Morgunblaðið - 10.12.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 10.12.2018, Síða 15
AFP Frá mótmælunum í Frakklandi Macron hypjaðu þig stendur á gulu vesti mót- mælanda sem veifar snjáðum frönskum fána við tollhlið á hraðbraut á laugardag. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Búist er við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti rjúfi annað hvort í dag eða á morgun þögn sína um upp- reisn svonefndra gulvestunga undan- farnar vikur. Í gær boðaði hann fimm stærstu verkalýðsfélög landsins og þrenn megin samtök atvinnurekenda á sinn fund nú í morgun, mánudag, þar sem hann áformar að fá stuðning við aðgerðir til að draga úr spennu og binda enda á mótmæli sem fjármála- ráðherrann Bruno Le Maire segir hafa valdið landinu stórfelldu efna- hagstjóni. Frönsk yfirvöld hafa hrundið af stað rannsókn á samfélagsmiðlum þar sem kynt var undir mótmælin. Um er að ræða mörg hundruð vef- síðna sem sagðar eru ættaðar frá Rússlandi. Þar var dreift röngum eða villandi upplýsingum til að örva stuðning við mótmælin. Áttu ljós- myndir þar af særðu og slösuðu fólki að sýna grimmd frönsku lögreglunn- ar gegn mótmælendum. Þær reynd- ust gamlar og jafnvel teknar í mót- mælum í öðrum löndum fyrir nokkrum árum. Alls voru 1.723 manns handteknir í ofbeldisfullum mótmælum gulvest- unga í París, Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse og víðar um land á laugardag. Þar af voru 1.220 úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Í París voru 1.082 handteknir en þar kom til átaka milli mótmælenda og brynvarinna lögreglusveita fjórðu helgina í röð. Eyðileggingin var meiri en næstu laugardaga á undan. Alls tóku 136.000 manns í mótmælunum og rúmlega 80.000 lögreglumenn höfðu það hlut- verk að halda uppi röð og reglu. Gulvestungar hafa í aðgerðum sín- um mótmælt vaxandi framfærslu- kostnaði og stefnu Macrons forseta yfirleitt. Spjót þeirra hafa öll staðið á forsetanum, sem búist er við að reyni að slökkva eldana með ávarpi til þjóð- arinnar í byrjun vikunnar. Þykir for- setinn fertugi hafa sýnt hik að und- anförnu sem túlkað er á þann veg að hann viti ekki hvernig hann eigi að bregðast við mótmælunum sem engin fordæmi eru fyrir að umfangi og eyði- leggingu. Fyrir helgi lét Macron undan kröf- um gulvestunga að hluta en þeir sögðu þær aðgerðir of seint fram komnar og kröfðust afsagnar forset- ans. Meðal annars ákvað hann að falla frá sköttum á bílaeldsneyti sem hann sagði í upphafi mótmælanna að ekki kæmi til greina að hrófla við. Um verulega eftirgjöf þykir að ræða hjá forsetanum sem sagðist ekki ætla að láta undan fjölmennum mótmælum á götum úti í forsetatíð sinni, eins og forverar hans. Ekki kvaðst Macron vilja hrófla við auðlegðarskatti og eft- irgjöf fasteignaskatta sem gulvest- ungar vilja endurreisa til að auka aft- ur skattbyrði ríka fólksins. Beðið eftir að Macron taki til máls  Frönsk yfirvöld rannsaka samfélagsmiðla þar sem kynt var undir mótmælin í landinu undanfarið FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Meira til skiptanna Óeirðir helgarinnar í París höfðu lítil ef nokkur áhrif á fólk sem leggur stund á áradrag á brettum á sjó og vötnum. Um 800 slíkir lögðu leið sína til borgar ljósanna og létu til sín taka í keppni í sigl- ingamennsku þessari á Signu. Helst er þó að mótmælin hafi verið siglurum innblástur því þeir voru flestir í gulum vindstökkum. Um var að ræða fjölmennustu brettasiglingu sögunnar en um var að ræða lokamót í heimsbikar- keppni þessarar íþróttagreinar. Við fögnuð heimamanna sigraði 21 árs Frakki, Arthur Arutkin, og var krýndur heimsmeistari. Reri hann leiðina á 1 klukkustund og tuttugu mínútum. Drjúga stund tók siglingin því keppnislengdin fyrir áhugamannaflokkinn var 11 kílómetrar en 13,5 km fyrir at- vinnumennina í íþróttinni. Allan tímann standa keppendur á bretti sínu og toga það áfram með ár- inni. Siglingin hófst fyrir framan Þjóðarbókasafnið, Bibliotheque Nationale de France, og reru keppendur síðan framhjá Frúar- kirkjunni (Notre-Dame Cathed- ral), Louvre-safninu, Stórhöll (Grand Palais) og Eiffel-turninum en endamark var við Klórbakka (Quai de Javel) í suðvesturhluta Parísar. agas@mbl.is Stærsta bretta- sigling sögunnar Siglt Frá brettakeppninni á Signu og sem sjá má eru keppendur allir gulklæddir. Kosið verður um Brexit-samninginn í breska þinginu á morgun, þriðjudag, eins og ráð hefur verið fyrir gert. Brexit-ráðherrann Stephen Barclay segir frestun kosningarinnar ekki koma til greina, en aukinn þrýst- ingur hefur verið á Theresu May forsætisráðherra að knýja á um betri samning við Evrópusambandið (ESB). Barclay sagði að kjörið færi fram því samningurinn væri góður og eini díllinn sem væri í boði. Varaði hann við tali um að hægt væri að endursemja og sagði að Frakkar, Spánverjar og fleiri myndu þá krefjast betri samnings fyrir sig. Almennt er búist við að samningurinn verði felldur í þinginu. May hefur varað andófsmenn Brexit í Íhalds- flokknum við því að verði samningi hennar hafnað í þinginu gæti það leitt til nýrra þingkosninga. Heldur hún fast við að hættan sé sú að Bretar hverfi úr ESB samningslausir. Barclay sagði að May gæti setið áfram á stóli for- sætisráðherra ef samningnum verður hafnað. Ekki væri við öðru búist og Boris Johnson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, tók undir það en bætti við að þá yrði hún að fara til Brussel og endursemja um útgöngu Breta úr ESB. agas@mbl.is AFP Kosningu um Brexit ekki frestað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.