Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
grimmd. Tilfinningar eins og ör-
yggisleysi, einsemd, þakklæti,
söknuður og hræðsla koma fram í
sögunni og aðalpersónur Silfurlyk-
ilsins sem eru hjálpsamar og út-
sjónarsamar sýna samkennd og
væntumþykju.
Textinn í sögunni flæðir vel og
persónusköpun er mjög sannfær-
andi. Uppsetning Silfurlykilsins er
vel gerð þar sem myndir Sigrúnar
tala beint inn í textann og færa
ævintýraljóma yfir bókina. Það
kemur einnig mjög vel út að nota
svart letur í meirihluta sögunnar
en blátt þegar Karitas segir sína
sögu og rautt þegar Sóldís lendir í
ævintýrum í Gili þar sem konur
höfðu hjálpast að á hugvits-
samlegan hátt að koma upp góðu
samfélagi.
Það er sterkur boðskapur í Silf-
urlyklinum. Boðskapur um að bera
virðingu fyrir náttúrunni og ganga
vel um hana og láta græðgina ekki
ráða för. Nauðsyn bóka og lesturs
sem uppsprettu fróðleiks og brúar
milli framtíðar og fortíðar kemur
skýrt fram í sögunni. Silfurlykillinn
talar vel inn í samtímann og er bók
sem börn jafnt sem fullorðnir hafa
gagn og gaman af að lesa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn „Það er sterkur boðskapur í Silfurlyklinum. Boðskapur um að
bera virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um hana og láta græðgina ekki
ráða för,“ skrifar rýnir um sögu Sigrúnar Eldjárn og bætir við að „börn
jafnt sem fullorðnir hafa gagn og gaman af að lesa“ bókina.
Tveir íslenskir listamenn, Egill Sæ-
björnsson og Ragnar Kjartansson,
eru í hópi þeirra fimm listamanna
sem tilnefndir eru til hinna virtu Ars
fennica verðlauna sem afhent eru
annað hvert ár. Einnig eru tilnefnd
hin sænska Miriam Bäckström og
finnsku listamennirnir Petri Ala-
Maunus og Aurora Reinhard.
Dómnefnd valdi listamennina
fimm og á næsta ári verður sett upp
sýning á verkum þeirra í Amos Rex
listastofnuninni. Áhugasamir geta
tekið þátt í kosningu á netinu á vali á
sigurvegara, þótt dómnefnd ráði
mestu, en hann verður kynntur
næsta haust og hlýtur 40.000 evrur í
verðlaun. Stofnað var til Ars fen-
nica-verðlaunanna 1990 til að vekja
athygli á finnskri list en norrænir
listemenn eru gjaldgengir. Íslend-
ingar hafa áður verið tilnefndir,
Gabríela Friðriksdóttir árið 2013,
Georg Guðni 2000, Jón Óskar 1998
og Sigurður Guðmundsson 1993.
Egill Sæbjörnsson Ragnar Kjartansson
Egill og Ragnar
meðal tilnefndra
til Ars fennica
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn
Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s
Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s
Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
að koma auga á eitthvað sem kalla
mætti íslenskan stíl því arkitektarnir
hafi verið með svo ólíkan bakgrunn.
„Sumir fóru til Þýskalands, aðrir til
Danmerkur, eða Bandaríkjanna, og
oft var hægt að sjá á húsunum hvar
fólk hafði verið í námi. Í dag er arki-
tektasamfélagið miklu opnara, miðl-
un þekkingar virkari og stefnur og
straumar berast hratt á milli landa.“
Námið hefur líka breyst og stutt
síðan byrjað var að bjóða upp á há-
skólanám í byggingarlist á Íslandi.
„Það var mikið rætt um það á sínum
tíma hvort námið ætti rétt á sér eða
ekki og þeir sem voru andvígir hug-
myndinni nefndu einmitt að það gæti
valdið nokkurs konar einangrun að
beina megninu af arkitektum lands-
ins í sama námið,“ segir Hrólfur.
