
Albert Þór Magnússon, sem á
og rekur Lindex á Íslandi ásamt
eiginkonu sinni, Lóu Dagbjörtu
Kristjánsdóttur, segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að þetta verði
að teljast nokkuð góður árangur
miðað við verulega breyttar mark-
aðsaðstæður, en eins og kunnugt
er opnaði tískuvörurisinn H&M
verslanir hér á landi á síðasta ári.
„Við erum að aðlagast nýju um-
hverfi með nýjum áskorunum og
hlökkum mikið til þess sem fram-
tíðin ber í skauti sér. Við fjölg-
uðum verslunum og höfum nú
lækkað verð fjórum sinnum, um
samtals 27%, frá ársbyrjun 2016.
Því erum við glöð með að geta
haldið rekstrartekjum nánast
óbreyttum á milli ára,“ segir Al-
bert Þór.
Móðurfélagið hagnast
Albert nefnir einnig að gang-
urinn sé góður hjá móðurfélaginu,
en Lindex-samsteypan kynnti á
dögunum afkomu sína á öðrum
ársfjórðungi.
Rekstrarhagnaður jókst þá um
56% frá fyrra ári og var jafnvirði
2,6 milljarða íslenskra króna.
100 manns starfa að jafnaði hjá Lindex. Albert segir að áskoranir felist í
hækkun launakostnaðar, en hann jókst um 16,5% milli 2016 og 2017.
Fjórar verðlækkanir
á þremur árum
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Lindex á Íslandi hefur
lækkað verð fjórum sinn-
um, eða um 27%, frá
2016. Góður gangur er hjá
sænska móðurfélaginu.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Rekstur Icelandair og WOW hef-ur valdið verulegum titringi í
samfélaginu undanfarnar vikur. Er
eins og kaldur sviti spretti fram hjá
fólki ef neikvæðar fréttir berast af
rekstri flugfélaganna enda hag-
kerfið mjög háð því að flug-
samgöngur gangi hikstalaust fyrir
sig.
En það er ekki æskilegt að þjóðineigi svona mikið undir rekstri
tveggja flugfélaga, sem núna eru
reyndar gengin í eina sæng. Betra
væri ef að fjöldi félaga tengdi Ísland
við umheiminn, svo að ekki færi allt
á annan endann ef eitt þeirra ætti í
erfiðleikum.
Hjá Samgöngustofu fengust þærupplýsingar að íslenski flug-
markaðurinn sé í sjálfu sér galopinn.
Ekkert banni t.d. erlendum flug-
félögum að nota Keflavík sem
stoppistöð á leið yfir hafið, og reka
sams konar „hub-and-spoke“ kerfi
og Icelandair og WOW hafa gert.
Kannski er rétt að spyrja hversvegna erlend flugfélög hafa
ekki gert einmitt þetta. Mætti halda
að félli vel að rekstramódeli evr-
ópskra og bandarískra lágfargjalda-
flugfélaga að hafa bækistöð í KEF.
Skyldi það vera krónan eða kjara-
málin sem fæla þau frá? Er það
kannski plássleysi? Eitt er víst að
það væri til mikils að vinna að ryðja
hindrununum úr vegi og laða að
fleiri félög, svo að ókyrrð hjá einu
flugfélagi valdi ekki óróleika í öllu
hagkerfinu.
Að eiga allt
undir einumNú rumskar „risinn“ í Svörtu-loftum og það af værum,
árslöngum blundi. Meginvextir
Seðlabankans hækka um 0,25%
og standa því eftir ákvörðunina í
4,5%. Er þetta fyrsta breytingin á
stýrivöxtum frá því í október í
fyrra en þá lækkuðu þeir úr 4,5%
í 4,25%. Með ákvörðuninni í gær
er endi bundinn á tímabil vaxta-
lækkana.
Peningastefnunefnd bankansbendir á að verðbólguhorfur
hafi versnað, m.a. vegna hækk-
andi olíuverðs og gengisveikingar
krónunnar. Og nefndin lítur held-
ur ekki fram hjá þeirri staðreynd
að stórkarlalegar yfirlýsingar og
vopnaglamur á vinnumarkaði hafa
haft neikvæð áhrif á hagkerfið og
verðbólguvæntingar markaðs-
aðila.
Og nú þegar nefndin er vökn-uð virðist það vera upp við
vondan draum. Hún hnyklar
vöðvana framan í þá sem spriklað
hafa meðan á blundinum stóð og
segist bæði hafa „vilja“ og „tæki“
til að halda verðbólgunni niðri til
lengri tíma litið. Ekki er ljóst af
yfirlýsingu nefndarinnar hvort
hún sé með þessum orðum að
sannfæra sjálfa sig eða þá sem
hún telur sig tala til.
En nefndin virðist þess þó um-komin að viðurkenna, hvort
sem það er fyrir sjálfri sér eða
öðrum, að hertar aðgerðir í vaxta-
ákvörðunum munu koma niður á
atvinnulífinu og gera því erfiðara
um vik að tryggja fólki atvinnu.
Nefndin varpar hins vegar
ábyrgðinni á hinum hertu aðgerð-
um á tvo aðila; fjárveitingar-
valdið, sem ræður útþenslu ríkis-
báknsins, og svo viðsemjendur í
komandi kjaraviðræðum. Nefndin
segir hreint út að það sé í hönd-
um þess fólks „hversu mikill
fórnarkostnaður verður í lægra
atvinnustigi“.
Viðbúnir vaxtaverkir
Brottfarir erlendra far-
þega frá Íslandi um
Keflavíkurflugvöll í
október voru um 200
þúsund talsins.
Aukning frá
Bandaríkjunum
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON