Morgunblaðið - 19.11.2018, Síða 20
Fyrir skömmu kom
hingað til lands fjöldi
hermanna til að taka
þátt í heræfingu Atl-
antshafsbandalagsins.
Af veru þeirra í
Reykjavík hefur lítið
frést annað en það að
bjór hafi þrotið á
veitingastöðum áður en
hermenn höfðu náð að
slökkva þorsta sinn.
Mun þetta hafa ratað í heimsfrétt-
irnar, en þótti ekki sérlega frétt-
næmt hérlendis. Öðru máli gegndi
um ferðir hermanna út á land, sér-
staklega göngu þeirra um Þjórs-
árdal. Sú ganga þótti sumum hin
mesta ósvinna og létu það óspart í
ljósi við fjölmiðla. Minnist ég við-
tals við konu í uppsveit Árnessýslu.
Kallaði hún þetta tindátaleik og
sagðist ekki skilja hvers vegna
mennirnir æfðu sig ekki á eigin
landi. Sjónvarpsmenn sáu ástæðu
til að fá menn frá Skógræktinni til
að telja þær fáu birkiplöntur sem
brotnað hefðu við æfingu herliðs-
ins. Minna er kvartað yfir um-
gengni þess skara ferðamanna sem
árlega fer um landið, og eru þeir
þó sýnu fleiri og ummerkin greini-
legri.
Ekki var við öðru að búast en að
hópur sem kallar sig hernaðar-
andstæðinga mótmælti harðlega og
fylkti liði í Þjórsárdal. Eins og
sjálfsagt var viðruðu fjölmiðlar
skoðanir þessa fólks. Hitt var
merkilegra að fjölmiðlamenn virt-
ust ekki hafa fundið viðmælendur
sem voru jákvæðir í garð hins er-
lenda herliðs. Hygg ég þó að flestir
landsmenn skilji að við lifum í
hættulegum heimi þar sem frelsi
og lýðræði eiga undir högg að
sækja og landvarnir eru nauðsyn.
Dettur nokkrum skynsömum
manni í hug að nágrannaþjóðir
okkar haldi úti fjölmennum herjum
og eyði óheyrilegum fjármunum til
þess eins að stunda „tindátaleik“?
Við Íslendingar erum svo lán-
samir að hafa ekki þurft að halda
uppi eigin hervörnum og getað
treyst á varnir vinveittra ríkja. Ef
ekki hefði notið herstyrks Banda-
ríkjanna í síðustu heimsstyrjöld og
á árunum eftir stríð er ólíklegt að
við byggjum nú við
það frelsi og lýðræði
sem við njótum.
Þetta ættu þeir að
hafa hugfast sem sí
og æ gagnrýna
Bandaríkjamenn fyr-
ir afglöp í utanrík-
ismálum. Það var
sérkennilegt að lesa
það í Morgunblaðs-
grein 30. október að
herliðið sem var hér
á landi frá 1951 til
2006 hafi ekki verið
hér í þágu Íslendinga heldur ein-
göngu vegna Bandaríkjamanna
sjálfra. Greinarhöfundur virðist
ekki skilja að hagsmunir okkar Ís-
lendinga geti farið saman við hags-
muni Bandaríkjanna. Hann hug-
leiðir ekki heldur hvers vegna
herinn fór héðan árið 2006. Þá
voru Sovétríkin fallin og Banda-
ríkjamenn töldu að óhætt væri að
draga úr hervörnum. Því miður
reyndist það á misskilningi byggt.
Af því stafa nýlegar heræfingar,
svo og aukinn vígbúnaður Svía og
Finna og áhyggjur af varnarmálum
Noregs.
Þeir sem andvígir eru aðild Ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu
hafa alla tíð verið háværir í fjöl-
miðlum. Um tíma reyndu þeir að
telja mönnum trú um að þeir væru
að túlka vilja meirihluta þjóðar-
innar. Þeim varð talsvert ágengt,
ekki síst vegna þess að í þeirra
hópi voru margir menntamenn,
liprir pennar og góðir ræðumenn.
Hin raunverulega afstaða lands-
manna til varnarliðsins kom í ljós
árið 1974 þegar vinstristjórnin
hafði áform um að láta herinn fara.
Þær gríðarlegu undirtektir sem
undirskriftasöfnun Varins lands
fékk slógu vopnin algjörlega úr
höndum herstöðvaandstæðinga.
