Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 22

Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Þéttir slappa húð á andlit og hálsi Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð. 15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð. Ég er stödd í Nikósíu á Kýpur hjá dóttur minni sem flutti þangaðfyrir ári. Við ætlum út að borða í kvöld en ég held ekki upp á af-mælið að öðru leyti. Þess vegna fór ég út á þessum tíma, til að vera í ró og næði,“ segir Dominique Plédel Jónsson, sem á 70 ára afmæli í dag. „Dominique fæddist og ólst upp í París og lauk doktorsprófi í landfræði frá Háskólanum í París-Nanterre. „Það var landfræðin sem dró mig til Ís- lands. Ég fluttist hingað 1970 en bjó í millitíðinni í Noregi og Danmörku í tíu ár.“ Dominique er þó þekktust fyrir störf sín sem tengjast mat. „Þetta er allt ein heild, matvæli, matvælaframleiðsla og umhverfismál. Ég hreifst af hugsjónum „slow food“ fyrir 20 árum hef verið að reyna að koma þeim skilaboðum í samfélagið sem er í raun það sem allur heimur- inn er að reyna að gera í dag. Það er að búa til og borða hreinan mat sem þarf ekki að fara langar leiðir og passa upp á að framleiðandi fái sann- gjarnt verð fyrir sínar vörur og neytandinn borgi sanngjarnt verð fyrir það sem hann fær. Við eigum að reyna að framleiða eins mikið og við get- um hér á landi og það verður mjög slæmt ef bændur hverfa. Kaupmenn munu ekki brauðfæða okkur.“ Höfuðstöðvar Slow food-hreyfingarinnar eru í Tórínó og á tveggja ára fresti er haldin heilmikil matarhátíð þar sem fólk hvaðanæva úr heim- inum kynnir vörur sínar og hefur Dominique farið þangað í hvert skipti síðan 2008 að einu ári undanskildu. Dominique hefur mikinn áhuga á tónlist og var í tvö og hálft ár með þætti á Rás 1 um heimstónlist. Hún hefur einnig starfað sem fararstjóri, meðal annars í Marokkó og á Madagasgar.“ Eiginmaður Dominique er Jón Jónsson, menntaður loftskeytamaður, og börn þeirra eru Eymar og Marína Dögg og þau eiga þrjú börn hvort. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Matar- og vínsérfræðingur Dominique hefur rekið m.a. Vínskólann. Hreinn matur úr heimahéraði Dominique Plédel Jónsson er sjötug í dag H refna Kristjánsdóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 10.12. 1928 og ólst upp á Fá- skrúðsfirði til ellefu ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan suð- ur til Reykjavíkur, árið 1939, þar sem Hrefna ólst upp í Skuggahverf- inu og í Þingholtunum, við Hverfis- götu, Þórsgötu og Grundarstíg. Að loknu námi í Miðbæjarbarna- skólanum fór Hrefna í Verzlunar- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1947. Hrefna var flugfreyja um skeið á námsárunum en að námi loknu hóf hún störf á skrifstofu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga við Sölv- hólsgötu og starfaði þar til ársins 1953, að undanskildum níu mán- uðum er hún stundaði nám við Riis- by-húsmæðraskóla í Noregi 1950. Hrefna Kristjánsdóttir, fv. framkvæmdastj. og húsmóðir – 90 ára Með vænan lax Hrefna og Kjartan við Laxá í Kjós en þangað fóru þau gjarnan í veiði sem og í Norðurá. Kattavinur sem rak bílaþvottastöð í 37 ár Sest í helgan stein Kjartan og Hrefna á pallinum hjá Arndísi dóttur sinni. Hafnarfjörður Marinó Elí Björnsson fædd- ist 3. febrúar 2018 kl. 7.06. Hann vó 3.622 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Rebekka Þórisdóttir og Björn Clifford Alexandersson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.