Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgaryfir-völd hafaárum sam- an haft það að markmiði að loka Reykjavíkur- flugvelli án þess að skýrt hafi verið hvað ætti að koma í staðinn. Enda hefur þeim sem fylgt hafa þessari stefnu af mestu harðfylgi ver- ið sama um hvað kæmi í stað- inn, það eina sem skiptir þá máli er að fjarlægja flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni. Þar á svo að reisa mikla byggð, rétt eins og annað byggingarland finnist ekki innan borgar- markanna. Þetta er hluti af stefnunni um þéttingu byggð- ar og aðförinni sem á sér stað samhliða gegn einkabílnum. Draumsýnin er að sem flestir búi í 101 eða næsta nágrenni og gangi eða hjóli í vinnuna. Þeir sem búi utan þessa svæð- is skuli vera á þéttingar- svæðum nærri borgarlínu. Þessar öfgar hafa staðið skipulagi og þróun höfuð- borgarinnar mjög fyrir þrifum og hafa þrýst húsnæðisverði langt upp fyrir það sem verið hefði ef byggð hefði fengið að þróast með eðlilegum hætti. En afleiðingarnar hafa líka verið þær að hindra eðlilegt viðhald og uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þeirrar óvissu sem borgaryfir- völd hafa komið framtíð vall- arins í hefur ekki verið ráðist í byggingu nýrrar flugstöðvar, eða eðlilegt viðhald flughlaða svo dæmi sé tekið. Í nýrri skýrslu starfshóps sem samgönguráðherra skip- aði eru lagðar til úrbætur í innan- landsflugi og snýr það einnig að því að efla vara- flugvelli hér á landi. Umferð um Keflavíkurflugvöll hefur margfaldast og samhliða því hefur þörfin á varaflugvöllum vaxið mjög. Henni hefur ekki verið mætt sem skyldi en nú leggur starfshópur samgöngu- ráðherra til að úr þessu verði bætt og flugvellirnir þrír sem um ræðir, Reykjavíkurflug- völlur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur, fái tryggt fjármagn til að hægt verði að byggja þá upp til að mæta aukinni flugumferð. Lagt er til að þetta verði gert með hóflegu varaflugvallar- gjaldi, sem virðist eðlileg leið til að tryggja aukið flug- öryggi. Með þeim framkvæmdum sem fyrir liggur að ráðast þarf í á Reykjavíkurflugvelli til að treysta stöðu hans fyrir innanlandsflug og sem vara- flugvöll er augljóst að hug- myndir um að taka hann út af skipulagi borgarinnar á næstu árum eða áratugum eiga ekki rétt á sér. Borgaryfirvöld verða að átta sig á að í fyrir- sjáanlegri framtíð verður þörf á innanlandsflugvelli og vara- flugvelli í Vatnsmýrinni. Völl- urinn er og hefur verið styrk- ur fyrir borgina og getur verið það áfram ef borgaryfir- völd laga skipulag borgar- innar í átt að raunveruleik- anum en ekki óraunsærri draumsýninni. Vægi Reykjavíkur- flugvallar fer vaxandi með auknu millilandaflugi} Varaflugvöllurinn í Vatnsmýrinni Það hefði ekkiátt að koma Emmanuel Mac- ron, forseta Frakklands, á óvart að landar hans væru komnir með nóg af skatt- heimtu og að þess vegna væri ekki til vinsælda fallið að leggja nýjan skatt á eldsneyti. En Macron taldi sig verða að uppfylla Parísarsamkomulagið svokallaða og því fór sem fór á götum Parísar. OECD birti í liðinni viku nýjan samanburð á skatt- heimtu í aðildarríkjum þess. Í þessum samanburði kom í ljós að frönsk stjórnvöld njóta nú þess vafasama heiðurs að leggja þyngstar skattbyrðar allra OECD-ríkja á þjóð sína. Hlutfall skatttekna hins opin- bera af landsframleiðslu óx í 19 af 34 ríkjum OECD, þar á með- al í Frakklandi þar sem hlutfallið fór í 46,2% í fyrra. Með þessu tókst Frökk- um að ýta Dönum niður fyrir sig, en þar lækkaði hlutfallið lítillega. Frakkland er langt fyrir of- an meðaltal OECD-ríkjanna, sem er 34,2%, en Ísland er líka nokkuð fyrir ofan meðaltalið með 37,7%. Að sjálfsögðu ætti að vera keppikefli fyrir stjórn- völd að halda þessu hlutfalli lágu og að minnsta kosti undir meðaltali OECD. Og eins og