Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Hari Úrval Þungi bókaflóðs er mikill. Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags ís- lenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókasambandi Ís- lands. Titlar prentaðir innanlands eru 124 og fækkar um 78 frá fyrra ári. Eru það um 20% af heildinni en í fyrra var hlutfallið um þriðjungur. Bækur prentaðar í Evrópu í ár eru 412 eða 67% sem er mikil aukning milli ára. Tæp 13%, eða 78 titlar, eru Asíuprent. Misjafnt er milli bókaflokka í hvaða mæli bækur eru prentaðar er- lendis. Þannig eru um 40% fræði- bóka og rita almenns efnis prentuð á Íslandi. Stærstur hluti skáldverka, sagnfræðirita, handbóka og slíks er prentaður í útlöndum, eða ríflega 80%. Þá fara um 93% barnabóka í prent í útlöndum. Um 80% eru prent- uð erlendis 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 595 1000 Tenerife um jólin 20. desember til 2. janúar * báðar leiðir með tösku og handfarangri ** gist á Suites at the Hollywood Mirageaaaa Flug & gisting 199.995 **Flugsæti 90.000 * VERTU ÚTI UM HÁTÍÐIRNAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fleiri mál fari til siðanefndar  Siðareglur Alþingis fortakslausar um hvers konar hegðun sé ekki ásættanleg Guðrún Erlingsdótttir gr@mbl.is „Ég hef ekkert annað varðandi mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en bréf þar sem hann óskar leyfis frá þingstörfum í tvo mánuði af persónulegum aðstæðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Ágúst Ólafur greindi frá því á föstudagskvöld að hann hefði verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar nýlega vegna óviðeigandi framkomu sinnar gagnvart konu, eins og hann orðar það í fésbókarfærslu sinni. Hann hefði í kjölfarið óskað eftir tveggja mánaða launalausu leyfi og ætli að leita faglegrar ráðgjafar. Steingrímur segir að gerðar hafi verið tvíþætt- ar breytingar á siðareglum alþingismanna undir lok þings í vor í framhaldi af MeToo-atburðunum í vetur og umræðu í kjölfarið. Það hafi verið skerpt á orðalagi og tekið fortakslaust af skarið um það hvers konar hegðun væri ekki ásættan- leg. Steingrímur segir forsætisnefnd hvorki hafa frumkvæðisrétt né frumkvæðisskyldu og hún taki einungis við erindum sem til hennar séu send. „Leikmenn, þingmenn og eftir atvikum aðilar sem telja sig hafa málsástæður til þess, hafa gögn og uppfylla ákveðin formskilyrði geta sent erindi til forsætisnefndar eða á skrifstofu Alþing- is,“ segir Steingrímur og bendir á að auk siða- reglna séu samþykktar verklags- og málsmeð- ferðarreglur og forsætisnefndin meti hvort erindi sem berast séu það alvarleg, stór eða fordæm- isgefandi að rétt sé að kalla til ráðgefandi siða- nefnd. Forsætisnefnd geti hins vegar lokið minni háttar málum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálf- stæðiflokksins, segir að nú þegar forsætisnefnd hafi virkjað siðanefnd þingsins sé líklegra að fleiri málum verði vísað til nefndarinnar. For- dæmið sé komið og hann óttist að málum sem vísað verði til siðanefndar fjölgi. „Í máli Ágústs Ólafs þurfum við að minnsta kosti að meta hvort tilefni sé til að vísa máli hans til forsætisnefndar. Skoða vel hver séu rökin með því að vísa máli hans nefndarinnar og hver rökin séu á móti því,“ segir Birgir og bætir við að það geti haft fordæmisgildi hvort sem ákvörðunin yrði að vísa málinu til forstætisnefndar eða ekki. Hvorki náðist í Ágúst Ólaf Ágústsson né Loga Einarsson við vinnslu fréttarinnar. Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum. Tillögur um nöfn á Landspítala- lóð eru: Hildigunnargata, Þjóð- hildargata, Freydísargata, Hrafns- gata, Fífilsgata, Njólagata, Burkna- gata, Hvannagata og Blóð- bergsgata. Nafnanefndin leggur til að götur á Esjumelum verði ekki kenndar við mela, þar sem ruglingur gæti átt sér stað vegna Melanna í Vesturbæ Reykjavíkur. Tillaga nefndarinnar er: Gullslétta, Silfur- slétta, Járnslétta, Málmslétta, Bronsslétta, Koparslétta, Steins- létta og Kalkslétta. Í Gufunesi er gerð tillaga um heitin Þengilsbás, Hilmisbás og Jöfursbás. Og götur í framtíðar- stækkun: Þjóðansbás, Hildisbás og Mæringsbás. Í götunafnanefnd sitja Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson. Tillögur þeirra fara til af- greiðslu í borgarráði . sisi@mbl.is Götur, sléttur og básar  Tillögur að nýjum götunöfnum á þremur svæðum í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Landspítalalóð Þar verða í framtíðinni Freydísargata, Njólagata og Fífils- gata ef tillögur götunafnanefndar Reykjavíkur ná fram að ganga. 34 þúsund einstaklingar fengu ávís- uð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Salan hér er hlutfallslega tvöfalt meiri en í Noregi, Álandi og Finn- landi. Hún er nærri fimm sinnum meiri en í Danmörku og Færeyjum. Svíþjóð kemur næst Íslandi en sala lyfja er þó 37% meiri hér en í Sví- þjóð, hlutfallslega reiknað á hvern íbúa. Konur nota svefnlyf meira en karlar. Í tilkynningu kemur fram að of- notkun svefnlyfja sé mikið vandamál hér á landi. Of margir noti þau, of lengi og í of stórum skömmtum. Tvöfalt meira af svefnlyfjum Jóladagskráin á Þjóðminjasafni Íslands hófst í gær þegar þau Grýla og Leppalúði komu þar við og heilsuðu upp á fólk. Fengu þau hinar bestu móttökur hjá gestum og öðrum þótt ófrýnileg væru. Grýlu leist sérstaklega vel á einn gesta eins og sjá má á myndinni og hótaði því að taka hann með sér aftur til fjalla. Á næstu dögum koma svo jólasveinarnir, synir þeirra, hver á fætur öðrum og hitta börn sem eru forvitin um þessa skrýtnu karla. Þannig kynnast krakkarnir gömlum íslenskum jólasiðum og menningar- arfleifðin lifir. Menningarhefðirnar haldast og lifa Morgunblaðið/Árni Sæberg Grýla og Leppalúði heilsuðu upp á fólk á Þjóðminjasafninu í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.