Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
✝ Gunnar Svein-björn Jónsson
fæddist í Berjanesi
í Vestmannaeyjum
7. október 1931.
Hann lést á Ísa-
fold, Hrafnistu,
Garðabæ, 27. októ-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru Ólöf Frið-
finnsdóttir, f.
11.12. 1901, d.
5.11. 1985, og Jón Einarsson,
f. 13.6. 1895, d. 27.11. 1989.
Systkini Gunnars eru Elísa
Guðlaug, f. 17.9. 1925, d. 30.1.
2018, Guðrún Ólína, f. 24.2.
1927, d. 14.3. 1927, Ragnheið-
ur, f. 10.4. 1928, d. 29.7. 2018,
og Einar Þór, f. 30.11. 1934.
Gunnar kvæntist Guðrúnu
Bergsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, f. 11.4. 1933, d. 25.8.
2018. Þau eignuðust fjögur
börn, sem eru: 1) Sara, f.
1956, eiginmaður hennar er
Þorkell Jóhanns-
son, f. 1953, og
eiga þau eitt barn.
2) Bergur, f. 1957,
eiginkona hans er
Hrönn Arnars-
dóttir, f. 1961, og
eiga þau þrjú börn
og sex barnabörn.
3) Ólöf, f. 1960,
eiginmaður henn-
ar er Ragnar Þór
Jörgensen, f.
1958, og eiga þau þrjú börn
og eitt barnabarn. 4) Auður, f.
1963, eiginmaður hennar er
Gunnar Magnússon og eiga
þau níu börn og tíu barna-
börn.
Gunnar lærði húsasmíði, tók
síðan meistararéttindi og var
með sjálfstæðan atvinnurekst-
ur mestan hluta ævinnar.
Útför Gunnars fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 19. nóvember 2018,
klukkan 15.
Hver hefði trúað því að ég sé
að skrifa minningargrein um
tengdapabba aðeins rúmum
tveimur mánuðum eftir að
tengdamamma lést? Hér sit ég
og rifja upp allar samveru-
stundirnar sem við áttum sam-
an. Ég kom inn í þessa fjöl-
skyldu fyrir rúmum fjörutíu
árum þannig að samverustund-
irnar hafa verið margar og góð-
ar og maður á eftir að sakna
þeirra í framtíðinni við mörg
tækifæri þar sem manni finnst
að þau hjónin Gunnar og Dúna
ættu að vera með.
Gunnar var mikill áhugamað-
ur um hvers konar veiðar og í
stangveiðinni áttum við samleið
og farið var í marga veiðitúra
hingað og þangað um landið.
Oftar en ekki var Gunnar afla-
hæstur í þeim veiðihollum sem
við vorum í og sagði því stund-
um góður vinur hans sem var
með okkur í veiðinni að skamm-
stöfunin í millinafninu hans,
Sv., stæði fyrir „stórveiðimað-
ur“ en ekki Sveinbjörn en það
var nú allt í gamni.
Gunnar var einn vinnusam-
asti og hraustasti maður sem
ég hef kynnst og allt sem hann
gerði var gert með þvílíkum
dugnaði og ástríðu að erfitt var
fyrir aðra að fylgja honum eft-
ir.
Nú þegar komið er að
kveðjustund koma allar minn-
ingarnar upp í hugann og mað-
ur rifjar upp liðinn tíma, þegar
hann var að kenna mér að
kasta flugu og að veiða á stöng,
veruna í sumarbústaðnum í
Vestur-Hópinu þar sem hann
naut sín við að rækta landið og
kenndi mér allt sem ég veit um
gróður og gróðursetningu og
svo margt annað. Síðan voru
ótal margar góðar stundir á
ferðalögum með honum og
Dúnu bæði innanlands og utan.
Þessum kafla er nú lokið og
okkar sem eftir stöndum að
halda minningu þeirra hjóna á
lofti um ókomna tíð.
Elsku Gunnar, nú ertu kom-
inn aftur til Dúnu þinnar.
Hvíl í friði, kæri tengdapabbi
og vinur.
Ragnar Þór.
Í dag kveðjum við tengda-
föður minn, Gunnar Sv. Jóns-
son. Leiðir okkar Gunnars lágu
fyrst saman 1973 en 1982 flutt-
um við hjónin í Garðabæinn og
höfum verið í göngufæri við
þau Gunnar og Dúnu æ síðan.
