Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 17

Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Vinir Þórey María og Máney Rán voru á leið í bakarí með hundinn Freyju þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fékk þær til að stilla sér upp. Árni Sæberg Í þessari grein lang- ar mig að vekja at- hygli á heimilisofbeldi. Sem barn bjó ég um tíma við slíkt ofbeldi auk þess sem ég hef sem sálfræðingur ríka reynslu af því að ræða við foreldra og börn sem búið hafa við heimilisofbeldi. Ofbeldi á heimilum er eitt duldasta ofbeldi sem fyrirfinnst. Heimilisofbeldi birtist í mörgum myndum. Það get- ur birst í ógnandi hegðun í sam- skiptum fólks sem býr undir sama þaki, í líkamsmeiðingum, kynferðis- legu ofbeldi, einangrun, kúgun, nið- urlægingu og hótunum. Áður fyrr var yfirleitt rætt um heimilisofbeldi í þeim skilningi að þar væri átt við átök milli fullorðinna. Sá skilningur hefur breyst í kjölfar reynslu og rannsókna. Rannsóknir sýna að börn telja sig sjálf með þegar þau eru beðin að skilgreina hvað felst í orðinu heimilisofbeldi, jafnvel í þeim tilfellum sem ofbeldið beinist ekki beinlínis að þeim. Börnin á ofbeldis- heimilum Það er óhemju mik- ið lagt á börn sem alast upp við ótryggar fjölskylduaðstæður svo sem heimilisofbeldi. Heimilið á að vera griðastaður barna sem fullorðinna. Börn sem búa við heimilisofbeldi lifa í viðvarandi ótta og upplifa sig stundum í bráðri lífshættu. Þetta eru börnin sem aldrei geta vitað fyrirfram hvernig ástandið er heima. Þau forðast jafnvel að koma heim með vini sína og sum reyna að halda sig mest annars staðar ef þau eiga þess kost. Börnum sem eiga yngri systkini finnst mörgum þau verða að vera til staðar til að geta verndað þau ef ástandið verð- ur sérstaklega slæmt á heimilinu. Áhrif heimilisofbeldis á börn eru iðulega margslungin og afleiðingar geta verið alvarlegar. Barn sem elst upp við ofbeldi á heimili sínu fer á mis við margt. Á ofbeldis- heimili er andrúmsloftið oft þrung- ið spennu og kvíða og því er ef til vill lítið um gleði og kátínu. Börn sem alast upp við óöryggi og ótta vegna langvarandi heimilisofbeldis verða oft fyrir einhverjum sálræn- um skaða. Sjálfsmynd þeirra verð- ur fyrir hnjaski. Mörg missa trú á sjálfum sér og finnst jafnvel erfitt að treysta öðrum. Þau finna fyrir kvíða, jafnvel þunglyndi, og geta átt erfitt með að takast á við verk- efni daglegs lífs. Afleiðingar heim- ilisofbeldis geta fylgt einstaklingn- um alla ævi. Ef horft er til íslensks samfélags þá hefur orðið þróun í málefnum barna sem búa við of- beldi á heimilum á undanförnum árum. Nýjar verklagsreglur lög- reglu, barnaverndar og félags- þjónustu sem þróaðar hafa verið og varða viðbrögð við tilkynningum um heimilisofbeldi er dæmi um já- kvæða breytingu í málefnum barna sem búa við ofbeldi. Samkvæmt þeim er þess gætt, þegar brugðist er við tilkynningu um heimilis- ofbeldi, að börn á heimili fái taf- arlaust aðstoð barnaverndar- starfsmanns og að sérstaklega sé hugað að velferð barna á vettvangi. Að auki býðst þeim sálfræðistuðn- ingur í kjölfarið. Árið 2016 var lögfest sérákvæði í almenn hegningarlög sem lýsir heimilisofbeldi refsivert með skýr- um hætti. Nú er ekki lengur nokkrum vafa undirorpið að börn sem búa við heimilisofbeldi eru tal- in þolendur ofbeldisins og skulu njóta verndar samkvæmt ákvæð- inu. Við getum sannarlega verið sátt við þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað í samfélaginu í þess- um málum. Við eigum Kvenna- athvarfið, sem gerir vel við þá sem þangað leita, ekki síst börnin. Kvennaathvarfið stendur opið öll- um þeim konum og börnum sem þurfa að flýja heimili sín vegna of- beldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna. Í vitundarvakningu þjóðarinnar felst m.a. að hlúa sér- staklega að börnum í viðkvæmri stöðu eins og þeirri sem hér hefur verið lýst. Að trúa þeim ávallt þeg- ar þau segja frá ofbeldi og bregð- ast strax við með aðgerðum til að koma þeim til hjálpar. Ef fjöl- skyldumeðlimur bregst þarf barnið að geta treyst á aðra fullorðna í lífi sínu til að fara með sig í öruggt skjól. Allir í nærumhverfi barnsins skipta máli við þessar aðstæður, ömmur, afar, frændur, frænkur, kennarar, þjálfarar sem og aðrir sem umgangast barnið í námi og leik. Þessir aðilar þurfa líka að standa vaktina og á þessari vakt má aldrei sofna. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Börnum sem eiga yngri systkini finnst mörgum þau verða að vera til staðar til að geta verndað þau ef ástandið verður sérstaklega slæmt á heimilinu. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Er heimilið griðastaður barnsins þíns? Þann 1. janúar næstkomandi tekur til starfa nýtt félags- málaráðuneyti í sam- ræmi við ákvörðun Alþingis um breytta skipan Stjórnarráðs- ins. Embættistitill minn breytist frá sama tíma og verður félags- og barna- málaráðherra. Fyrir þeirri breytingu er einföld ástæða. Ég hef frá fyrsta degi í stóli ráðherra sem fer með málefni barna lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk og lagt kapp á vinnu við verkefni í þágu barna og barnafjölskyldna. Að mínu frumkvæði undirrituðu fimm ráð- herrar viljayfirlýsingu um aukið samstarf í þágu barna nú í haust. Hún endurspeglar vilja okkar til að tryggja samstarf þvert á kerfi, stuðla að samfelldri þjónustu við börn og foreldra þegar þörf er fyrir hendi og skapa meiri viðbragðsflýti innan kerfisins með auknum hvata til snemm- tækrar íhlutunar. Auk ráðherra- yfirlýsingarinnar hefur verið sett á fót þverpólitísk þingmannanefnd um málefni barna, sem er einnig mikilvægt til að raungera þá ríku áherslu á málefni barna sem sam- félag okkar þarf svo mikið á að halda. Þótt orð séu til alls fyrst, þarf líka fjármuni til að hrinda góðum vilja í framkvæmd. Þess vegna er gott að geta sagt frá því að sam- staða var í ríkisstjórninni um að auka framlög til málefna barna um 200 milljónir króna til að styðja við þá endurskoðun á málaflokknum sem nú stendur yfir og vinna að ýmsum mikilvægum verkefnum sem varða snemmtæka íhlutun og aðstoð og einnig má nefna fjár- magn upp á tugi milljóna á þessu ári og 80 milljónir á næsta ári sem nýtist börnum í fíknivanda. 1,8 milljarðar til hækkunar fæðingarorlofs Stuðningur við foreldra er stuðningur við börn. Þess vegna stendur ríkisstjórnin einhuga að baki hækkun á greiðslum til for- eldra í fæðingarorlofi á næsta ári. Fullar greiðslur hækka úr 520.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. og nem- ur heildarkostnaður þessarar að- gerðar 1,8 milljörðum króna. Enn fremur hækkum við mótframlagið í lífeyrissjóð úr 8% í 11,5% á næsta ári. Stefna ríkisstjórnarinnar er bæði að hækka greiðslurnar og lengja orlofið og lenging þess verð- ur næsta skrefið í þessu máli. Loks vil ég geta um aukið fram- lag vegna uppbyggingar sérstakra búsetuúrræða fyrir börn með al- varlegar þroska- og geðraskanir en um 150 milljónum króna verður varið á næsta ári til þess. Það er gaman að geta kynnt þessi mikilvægu verkefni í þágu barna sem unnið er að. Vilji stjórnvalda er skýr og einbeittur í þessum efnum. Málefni barna hafa meðbyr og það er vaxandi skiln- ingur fyrir því í samfélaginu að börnin okkar eru mikilvægasta fjárfesting framtíðarinnar. Eftir Ásmund Einar Daðason »Málefni barna hafa meðbyr og það er vaxandi skilningur fyrir því í samfélaginu að börnin okkar eru mikil- vægasta fjárfesting framtíðarinnar. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Auknir fjármunir til verkefna í þágu barna Hinn 8. nóvember var kveðinn upp dóm- ur í Hæstarétti, þar sem fallist var á kröfu Samherja um að fella niður stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands hafði lagt á fyrir- tækið. Í kjölfarið fóru háværar umræður um að seðlabankastjórinn hlyti að segja af sér embætti, þar sem hann hefði orðið uppvís af því að misfara með vald sitt. Forsætis- ráðherrann virtist fyrst telja að ekki væru nein efni til þess. Bankastjórinn hefði ekki brotið af sér af ásetningi! Hún virtist síðan hafa að einhverju leyti náð áttum, því hún kvaðst nú hafa sent bankaráði Seðlabank- ans bréf og óskað eftir greinargerð um mál- ið. Var ráðinu veittur frestur til 7. desem- ber til að skila ráðherranum greinargerðinni. Í blaðagrein 14. nóvember fagnaði ég þessum sinnaskiptum sem virtust hafa orð- ið hjá ráðherranum, en gat mér þess til að þetta kynni bara að vera „leikur í stöðunni“ til þess að drepa málinu á dreif. Nokkrir dagar eru nú liðnir fram yfir skilafrest bankaráðsins án þess að séð verði að ráðið hafi svarað. Þá er einna helst svo að sjá að þjóðin sé búin að gleyma málinu. Svona fara atvinnumenn að því að bíta af sér óþægileg mál. Það tekur ekki nema þrjár vikur! Frestur liðinn Höfundur er lögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.