forseti Frakklands hefur nú reynt, er ekki skynsamlegt að ráðast í skattahækkanir, hverju nafni sem þær nefnast, þegar lönd eru í hópi þeirra sem mestar byrðar leggja á al- menning. Þegar skattar eru bornir saman á milli ríkja þurfa gulu vestin í París ekki að koma á óvart} Skattþreyta T ónlistarlíf á Íslandi hefur átt mikilli velgengni að fagna og vorum við minnt á það nýlega á degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur 6. des- ember síðastliðinn. Öflugt tónlistarnám leggur grunninn að og styður við skapandi tónlistar- og menningarlíf í landinu en ný- verið var undirritað samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tón- listarnám til ársloka 2021. Markmiðið er að jafna aðstöðumun nemenda til tónlistar- náms á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi og festa fjármögnun námsins betur í sessi. Ljóst er að um veigamikið skref er að ræða en grunn- fjárhæð framlags ríkisins er 545 milljónir kr. á ársgrundvelli sem greiðist til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaganna sem annast úthlutanir framlaganna. Á móti skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka tímabundið yfir verkefni frá ríki sem nema 230 milljónum kr. á ári og sjá til þess að framlag renni til kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru í viðurkennda tónlistarskóla án tillits til búsetu. Sam- komulagið er umfangsmikið en það snertir 33 viður- kennda tónlistarskóla víða um land en þar stunda nú um 600 nemendur nám á framhaldsstigi. Það skiptir máli fyrir tónlistarlífið í landinu að um- gjörðin sé sterk og innviðir góðir. Á síðasta ári var gerð úttekt á veltu íslenskrar tónlistar fyrir Samtón, ÚTÓN og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Úttektin var unnin af dr. Mar- gréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Erlu Rún Guðmundsdóttur. Helstu niðurstöður eru þær að heildartekjur íslenska tónlistariðn- aðarins á árunum 2015-2016 voru um það bil 3,5 milljarðar kr., auk 2,8 milljarða kr. í afleiddum gjaldeyristekjum til samfélags- ins vegna komu tónlistarferðamanna til landsins. Þá stendur lifandi flutningur á tónlist undir tæplega 60% af heildartekjum íslenskrar tónlistar á meðan hljóðrituð tónlist og höfundarréttur nema hvort um sig 20%. Að auki sýnir úttektin að lifandi flutningur er mikilvægasta tekjulind sjálfra tónlistarmannanna á meðan plötu- sala hefur dregist saman. Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja umgjörð skapandi greina í landinu. Nýundir- ritað samkomulag um tónlistarnám skiptir sköpum á þeirri vegferð og mun gera fleirum kleift að stíga sín fyrstu skref í tónlist um land allt. Að auki hafa verið stigin mikilvæg skref í uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni en þau hafa haft ótvíræð jákvæð margfeldisáhrif á tónlistar- og menningarlíf bæja og nærsamfélaga. Við viljum að allir landsmenn geti not- ið lista og menningar og tekið virkan þátt í slíku starfi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Pistill Jöfn tækifæri til tónlistarnáms Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gera þarf ítarlegri kröfurum áhrif bygginga á vindhér á landi, einnig vantarfrekari eftirfylgni með nú- verandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. „Það er tiltölulega auðvelt og hagkvæmt að skoða áhrif bygginga og skipulag hverfa á staðbundið veð- urfar með tölvulíkönum. Það þarf helst skýrari stefnu og ítarlegri kröfur um hvaða gögnum þurfi að skila til yfirvalda, hvaða markmið þarf að uppfylla og hafa þarf eftirlit með að markmiðunum sé náð,“ sagði Hörður. Hann hefur starfað í Bret- landi undanfarin tvö og hálft ár við vindgreiningar á byggingum. Þá eru skoðuð áhrif sem samspil vinds og bygginga geta haft fyrir gangandi vegfarendur. Til að greina áhrifin er aðallega notuð CFD (Computational Fluid Dynamics) tölvuhermun eða prófanir í vindgöngum. Hörður sagði að í Bretlandi eigi byggingar ekki að hafa neikvæð áhrif á staðbundið vindafar séu þær af tiltekinni hæð. Borgin Leeds ger- ir strangari kröfur en almennt gerist vegna banaslyss sem varð þar vegna vinda við byggingar. Sé talin hætta á neikvæðu sam- spili bygginga og vindsins í skipulagi er það annaðhvort hermt í tölvu- líkönum (CFD) eða prófað í vind- göngum. „Vindhraði í skipulaginu er reiknaður í CFD-greiningum eða mældur í vindgöngum fyrir a.m.k. 12 vindáttir og svo eru veðurgögn not- uð til að meta áhrif bygginga á vindafarið í skipulaginu,“ sagði Hörður. Finnist svæði sem þykja líkleg til vandræða er hægt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lengra er haldið í skipulags- og hönnunarferlinu. Kröfur yfirvalda tryggja þar með að vindáhrif bygg- inga séu almennt skoðuð. Hörður bendir á að í íslenskri skipulagsreglugerð og byggingar- reglugerð séu ákvæði sem gefa til kynna að skoða ætti betur vindáhrif. Einnig megi lesa svipað í Aðal- skipulagi Reykjavíkur þar sem fjallað er um gæði byggðar. Mögu- lega séu kröfurnar þó ekki nógu skýrar og eftirfylgnin ekki nægileg. „Nú er það vanalega í höndum eiganda viðkomandi byggingar hvort vindáhrif séu yfirhöfuð skoðuð og þá á hvaða hátt,“ sagði Hörður. „Þannig er greining vindáhrifa nærri einskorðuð við bygginguna sjálfa en ekki endilega umhverfið í kring, jafnvel þótt framkvæmdar séu tölvuhermanir eða prófanir í vindgöngum þar sem stór hluti byggðarinnar í kring er hluti af lík- aninu.“ Áhrif vinds á viðskipti Það getur blásið hressilega og verið kalt á Íslandi og því ástæða til að huga sérstaklega að vindáhrifum bygginga, að mati Harðar. Suðaust- anátt er ríkjandi á höfuðborgar- svæðinu og í norðanátt er oft besta sumarveðrið. „Svæði og byggingar ættu því að vera hönnuð með fleiri vindáttir í huga svo gæði byggðar- innar verði meiri og hægt sé að nýta svæði í kringum byggingar oftar en þær sumarstundir sem gefast þegar er norðanátt,“ sagði Hörður. „Þar sem verið er að skapa skemmtileg almenningssvæði, s.s. torg eða stræti, þarf að tryggja að staðbundið vindafar verði þannig að mannlíf myndist og haldist svo hönnun teljist vel heppnuð. Til þess þarf að framkvæma vindgreiningar í CFD-greiningu eða vindgöngum svo hægt sé að reikna eða mæla vind- hraða á ákveðnum svæðum og meta hvort svæðin henti til tilætlaðra nota. Eins getur slæmt vindafar í kringum rekstur, s.s. verslun, veit- ingahús og kaffihús, líklega haft áhrif á tekjur rekstraraðila og því gæti verið hagkvæmt fyrir þá að huga meira að vindáhrifum bygg- inga sinna og þeirra sem eru í ná- grenninu.“ Spá þarf í vindinn við hönnun og skipulag Vindgreiningar eru mikið gerðar í CFD (Computa- tional Fluid Dynamics) tölvuhermun. Séu bygg- ingar meira en 20 hæðir eru auk þess gerðar til- raunir í vindgöngum. Niðurstöður CFD og vind- gangatilrauna ríma vel saman séu þær rétt gerðar, að sögn Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Líkön í vindgöngum eru vanalega í u.þ.b. 1:300 skala. Líkanið stendur á skífu sem hægt er að snúa til að prófa mismunandi vindáttir. Vindgöng- in geta verið allt að 30 metra löng eða lengri til að vindprófíllinn sé réttur. Vindgangatilraunir eru töluvert tímafrekari og dýrari en CFD. Kosturinn við CFD er að líkanið er í fullum skala og niðurstöður hermana að- gengilegar hvar sem er í líkaninu. Tölvuhermun og vindgöng AÐ GREINA VIND Hörður Páll Steinarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík Byggingar geta haft mikil áhrif á vindafar þar sem gangandi vegfarendur eiga leið um. Huga þarf að þessum áhrifum við hönnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.