Samskiptin hafa því bæði verið
tíð og náin. Ég fór fljótlega að
vinna hjá Gunnari í bygging-
arvinnu og kynntist þá þessum
mikla verkmanni. Afköstin,
dugnaðurinn og útsjónarsemin
voru einstök. Hann, byggingar-
meistarinn, var mættur fyrstur
og fór síðastur, hlífði sér aldrei.
Þetta einkenndi Gunnar, vinnu-
semin og afköstin, sama hvort
hann var í laxveiði, að vinna í
garðinum eða gróðursetja við
sumarbústaðinn.
Gamall vinur hans sem hitti
mig nýlega spurði um Gunnar.
Ég sagði honum sem var að lík-
aminn væri orðinn mjög léleg-
ur. „Enda mikið notaður
skrokkur,“ svaraði vinurinn.
Gunnar hafði mikinn áhuga á
íþróttum enda stundaði hann
þær í æsku með góðum ár-
angri.
Fyrst eftir að ég kynntist
Gunnari var hann öll sumur í
laxveiði og var fiskinn með af-
brigðum en mikið dró úr þess-
um áhuga síðustu áratugina.
En áhugi hans á gróðri og fugl-
um entist alveg fram í andlátið.
Allur gróður blómstraði í hjá
honum og allar hríslur urðu að
trjám og trén að skógi. Bústað-
urinn í Vestur-Hópinu og gróð-
urinn þar bera þessu gott vitni.
Gunnar hjálpaði okkur hjónum
mikið þegar við byggðum í
fyrsta skipti og fyrir það verð
ég ævinlega þakklátur. Ég
lærði líka allt af honum sem ég
kann um smíðar, gróður- og
trjárækt. Þakkarverðari er þó
vinátta hans, sem óx eftir því
sem árin liðu.
Þorkell Jóhannsson.
Það var alltaf ánægjulegt að
koma í hús hjá frænku minni
Dúnu og Gunnari, ektamanni
hennar; sama hvar þau bjuggu.
Gunnar byggði mjög mörg hús
utan um fjölskylduna á nokkr-
um stöðum. Alltaf vel vandað.
Svo hafði hann, fyrir utan frá-
bæra kunnáttu til verka við
smíðar, hæfileika til að koma til
fallegum gróðri.
Ég minnist margs þegar ég
var ásamt Nonna frænda Gunn-
ars í læri hjá Gunnari. Hann
gerði okkur svolítið harða með
því að sitja í kapp við okkur
Nonna við að tvöfalda mótin.
Þetta var mjög sérstakt. Alltaf
notað 1x6 í mótin á þessum ár-
um. Það gekk mikið á. Gunnar
var alger hamhleypa til verka
ásamt þeim strákum Jobba,
Ása, Leifi og Einari. Frábærir
félagar allir saman og geysi-
lega samstilltir – sagðir súp-
ergrúppan í húsbyggingum og
uppslætti á þessum árum. Þessi
tími með þessum drengjum og
Gunnari er algjörlega ógleym-
anlegur. Sautján ára sótti ég
vinnu sem lærlingur með þeim
félögunum í Garðabæ, nánar
tiltekið á Sunnuflöt. Gunnar
tók oft að sér mjög sérhæfð
verk sem kröfðust mikillar
kunnáttu. Sérstaklega er mér
minnisstætt hvernig hann sló
upp fyrir steyptum stigum. Það
lék í höndunum á honum eins
og púsluspil.
Gunnar hafði líka aðra hæfi-
leika en smíðar. Hann var snill-
ingur með stöngina og var þar
af leiðandi mjög naskur á veiði
og var virtur í góðum fé-
lagsskap veiðimanna um falleg-
ar ár. Hann gekk um árnar
með virðingu og hlýhug ásamt
þeim góðu félögum.
Ég þakka samferðina og allt
sem ég lærði af honum. Blessuð
sé minningin um Gunnar Sv.
Ég verð að minnast frænku
minnar, konu Gunnars, hennar
Dúnu sem andaðist skömmu á
undan eiginmanni sínum. Eitt
orð segir líklega allt um Dúnu
frænku: Heiðarleiki. Það eru
sannindi að þegar heiðarleiki
ríkir þá fylgir fegurð og gott
mannlíf fast á eftir. Dúna var
sönn manneskja og fannst mér
þau alltaf vera lík, pabbi minn,
Óli Bergs, sem lést fyrir nokkr-
um árum, og Dúna. Þau áttu
það sameiginlegt að hafa mjög
gott skap og voru ekki mörgum
til ama. Ég veit að margir
sakna afa Gunnars Sv. og
ömmu Dúnu. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð, elsku vinir,
Sara, Keli, Bergur, Hrönn,
Ólöf, Raggi, Auður, Gunnar,
börn og barnabörn.