Þátttakan, miðað við höfðatölu, var
að öllum líkindum einsdæmi hjá
lýðræðisþjóð. Alls rituðu 55.522
einstaklingar á kosningaaldri nöfn
sín undir áskorun til ríkisstjórnar
og Alþingis um að hætta við upp-
sögn varnarsamningsins og brott-
för varnarliðsins. Fjöldinn sam-
svaraði meirihluta þeirra sem að
jafnaði tóku þátt í alþingiskosn-
ingum. Hlutdrægni Ríkisútvarps-
ins kom berlega í ljós þegar sjón-
varpsmenn fengust ekki til að vera
viðstaddir þegar undirskriftirnar
voru afhentar í Alþingishúsinu.
Þótt langt sé um liðið hefur af-
staða RÚV ekki breyst. Í sjón-
varpsþáttum um Varnarliðið sem
sýndir voru í janúar á þessu ári
var aðeins minnst á Varið land í 20
sekúndur og gefið í skyn að undir-
skriftasöfnunin hefði verið tilraun
til að koma ríkisstjórninni frá! Birt
voru viðtöl við þekkta herstöðva-
andstæðinga og Keflavíkurgöngum
gerð góð skil.
Í haust sýndi RÚV svo þáttaröð
sem bar nafnið Fullveldisöldin.
Sýnt var frá óeirðunum á Aust-
urvelli 1949 þegar innganga Ís-
lands í Atlantshafsbandalagið var
til umræðu á Alþingi og látið að því
liggja að þátttakendur, sem köst-
uðu grjóti og slösuðu menn, hefðu
einungis verið að undirstrika kröf-
una um hlutleysi Íslands og sjálf-
stæði. Aðeins örfáir hefðu verið
stuðningsmenn Sovétríkjanna. Í
sama þætti var enn á ný sýnt ræki-
lega frá Keflavíkurgöngum. Alls
engin umfjöllun var um þann sögu-
lega atburð þegar vinstristjórnin
ætlaði að segja upp varnarsamn-
ingnum árið 1974. Ekki stakt orð
um undirskriftasöfnun Varins
lands, sem sýndi raunverulegan
hug almennings til veru bandaríska
varnarliðsins.
Andstæðingar landvarna á Ís-
landi vilja greinilega endurskrifa
söguna sér í hag. Tíminn líður og
þeir treysta því að fólk gleymi
fljótt. Skáldin kveða ekki lengur
eins og Jóhannes úr Kötlum gerði
á sinni tíð: „Sovét-Ísland, óska-
landið, hvenær kemur þú?“ En eft-
ir situr, óbreytt, andúð þessa hóps
á Bandaríkjunum og varnarsam-
starfi vestrænna þjóða.
Nokkur orð um varnarmál
Eftir Þorstein
Sæmundsson »Dettur nokkrum
manni í hug að ná-
grannaþjóðir okkar
haldi úti fjölmennum
herjum og eyði óheyri-
legum fjármunum til
þess eins að stunda
„tindátaleik“?
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er stjörnufræðingur.
halo@hi.is
MA-rannsókn und-
irritaðrar frá árinu
2015 í náms- og starfs-
ráðgjöf var eigindleg
rannsókn þar sem við-
töl voru tekin við
skjólstæðinga TR ým-
ist í endurhæfingu eða
komna á örorku. Þessi
rannsókn var lítil að
umfangi en gefur þó
vísbendingar um að sá
hópur sem verður fyr-
ir áföllum í æsku eða á unglings-
árum er sá hópur sem verður hugs-
anlega skjólstæðingar TR.
Viðkomandi höfðu allir sömu sögu
að segja, þ.e. eftir að komin var
örorka þá var þetta gleymdur hópur
sem fær bara launin sín í hverjum
mánuði en engin eða lítil virkni er í
boði. Þeir sem fá örorku eiga ekki
rétt á virkniúrræðum hjá VIRK sem
er starfsendurhæfing en að sjálf-
sögðu þarf að koma þeim í virkni svo
þeir geti fengið tækifæri til að leggja
sitt af mörkum til samfélagsins.
