Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 40
Bókasafn Seltjarnarness heldur rit-
höfundakvöld annað kvöld kl. 20.
Lilja Sigurðardóttir mætir með nýja
bók sína Svik, Sigursteinn Másson
með ævisögu sína Geðveikt með
köflum, Gerður Kristný með ljóða-
bók sína Sálumessu og Guðrún Eva
Mínervudóttir með skáldsöguna Ást-
in, Texas – sögur. Þorgeir Tryggva-
son stýrir umræðum.
Fjórir höfundar á
rithöfundakvöldi
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
ÍR vann sannfærandi sigur á
Gróttu, 26:21, í Olís-deild karla í
handknattleik í gær þegar liðin
mættust í níundu umferð deild-
arinnar í íþróttahúsinu í Aust-
urbergi í Breiðholti. ÍR er með átta
stig eins og Stjarnan í sjötta til sjö-
unda sæti. Grótta situr í áttunda
sæti með sex stig og hefur aðeins
unnið tvo leiki til þessa. »4-5
Sannfærandi hjá
ÍR gegn Gróttu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ísland tapaði fyrir sterku liði Sló-
vaka, 82:52, þegar liðin mættust í
undankeppni EM í Laugardalshöll-
inni á laugardaginn. Eftir fína
fyrstu þrjá leikhluta skoraði ís-
lenska liðið aðeins sex stig í
fjórða leikhlutanum. Helena
Sverrisdóttir var stigahæst hjá
Íslandi með 20 stig og Hildur
Björg Kjart-
ansdóttir
skoraði 8.
Eftir fimm
leiki í A-
riðli er Ís-
land án sig-
urs, en lokaleikur
liðsins er gegn
Svartfjallalandi á
miðvikudaginn kem-
ur. »6
Ísland mætti ofjarli
sínum í Höllinni
ÍSLAND
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að eiga þátt í tilurð þess-
ara jólasveina. Hve góðar viðtökur
þeir hafa fengið og vakið gleði hjá
mörgum er hluti af minni hamingju,“
segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir
sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyja-
firði, skammt sunnan við Akureyri.
Almenningseign frá fyrsta degi
Senn líður að jólum, aðventan
handan við hornið og margir farnir
að huga að því að fegra og skreyta
heimili sín. Í Jólagarðinum í
Eyjafjarðarsveit fást jólasveinar;
skraut sem Sunna Björk hannaði.
Segja má að sveinar þessir hafi strax
orðið almenningseign og séu eitt-
hvert allra vinsælasta jólatákn lands-
manna án þess að fólk þekki endilega
uppruna þeirra.
„Þegar þau Ragnheiður Hreiðars-
dóttir frænka mín og Benedikt
Grétarsson í Jólagarðinum báðu mig
að hanna jólasveinana fyrir tuttugu
árum gerði ég mér enga grein fyrir
hvaða ferðalag þeir ættu í vændum
næstu áratugina,“ segir Sunna
Björk. Hún segir að það hafi verið
auðvelt að hanna jólasveinana. Eftir
að hún hafi lesið gamlar jólasögur og
skoðað myndir hafi þeir komið beint
frá hjartanu og fæðst á pappírnum. Á
blaðinu var hinn fullkomni jóla-
sveinn.
„Mín kynslóð þekkir yfirleitt bæði
ameríska jólasveininn, sem er bros-
mildur, litríkur og fallegur, og einnig
þann íslenska, sem þrátt fyrir að vera
ófrýnilegur og hrekkjóttur hefur
sterka tengingu í íslenskar jólahefðir.
Niðurstaðan varð að taka það besta
frá báðum – og það sem heillaði mig
mest í fari hvorrar týpunnar um sig.“
Sunna Björk býr með sínu fólki í
nánast næsta húsi við Jólagarðinn á
Hrafnagili, sem er vinsæll viðkomu-
staður ferðafólks árið um kring.
Yndislegur árstími
„Það má segja að ég hafi jól allt ár-
ið. Á mínu heimili erum við byrjuð að
undirbúa jólin, að minnsta kosti er
útiserían á húsinu okkar komin upp
og svo bætum við öðru við á næst-
unni. Þetta kemur smátt og smátt.
Mér finnst þetta alveg yndislegur
árstími sem nú fer í hönd; stundir
samveru fjölskyldunnar, tími til þess
að gera skemmtilega hluti og njóta
þess að vera til,“ segir Sunna Björk
Hreiðarsdóttir jólasveinamóðir í
Eyjafjarðarsveit.
Ljósmynd/JÓH
Jólabarn Sunna Björk í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit í gær og í baksýn eru hin víðfrægu afkvæmi hennar.
Jólasveinamóðirin er
í Eyjafjarðarsveit
Teiknaði sveina sem hafa fylgt þjóðinni í tuttugu ár