Hvílið í friði í ríki eilífðarinn-
ar, elsku Dúna frænka og
Gunnar Sv.
Stefán Ólafsson.
Leiðir okkar Gunnars Jóns-
sonar lágu fyrst saman árið
1966. Ég hafði þá skömmu áður
stofnað Teiknistofuna Óðin-
storgi ásamt arkitektunum
Helga og Vilhjálmi Hjálmars-
sonum. Þá var verið að byggja
upp Fossvoginn og teiknuðum
við fjölmörg hús þar. Þar
kynntist ég Gunnari, harðdug-
legum húsasmíðameistara sem
var að byggja eitt af þeim hús-
um sem við teiknuðum. Þegar
hann kom svo á teiknistofuna
til að ræða verkefni sem vörð-
uðu bygginguna snerist um-
ræðan fljótt um veiðiskap en ég
og Helgi Hjálmarsson höfðum
ásamt fleirum stofnað veiði-
klúbbinn Streng árið 1959.
Þegar einn félaganna í Streng
hætti var Gunnari boðin fé-
lagsaðild og var það mikill
fengur fyrir klúbbinn að fá
hann til liðs.
Þegar Strengur tók Selá á
leigu og keypti Hvammsgerði
stjórnaði Gunnar allri upp-
byggingu þar með sínum fá-
dæma dugnaði. Strax á þessum
fyrstu árum Gunnars í Streng
urðum við veiðifélagar og eftir
að Strengur tók Selá á leigu ár-
ið 1970 fórum við Gunnar með
fjölskyldum okkar árlega til
veiða í Selá og stóð það allt til
ársins 2006.
Gunnar var mjög flinkur og
kappsfullur veiðimaður og var
hann oftast aflahæstur í veiði-
hollinu okkar. Margt skemmti-
legt kom upp á í þessum ferð-
um. Einn veturinn höfðum við
Strengsfélagar sett veiðihá-
mark í Selánni og voru það 10
laxar á dag. Gunnar fann þessu
allt til foráttu. Síðan kom að
veiðinni fyrir austan sumarið
eftir og á öðrum degi var
Gunnar kominn með kvótann
skömmu eftir miðdegishvíldina.
Keyrði hann þá á fullu niður í
Hvammsgerði, smalaði börnun-
um okkar sem voru í veiðihús-
inu út í bíl og keyrði með þau
niður á Tanga, þ.e. Vopnafjörð,
og gaf hann öllum ís. Síðan
kom allur skarinn skælbrosandi
niður í Hvammsgerði. Eftir
þetta skammaðist Gunnar ekki
út í kvótann og krakkarnir
fylgdust spennt með veiði
Gunnars í þeirri von að hann
næði kvótanum og að þau
fengju ís.
Einu sinni vorum við í
Hvammsgerði í hádegishléinu
og átti Gunnar neðsta svæðið
eftir hádegi. Hann horfði löng-
unaraugum á Brúarbreiðu sem
er skammt ofan við veiðihúsið.
Sá hann þá mann við veiðar úti
í miðjum veiðistaðnum. Snar-
aðist hann þá út í bíl sinn, ók
rakleitt að veiðistaðnum, óð út í
ána, tók veiðimanninn á loft og
bar hann á land. Þetta var er-
lendur ferðamaður sem sagðist
halda að veiðar væru leyfðar
alls staðar.
Þá áttum við oft frábæra
daga með fjölskyldum okkar í
veiðihúsinu á Leifsstöðum ofar
með Selánni. Auk þessara ferða
fórum við Gunnar tveir saman í
aðrar góðar veiðiár. En Selá
var alltaf í mestu uppáhaldi og
að hafa fjölskyldurnar með
gerði ánægjuna af ferðunum
enn meiri.
Nú hin síðari ár var farið að
draga af Gunnari enda hafði
hann alla tíð unnið eins og ber-
serkur og slitið sér út. Hann
missti nú í sumar sína ynd-
islegu eiginkonu, Guðrúnu
Bergsdóttur, eða Dúnu eins og
hún var alltaf kölluð, og dró
enn meira af honum eftir það.
Við Katrín sendum börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og þökkum fyrir allar
ánægjulegu samverustundirnar
á liðnum árum.
Vífill og Katrín.
Gunnar Sveinbjörn
Jónsson
Elsku afi.
Þú varst einstak-
ur, blíður og góður,
harðduglegur og
húmoristi af guðs náð.
Þeir sem voru með mér í
fyrstu bekkjum grunnskóla
fengu reglulega sögur af afa.
Það var svokölluð samverustund
einu sinni í viku og þá sátum við
í hring og fengum að segja frá
því sem okkur lá á hjarta. Afi
var oft og iðulega það viðfangs-
efni sem ég kaus að fjalla um.
Enda þótti ofurbóndinn að norð-
an afar áhugaverður í augum
borgarbarnanna. Ein svona
stund er mér sérstaklega minn-
isstæð. Þá var kennarinn að
ræða um húsdýr og spurði bekk-
inn hvort við hefðum séð kýr.
Ég var ekki lengi að stela orðinu
af henni og hóf langa ræðu um
öll húsdýrin sem hann afi minn
ætti í sveitinni. Í mínum huga
var þetta auðvitað stærsta og
besta sveitin og var þetta því
mikil montræða. Ég taldi upp
allan þann fjölda af dýrategund-
um sem höfðu búsetu í Garðs-
horni og endaði svo söguna á því
að segja bekknum að afi hefði
Ólafur Skagfjörð
Ólafsson
✝ Ólafur Skag-fjörð Ólafsson
fæddist 1. nóv-
ember 1928. Hann
lést 11. október
2018. Útför Ólafs
fór fram 26. októ-
ber 2018.
sko meira að segja
einu sinni átt svín.
Það fannst mér ein-
hverra hluta vegna
alveg sérstaklega
merkilegt. Kennar-
inn greip þetta á
lofti og spurði hvort
ég vissi þá ekki
hvað karlkyns svín
væru kölluð. Já ég
hélt það nú, sveita-
sérfræðingurinn
sem ég var. Ég svaraði hátt og
snjallt, beikon! Kennarinn leið-
rétti í flýti þann misskilning og
ég roðnaði niður í tær og hugs-
aði að þarna hefði nú karlinn
platað mig. Jú, það var nefnilega
þannig, afi minn, að þú hafðir
eitt sinn þegar við vorum að
ræða um dýrin, sagt mér að
karlkyns svín kölluðust beikon.
Þetta tók ég eðlilega gott og gilt
en ég sé alveg fyrir mér stríðn-
isglampann í augunum og tístið
sem hefur heyrst í þér þegar þú
sannfærðir mig um þetta.
Það var sérstaklega gaman að
heyra þig segja góða sögu því þú
áttir það til að krydda svolítið.
Ef sagan var ekki nógu
skemmtileg þá bara bættirðu að-
eins í eða hagræddir henni eftir
þörfum. Góð saga má auðvitað
aldrei líða fyrir sannleikann.
Höfðinginn í Garðshorni kvatt hefur
nú,
sárlega nístir staðreyndin sú.
En lifa við megum í minningu hans,
og læra af honum lífsins dans.
Enginn veit sína ævina alla,
og vonlaust að spá hvenær himnarnir
kalla.
En kallið víst kemur hjá sérhverjum
manni,
og sorg verður eftir má segja með
sanni.
Þá horft er til baka með tárum og
trega,
en þakklæti ætti þó þyngst að vega,
fyrir þá gleði og hlýju sem mest fór
fyrir,
í Garðshorni áður en Óli fór yfir.
Að handan nú situr og segir þar sög-
ur,
við hlið hans er Lilla brosandi og
fögur.
Á ný þeirra leið hefur loks legið
saman,
og trúlega er hjá þeim gleði og
gaman.
Ávallt svo góður, glettinn og hress,
með hjarta úr gulli og lítt fyrir stress.
Kvæði og ljóð af vörum hans runnu,
hendurnar ætíð af dugnaði unnu.
Börnunum bauð hann sinn útbreidda
faðm,
og fegin þau héldu fast í hans arm.
Hans viska og minning munu áfram
lifa,
Þó lífsklukkan sé nú hætt að tifa.
Skagafjörður ól af sér einstakan
dreng,
með tæran og fagran hjartastreng,
sem syrgjum við nú með söknuð í
hjarta,
og þráum að sjá aftur brosið hans
bjarta.
Þú varst mér ólýsanlega dýr-
mætur. Þín,
Alda.
✝ Sesselja ÁstaJónsdóttir
fæddist í Fífl-
holtum á Mýrum
28. apríl 1938.
Hún lést 9. nóv-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ingigerð-
ur Þorsteinsdóttir,
f. 22. maí 1898 í
Háholti í Gnúp-
verjahreppi, d. 3.
mars 1991, og Jón Guðjónsson,
f. í Hjörsey á Mýrum 30. mars
1875, d. 27. júlí 1961.
Systkini Ástu eru: Jón Sig-
urðs, f. 23. nóvember 1926,
látinn; Ingibjörg, f. 23. sept-
ember 1928, látin; Sigríður, f.
18. janúar 1932, látin; Sigríður
Guðný, f. 31. júlí 1935.
Ásta giftist Baldri Jón-
assyni, f. 26. ágúst 1948, d. 31.
maí 2013, frá Árholti á Húsa-
vík, og gengu þau í hjónaband
21. apríl 1973. Ásta og Baldur
slitu samvistum. Synir þeirra
eru: 1) Einar, f. 5. desember
1970. 2) Þórhallur, f. 8. nóv-
ember 1973,
kvæntur Huldu
Jónsdóttur. 3) Sig-
urjón, f. 28. júní
1975. Barnabörn
Ástu eru átta tals-
ins; Helena Dögg,
Kristín Hulda,
Daníel Andri, Ásta
Margrét, Lovísa
Rós, Þórhallur
Darri, Kristófer
Máni og Ágúst
Rökkvi.
Ásta ólst upp í foreldra-
húsum vestur á Mýrum ásamt
systkinum sínum. Í kringum
tvítugt fór hún í Húsmæðra-
skólann á Varmalandi og í
framhaldinu vann hún við
þjónustustörf á hótelum og
veitingastöðum.
Frá árinu 1982 bjó Ásta í
Reykjavík og vann meðal ann-
ars í Miklagarði við Sund,
starfsmannaverslun SÍS og hjá
Símanum.
Útför Ástu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 19. nóv-
ember 2018, klukkan 13.
Elsku mamma. Það er erfitt
að koma á blað öllu því sem mig
langar til að segja um þig og hve
mikilvæg þú hefur verið mér í
lífinu. Orð fá því ekki lýst hve
sárt það er að fá ekki að sjá þig
aftur, taka utan um þig og finna
fyrir allri þeirri hlýju sem
streymdi frá þér þegar maður
var nálægt þér.
Mig langar að skrifa um árin í
Vesturberginu. Mig langar að
skrifa um sumrin í Mývatns-
sveitinni. Mig langar að skrifa
um hve fallega þú söngst. Mig
langar að skrifa um hvernig þú
varst alltaf til staðar fyrir mig.
Mig langar að skrifa um hve
mikið þú elskaðir og dýrkaðir
barnabörnin þín. Mig langar að
skrifa um hvernig þú varst alltaf
tilbúin að fórna þínu fyrir mig
og alla aðra.
Mig langar meira að segja að
skrifa um sjúkdóminn sem á
endanum tók þig frá mér.
Mig langar að skrifa svo mik-
ið en get ekki komið því á blað.
Það sem ég get sagt er að þú
ert besta kona í heiminum. Þú
mótaðir mig og mína sýn á lífið
miklu meira en ég get nokkurn
tíma sagt þér. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og mína, tilbúin
að fórna öllu til að gera líf okkar
auðveldara, fallegra og skemmti-
legra. Þú gerðir mig að þeim
manni sem ég er í dag.
Nú ertu vonandi á betri stað
þar sem þú getur haldið áfram
að gera heiminn og himininn fal-
legri með brosi þínu og hjarta-
hlýju.
Ég elska þig mamma mín og
sakna þín óendanlega mikið
Þinn sonur
Þórhallur.
Elsku Ásta. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín er hlýja og vænt-
umþykja. Alltaf varstu til staðar
fyrir okkur, hvar og hvenær sem
var. Mikið tómarúm er nú í lífi
okkar allra sem ekkert getur
fyllt en við yljum okkur við
dásamlegar minningar sem eru
ansi margar.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Sakna þín svo mikið. Þín
tengdadóttir
Hulda.
Sesselja Ásta
Jónsdóttir