Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
✝ Örn ÆvarrMarkússon
fæddist í Reykjavík
19. maí 1930. Hann
lést á Landspít-
alanum 7. nóvem-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Markús
Ísleifsson
húsasmíðameistari,
f. 4.2. 1901, d.
13.12. 1984, og
Guðbjörg Eiríksdóttir, hús-
freyja og verslunarmaður, f.
29.9. 1909, d. 6.7. 1996.
Systkini Arnar voru 1) Dröfn,
f. 24.5. 1933, d. 31.7. 1982, maki
Halldór Guðnason, börn þeirra:
Haukur Markús, Ingi Valdimar,
Guðbjörg Helga og Kristín Hall-
dóra; og 2) Valur, f. 28.6. 1935,
d. 13.4. 1974, maki Marla Mark-
ússon, dætur hennar og stjúp-
dætur Vals: Liz og Michaela.
þekkingu á djasstónlist.
Örn kvæntist árið 1956 Höllu
Valdimarsdóttur framhalds-
skólakennara, f. 9.1. 1936. Hún
er dóttir hjónanna Valdimars
Jónssonar frá Hemru í Skaft-
ártungu, skólastjóra í Vík í Mýr-
dal, og Sigurveigar Guðbrands-
dóttur húsfreyju frá Loftsölum í
Mýrdal.
Börn Arnar og Höllu eru: 1)
Ragnheiður Elfa, leikari og fé-
lagsráðgjafi, f. 2.1. 1956, maki
Guðjón Ketilsson, börn þeirra:
Birta og Hrafnkell Örn; 2)
Snorri Björn, verktaki, f. 17.5.
1957, maki Aðalheiður Svan-
hildardóttir, börn þeirra: Arn-
viður, Snæfríður Sól og Svan-
hildur Heiða. Sonur Snæfríðar
er Bjartur Freyr Garðarsson. 3)
Halla Sigrún, hjúkrunarfræð-
ingur og verkefnisstjóri, f. 10.7.
1963, maki Hannes Birgir
Hjálmarsson, börn þeirra: Halla
Kristín, Hjálmar Örn og Hrafn-
hildur Anna. Maki Höllu Krist-
ínar er Brendan Hough, þeirra
dóttir er Hekla Sóllilja.
Útför Arnar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 19. nóv-
ember 2018, klukkan 15.
Örn varð stúdent
frá MR árið 1950.
Hann lauk prófi í
lyfjafræði frá Dan-
marks Farmaceut-
iske Höjskole árið
1957.
Hann starfaði
lengst af sem yfir-
lyfjafræðingur í
Lyfjabúðinni
Iðunni við Lauga-
veg. Árið 1984 var
Erni veitt lyfsöluleyfi og tók
hann við Garðsapóteki, sem
hann rak til ársins 1997.
Örn gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Lyfjafræðinga-
félag Íslands. Hann var um
langt skeið prófdómari í flestum
greinum lyfjafræði lyfsala við
Háskóla Íslands.
Hann var alla tíð mikill
áhugamaður um tónlist og bar
þar hæst áhuga hans og víðtæka
Djassgeggjarinn hann Örn
afi minn hefur kvatt okkur.
Ég er svo þakklát fyrir ótelj-
andi góðar minningar frá sam-
verustundum okkar. Ég minn-
ist þess þegar afi sótti mig
stundum í skólann eða við vor-
um að snattast og hlustuðum á
djassþættina á RÚV í bílnum.
Á milli laga spjölluðum við en
stundum sussaði hann blíðlega,
þegar hann vildi heyra upplýs-
ingar um tónlistina. Þá var
hann ekki að hlusta eftir ártöl-
um, titlum eða flytjendum, þá
þekkti hann alla, heldur vildi
hann vita hvort þetta væri upp-
takan frá fyrri eða seinni upp-
tökusessjón síðar sama árs! Svo
nákvæmur var hann í öllu enda
var hann lyfjafræðingur, í starfi
sem býður ekki upp á fljót-
færni.
Ég var ungur menntaskóla-
nemi þegar afi réði mig í sum-
arvinnu í Garðsapóteki, þar
sem hann var lyfsali. Þá voru
pillur steyptar og hóstamixtúr-
ur blandaðar á staðnum og
unglingurinn kepptist við að
líma miða á flöskur og krukkur.
