Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 2
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Elsti einstaklingurinn sem leitar til
okkar er 97 ára. Það er mikið af eldra
fólki sem býr við kröpp kjör,“ segir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún
segir fátækt á Íslandi falda og fólk sé
almennt ómeðvitað um líf einstak-
linga sem lifa þurfa á lágmarksfram-
færslu. Stærstu hóparnir séu öryrkj-
ar, eldri borgarar og lágtekjufólk.
„Ég hef aldrei verið eins kvíðin og
fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið
mjög slæmt og við gengum verulega
á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég
efast um að við getum hjálpað öllum
fyrir þessi jól,“ segir Ásgerður Jóna
og heldur áfram: „Við rekum nytja-
markað en því miður virðist fólk
halda að hann sé bara fyrir fátækt
fólk,“ segir hún og bætir við að fá-
tækt fólk hafi ekki efni á að versla í
nytjamarkaðnum. Fjölskylduhjálpin
fjármagnar starf sitt með fram-
leiðslu kertaljósa úr mör sem stór-
markaðir selja án nokkurs endur-
gjalds. Þá treystir hjálpin einnig á
styrki frá einstaklingum og fyrir-
tækjum.
„Við úthlutum matvælum fyrir jól-
in 17. og 19. desember í Iðufelli og
21. í Reykjanesbæ. Við erum glöð og
þakklát að geta úthlutað 300 miðum
bæði fyrir börn og fullorðna sem Sin-
fóníuhljómsveitin gaf okkur, líkt og í
fyrra. Nær allir sem fengu miða þá
nýttu tækifærið og fóru á tónleika,“
segir Ásgerður Jóna sem biður
landsmenn að sýna samkennd með
þeim sem minna mega sín á Íslandi.
Fremstir þar í flokki fari öryrkjar,
eldra fólk, atvinnulausir og einstæðir
karlmenn.
Styrkir í afmælisgjöf
Anna H. Pétursdóttir er formaður
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Hún segir samtökin fagna 90 ára af-
mæli á þessu ári og allar gjafir til
styrktar starfinu vel þegnar. Að
sögn hennar er síðasti dagur til þess
að sækja um jólaaðstoð á morgun.
Anna reiknar með að 800 til 900
manns muni leita aðstoðar. Aðsóknin
sé örlítið minni í ár en öryrkjar, eldri
borgarar og þeir sem hafa lent illa í
lífinu séu þeir sem óska eftir aðstoð.
Barnafjölskyldum hafi fækkað og
virðist þær hafa það skárra nú en áð-
ur. Anna segir að Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur veiti aðstoð fyrir
hátt í 30 milljónir fyrir jólin en
nefndin sendir beiðni um styrki til
fyrirtækja.
„Við létum búa til töskur, boli og
bolla í tilefni 90 ára afmælis okkar og
seljum í Krónunni til þess að fjár-
magna aðstoð okkar. Og svo hafa
einstaklingar styrkt okkur mánaðar-
lega, sumir hverjir í mörg ár.“
Anna Kristinsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, tel-
ur ástandið svipað og í fyrra, en eldri
borgarar og öryrkjar séu mest
þurfandi. „Næstu þrjá þriðjudaga
verður tekið á móti umsóknum fyrir
jólaúthlutun sem fram fer 13. og 14.
desember,“ segir hún.
97 ára leitar til Fjölskylduhjálpar
Ljósmynd/Fjölskylduhjálp Íslands
Aðstoð Að bíða í röð eftir aðstoð getur reynst mörgum erfitt. Fyrir jólin
þurfa margir að leita sér aðstoðar hjálparsamtaka sem gera sitt besta.
Ekki víst að Fjölskylduhjálp Íslands geti hjálpað öllum fyrir komandi jól Mjög gekk á matarsjóð
samtakanna í sumar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur segist eiga von á að aðstoða um 900 fyrir jólin
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
595 1000
Gefðu góðar minningar
Jólagjafabréfin komin í sölu!
10.000 = 15.000 20.000 = 30.000
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
„Mér fannst gjörningurinn í Vík-
urgarði takast eins og til var
stofnað og í raun framar vonum.
Hann var vel sóttur í þeim skiln-
ingi að einhvern veginn var Vík-
urgarður fullur að sjá þar sem við
stóðum í honum. Það var ánægju-
legt hvað afkomendur, sem valdir
voru með slembiúrtaki, brugðust
vel við og vönduðu sig þegar þeir
lásu upp nöfn 600 forfeðra og for-
mæðra sem grafin voru í Vík-
urkirkjugarði á árunum 1817 til
1838,“ segir Helgi Þorláksson
sagnfræðingur um gjörning sem
vinir Víkurgarðs stóðu fyrir í Vík-
urgarði í gær. Helgi vonast til þess
að gjörningurinn verði hvatning til
borgaryfirvalda og framkvæmdar-
aðila, Lindarvatns sem er í eigu
Icelandair og Innes, um að hætta
við byggingu hótels í Víkurgarði.
