Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa- vinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Mynd- list með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 8.30-16. Handavinna m/leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Kortagerð með Lóu kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16. Boðinn Félagsvist kl. 13.00. Leikfimi er komin í jólafrí. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10:30. Leikskólabörn frá Álftaborg syngja jólalög kl. 10:15. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Litlu jólin kl. 13:45-15:30. Bútasaumshópur kl. 13:00- 16:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun 8:30-12:30, hjúkrunarfræð- ingur 10-11:30, Handaband 13-15:30, bókabíllinn 13:10-13:30, jólatónleikar nemenda úr Tónmenntaskóla Reykjavíkur kl. 14:30, jólatónleikar með kvennakórnum Senjórítum kl. 16:00. Verið öll hjart- anlega velkomin. Ókeypis aðgangur á alla tónleikana hjá okkur. Vita- torg, Lindargata 59, sími 411-9450. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9:30. Liðstyrkur. Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 boccia, kl. 9.30 postulínsmál- un, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 canasta, kl. 16.30 kóræfing Söngvina, kl. 19.00 skapandi skrif. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl 13-14. Jóga kl. 14.15-15.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfa Hugleiðsla og létt yoga kl. 9, ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Kóræfing Korpusystkina kl. 16:00 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8:30, leikfimi 2. hæð kl. 9:45, lesið úr blöðum kl. 10:15, bókmenntahópur kl. 11, trésmiðja kl. 13-15, ganga m/starfsmanni kl. 14, bókabíllinn kl. 14:15-15:00, bíó á 2. hæð kl. 15:30. Uppl. í síma 4112760 Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl 9. og 13. Leir Skólabraut kl.9. Billjard Selinu kl.10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í sanum á Skólabraut kl.11. Handavinna/jóla- föndur í salnum á Skólabraut kl.13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.18.40. Munið hangikjötsveisluna í kirkjunni á morgun og ferðina í Listasafnið nk. fimmtudag. Skráning nauðsynleg í hvort tveggja. S:8939800. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Ýmislegt Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is vissum af dúfum í skemmu uppi á Nesi sem voru í eigu karls sem þar var með einhverja aðstöðu. Það var kolniðamyrkur en Kiddi átti stórt og gott vasaljós sem hjálpaði okkur að rata. Kiddi átti að standa vörð meðan ég klifraði upp á þverbita í skemmunni eftir dúfunum og træði þeim inn á mig. Allt í einu kallar Kiddi „kallinn er að koma“ og svo hleypur hann út í myrkrið. Ég hleyp á eftir Kidda, sem hljóp beint á gaddavírsgirð- ingu og reif buxurnar og úlpuna. Þegar heim var komið var engin ánægja með útganginn á okkur og leið, að okkur fannst, dágóður tími þar til við fengum að fara aft- ur saman út að leika um kvöld. Að koma heim til Kidda og fara í bílaleik var ævintýri líkast. Kiddi átti flotta bíla sem var snyrtilega raðað upp í hillu með jöfnu millibili. Kiddi hefur alltaf haft áhuga fyrir bílum og var allt- af að spyrja um heiti og tegundir bíla, hver væri framleiðandinn. Kiddi var með allt svona á hreinu, hann vissi hverjir ættu helstu drossíur bæjarins eða bílnúmerið á þeim sem ýmist byrjaði á G, R eða Y. Kiddi var nákvæmnismað- ur og handlaginn. Er mér sér- staklega minnisstætt hversu fal- lega rithönd hann hafði. Hann skrifaði manna best með blek- penna í skólanum. Kiddi var traustur vinur og var umhugað um líðan vina sinna. Mér er minnisstætt þegar ég vaknaði á gjörgæslu eftir brun- ann heima, þá var Kiddi mættur fyrstur manna til að athuga hvernig ég hefði það. Ekki þótti okkur