Sem barn fékk ég stundum að
koma um helgar með afa í Ið-
unnarapótek á Laugavegi, þar
sem hann starfaði í fjölda ára.
Þá fór afi í hvítan slopp og
leyfði mér að vera í búðaleik á
meðan hann vann. Afi var flott-
astur af öllum, í sloppnum, vel
greiddur með fallegt skegg og
hlýlegt augnaráð. Fínleg les-
gleraugun neðarlega á nefinu
enda bar hann mikla ábyrgð og
varð að tvílesa gaumgæfilega á
lyfseðla og lyf. Þessa og meiri
ábyrgð bar hann síðar sem lyf-
sali í Garðsapóteki og ég fékk
að kynnast því að hann var þar
vinsæll yfirmaður sem gantað-
ist við samstarfsfólk sitt, var í
uppáhaldi hjá föstum viðskipta-
vinum og sýndi þar af sér sömu
hlýju og virðingu og hann gerði
við fjölskyldu og aðra vini.
Hann var svo „upbeat“ maður
hann afi, svo ég vísi til tón-
listarhugtaks.
Afi var mikill húmoristi,
skarpur og áhugasamur um
nýja þekkingu og ástríðufullur
yfir djass- og klassískri tónlist,
sem hann vissi líka allt um.
Þegar við hlustuðum á djass
saman á unglingsárum mínum
þá deildum áhuga á beboppi og
freejazz en gerðum grín að því
að ég hefði mun minni áhuga en
hann á Benny Goodman og
Dixieland. Afi fræddi mig um
uppruna djassins og sýndi mér
ljósmyndir af sér með Lee Kon-
itz og fleiri köppum sem
spiluðu hér á landi. Hann hóf
að kaupa djassplötur á mennta-
skólaaldri og sótti ótal djass-
tónleika allt fram á efri ár, ekki
eingöngu á Íslandi heldur einn-
ig víða um lönd og heimsótti
meðal annars New Orleans, þar
sem djassinn á sér uppruna.
Það var pílagrímsför fyrir afa. Í
haust sem leið, með blik í auga,
lýsti hann fyrir mér tónlistinni
sem heyra mátti þar á hverju
götuhorni, líkt og hann væri
nýkominn úr ferðinni. Blikið í
auga, húmor og hlýja voru með-
al margra góðra eiginleika í fari
hans og munu lifa áfram sem
leiðarstef í minningunni um
hann.
Mér hefur alltaf þótt svo fal-
legt að langafi og amma Laufó
skyldu velja báðum sonum sín-
um fuglanöfn. Frumburður
þeirra, Örninn sjálfur æðstur
fugla, flýgur nú tignarlega á
brott.
Elsku afi minn, mikið mun
ég sakna þín.
Þín
Birta.
Elsku besti afi Glað.
Við erum öll svo þakklát fyr-
ir þær stundir sem við höfum
átt með þér og þær ótalmörgu
minningar sem nú sitja eftir.
Það er margt sem minnir okkur
á þig; rauður Ópal, bílasíminn í
jeppanum, pylsa og kók í gleri,
greiðan í brjóstvasanum.
Þú varst svo hjartahlýr og
okkur leið alltaf vel í kringum
þig. Maður naut þess að sitja
með þér í rólegheitum með
kaffibolla að hlusta á útvarpið
því þú varst með svo góða nær-
veru. Þú komst alltaf með bestu
innskotin í umræðurnar, hvort
sem það voru „afabrandarar“
eða fræðandi og djúsí stað-
reyndir um djass. Alltaf gast þú
nefnt alla hljómsveitarmeðlimi í
djassböndunum og stórsveitum
sem voru í spilun. Bara núna
um daginn þuldirðu upp heila
big bandið sem við hlýddum á í
bakgrunni. Sem tónlistarunn-
andi varstu mikill stuðnings-
maður barnabarnanna þegar
kom að hinum ýmsu listum og
mættir alltaf á tónleika og sýn-
ingar og leyndir ekki stolti þínu
af þessum stóra afkomenda-
hópi, sem okkur þótti mjög
vænt um.
