Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Fórnarlamba umferðarslysa minnst Minningarathöfn um þá sem hafa látið lífið í umferðarslysum fór fram við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær. Slíkar athafnir voru víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember minningu fórnarlamba umferðarslysa. Dag hvern deyja um 4.000 manns í umferðarslysum í heiminum. Hari Vikurnar í aðdrag- anda jóla eru upp- skeruhátíð á bóka- markaði hérlendis og kennir þar nú eins og jafnan áður margra grasa. Í liðinni viku kom út hjá Vöku- Helgafelli undir merki Forlagsins mikið rit sem ber heitið Flóra Íslands – Blómplöntur og byrkningar, alls 742 blaðsíður í afar stóru broti. Höfundar eru grasafræðingarnir Hörður Krist- insson og Þóra Ellen Þórhalls- dóttir ásamt með myndlistarmann- inum Jóni Baldri Hlíðberg sem skreytir ritið með vatnslitateikn- ingum, þar á meðal eru myndir af öllum þekktum innlendum æð- plöntum og fylgja útbreiðslukort hverri tegund. Samvinna var höfð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkið og Hið íslenska nátt- úrufræðifélag, sem stóð að 3. út- gáfu Flóru Íslands 1948, gaf nú heimild til notkunar nafnsins. Það var hátíðleg stemmning á fjöl- mennri útkomuathöfn þessarar bókar, sem gleðja mun fjölmarga framvegis, enda er hún fróð- leiksbrunnur sem svala mun for- vitni, vonandi ekki síst æskufólks. Frá Jóni lærða og Eggert til nútímans Hálf fjórða öld er liðin frá því Jón lærði Guðmundsson tók saman ritið Um nokkrar grasanáttúrur sem mun vera það fyrsta skrifað á íslensku um plöntur, einkum til lækninga, þar á meðal eru nefndar um 40 villtar tegundir hér- lendis. Skömmu áður hafði Gísli Oddsson biskup birt lista yfir íslenskar plöntur í riti sínu á latínu Um und- ur Íslands. Röskri öld síðar bætti Eggert Ólafsson um betur í Ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar, þar sem við sögu koma um 150 tegundir á dreif í textanum, en nokkrar fleiri eru nefndar í dagbókum þeirra. Mágur Eggerts, Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, tók saman ritið Grasnytjar, gefið út 1783, og koma þar fyrir nöfn um 190 tegunda, þar af eru 140 blómplöntur og byrkn- ingar. Þáttaskil urðu röskri öld síðar með 1. útgáfu af Flóru Ís- lands árið 1901 eftir Stefán Stef- ánsson skólameistara, en hún byggðist á um 12 ára rannsóknum hans á innlendu gróðurríki. Rit hans var um margt frumraun, m.a. um nafngiftir. Í formála sagði Stefán m.a.: „Bæði meðal alþýðu og eins í íslenskum grasaritum er hinn mesti ruglingur á plöntunöfn- unum, sama plantan nefnd mörg- um nöfnum, og sama nafnið haft á mörgum, oft fjarskyldum teg- undum ... Jeg hef reynt að greiða úr öllu þessu eftir bestu föngum.“ Mörgum ónefndum tegundum gaf Stefán íslenskt heiti og bókinni fylgdu ítarlegir greiningarlyklar, en nú hafa myndir af tegundunum leyst þá af hólmi. Stefán féll frá 1921 og hafði þá að mestu lokið við handrit sitt að 2. útgáfu Flóru Ís- lands, sem kom út 1924. Erfingjar hans afhentu Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi árið 1942 það sem eftir var af upplagi bókarinnar sem og útgáfurétt. Árið 1945 kom út ritið Íslenzkar jurtir eftir Áskel Löwe með greiningarlyklum og teikningum af flestum tegund- unum. Gróðurrannsóknir eftirstríðsáranna Þriðja útgáfa Flóru Íslands „aukin“ kom út árið 1948 undir höfundarnafni frumkvöðulsins Stefáns, en Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akureyri bjó verkið til prentunar. Steindór var um áratugi mikilvirkasti grasa- fræðingur landsins og lýsti m.a. gróðurfélögum plantna í aðdrag- anda vistfræðirannsókna. Bæði sem kennari, en þó einkum með rannsóknum sínum hafði hann hvetjandi áhrif. Það er varla til- viljun að úr hópi nemenda hans við MA spruttu náttúrufræðingar eins og Eyþór Einarsson, Guðmundur Eggertsson, Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson. Sá síðast- nefndi er löngu kunnur sem höf- undur handbóka um háplöntur og fléttur og hefur meira en nokkur annar dregið saman upplýsingar um útbreiðslu plantna hérlendis. Nú birtist hann okkur sem texta- höfundur nýrrar Flóru Íslands ásamt með plöntuvistfræðingnum Þóru Ellen. Hún eins og fleiri öfl- ugir liðsmenn fræðanna óx upp sunnan heiða. Þaðan er líka sprott- inn Ágúst H. Bjarnason sem í haust sendi frá sér fallega hand- bók um mosa, en hann hafði þegar árið 1983 gefið út Íslenska flóru með litmyndum eftir Eggert G. Pétusson myndlistarmann. Á Nátt- úrufræðistofnun hafa jafnframt margir grasafræðingar unnið brautryðjendastarf síðustu hálfa öldina, og þaðan barst okkur í fyrra vistgerðakort af öllu landinu sem Sigurður H. Magnússon hafði yfirumsjón með. Yngri vísindamenn, konur og karlar, eru óðum að bætast þar í framlínuna og á átta náttúru- stofum úti um land starfa nú nýir vaxtarsprotar með fjölþættan bak- grunn. Verndun íslensku flórunnar meginatriði Þótt ætta- og tegundalýsingar taki yfir meginefni þessa mikla rits er þar á fyrstu 50 síðunum dregið saman fróðlegt efni almenns eðlis um plöntur sem lífverur, þróunar- sögu þeirra, flokkunarkerfi, lík- amsbyggingu, æxlun, blómaliti og búsvæði. Þar er einnig að finna yfirlit um rannsóknasögu íslensku flórunnar. Ég hygg að þessi fyrri hluti verksins eigi eftir að gagnast mörgum og gæti átt erindi í sér- stakri útgáfu fyrir skóla, jafnt kennara sem nemendur. Að því hlýtur líka að koma að þetta stóra rit birtist okkur í heild í handhægu formi. Áratugir eru síðan farið var að ræða um nýja útgáfu af Flóru Ís- lands, en lengi vel vantaði frum- kvæði. Hörður Kristinsson segir að leiðir flóruhöfundanna þriggja hafi líklega fyrst legið saman árið 2005 til að ræða um það verk sem nú er orðið að veruleika. Það fer vel á því að bókin birtist á fullveldis- afmæli og vonandi minnir hún sem flest okkar á þann mikla fjársjóð sem við eigum í gróðurríki lands- ins, þrátt fyrir gífurleg afföll á lið- inni tíð. Vart var vetrarbeit sauð- fjár aflögð og skurðgrafan tekin að hægja á sér þegar kynntar voru til sögunnar viðamiklar hugmyndir um skógrækt með innfluttum teg- undum og nú leggja ágengar teg- undir undir sig holt og móa. Verndun og gengi íslensku flór- unnar ætti að vera sjálfgefið meg- inmarkmið, en til þess að það verði að veruleika þarf önnur og skýrari siglingaljós en fylgt hefur verið hingað til. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það fer vel á því að bókin birtist á full- veldisafmæli og vonandi minnir hún sem flest okkar á þann mikla fjár- sjóð sem við eigum í gróðurríki landsins. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ritið Flóra Íslands birtist okkur nú í glæsilegri útgáfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.