leiðinlegt að ljósmyndari Morgunblaðsins smellti mynd af okkur félögunum á sjúkrahúsinu sem birtist í blaðinu daginn eftir. Þessi mynd er vel varðveitt. Árin liðu og við vorum í minna sambandi en vináttan engu að síður sterk. Þegar við hittumst eða heyrðumst spurði Kiddi alltaf um Steinar son minn og fylgdist náið með honum. Kiddi var einstaklega bóngóð- ur og alltaf til í að veita aðstoð. Hann flísalagði baðið á fyrstu íbúð okkar hjóna og leiðbeindi mér um hvernig ætti að leggja parket. Hann hefur sennilega flísalagt hjá flestum vinum sín- um. Það var alltaf gaman að fá Kidda og hundinn hans í heim- sókn. Það er sárt að þurfa að kveðja Kidda. Þvílíkur meistari og vinur sem hann var. Hugur minn er hjá Grétu og fjölskyldu Kidda. Minn- ing um góðan vin lifir áfram. Ólafur Ingimarsson. Í dag kveð ég kæran vin, Kristbjörn Hauksson. Kiddi lést að morgni 1. desember sl. eftir stutta baráttu við illkynja sjúk- dóm. Við sem eftir lifum látum hugann reika og minnumst sam- verustunda og drúpum höfði í sorg og söknuði. Það var fyrir algera tilviljun að leiðir okkar Kidda lágu saman fyrir hartnær 40 árum. Kiddi hafði fyrir einhverja óheppni ekki náð beygjunni af Túngötu inn í Garðastrætið á leið sinni á „rúnt- inn“ með þeim afleiðingum að bíllinn sem hann ók hafnaði á ljósastaur. Engin meiðsl urðu þó á fólki. Skömmu síðar kom ég að og tókum við spjall saman, þessar undarlegu aðstæður urðu upp- hafið að óslitnum vinskap okkar Kidda og vina hans af Seltjarn- arnesinu. Seinna höguðu örlögin því þannig að ég kynntist æsku- vinkonu Kidda og eignaðist ég með henni þrjú börn. Kiddi var á þessum árum hluti af fjölskyld- unni og mikill heimilisvinur og tók að vissu leyti þátt í uppeldi þriggja elstu barna minna og hef- ur verið þeim góður vinur allar götur síðan. Hæfileikar Kidda þegar kom að húsbyggingum og húsavið- gerðum leyndust engum, og hef ég fengið að njóta þeirra ítrekað í gegnum árin enda hjálpsemi hon- um í blóð borin. Margs er að minnast þegar maður lítur til baka, skemmtileg- ir tímar og samverustundir í gegnum þessi 40 ár. Fjöldi ferða- laga, bæði innan- og utanlands. Sérstaklega eru mér minnisstæð- ar ferðir sokkabandsáranna, tjaldferðir í Húsafell og utan- landsferðir vinanna til Kaup- mannahafnar og seinna til New York. Fjölskylduferðirnar með vinahópnum um landið urðu margar. Þegar þessara ferða er minnst þá er ekki hægt að sleppa því að minnast á hvað Kiddi gat verið snöggur að koma sér í vand- ræði, eins og berlega kom í ljós eitt sinn á leið okkar úr Þórsmörk yfir Steinholtsá á leiðinni heim eftir helgarútilegu. Miklar leys- ingar höfðu verið og Kiddi vildi til öryggis kanna vaðið, snaraði sér í vöðlur og óð út í straumvatnið, ekki mátti miklu muna en allt fór þó vel að lokum, þó ekki væri þurr þráður á honum eftir baðið. Kiddi hafði sérstakt lag á börnum og þau hændust auðveld- lega að honum enda átti hann margar skemmtilegar sögur í pokahorninu, svo var nú heldur ekki ónýtt að eiga vin sem keyrði um á gömlum sjúkrabíl sem spennandi var að fá að sitja í. Aldrei var myndavélin langt und- an og oft kom það fyrir á ferða- lögum okkar að Kiddi þurfti að skreppa frá til að taka myndir af gömlum bílum, sem hann hafði frétt af í geymslum bænda og brunaliða. Þótti börnunum sér- staklega gaman að fá að fara með í þessar fjársjóðsleitarferðir. Margt var brallað og margar eru þær góðu minningarnar sem við vinir Kidda getum yljað okkur við og glaðst yfir að hafa átt sam- an með honum. Kiddi minn, innilegar þakkir fyrir skemmtilega og trausta vin- áttu við mig, fjölskyldu mína, börnin mín og foreldra. Hafðu hugheila þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði, kæri vinur, guð geymi og verndi þig, þangað til við hittumst á ný. Móður, systrum og fjölskyld- unni allri votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lif- ir. Vilhjálmur Skúlason. Elsku vinur. Það er sárt að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, svona óvænt og alltof snemma. Þú varst einstakur í alla staði og ég held að þú hafir aldrei gert þér grein fyrir því hversu mörg- um þótti vænt um þig. Þú snertir ekki aðeins okkur vini þína með þinni einstöku hjálpsemi, æðru- leysi og umhyggju, heldur einnig börn okkar vinanna. Dýrin okkar náðir þú líka að heilla, svo mikið að heimilishund- urinn valdi þig og að flytja til þín. Þið voruð eitt, þú og hann. Ég get séð þig fyrir mér núna, kominn með Frosta þinn í fangið. Mér þykir einstaklega verð- mætt að hafa náð að segja þér hversu mikið mér þótti vænt um þig og okkar vináttu áður en yfir lauk. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Takk fyrir allar góðu heim- sóknirnar, útilegurnar, utan- landsferðirnar og ekki síst fyrir alla hjálpina í gegnum árin. Mig langar að ljúka kveðjunni til þín með erlendu ljóði í þýðingu Erlends Jónassonar, sem á við um mig og kannski marga aðra sem hættir til að gleyma því sem mikilvægast er í þessum heimi í dagsins önn. Ég bið Guð að geyma þig, elsku Kiddi minn, og votta allri þinni fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Lífið verður aldrei eins án þín. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. Þín Sigríður (Sigga). Vinir rata stundum til manns eftir skrítnum leiðum. Kiddi varð vinur okkar í gegnum hundinn okkar, hann Hektor, þegar við bjuggum hlið við hlið á Selvogs- grunni. Hann var einstakur hundavinur, hálfgerður hunda- hvíslari, og Hektor tók hann strax í guðatölu. Kiddi bauðst til að passa hann hvenær sem við þyrftum á því að halda, og tók okkur til bæna einhvern tímann þegar við skildum hann eftir á hundahóteli. „Hektor er ekki þannig hundur,“ sagði hann þungur á brún. „Þið talið við mig næst þegar þið farið til útlanda.“ Við hlýddum því, og þessi tilhög- un reyndist öllum vel. Kiddi og Mikki litli urðu fljótt hluti af öll- um okkar ferðaáætlunum, og sambandið hélst þótt bæði þeir og við flyttum burt úr götunni. Það varð nánara eftir því sem á leið, þótt Kiddi væri dulur og lítið fyrir að tala um sína persónulegu hagi. Við skynjuðum þó að hann var náinn fjölskyldu sinni, og tal- aði um foreldra sína og systkini af mikilli hlýju og væntumþykju. Við hittum hann síðast fyrir örfáum vikum. Hann kom til að skila Hektori, sem kvaddi hann með hefðbundnum gleðilátum. Engin leið að fá hann til að þiggja kaffibolla, hann var á hraðferð, í vinnugallanum, Mikki beið hans úti í bíl. Það var glettni í augun- um, faðmlagið var þétt og hlýtt, engin merki sjáanleg um sjúk- dóminn sem lagði hann að velli svo ótrúlega, óskiljanlega fljótt. Við syrgjum Kidda og þökkum fyrir vináttuna og hjálpina. Fjöl- skyldu hans vottum við samúð okkar. Sigríður Hagalín Björns- dóttir, Guðmundur Örn Guðmundsson og fjölskylda. Þú valdir þér daginn til að kveðja kæri vinur … sjálft af- mæli lýðveldisins. Það er fyrir margt að þakka, góðan vinskap í hartnær 31 ár … það hvað þú varst alltaf góður við strákana mína og pabba þeirra … og einnig við mig, það var ómetanlegt. Þú varst þverhaus með fangið fullt af réttlætiskennd, nokkuð góð blanda satt best að segja, dýravinur og mannvinur. Ég keypti stundum 3 Muske- teers-súkkulaði handa þér í Am- eríku… uppáhaldið þitt með kaldri kók … og eins og þér ein- um var lagið tókst þér að láta mig trúa því síðustu ár að þú vissir ekki að þetta góðgæti fengist á Íslandi, allt til þess að gleðja mig við það eitt að reyna að gleðja þig. Ég er svo glöð að hafa náð að hitta þig tvisvar áður en þú kvaddir, geymi þau stuttu augna- blik vel. Farðu í friði kæri vinur og takk fyrir góðan vinskap. Sigrún Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.