Morgunblaðið - 10.12.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018
Veður víða um heim 9.12., kl. 18.00
Reykjavík 1 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 3 súld
Akureyri -6 skýjað
Egilsstaðir -3 alskýjað
Vatnsskarðshólar 1 alskýjað
Nuuk -9 skýjað
Þórshöfn 1 léttskýjað
Ósló 0 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur 4 súld
Helsinki 4 rigning
Lúxemborg 6 skýjað
Brussel 8 súld
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 4 léttskýjað
London 9 léttskýjað
París 10 skýjað
Amsterdam 8 skúrir
Hamborg 7 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 7 skýjað
Moskva -3 snjókoma
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 4 þoka
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 19 heiðskírt
Róm 14 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -17 heiðskírt
Montreal -6 snjókoma
New York 0 heiðskírt
Chicago -3 þoka
Orlando 21 rigning
10. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:08 15:34
ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:02
SIGLUFJÖRÐUR 11:35 14:43
DJÚPIVOGUR 10:46 14:55
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Suðaustan 15-23 m/s, hvassast NV-til
og víða talsverð rigning, en styttir upp norðanlands.
Á miðvikudag Sunnan og suðaustan 8-13 m/s
hvessir S-lands. Skúrir eða slydduél víða um land.
Vaxandi suðaustanátt, 15-25 m/s síðdegis, hvassast við fjöll SV-til og fer að rigna á láglendi,
snjókoma eða slydda NV-til, en úrkomulítið NA-lands. Lægir og rofar til SV-til seint í kvöld.
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
Morgunblaðið/Eggert
Minningar Ferðamenn skrásetja
augnablikið við Reykjavíkurhöfn.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Bókunartímabilið fyrir árið 2019 fer
aðeins betur af stað en það gerði fyr-
ir árið 2018. Það er engin ástæða til
að mála skrattann á vegginn,“ segir
Sævar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Hey Iceland, um stöðuna.
Því sé útlit fyrir að árið 2019 verði
gott ár í ferðaþjónustu. Það verði þó
ekki jafn gott og árin 2015 og 2016
sem hafi verið með afbrigðum góð í
ferðaþjónustunni.
Sævar hefur áratuga reynslu af
skipulagningu ferða fyrir erlenda
ferðamenn. Fyrirtæki hans er ferða-
skrifstofa og ferðaheildsala. Bænda-
ferðir heyra undir fyrirtækið.
Haft var eftir honum í Morgun-
blaðinu í maí síðastliðnum að 25%
samdráttur væri í bókunum frá
Evrópu og evrusvæðinu. Bókunar-
staðan frá Bandaríkjunum væri að
vísu betri, eða svipuð og í fyrra.
Hátt verðlag slær á eftirspurn
Sævar segir styrkingu krónu og
hækkandi verðlag á Íslandi megin-
skýringuna á þessum samdrætti.
Nú séu hins vegar vísbendingar
um að eftirspurnin frá Evrópu sé
farin að glæðast í kjölfarið á veikingu
krónunnar. Síðustu mánuðir ársins
hafi verið í rólegri kantinum. Sú
breyting sé merkjanleg á eftirspurn
að bókanir séu með styttri fyrirvara.
„Það er vandamál að við ákveðum
verðið ár fram í tímann. Þegar við
vorum að reikna út tilboð í ágúst síð-
astliðnum fyrir árið 2019 var krónan
ekki farin að gefa eftir. Á mörgum
sviðum erum við búin að gefa út verð
til erlendra endursöluaðila sem var
reiknað út frá öðru gengi. Þegar við
reiknuðum út verðið í ágúst kostaði
evran um 125 krónur en kostar nú
138 krónur. Við erum strax farnir að
leiðrétta verðið eftir föngum.“
Sævar bætir því við að ef gengis-
veiking krónunnar verður viðvar-
andi skapist skilyrði til að endur-
reikna verðið enn frekar. Það muni
aftur styrkja samkeppnisstöðu
ferðaþjónustunnar. Stjórnendur í
ferðaþjónustu vilji sjá hvernig fram-
haldið verður hjá WOW air áður en
þeir gera áætlanir til lengri tíma.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir framboð flug-
sæta hafa mikil áhrif á fjölda ferða-
manna. Óvissa sé um þetta framboð
á næsta ári. Meðal annars vegna
samningaviðræðna WOW air.