Ár eftir ár voruð þið amma
tilbúin með glaðning fyrir okk-
ur barnabörnin, um páskana
biðu okkar kassar fullir af
páskaeggjum og um jólin feng-
um við alltaf sendingu af jóla-
dagatölum, sem við vorum svo
farin að færa þér síðustu árin.
Það sem situr þó helst eftir
eru minningarnar og samveru-
stundirnar austur í bústað og
uppí Glað. Þar höfum við öll
barnabörnin átt ógleymanlegar
stundir saman á sumri hverju,
um jól og áramót. Það er ekki
sjálfgefið að eiga fjölskyldu
sína sem vini líka, en það er þó
eitthvað sem við erum svo lán-
söm að gera. Það er það sem
við erum þakklátust fyrir, að
eiga þennan dýrmæta hóp að,
að miklu leyti vegna samveru-
stundanna sem þið amma Glað
hafið skapað með okkur í gegn-
um árin.
Takk fyrir allt, elsku afi okk-
ar, þín verður sárt saknað en
minnst af mikilli hjartans gleði.
Halla Kristín, Hjálmar Örn
og Hrafnhildur Anna.
Elsku afi, síðustu dagar hafa
verið erfiðir en líka kærleiks-
ríkir, við systkinin höfum rifjað
upp svo margar minningar og
þessar minningar eru allar svo
fullar af kærleik og gleði. Í
raun ert þú eina manneskjan
sem við höfum ekki átt eitt ein-
asta rifrildi né karp við. Það
sem þú og amma nenntuð að
fara með okkur frændsystkinin,
hin fjögur frænku, upp í bú-
stað. Það var hreint ótrúlegt.
Við sungum alla leiðina hástöf-
um og það eina sem þú hafðir
að bæta við voru ekki skammir
eða að biðja okkur um að hafa
lægra, eina sem þú bentir okk-
ur á var að bæta taktinn, sem
þú sýndir okkur og við gerðum.
Þegar við bjuggum á Sogaveg-
inum þegar við systurnar vor-
um litlar þá var það besta og
mest spennandi sem við vissum
þegar þú talaðir við okkur
gegnum vegginn. Apótekið þitt
var á neðri hæð og þú heyrðir
alltaf í okkur koma hlaupandi
niður stigann. Þá bankaðirðu í
vegginn og við ískruðum af
hlátri og komum hlaupandi inn
í búð til þín. Það klikkaði aldrei
að þú varst með rauðan Ópal í
vasanum, sem sást í gegnum
jakkann þinn. Ég, Addi, verð
sérstaklega að taka það fram
hve góðar minningar ég á um
þig, elsku afi. Traustur, spakur
og yfirvegaður yfir öllu saman.
Sem drengur man ég eftir ind-
íánatjaldinu sem hann gaf mér
þegar ég var 5 ára gamall og
þegar hann las sögur fyrir mig
í Glaðheimum. Hann var
nægjusamur og laus við alla
sýndarmennsku, jafnvel þótt
hann hefði allt til að sýna þar
sem hann var sannkallaður Örn
í öllu sínu veldi. Það var ein-
staklega gaman að koma óvænt
í Glaðheimana og hrista vel upp
í kallinum með brandara á lofti,
enda gálgahúmorinn engu lík-
ur. Hann sagði eitt sinn: „Addi
minn, ef þú ert gamli, þá er ég
eldgamli.“
Elsku afi, þú hefur ávallt
verið okkur svo góður og mikill
stuðningur. Núna þegar við rit-
um þessi orð er erfitt að átta
sig á því að þú sért farinn. Það
sem ég, Snæja, er sérstaklega
þakklát fyrir er hve mikið litli
drengurinn minn fékk að um-
gangast þig. Ég gaf þér fyrsta
barnabarnabarnið þitt, sem
mér finnst svo líkur föður okk-
ar, honum Snorra þínum. Ég
verð því ævinlega þakklát fyrir
það hve mikið þið fenguð að
kynnast, eins og ég var heppin
að kynnast ömmu Laufó, sem
tekur nú á móti þér og þið vak-
ið yfir okkur hinum. Elsku afi,
við munum oft tala til þín og
leita ráða, takk fyrir allt sem
þú hefur veitt okkur, ást og ör-
yggi. Hvíldu í friði, Afi Glað,
Afi ópal, Afi skafís.
