Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018
Lífleg jólasýning á annað hundrað listamanna opnuð í Ásmundarsal
Margmenni Fjöldi fólks leit við á sýningunni um helgina í Ásmundarsal enda fjölbreytt 300 verk til sýnis eftir yfir hundrað listamenn.
Ígrundun Það tekur tímann sinn að skoða slíkan fjölda verka
sem raun ber vitni og sum krefjast meiri íhugunar en önnur.
Skeggrætt, spáð og spekúlerað Gestir tóku tal saman, sum-
ir glugguðu í gögn á meðan aðrir gáði í síma sína.
Líf og fjör Gestalistamenn vinna að grafíkverkum í Gryfjuna
og eru þau líka til sölu og var fólk mjög áhugasamt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ós Pressan býður í dag, mánudag,
kl. 19 til útgáfuhófs til að fagna
þriðja tölublaði Ós – The Journal,
árlegs fjöltyngds bókmenntasafns
sem inniheldur verk eftir rithöf-
unda, skáld og listafólk. Höfund-
arnir eru af ólíkum uppruna, hafa
mismunandi bakgrunn og skrifa
fjölbreytta texta á ýmsum tungu-
málum. Það sem sameinar þá er
tengingin við Ísland. Í þessu þriðja
tölublaði eru 45 verk eftir 30 höf-
unda, skáld og listafólk á fimm
tungumálum: ensku, íslensku, hol-
lensku, spænsku og finnsku.
Á upphaflegu tungumáli
Bókmenntatímaritið Ós – The
Journal er, samkvæmt tilkynningu,
eina ritið gefið út á Íslandi sem birtir
verk á mörgum tungumálum. Fyrstu
tvö tölublöðin fengu mikla athygli
og umfjöllun, í fjölmiðlum og meðal
bókmenntaunnenda hér á landi. Nú
þegar hefur verið birt efni eftir 82
höfunda frá ólíkum löndum, sem
skrifa á hinum ýmsu tungumálum.
Sum verkanna í ritinu voru þýdd á
ensku eða íslensku, en öll birtast á
upprunalegu tungumáli.
Ós Pressan eru sjálfstætt starf-
andi félagasamtök rithöfunda sem
hafa það að leiðarljósi að styðja við
nýja rithöfunda og koma þeim fram
á sjónarsviðið. Auk þess vilja að-
standendur skapa fjölbreytt rithöf-
undasamfélag og ögra hefðbundinni
bókaútgáfu á Íslandi.
Með auknum áhuga á tímaritinu
var ákveðið að sjónljóð og myndlist
yrðu einnig birt. Meðal þeirra sem
eiga efni í nýja tölublaðinu eru Ann-
ija Orbante, Kári Tulinius, Wiola
Ujazdowska, Karítas Hrund Páls-
dóttir, Helen Cova, Sverrir Norland,
Áslaug Hrefna Thorlacius, Johnny
Atlas, Sébastien Nouat, Marloes
Robijn og Yoav Tirosh.
45 verk eftir 30 ólíka
höfunda víða að
Útgáfuhóf Ós Pressunnar í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Margir skrifa Kári Tulinius er einn
höfunda efnis í tölublaðinu nýja.
Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi-
Bolungarvík-Vestmannaeyjum
ÞÚ FÆRÐ
HJÁ OKKUR!
S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is
ICQC 2018-20
» Á annað hundraðmyndlistarmenn af
ólíkum kynslóðum, ís-
lenskir og erlendir, lítt
þekktir sem mjög
þekktir, eiga verk á
Jólasýningu Le Grand
Salon de Noël sem var
opnuð í Ásmundarsal á
laugardag. Fjöldi
gesta leit við um
helgina en um 300
verk þekja alla veggi
og geta gestir keypt
myndverk og tekið
með sér, og eru þá
önnur sett upp í stað-
inn. Alla daga fram að
jólum vinna gestalista-
menn að grafíkverk-
um í Gryfjuna og eru
þau líka til sölu.