Almennt megi segja að ef evran
kostar 140 krónur eða meira séu skil-
yrði til vaxtar í íslenskri ferðaþjón-
ustu hagstæð. Sé gengið mikið sterk-
ara sé síður raunhæft að greinin
vaxti hratt á næstu árum.
Nýjar tölur Seðlabankans sýna að
raungengið hefur gefið eftir í haust.
Betri bókunarstaða en í fyrra
Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir vísbendingar um að veiking krónu hafi örvað eftirspurnina
Ferðamálastjóri segir hagstæð skilyrði til vaxtar í greininni ef evran kostar 140 krónur eða meira
Raungengi krónunnar
2005=100
M.v. verðlag. Frá janúar 2016.
110
100
90
80
70
jan. 2016 nóv. 2018
Heimild: Seðlabanki Íslands
Taka stöð-
una í lok
vikunnar
Starfsgreinasambandið og VR halda
áfram viðræðum við Samtök at-
vinnulífsins í vikunni. Staða við-
ræðna verður gerð upp í vikulok hjá
hvorum tveggja samtökum. Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, segir
að ef Starfsgreinasambandið
ákveður að vísa verkstjórn samning-
anna til ríkissáttasemjara muni VR
að öllum líkindum gera það einnig á
fundi næstkomandi föstudag.
VR fundar með samningamönnum
SA á morgun og Starfsgreina-
sambandið á fimmtudag. Þá er
fundað stíft í húsnæðismálahópi sem
ríkisstjórnin setti á fót. Ragnar Þór
býst við löngum fundi með SA á
morgun. Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akraness,
segir að allt verði undir á fundi með
SA á fimmtudag. „Við þurfum að fá
einhver svör,“ segir hann. Samn-
inganefnd Starfsgreinasambandsins
kemur saman á morgun og á föstu-
dag verður fundur formanna aðild-
arfélaganna. Vonast hann til þess að
þá verði farið að sjást betur til lands
og menn viti frekar í hvað stefni.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir að
umræða um stöðu mála verði tekin á
föstudag. Fyrr sé ekki hægt að meta
aðstæður.
Fundað um kjara-
samninga næstu daga
Margmenni var í Hlíðarfjall við Akureyri um
helgina, en þar er nú talsverður snjór og búið að
opna skíðasvæði þar. „Við erum að opna á nán-
ast sama tíma og í fyrra. Þetta stendur nánast á
pari. Hingað komu alls um 500 manns á laugar-
daginn, en hér hefur verið um sjö stiga frost og
almennt frábært skíðaveður. Við getum ekki
teppinu og Auði. Fari allt að vonum verður
brautin Strýta, sú sem hæst nær í fjallinu, opnuð
um næstu helgi. Allt ræðst slíkt þó að veðri en
spáð er slyddu og hlýindum nyrðra næstu dag-
ana. Til viðbótar má geta að búið er að opna
skíðasvæðin í Skarðsdal við Siglufjörð og í
Böggvisstaðafjalli við Dalvík. sbs@mbl.is
farið fram á meira. Já, hér hefur snjóað talsvert
að undanförnu, þó eiginlega meira niðri í byggð
en hér uppi í fjallinu,“ segir Guðmundur Karl
Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, í samtali
við Morgunblaðið.
Í Hlíðarfjalli er þegar hægt að leika sér í
skíðabrautunum Fjarkanum, Hólabraut, Töfra-
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Margir á skíðum í Hlíðarfjalli í frábæru veðri
Veturinn er kominn og búið að opna skíðasvæðin á Norðurlandi