Síðustu árin hefur ungum ör-
yrkjum fjölgað mikið, ungu fólki
sem hefur verið kippt út af vinnu-
markaði vegna örorku sem oftar en
ekki tengist geðrænum vanda, ungu
fólki sem ekki hefur náð að fóta sig í
lífinu. Við getum fest okkur við að
ræða af hverju og hvað er hægt að
gera til að fyrirbyggja en hvað með
þá sem nú þegar fá laun frá TR? Er
einhver markviss endurhæfing í
gangi hjá þessum hópi? Ef svo er þá
er hún a.m.k. ekki sýnileg þessum
hópi sem gæti nýtt sér hana. Ég
þekki til nokkurra einstaklinga í
þessum hópi sem eru áskrifendur að
launum hjá TR sem er gott á meðan
þeir virkilega þarfnast þeirra en
hvað svo? … Á ekkert að gera til
þess að endurhæfa þessa ein-
staklinga og gera þeim kleift að
komast á ný út á vinnumarkaðinn?
Þennan mannauð væri gott að fá
virkan á ný út í samfélagið.
Tryggingastofnun ríkisins ætti að
hjálpa öryrkjum að finna starfsvett-
vang t.d. með því að bjóða þeim ráð-
gjöf hjá náms- og starfsráðgjafa,
persónulega ráðgjöf, áhugasviðs-
könnun og ef finnst starf sem við-
komandi gæti hugsanlega unnið við
þá ætti TR að greiða þessum ör-
yrkja hærri bætur á mánuði á með-
an hann stundar nám.
Það er mjög mikilvægt að þetta sé
styrkur til náms en ekki lán sem
gæti fælt frá vegna þess að sá sem
er öryrki veit það ekki alveg fyr-
irfram hvort hann/hún geti lokið
námi vegna örorku sinnar. Ef svo
vildi til að ekki væri mögulegt að
ljúka námi þá væri þessum ein-
staklingum gert erfiðara fyrir ef
þeir stæðu uppi með námslán á bak-
inu.
Ef viðkomandi getur ekki lokið
náminu þá lækka bætur aftur en
upphæðin sem fékkst meðan á námi
stóð var einfaldlega styrkur sem við-
komandi þyrfti ekki að
endurgreiða, ef hann
hinsvegar lyki námi og
kæmist út á vinnu-
markaðinn þá ynni
hann sína vinnu,
greiddi fulla skatta og
dytti af bótum en það
ætti að verða gott fyrir
TR/ríkið þegar til
lengri tíma væri litið.
Það er ekki síður hagur
fyrir öryrkjann sem
verður sinn eigin herra
og getur séð sér far-
borða sjálfur auk þess sem starf
myndi efla sjálfstraustið og gefa
honum vissu um að vera virkur sam-
félagsþegn. Líkt þessu er unnið í
Danmörku, þ.e. öryrkjar geta stund-
að fullt nám á örorkulaunum og ef
þeir ná að ljúka námi fara þeir til
þeirra starfa sem þeir menntuðu sig
til. Það er ekki nóg að setja fólk í
starfsgetumat en gera svo ekkert
annað. Fyrirtæki eru almennt ekki
viljug til að ráða fólk í hlutastörf og
sveitarfélög ekki í stakk búin að
greiða þessu fólki það sem upp á
vantar til framfærslu.
Margir í hópi þessa unga fólks
hafa mikla hæfileika og sköp-
unargáfu, gætu jafnvel stofnað sinn
eigin atvinnurekstur með góðri hjálp
og til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Ef einstaklingarnir komast á ný út á
vinnumarkaðinn er það ekki aðeins
hagur samfélagsins eða efnahags-
legur ávinningur fyrir einstak-
lingana sem annars eru fastir í fjötr-
um fátæktar heldur og einnig
vítamínsprauta fyrir geðheilsu
þeirra. Vinnan er ekki aðeins launin
heldur verður hún stór partur okkar
eigin sjálfsmyndar, það að finna að
maður er hluti samfélagsins er jafn-
vel stærri hluti vinnunnar en beinn
fjárhagslegur ávinningur.
Það fjármagn sem TR gæti spar-
að á þessu til lengri tíma litið gæti
þá nýst til þess að bæta betur stöðu
aldraðra og öryrkja sem eiga þess
ekki kost að nýta sér endurhæfingu
til þess að komast á ný út á vinnu-
markað. Hættum með öllu að henda
krónunni en hirða aurinn, hirðum
bæði krónuna og aurinn og nýtum
sem best í okkar allra þágu.