Arnviður Snorrason
Snæfríður Sól Snorra-
dóttir, Svanhildur Heiða
Snorradóttir.
„… og enginn stöðvar tímans
þunga nið.“ Þessi orð Davíðs
Stefánssonar komu í hugann
við fráfall Arnar tengdaföður
míns til rúmra 40 ára. Hann
hélt reisn til dauðadags og fékk
hægt andlát á Borgarspítala 7.
nóvember síðastliðinn.
Það er skrýtin tilhugsun að
kveðja einhvern sem hefur ver-
ið hornsteinn í tilverunni stóran
hluta ævinnar. Ótal minningar
koma í hugann, þegar litið er
yfir farinn veg.
Þegar ég kom ung stúlka inn
á heimili þeirra hjóna man ég
eftir því hvað mér fannst það
smekklegt og menningarlegt,
bækur, myndir og djassplötur
prýddu hillur og veggi og Guf-
an hljómaði í bakgrunni. Halla
og Örn höfðu mikil áhrif á
þessa ungu stúlku sem kom inn
í líf þeirra og tók ég þau mér til
fyrirmyndar í mörgu og varð
það mér að uppeldi. Þessi gildi
sem skipta svo miklu máli; fjöl-
skylda, hefðirnar og utanum-
haldið, eins og að halda upp á
afmæli, jól, páska, fara í ætt-
arferðir svo eitthvað sé nefnt.
Allt þetta tók ég mér til fyrir-
myndar og var gott veganesti
út í lífið.
Örn, eða „Afi Glað“ eins og
hann var svo oft kallaður, sinnti
afahlutverkinu með sóma og
ber þar hæst bústaðaferðirnar
austur í Skaftártungu með
krakkaskarann syngjandi aftur
í bíl. Hann var traustur tengda-
pabbi, ekki íhlutunarsamur um
annarra hagi, en þeir sem til
hans leituðu áttu stuðning vís-
an. Hans er sárt saknað og ég
veit að hann á góða heimvon.
Aðalheiður (Heiða).
Djassgeggjari! Orðið sem
lýsir Erni tengdaföður mínum
svo vel. Örn hafði gífurlegan
áhuga á djassi og var visku-
brunnur þegar kom að því að
leita upplýsinga um lög eða
flytjendur. Upp í hugann koma
fjölmargar stundir þegar eitt-
hvert djasslag var spilað í Glað-
heimunum, hvort sem var af
plötu eða í útvarpi, alltaf vissi
Örn hvaða lag var spilað, hverj-
ir flytjendur voru, í hvaða
hljóðveri lagið var tekið upp og
hvaða ár! Örn var mikill safnari
og auk þess að safna djass-
plötum og bókum tók hann upp
djassþætti útvarpsins á segul-
bandsspólur um árabil og var
oft leitað til hans þegar finna
þurfti sjaldgæfar upptökur. Þá
voru þeir ófáir djasstónleika-
rnir sem fjölskyldumeðlimum
var boðið á en auk þess var Örn
áskrifandi að tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þó
að djassinn ætti hug hans og
hjarta hafði Örn víðtækan
áhuga á tónlist, ekki síst klass-
ík, og fylgdist vel með tónlistar-
senunni í heild. Örn heillaðist
til dæmis af Megasi og Bubba
frá fyrstu stundu en þeir – eins
og djassinn – þóttu óhefð-
bundnir í upphafi. Örn fylgdist
vel með uppvexti barnabarna
sinna og hafði mjög gaman af
því að ræða við þau um hvað
þau væru að gera og hvernig
þeim gengi. Hann styrkti þau
og hvatti þau til að stunda sín
áhugamál, hvort sem um var að
ræða tónlistarnám, myndlist,
dans eða íþróttir. Hann mætti á
tónleika og sýningar og öll áttu
þau einstakt samband við afa
sinn. Minnisstæð er heimsókn
Arnar til okkar Höllu í Brussel
þegar hann þurfti að hjálpa
okkur að ýta rafmagnslausum
bílnum okkar í gang á leið á
fæðingardeildina fyrir fæðingu
Hjálmars Arnar sonar okkar!
Fleiri myndir koma í hugann
þegar ég minnist Arnar –
margar tengdar tónlist; til
dæmis er mér ofarlega í minni
þegar hann bað mig um að spila
„The Ballad of Lucy Jordan“
með Marianne Faithfull þegar
ég var með útvarpsþátt í
Menntaskólanum við Sund og
síðar þegar við Snorri mágur
minn stofnuðum hljómsveit bað
hann oft um að við lékum „Jo-
hnny B. Goode“! Nú biður Örn
þá félaga Armstrong, Peterson,
Goodman, Miles og Coltrane
um óskalög í hópi góðra djass-
geggjara! Blessuð sé minning
Arnar.
Hannes Birgir Hjálmarsson.
Í dag er kvaddur heiðurs-
maðurinn Örn Ævarr Markús-
son. Halla eiginkona hans og
Sigrún móðir mín voru tvíbura-
systur og mikill samgangur alla
tíð á milli heimilanna. Margar
góðar minningar um Örn koma
fram í hugann, enda hefur hann
verið einn af föstu punktunum í
tilveru minni frá því að ég var
barn.
Ég minnist heimsóknanna í
Iðunnar Apótek til Arnar, ang-
an af nýsteyptum piparmyntum
og við stelpuskottin, Ragnheið-
ur og ég, fengum að smakka og
kanna hvernig til hefði tekist
með framleiðsluna. Þessar
stundir voru eins og í ævintýri,
hrúgur af piparmyntum sem
mátti borða af að vild. Í huga
barnsins var þetta himnaríki.
Ég var einnig oft gestur á
heimili foreldra Arnar, þeirra
Guðbjargar og Markúsar, sem
tóku mér næstum eins og eigin
barnabarni og minnist ég
margra góðra samverustunda
hjá þeim á Laufásveginum.
Á aðfangadag birtist Örn allt
fram á síðustu ár hjá okkur
með jólagjafir. Þetta var nota-
leg hefð sem við söknuðum þeg-
ar hann hætti að koma færandi
hendi. Páskaboðin í Glaðheim-
unum eru líka minnisstæð, þeg-
ar Örn deildi út páskaeggjum
til bæði barna og fullorðinna.
Og alltaf var nóg handa öllum,
þó að oft væri mannmargt.
Ég minnist ánægjulegra
samverustunda bæði í Skaftár-
tungunni og í útlöndum. Þær
systur áttu sinn hvorn bústað-
inn í sveit forfeðra sinna og þar
dvöldu fjölskyldur okkar eins
oft og þær gátu. Þá var oft
glatt á hjalla og sungið við
varðeld á sumarkvöldum. Við
áttum þess kost fyrir nokkrum
árum að ferðast til Utah á slóð-
ir mormóna með Höllu og Erni
til að minnast formóður okkar
Höllu sem þangað flutti með
dætrum sínum. Þetta var
ógleymanleg ferð, komið við í
Miklagljúfri, Las Vegas og víð-
ar. Örn var einstaklega
skemmtilegur ferðafélagi, fróð-
ur og víðlesinn og miðlaði
óspart af þekkingu sinni.
Örn var hógvær, fáorður en
hlýr. Hann var greiðvikinn og
hjálpsamur og það var gott að
leita til hans, hvort sem var til
að fá upplýsingar um lyf eða ef
á öðru þurfti að halda. Hann
var einstaklega barngóður og
börnin mín minnast hans af
hlýju. Og síðast en ekki síst er
það tónlistin. Þegar ég hlusta á
djass, verður mér alltaf hugsað
til Arnar sem var einn sá fróð-
asti um þessa tegund tónlistar
hér á landi. Ég dáðist að djass-
safninu hans, öllum plötunum
og upptökunum á stóru spól-
unum, sem raðað var skipulega.
Já, slíkar gersemar voru ekki
til á hverju heimili og augljóst
hvað hann naut þess að lifa sig
inn í tónlistina.
Við Sveinn Hjörtur kveðjum
Örn og þökkum samfylgdina.
Hugheilar samúðarkveðjur
sendum við Höllu og fjölskyld-
unni allri. Blessuð sé minning
Arnar.
Sigurveig H. Sigurðardóttir.
Örn Ævarr Markússon var
mikið ljúfmenni og heilsteyptur
í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Kynni mín af honum
hófust löngu áður en hann vissi
af mér í þessum heimi. Ég var
orðinn ólæknandi djassgeggjari
11 ára gamall og þar kom að ég
nældi mér i Jazzblaðið sem
Svavar Gests gaf út og rit-
stýrði, ásamt Halli Símonarsyni
í upphafi, á árunum 1948 til
1953. Í jólaheftinu 1950 var
grein um Charlie Parker eftir
Örn Ævar Markússon, þannig
ritað þá. Mér þótti mikill feng-
ur að þessari grein og fór strax
til Tage Ammendrup í Drangey
og keypti 78 snúninga plötu
með Parker: Lover Man og
Dońt Blame Me. Að þeirri upp-
lifun bý ég enn, þó að við Örn
höfum ekki verið alveg sam-
mála um túlkun Parkers á Lo-
ver Man. Þessi grein var erindi
sem Örn flutti á fundi Jazz-
klúbbs Íslands í Breiðfirðinga-
búð þetta sama ár, en þá tíðk-
aðist að fróðustu Íslendingar
um djass flyttu erindi og léku
hljómplötur áður en tónlistar-
menn hófu að leika. Meðal ann-
arra fyrirlesara voru Birgir
Möller, Jón Múli og Svavar
Gests.
Kynni okkar Arnar hófust er
ég flutti til Reykjavíkur og
gerðist formaður Jazzvakning-
ar. Hann var þar félagi og sótti
flesta tónleika félagsins og
gerði gott betur, því hann
styrkti Jazzvakningu fjárhags-
lega og kostaði, ásamt Óskari
heitnum Þórarinssyni, djass-
skipstjóranum góða í Vest-
mannaeyjum, útsetningar Ole
Kock Hansens á íslenskum
þjóðlögum fyrir tríó Niels-
Hennings og strengjakvartett.
Útsetningarnar voru frumflutt-
ar á afmælishátíð Jazzvakning-
ar í september 1985 og síðar
gefnar út á hljómplötu í Dan-
mörku.
Auk þess að sækja djasstón-
leika, meðan þrek leyfði, var
hann mikill áhugamaður um
sögu íslensks djass. Hann var í
nefnd Jazzvakningar um ís-
lenska djasssögu ásamt mér,
Hreini Valdimarssyni tækni-
manni og Kristjáni Magnússyni
píanista. Sú nefnd kom sjaldnar
saman en æskilegt hefði verið
enda lést Kristján 2003 er allt
starf nefndarinnar var á um-
ræðustigi. Kristján var mikill
upptökumaður og tók upp
fjölda tónleika sem hann sótti,
en hefðu ella horfið í gleymsk-
unnar hyl. Örn Ævarr var upp-
tökumaður annarrar gerðar.
Hann tók mikið efni upp úr út-
varpi og hefur varðveitt margar
perlur sem yfirmenn Ríkisút-
varpsins létu eyða, meðal
þeirra er upptaka með tríói
kanadíska píanistans Paul
Bleys, eins virtasta píanista
eftirstríðsdjassins, þar sem
Barry Altchul var trommari en
Gary Peacock bassaleikari.
Gary mætti ekki með tríóinu í
Reykjavík og voru þá góð ráð
dýr. Árni heitinn Scheving
hljóp í skarðið fyrir Gary þó að
hann þekkti ekki tónlist Bleys
frekar en aðrir Íslendingar árið
1967. Þetta var í fyrsta skipti
sem íslenskur djassleikari spil-
aði með mönnum af hinum
frjálsa djassskóla og ómetan-
legt að þessi upptaka skuli vera
til. Þetta er ekki eini gimstein-
inn í safni Arnar Ævars og von-
andi nýtast upptökurnar, sem
hann einn virðist hafa varðveitt,
er íslensk djassaga verður gef-
in út. Hafi hann þökk fyrir
samvinnuna og vináttuna og
fjölskyldu hans færi ég innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar og
félaganna í Jazzvakningu.
Vernharður Linnet.
Örn Ævarr
Markússon