Morgunblaðið - 10.12.2018, Side 12

Morgunblaðið - 10.12.2018, Side 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Úlfar var meistari í þvíað töfra fram veislur,hvort sem þær vorumatarkyns eða fólust í því að skapa eitthvað skemmtilegt fólks á meðal í dagsins önn,“ segir Lárus Karl Ingason ljósmyndari. Út er komin bókin Úlfar og kokk- arnir á Frökkunum hvar er að finna úrval uppskrifta úr kokkabók- um Úlfars heitins Eysteinssonar matreiðslumeistara. Margar þess- ara uppskrifta standa að baki rétt- unum sem eru á matseðli veitinga- staðarins Þrír frakkar við Baldurs- götu í Reykjavík sem hann rak svo lengi og gerði vinsælan. Þar var fiskur og sjávarfang jafnan í aða- hlutverki, rétt eins og í bókinni. Góðar viðtökur „Við Úlfar vorum lengi vinir og brölluðum margt skemmtilegt saman,“ segir Lárus Karl. Úr löngu samstarfi minnist hann fyrri bókar þeirra félaga sem heitir Úlf- ar eldar og kom út árið 2010. Þar mátti finna fjölda uppskrifta, en viðmiðið var að rétturinn dygði fjórum og hráefnið kostaði ekki meira en 1.000 krónur á verðlagi síns tíma. „Þetta var dæmigerð kreppu- bók, eins og algengar voru á þess- um árum. Sé hugmyndaflugið í lagi er hægt að búa til mikið fyrir lítið. Þessi bók fékk góðar viðökur og við ákváðum því að halda áfram, þótt síðar yrði,“ segir Lárus Karl og heldur áfram: „Nokkur ár eru svo síðan við tíndum til uppskriftir, tókum myndir og fleira. Steinunn Þor- steinsdóttir skrifaði texta upp úr viðtölum við Úlfar í kringum upp- skriftirnar og sjálfur vann ég myndirnar. Segja mátti svo að bók- in væri tilbúin til prentunar þegar Úlfar lést skyndilega nú í október síðastliðnum, þá eftir nokkurra ára veikindi í kjölfar hjartaáfalls. Auð- vitað var fráfall Úlfars áfall, en í hans anda og viðhorfa hans um að lífið heldur alltaf áfram var bókin gefin út og hér er hún komin. Þetta heldur arfleifð Úlfars á lofti og sama gerist á Þremur frökkum sem Stefán sonur hans rekur nú.“ Fjölbreytt fiskmeti Svartfuglsegg og krabbasúpa í forrétt. Lúða, skata, þorskur, lax, grásleppa, rauðspretta, humar, ufsi og karfi í aðalrétt. Fiskmetið sem segir frá í bókinni og er efniviður uppskriftanna er fjölbreytt og það er í anda Úlfars. „Þegar sjómenn komu að landi með fisk af sjaldgæf- um tegundum sem höfðu ekki áður sést hér við land var gjarnan farið á Baldursgötuna til Úlfars og hann fenginn til að matreiða fiskinn, sem hann gerði af hreinni list. Allt slíkt vakti athygli fjölmiðla og ég fór oft á staðinn þegar furðufiskar voru í potti og pönnu. Það voru ævintýri og afrakstur þeirra sést í bókinni nýju,“ segir Lárus Karl Ingason að síðustu. Veislur lífsins! Frábærir fiskréttir Úlfars Eysteins- sonar í nýrri bók sem var að koma út. Lúða, skata lax og fleira gott sem meistarakokkurinn útbjó af hreinu listfengi og Lárus Karl Ingason tók ljósmyndir af. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgefandinn „Ég fór oft á staðinn þegar furðufiskar voru í potti og pönnu. Það voru ævintýri,“ segir Lárus Karl um vináttu og langt samstarf þeirra Úlfars – en afraksturinn sést í bókinni sem er um 80 blaðsíður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Feðgar Kokkarnir á Þremur frökkum, Úlfar og Stefán sonur hans, útbúa markríl sem getur verið alveg herramannsmatur. Mynd frá árinu 2015. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Fjölmenni mætti á Langasand á Akra- nesi þegar opnuð var Guðlaug, sem er aðstaða fyrir sjóundsfólk sem þar hefur verið útbúin. Guðlaug saman- stendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfir- falli efri laugarinnar. Útsýni úr laug- inni er yfir Faxaflóann og til Reykja- víkur, hæð mannvirkisins er um 6 m yfir meðal-stórstreymisflóði og er gert ráð fyrir því að sjór geti flætt inn í vaðlaugina. Það voru félagar úr Sjó- sundsfélagi Akraness sem fyrstir nýttu sér Guðlaug, sem verður opin í vetur alla miðviku- og föstudaga frá kl. 16-20 og laugar- og sunnudaga frá kl. 10-14. Ókeypis er í laugina og bún- ingsklefar á staðnum. Framkvæmdir við gerð Guðlaugar hófust í ágúst á síðasta ári. Saman- lagður kostnaður er um 120 milljónir króna. Þar af er hlutur Akraneskaup- staðar 71-76 milljónir króna, en það sem upp á vantar eru styrkir úr ýms- um sjóðum. „Guðlaug er frábær viðbót hér á Akranesi fyrir bæði heimamenn og gesti og erum við yfirfull af stolti að standa hér í dag að vígja laugina,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi. Guðlaug var búin að vera lengi á lista yfir þær fram- kvæmdir sem Akraneskaupstaður vildi fara í og því er fagnaðarefni að málið sé nú í höfn og mannvirkið klárt, að sögn bæjarstjórans. Sjósundsaðstaða í gagnið á Akranesi Ljósmynd/Aðsend Guðlaug Slökun í heitum pottinum eftir busl í köldum sjónum við Langasand. Guðlaug gleður Skagamenn Fyrir tvo 4 stk. 250 g útvatnaðir saltfisk- hnakkar Rófur Kartöflur Hamsatólg Seytt eða dökkt rúgbrauð og smjör Aðferð Suðan látin koma upp og sjóða í 5 mínútur og standa í 10 mínútur með loki. Salta vatnið pínulítið (það þarf að salta vatnið því fisk- urinn er útvatnaður og klár til steikingar). Heitir diskar (passa að bera matinn fram á heitum diskum svo tólgin kólni ekki). Soðnir salt- fiskhnakkar LÍFIÐ ER SALTFISKURSíðustu uppskriftir Úlfars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.