Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 26
„Listafólkið okkar er í heimsklassa, svo VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Dagana 12.-16. desember umbreytist Reykjavík í þungamiðju norræns nú- tímadans en þá fer fram hátíðin Ís- heit Reykjavík (www.icehotnordicd- ance.com). Um er að ræða tvíæring sem ferðast hefur á milli höfuðborga á Norðurlöndum frá árinu 2010 og er viðburðurinn stærsta norræna sam- starfsverkefnið af sínum toga: „Árangurinn er slíkur að í dag er Ísheit orðin þekkt vörumerki í dansi um allan heim og hátíðin í hópi þeirra mikilvægustu í alþjóðlega dansdaga- talinu,“ segir Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðarins. Norræna ráðherranefndin er helsti norrænni bakhjarl Ísheitrar en mennta- og menningarmálaráðu- neytið veitir einnig ríkulegan stuðn- ing, auk fjölda annarra norrænna og íslenskra aðila. Stórri hátíð sniðinn þröngur stakkur Jaðrar við að viðburðurinn sé of stór fyrir Ísland því von er á svo miklum fjölda erlendra gesta að lítið er eftir að miðum fyrir almenning og uppselt á flestar sýningar hátíðar- innar. „Vandinn er sá að dansinn á Íslandi ræður ekki yfir neinu húsi, og við erum upp á öll leikhús bæjarins komin með það að fá aðstöðu fyrir sýningar. Auðvitað hefðum við viljað vera með öll stærstu svið höfuðborg- arsvæðisins alla daga hátíðarinnar, en þurfum þess í stað að hafa margar sýninganna á tiltölulega litlum svið- um þar sem eru einfaldlega ekki nógu mörg sæti til að við getum haft miða í boði fyrir íslenskan almenn- ing,“ útskýrir Ása og bendir á að Ís- heit sé öðru fremur kaupstefna og vettvangur fyrir dansara og danshöf- unda til að koma sér á framfæri við áhrifafólk í dansheiminum. Er von á um 500 erlendum gestum, listafólki og stjórnendum á hátíðina. „Við sáum það fljótt að þessi hópur áhorf- enda myndi þurfa að hafa forgang, enda þeir gestir sem listamönnunum sjálfum þykir brýnast að fá á sýningar sínar.“ Hátíðin leggur m.a. undir sig Bíó Paradís, og er þar leitun að lausum miðum. Aftur á móti má enn kaupa miða á opnunarkvöld Ísheitrar sem fer fram á öllum leiksviðum Borg- arleikhússins, með stórsýningunni Fórn í uppfærslu Íslenska dansflokks- ins. Einnig eru miðar fáanlegir á sýn- ingu í Kassa Þjóðleikhússins á sunnu- dagskvöld og fer sala fram hjá Tix.is. Það er kannski kvikindislegt að segja listelskum lesendum frá því, fyrst miðarnir eru á þrotum, en á Ís- heitri verður borin fram dansveisla á heimsklassa. Alls bárust 355 umsóknir um að fá að sýna á hátíðinni og tók sérstök dómnefnd það að sér að velja allrabestu verkin. Segir Ása að um- sóknirnar hafi verið hver annarri betri og erfitt að gera upp á milli verka. Létti það heldur ekki störf dómnefnd- arinnar að í allri sögu tvíæringsins hafa umsóknir hafa aldrei verið fleiri. „Eingöngu er um að ræða nýverk sem frumsýnd hafa verið á tímabilinu 2016 til 2018 og að auki eru nokkur verk kynnt, í sérstakri dagskrá í Bíó Para- dís, sem eru glæný og hafa sum hver ekki enn verið frumsýnd,“ útskýrir Ása og bætir því við að dagskráin skiptist tiltölulega jafnt á milli Norð- urlandaþjóðanna. Er dagskrá Ísheitrar svo viðamikil að það er varla að finna það sýningar- rými sem ekki er nýtt. Auk Bíós Para- dísar, Tjarnarbíós, Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins verða haldnar sýn- ingar, vinnustofur og fyrirlestrar á Dansverkstæðinu, í Hafnarhúsi, Nor- ræna húsinu, Dansgarðinum, Gaflara- leikhúsinu, Iðnó, og á Ægisíðu. Kominn tími á danshús Það væri kannski ráð, áður en röðin kemur aftur að Reykjavík að hýsa