Ég hef sent forstjóra TR þetta er-
indi en ekki einu sinni fengið bréf
móttekið, svo mikill er áhuginn á að
gera eitthvað fyrir þennan hóp.
Eftir Ragnhildi L.
Guðmundsdóttur
Ragnhildur L.
Guðmundsdóttir
» Síðustu árin hefur
ungum öryrkjum
fjölgað mikið, ungu fólki
hefur verið kippt út af
vinnumarkaði vegna ör-
orku, hvað er hægt að
gera?
Höfundur er kennari og MA
í náms- og starfsráðgjöf.
ragnhildur@talnet.is
Starfsgetumat
eða hvað?
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Mikil umræða hefur
að undanförnu verið
um byggingar-
framkvæmdir sem far-
ið hafa langt fram úr
áætlunum um kostnað
og tekið lengri tíma en
áætlað var.
Þessi umræða er
sannarlega ekki að
ástæðulausu en hún er
heldur ekki ný. Ég
vakti t.d. athygli á þessu fyrir ára-
tugum með grein um framúrkeyrslu
við breytingar á Þjóðmenningarhús-
inu við Hverfisgötu, sem reyndar
vakti litla hrifningu þeirra sem þar
stjórnuðu þá.
Það sem vakin er athygli á hér er
að nokkur undanfarin ár hefur verið
boðið upp á hugbúnað til undirbún-
ings og stjórnunar byggingar-
framkvæmda og til áætlanagerðar
við byggingarframkvæmdir, sem
tekur á þessu kostnaðarsama vanda-
máli. Hugbúnaður þessi er nú not-
aður af fjölda aðila hér á landi við
slík verkefni og fjölgar þeim stöð-
ugt. Hugbúnaðurinn hefur verið á
markaðnum í áratugi, en var endur-
hannaður sem netkerfi fyrir sex ár-
um. Frá þeim tíma hef-
ur verið í gangi þróun
hans, sem miðað hefur
að því að nýta sem best
þá fjölbreyttu mögu-
leika sem netheimar
bjóða upp á, til að full-
komna hann.
Við teljum að þetta
hafi tekist vel sem sjá
megi m.a. á þeim fjölda
sem notar hugbúnaðinn
og á því hverjir þeir
eru. Notendurnir eru
ríki og sveitarfélög, opinberar stofn-
anir, verkfræðistofur og arkitektar,
framkvæmdaraðilar almennt, verk-
takar og aðrir sem fjalla um
byggingarmálefni á einhvern hátt.
Einnig á því að kerfin eru notuð sem
kennslutæki í þeim háskóla landsins
sem sérhæfir sig í að mennta ein-
staklinga í byggingargreinum.
Mér sýnist reyndar að þeir sem
hafa lent verst í frávikum kostnaðar
og verktíma séu ekki notendur þessa
hugbúnaðar ennþá.
Netkerfi þetta heldur utan um
undirbúning, áætlanagerð og samn-
inga og utan um framkvæmdir á
meðan á þeim stendur og annað sem
tilheyrir framkvæmdum.
Vakin er hér sérstök athygli á
framvinduskýrslum í kerfinu, en þar
er haldið utan um hvert verk fyrir
sig á þann hátt að verkkaupi fái á
hverjum tíma upplýsingar um stöðu
verksins og samanburð bæði við
upphaflega kostnaðaráætlun og við
samþykkta tímaáætlun (verkáætl-
un). Þetta er mjög gagnlegt fyrir
verkkaupann þar sem hann getur
þannig brugðist strax við og komið í
veg fyrir að eitthvað fari á annan veg
en samningar eða væntingar hans
gerðu ráð fyrir.
Stafræn tækni við stjórnun og eft-
irlit byggingarframkvæmda er
sannarlega komin til landsins og vex
hratt, enda forsenda þess að fram-
kvæmdaraðilar standi ekki frammi
fyrir óviðunandi kostnaði og verktöf-
um.
Stafræn tækni við stjórnun og
eftirlit byggingarframkvæmda
Eftir Sigurð
Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
»Haldið er utan um
hvert verk fyrir sig á
þann hátt að verkkaupi
fái á hverjum tíma upp-
lýsingar um stöðu
verksins og samanburð
við upphaflega áætlun
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.