Morgunblaðið - 10.12.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 290. tölublað 106. árgangur
14 dagartil jóla
Jólasveinalitabókin er á
jolamjolk.is
ÍSLAND NOTI RÖDD
SÍNA Á ALÞJÓÐA-
VETTVANGI
NORRÆN
DANS-
HÁTÍÐ
OFT VORU
FURÐUFISKAR Í
POTTI ÚLFARS
ÍSHEIT REYKJAVÍK 26 UPPSKRIFTIR ÚLFARS 12NÍNA BJÖRK Í GENF 6
Hreinar hendur bjarga
Hærra hlutfall spítalasýkinga hér á landi en í nágrannalöndum Hægt að auka
öryggi sjúklinga með því að heilbrigðisstarfsfólk hreinsi hendurnar á sér rétt og vel
„Við vitum að hreinar hendur geta
hreinlega bjargað mannslífum,“ seg-
ir Þórdís Hulda Tómasdóttir, hjúkr-
unarfræðingur á sýkingavarnadeild
Landspítalans, en hún vinnur ásamt
fleirum að nýju átaki í handhreinsun
til að draga úr spítalasýkingum og
auka þannig öryggi sjúklinga.
Ef heilbrigðisstarfsfólk hreinsar
hendurnar á sér ekki nógu vel aukast
líkur á spítalasýkingum um 20-40%.
Sýkingar geta orðið til þess að sjúk-
lingar veikjast meira og sjúkrahús-
dvöl þeirra lengist en einnig eru
dæmi um að sjúklingar deyi af þess-
um ástæðum.
Mikilvægt þegar álag er mikið
Á þessu ári fá 6,2% innlagðra sjúk-
linga spítalasýkingar en sambæri-
legt hlutfall á sjúkrahúsum í þeim
löndum sem Íslendingar bera sig
helst saman við er um 5%. Hlutfallið
hér hefur aðeins versnað á milli ára
en batnað þegar litið er lengra aftur.
Mikið álag er á starfsfólki spítal-
ans, meðal annars út af skorti á
starfsfólki. Þórdís segir ekki síður
mikilvægt að fólk muni eftir að
hreinsa hendurnar á sér við þessar
aðstæður en þegar álag er minna.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á
Landspítalanum á hverjum einasta
degi ársins. Þótt markvisst hafi verið
unnið að úrbótum, meðal annars með
því að minna heilbrigðisstarfsfólk á
að hreinsa hendurnar á sér rétt og
vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega
algengari en nágrannalöndum. MFá sjúklinga í lið með sér »10
Margir gerðu sér glaðan dag og mættu í Hamra-
hlíð í Úlfarsfelli við Vesturlandsveg í gær, þegar
jólaskógurinn þar var opnaður. Sumir komu til
þess að sækja sér jólatré í skóginn, þar sem
nikkuspil ómaði, kór Varmárskóla í Mosfellsbæ
söng og jólasveinar sprelluðu. Einnig mættu þau
Þorri og Þura, álfar sem ekki eru af þessum
heimi. Opið verður í hinum sígræna skógi í
Hamrahlíð allar helgar fram til jóla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólagleði í sígrænum skógi í Hamrahlíð
Gera þarf ítarlegri kröfur um
áhrif bygginga á vind hér á landi,
einnig vantar frekari eftirfylgni með
núverandi kröfum, að mati Harðar
Páls Steinarssonar verkfræðings.
„Það er tiltölulega auðvelt og hag-
kvæmt að skoða áhrif bygginga og
skipulag hverfa á staðbundið veður-
far með tölvulíkönum. Það þarf helst
skýrari stefnu og ítarlegri kröfur
um hvaða gögnum þurfi að skila til
yfirvalda, hvaða markmið þurfi að
uppfylla og hafa þarf eftirlit með að
markmiðunum sé náð,“ sagði Hörð-
ur. Hann hefur starfað í Bretlandi
undanfarin tvö og hálft ár við vind-
greiningar á byggingum. Þá eru
skoðuð áhrif sem samspil vinds og
bygginga getur haft fyrir gangandi
vegfarendur. Til að greina áhrifin er
aðallega notuð CFD (Computational
Fluid Dynamics) tölvuhermun eða
prófanir í vindgöngum. »16
Gera þarf ítarlegri
kröfur um áhrif
bygginga á vind
„Drullan, tjaran og saltið slettist
upp á stikurnar og þær verða mjög
skítugar á þessum árstíma,“ segir
Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverk-
stjóri hjá Vegagerðinni.
Vegfarendur hafa lýst yfir
áhyggjum af litlu endurskini af
vegstikum á fjölförnum vegum á
borð við Hellisheiði, Sandskeið og
Svínahraun. Ástandið mun vera
viðlíka á þjóðvegi 1 milli Reykjavík-
ur og Akureyrar. Þetta getur haft í
för með sér hættu fyrir vegfar-
endur í myrkri.
Jóhann segir að á sínu svæði hafi
þrisvar sinnum í haust verið farið
með stikuþvottavél á vegi en ekki
sé nægur mannskapur til að hafa
undan. „Þetta verður bara skítugt
eins og skot eftir umferðina og
veðráttuna.“
Hann telur ástandið verra nú en
oft áður en segir að það lagist jafn-
an þegar snjórinn komi. »9
Lýsa áhyggjum af endur-
skinslausum vegstikum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hellisheiði Lítið endurskin er af vegstikum í myrkri vegna óhreininda.
Útlit er fyrir að næsta ár verði
gott í ferðaþjónustunni. Fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir
að bókunartímabilið fyrir árið 2019
fari betur af stað en það gerði fyrir
árið 2018. „Það er engin ástæða til
að mála skrattann á veginn,“ segir
Sævar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Hey Iceland.
Sævar tekur fram að næsta ár
verði ekki jafn gott og árin 2015 og
2016 sem voru einstaklega góð í
ferðaþjónustunni. Hann segir að vís-
bendingar séu um að eftirspurnin
frá Evrópu sem dróst saman á þessu
ári sé farin að glæðast í kjölfarið á
veikingu íslensku krónunnar. »4
Veiking krónu örvar
ferðaþjónustuna
Ferðamenn Reynt að rata um Reykjavík.