stórviðburð í dansi að listgreinin eign- ist sitt eigið sýningarhús. Ása segir það hafa verið mikið framfaraskref þegar Dansverkstæðið var opnað í nýju húsnæði á Hjarðarhaga fyrir skemmstu og er þar góð aðstaða fyrir æfingar þó rýmið henti ekki fyrir sýn- ingar. „Dansinn er því miður alltaf upp á aðra kominn; hann ræður ekki yfir sínum eigin sviðum, getur ekki ákveðið hversu mikið hann sýnir eða hvar. Og jafnvel þó að leikhús landsins séu mjög jákvæð í garð dansins þá er þetta listform, hvað húsnæði snertir, ennþá litla systirin í íslensku listalífi, sett út í horn, og er það óþolandi.“ Forsendurnar fyrir danssýninga- húsi eru allt aðrar í dag en þær voru fyrir bara tíu eða tuttugu árum. Ása bendir á að mikil bylting hafi orðið á íslensku danssenunni; margir fram- úrskarandi danshöfundar og dansarar komið fram á sjónarsviðið og listunn- endur almennt áhugasamir um dans- sýningar. „Það er alla jafna vel mætt þegar dansverk eru sett á svið, mikill vöxtur í íslenska danssamfélaginu og íslenskur nútímadans fyllilega sam- bærilegur við það besta sem finna má erlendis.“ Fengi Ása að ráða vildi hún að dansinn fengi hús sem auðvelt væri að aðlaga jafnt stórum sem smáum við- burðum. „Þetta hús mætti ekki vera svo fínt og flott að ekki mætti hreyfa  Stór norræn danshátíð hefur sprengt sali borgarinnar utan af sér Morgunblaðið/Hari Blómaskeið Ása nefnir ýmsar ástæður fyrir þeim krafti sem einkennir íslensku dans-senuna. Ein ástæða er brenn- andi áhugi almennings sem kann að meta listrænar gæðastundir, og horfir til listanna, enda bregðast þær ekki. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Jólagjafahandbók S4S er komin út á skor.is » Grýla og Leppalúði hafa mörg síðustu ár komiðvið á Þjóðminjasafni Íslands stuttu áður en jóla- sveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum. Tröllahjónin litu inn á safninu í gær til að hitta spennt börn sem hlakka til jólanna. Við sama tækifæri söng Steiney Skúladóttir úr Reykja- víkurdætrum nokkur lög við píanóundirleik Guðna Franzsonar. Fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, er væntanlegur til byggða 12. desember og leggur þá auðvitað leið sína í Þjóðminjasafnið kl. 11 til að heilsa gestum líkt og bræður hans munu gera hver af öðrum fram á aðfangadag. Sveinarnir klæðast fatnaði af gamla taginu, útskýra kenjar sínar og klæki fyrir börnunum og syngja með þeim jólalög. Tröllahjónin Grýla og Leppalúði heimsóttu Gaman Mikið gekk á hjá Grýlu og Leppalúða og kunnu börnin vel að meta. Gaman er frá því að segja að Ása mun flytjast búferlum til Brussel í febrúar og taka þar við einu áhrifamesta starfi lista- heimsins. Verður hún fram- kvæmdastjóri sviðslistasamtak- anna IETM og gantast með að samtökin séu nokkurs konar Nató sviðslistaheimsins. Er ráðn- ingin til fimm ára með möguleika á framlengingu í fimm ár til við- bótar. „Þetta eru ein stærstu lista- samtök heims, stofnuð árið 1981 og að þeim eiga aðild yfir 500 leikhús, stofnanir, hátíðir, hópar og aðrir úr öllum kimum sviðs- listanna, auk ráðuneyta, listráða og annarra opinberra aðila,“ út- skýrir Ása en IETM hefur það meginhlutverk að liðka fyrir sam- skiptum og samstarfi og greiða leið sviðslista á ýmsa vegu. Að vonum hlakkar Ása til að takast á við nýja starfið. „Það er mikill heiður að fá þessa stöðu og von- andi að ég geti nýtt tækifærið eftir bestu getu til að vinna einnig í þágu íslenskra sviðslista á alþjóðlegum vettvangi.“ Mun stýra „Nató sviðslistaheimsins“ Á LEIÐ TIL BRUSSEL Á NÆSTA ÁRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.