Morgunblaðið - 10.12.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur reynst snúið að finna rétta
svarið og stundum er ekkert einhlítt svar til
við spurningum. Mundu að það þarf ekki allt
að vera fullkomið fyrir jólin.
20. apríl - 20. maí
Naut Lestu vandlega öll skjöl sem þú þarft
að skrifa undir, hvort sem um er að ræða
einkaskjöl eða opinber plögg. Einhver er í
þrjóskukasti, láttu sem þú takir ekki eftir því.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til að íhuga lífið og
tilveruna. Notaðu peningana skynsamlega,
gjafir þurfa ekki að kosta hálfan handlegg-
inn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert vinsæll meðal vina þinna og
þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að
halda. Þú færð góðar fréttir af ættingja.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samtal við ættingja, nágranna eða fjöl-
skyldu hefur jákvæð áhrif á þig. Þú ættir að
slaka oftar á og það þarf ekki að taka langan
tíma í daglegu amstri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samræður við maka og nána vini eru
í alvarlegri kantinum um þessar mundir, en á
sama tíma innihaldsríkar og hagnýtar. Gættu
þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í
einu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ýmis tækifæri standa þér opin og það
er erfitt að velja. Skoðanir þínar eiga fullan
rétt á sér en þetta er ekki rétti tíminn til að
halda þeim á lofti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú leysir störf þín vel af hendi
og setur öðrum gott fordæmi. Farðu varlega
í samskiptum þínum við viðhlæjendur. Ekki
er allt gull sem glóir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér hættir til að slá vandanum á
frest en þegar til lengri tíma er litið borgar
sig að leysa málin strax. Þú þarft að halda
rétt á spöðunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Blandaðu þér ekki í deilur vinnu-
félaga þinna að svo stöddu. Stattu með þínu
fólki og sýndu skilning þegar einhver segir
frá vandamálum sínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú neyðist til að vinna upp á nýtt
hluti sem þú hélst að væru löngu tilbúnir.
Kannski er erfitt að sjá fram úr óreiðunni á
skrifborðinu en heiður himinn (og gott
vinnupláss) eru framundan.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver snurða hefur hlaupið á þráð-
inn hjá þér og gömlum vini. Jólin eru tími
samveru, reyndu að vera sem mest með fjöl-
skyldunni komandi daga.
Ævisaga Jóns Gunnarssonar at-hafnamanns er nýkomin út.
Sagan er skrifuð af Jakobi F. Ás-
geirssyni og er bæði fróðleg og
skemmtileg lesning. Þar segir frá
því að Einar Andrésson hafi verið
forfaðir Jóns, margar vísur hans
hafi orðið fleygar og er nefnd sem
dæmi um það vísan:
Auðs þótt beinan akir veg
ævin treinist meðan,
þú flytur á einum eins og ég
allra síðast héðan.
Fram kemur í bókinni að fátt hafi
varðveist af kveðskap Einars; mest
af honum glatast í bruna. Í Skag-
firðingabók frá 1969 er rifjuð upp
hringhenda eftir Einar:
Vísir hái veit af því,
er varna náir meinum,
hvenær dáins-akur í
okkar sáir beinum.
Hér er önnur staka eftir Einar:
Máltak sanna sjáum vér,
sitt hefur hver á prjónum.
„Enginn dregur þó ætli sér
annarra fisk úr sjónum.“
Einar fæddist 1814 og var kunn-
ur maður á sinni tíð. Í Skagfirð-
ingabók segir um hann: „Hann var
vel hagmæltur og kallaður göldr-
óttur, en stundaði aðeins hvítagald-
ur. Þess gætti þegar á barnsárum
hans, að hann hafði ófreskigáfur.
Var reynt að hella messuvíni í augu
honum, en kom fyrir ekki, Einar
var rammskyggn eftir sem áður.“
Um hann orti Gísli Konráðsson í
Helga rímum Hundingsbana sem
birt var í Blöndu:
Til er Einar ungur reynir letra,
nokkrar kviður ortar á
Andrés niður Bakka frá.