„En það sem við höfum séð gerast er
þvert á móti að námið virðist hafa ýtt
undir faglega umfjöllun um arkitekt-
úr og skipulagsmál.“
Ef það er eitthvað sem kalla mætti
íslenskan stíl, þá stafar hann ef til
vill einmitt af því að með aukinni
þekkingu á byggingarlist komi meiri
áhersla á að hanna byggingar sem
falla að íslenskum aðstæðum og
skapa vistlegt samfélag sem hæfir
þörfum landsmanna. Marcos segir
t.d. þá líflegu umræðu sem hefur
verið um kosti og galla borgarlínu til
marks um nýjar áherslur, og að
greina megi hjá arkitektum að þeir
gæta sín betur á því að hanna bygg-
ingar sem falla að heildarmynd og
heildarþörfum síns nærumhverfis.
„Þegar lætin minnkuðu gafst ráð-
rúm til að huga að því hvort við vær-
um t.d. að byggja hús af rangri hæð
með tilliti til vindáttar og hæðar sól-
ar; hvort inngangurinn vísaði í rétta
átt í vonskuveðrum eða hvort verið
væri að hanna heilu hverfin þannig
að hætt væri við að fólk fyki á milli
húsa.“
Greiði ungum arkitektum leið
En eru íslenskir arkitektar sam-
keppnishæfir þegar kemur að
stórum verkefnum á alþjóðlega vísu?
Gæti kannski næsti Frank Gehry,
Daniel Libeskind eða Zaha Hadid
verið Íslendingur? „Ég held að eng-
inn hafi sérstakan áhuga á því að búa
til næsta stjörnuarkitekt, þvert á
móti, þá er það algert aukaatriði,“
segir Hrólfur. „Við eigum einfald-
lega að einbeita okkur að gæðum í
byggingarlist og umhverfi, sama
hvort um er að ræða stór verkefni
eða smá. Ef eftir því er tekið þá er
það fylgifiskur en ekki markmið í
sjálfu sér.“
Sigríður bendir á að þó megi
gera ýmislegt til að greiða leið
unga hæfileikafólksins í faginu.
„Meðal þess sem mér þætti rétt að
laga, er að hafa ekki aðgangs-
hindranir í samkeppnum um hönn-
unarverkefni. Í dag er það oft gert
að skilyrði að keppendur komist
fyrst í gegnum forval þar sem
fáum er hleypt í gegn öðrum en
stofum af ákveðinni stærð og með
ákveðin umsvif. Þetta þýðir að
ungu arkitektarnir eiga erfiðara
með að komast að og endurnýj-
unin í greininni verður hægari en
ella.“
Samspil The Retreat-hótelið við Bláa Lónið hefur vakið athygli víða um heim.
Við lifum á spennandi tímum í
sögu byggingarlistar. Nýjar
byggingaraðferðir hafa komið
fram á sjónarsviðið og tölvu-
tæknin hefur fært arkitektum
ný tól í hendurnar. „Í dag
hönnum við allt í þrívídd strax
frá byrjun og getur það hjálpað
okkur að koma miklu fyrr auga
á ýmis vandamál,“ segir Sig-
ríður. „Þrívíddin er líka gríð-
arlega dýrmætt tæki þegar
kemur að því að hjálpa við-
skiptavininum að skilja teikn-
inguna. Enda fáir sem eiga
auðvelt með að átta sig á tví-
víðum teikningum svo að sum-
ir hafa orðið steinhissa þegar
byggingarframkvæmdum er
lokið og mannvirkið blasir við
þeim.“
Hugbúnaðurinn sem arki-
tektar nota í dag gerir þeim
m.a. fært að áætla efnismagn
og -kostnað á tiltölulega ein-
faldan og nákvæman hátt og
jafnvel gera breytingar í raun-
tíma á meðan viðskiptavin-
urinn skoðar hönnunina í sýnd-
arveruleika. „Hann getur virt
bygginguna fyrir sér, bent á
hvað honum finnst gott og
slæmt og hvaða efnis- eða lita-
val honum hugnast og hægt að
laga nánast jafnóðum í tölv-
unni,“ útskýrir Hrólfur.
En Marcos bætir við að í
sjálfu sér sé ekkert nýtt undir
sólinni. „Ef við skoðum t.d. hús
sem voru hönnuð um miðbik
síðustu aldar þá má þar finna
framúrstefnuleg straumlínu-
löguð form og alls kyns
formfræðilegar kúnstir. Við
getum jafnvel farið enn lengra
aftur í tímann, til bygginga
Gaudis í Barselóna. Munurinn
var aðallega sá að í dag höfum
við tölvuna til að létta arki-
tektum störfin.“
Sýndar-
veruleikinn
léttir
vinnuna
ALLT GERT Í ÞRÍVÍDD