„Sem sagnfræðingur lít ég
þannig á að það sé mikilvægast að
halda tengslum við fortíðina í
Reykjavík með sögulegum stöðum
sem líkt og Þingvellir eru sameign
okkar allra,“ segir Helgi sem telur
að borgin sé hrædd við hugs-
anlega skaðabótakröfu ef hætt
verði við framkvæmdir í Víkur-
garði.
„Ég er gamall Reykvíkingur
sem þykir vænt um borgina og
miðbæinn og vil að Víkurgarður
verði skrúðgarður eins og gömlum
kirkjugörðum var ætlað að vera,“
segir Helgi sem telur að mennta-
málaráðherra og dómsmálaráð-
herra eigi að skerast í leikinn en
ekki bíða eftir að leitað verði til
þeirra.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Íslands, ávarpaði
fundarmenn í Víkurgarði og sagði
í samtali við mbl.is að hún væri
boðin og búin að aðstoða borgina
við að falla frá áformunum um
byggingu hótelsins.
„Ef að þeir treysta sér ekki til
að falla frá þessari hugmynd
vegna þess að þeir þurfa að borga
einhverjar skaðabætur þá er ég al-
veg til í að standa fyrir söfnun. Ég
skal standa með bauk niðri í
Kringlu og safna fyrir skaðabót-
unum,“ segir Vigdís og bætir við
að halda eigi gömlu Reykjavík eins
ósnortinni og mögulegt er. Slíkt sé
mikilvægt fyrir framtíðina.
Morgunblaðið/Hari
Mótmæli Fjölmenni mætti í Víkurgarð til að mótmæla byggingu hótels í garðinum og minnast þeirra sem þar hvíla.
.
Vigdís tilbúin að safna fyrir
hugsanlegum skaðabótum
Mótmæli gegn röskun á grafarró Nöfn 600 einstaklinga
sem hvíla í Víkurgarði lesin upp Gjörningur framar vonum
Gjörningur til varnar Víkurgarði í miðbæ Reykjavíkur
Gylfi Sigfússon
mun láta af störf-
um sem forstjóri
Eimskipafélags
Íslands um næstu
áramót. Hefur
hann komist að
samkomulagi við
stjórn félagsins
um það, en Gylfi
mun frá byrjun
næsta árs stýra
daglegum rekstri Eimskips í Banda-
ríkjunum og Kanada, ásamt flutn-
ingsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip
Logistics.
Ekki hefur verið ráðið í starf for-
stjóra félagsins, en stjórnin mun
setja ráðningarferli af stað.
Gengi hlutabréfa Eimskips hefur
lækkað mikið síðasta árið. Hefur það
lækkað um 28,4% á síðustu 12 mán-
uðum. Var það í 279,5 krónum á hlut
16. nóvember í fyrra, en stóð í 200
krónum við lok markaða síðastliðinn
föstudag. Í lok síðasta mánaðar
sendi félagið frá sér afkomuviðvörun
og lækkaði gengi bréfanna þá um
13% á einum degi.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar
er haft eftir Baldvini Þorsteinssyni,
stjórnarformanni Eimskips, að Gylfi
hafi starfað hjá Eimskipi í 28 ár, þar
af síðustu 10 ár sem forstjóri. Hann
hafi tekið við félaginu og leitt það í
gegnum krefjandi endurskipulagn-
ingu, en áður en hann varð forstjóri
stýrði hann þeim einingum í Am-
eríku sem hann mun nú taka við að
nýju. Segir Baldvin að endur-
skipulagningin hafi tekist vel.
„Verkefnið var ekki aðeins mik-
ilvægt fyrir Eimskip heldur einnig
fyrir hagsmuni Íslands; að tryggja
óhefta flutninga til og frá landinu á
erfiðum tímum, treysta rekstrar-
grundvöll heima og erlendis, auk
þess sem hann stýrði félaginu til
nýrrar framtíðar með dugmiklu og
samstilltu starfsfólki. Vinnan við
endurskipulagninguna tókst vel og
félagið stendur sterkt eftir.“
Gylfi hættir sem
forstjóri Eimskips
Gylfi
Sigfússon
Komst að samkomulagi við stjórnina