Einar bjó að Bólu í Blönduhlíð
1851-1864 og var jafnan kenndur
við þá jörð. Í Skagfirðingabók seg-
ir: „Þegar hann fluttist þaðan, var
bústofn hans „tvær kýr, ellefu
hross, tuttugu sauðir og allmargar
ær“ – og þrjár klyfjar af bókum.“
Þessi vísa er eftir dótturdóttur Ein-
ars, Þóru Jónsdóttur frá Kirkjubæ:
Ýmsir fást þar um og slást,
elska, þjást og dreyma;
rúnir mást, er ristir ást;
ráð er skást að gleyma.
Símon Dalaskáld orti um Einar í
Bólu:
Engan hræðist eg í kvæðadeilum
nema Einar Andrésbur,
er mun skeinuhættastur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Einari Andréssyni í Bólu
„ÞEGAR ÞÚ SAGÐIST VILJA FARA ÚT AÐ
BORÐA HÉLT ÉG AÐ ÞÚ MEINTIR UNDIR
BERU LOFTI.”
„VIÐ ERUM Í VANDRÆÐUM MEÐ AÐ FINNA
TÓLF FYRRVERANDI FJÁRGLÆPAMENN Í
KVIÐDÓMINN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú færð mig til
að trúa á himnaríki.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞÚ SPYRÐ HVORT ÉG HAFI
ÁNÆGJU AF SAMRÆÐULISTINNI
ERU OLN BOGARNIR
Á MÉR SAMSTÆÐIR?
KEMUR LÍKLEGA
ALDREI Í LJÓS
HÚ GETUR EKKI
FARIÐ INN SVONA
ÚTLÍTANDI!
LAFÐI GODÍVA! KOMDU MEÐ
OKKUR Á KRÁNA!
HANN HEFUR RÉTT
FYRIR SÉR. MÁ ÉG
FÁ LÁNAÐA GREIÐU!
Listir og menning eiga að gleðja ogfegra mannlífið og ekki er verra
ef kúnstverkið fær okkur til þess að
sjá tilveruna í nýju ljósi. Svo má ræða
út í það óendanlega hvernig upp
tekst hjá listamönnum, sem með
verkum sínum hafa að nokkru það
hlutverk að skapa umræður og skoð-
anaskipti. Að við deilum viðhorfum
okkar hvert með öðru er súrefni lýð-
ræðisins og í krafti þess veljum við
okkur alþingismenn. Á þingi situr
fólk sem til dæmis velur hverjir skuli
fá heiðurslaun listamanna, en á
hverjum tíma njóta alls 25 manns
þeirrar náðar. Fyrr á þessu ári
myndaðist skarð í hópinn og í síðustu
viku ákváðu þingmenn að taka Bubba
Morthens nýjan inn á listann, sem er
gott mál að mati Víkverja.
x x x
En lítum aðeins á listann yfir heið-urslistamenn sem eru þegar að
er gáð allt um kring í tilveru okkar.
Nú um helgina sat Víkverji með góð-
um vini á veitingahúsi í Reykjavík
þar sem á vegg er eftirprentun af
mynd Errós, sem er á listanum fyrr-
nefnda. Yfir borðum spannst samtal
um hver skilaboðin í verkum málar-
ans mikla væru, hvernig hann ynni
og svo framvegis. Á nytjamarkaði
þar sem Víkverji kom við síðdegis
sama dag voru frammi bækur eftir
Matthías Johannessen og Guðrúnu
Helgadóttur; höfund barnabóka sem
Víkverji las ungur og höfðu til lengri
tíma mótandi áhrif á viðhorf hans til
lífs og tilveru.
x x x
Þegar var svo litið á Facebook hafðieinhver smellt þar inn myndbroti
af skemmtistað hvar sungið var há-
stöfum og á gítarinn spilaði Gunnar
Þórðarson; tónskáld, útsetjari og höf-
undur ótalmargra laga sem eru fyrir
löngu orðin almenningseign. Sama
má segja um lög Megasar; við útför
góðs vinar í síðustu viku voru flutt
mörg falleg lög og alla snart þegar
Valdimar Gunnarsson flutti lagið
Tvær stjörnur eftir meistara Megas,
sem er meðal okkar góðu heiðurs-
listamanna. Eru þá ónefndir margir
snillingar, svo sem Atli Heimir
Sveinsson, Hannes Pétursson, Jónas
Ingimundarson og Kristbjörg Kjeld.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2.20)
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum