Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  303. tölublað  106. árgangur  MYNDAGÁTA MORGUN- BLAÐSINS HEIMUR FJÖLMIÐLA 16 SÍÐNA SÉR- BLAÐ UM VIÐ- SKIPTI ÞJÁNINGARFRELSIÐ 36 VIÐSKIPTAMOGGINNÁRLEG DÆGRADVÖL 26 Morgunblaðið/Eggert Fundarborðið Félögin þrjú vísuðu deil- unni til ríkissáttasemjara í síðustu viku.  Fyrsti fundur SA, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness hjá ríkissáttasemjara verður haldinn á morgun eftir að síðarnefndu félög- in þrjú vísuðu deilunni þangað. Formaður VR segir félögin hafa tekið ákvörðunina með fullan hug á því að ná árangri í viðræðunum. Hann vonast til þess að komast hjá því að boða þurfi til verkfalls- aðgerða. Formaður SA segir það engum til góðs ef til harðra átaka og/eða verkfalla komi. Forsvarsmenn helstu hagsmuna- samtaka atvinnulífsins lýsa sýn sinni fyrir næsta ár í Viðskipta- Mogganum. Munu niðurstöður kjaraviðræðna hafa mikið að segja um horfurnar á nýju ári. »2 & ViðskiptaMogginn Viðræður hjá ríkissáttasemjara hefjast á morgun Lántökur heimilanna » Ný verðtryggð útlán til heimila eru nánast engin í nóvember. » Óverðtryggðar lánveitingar bankanna til heimila stórauk- ast á sama tíma. Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Í fyrsta sinn frá árinu 2015 reynast uppgreiðslur verðtryggðra húsnæð- islána hærri en nýjar lántökur. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla- banka Íslands frá viðskiptabönkun- um. Drógust verðtryggð lán banka til heimila, með veði í húsnæði, sam- an um tæpan milljarð í nóvember. Á fyrstu 10 mánuðum ársins námu ný útlán í þessu formi, umfram upp- greiðslur, hins vegar ríflega 5,2 milljörðum að meðaltali. Óverðtryggðar lánveitingar bank- anna til heimila stórjukust á sama tíma og lánuðu bankarnir óverð- tryggð lán, með veði í íbúðarhús- næði, að fjárhæð 14,3 milljarða króna í nóvember að teknu tilliti til uppgreiðslna. Hafa bankarnir aldrei fyrr lánað jafn mikið í formi óverð- tryggðra lána til heimila í einum mánuði. Um sprengingu er að ræða í þessum efnum og í október og nóvember nema ný óverðtryggð út- lán bankanna til heimila viðlíka upp- hæð og þeir lánuðu í formi samskon- ar lána allt árið í fyrra, eða rétt ríflega 24 milljörðum króna. Óverðtryggð lán stóraukast  Uppgreiðslur verðtryggðra lána hærri en nýjar lántökur í fyrsta sinn frá 2015  Heimilin líta til versnandi verðbólguhorfa  Umskipti í bókum bankanna MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugkappi Hörður Guðmundsson vígalegur í Vestmannaeyjum. Flugvél af gerðinni Dornier 328-100 sem Flugfélagið Ernir tók nýlega í notkun reynist vel. Vélin þarf ekki langa flugbraut, er fljót í hæð og er hraðfleyg. Má það teljast saga til næsta bæjar að nú tekur ferðin frá Reykjavík til Vestmannaeyja aðeins fimmtán mínútur. Sá hængur er þó á, segir Hörður Guðmundsson, for- stjóri Ernis, að Vestmannaeyjaflug- völlur er oft lokaður vegna misvinda og þoku. Fyrir vikið sé alveg á mörk- unum að flug þangað sé raunhæft eða borgi sig sé horft á málin í stóru samhengi. Starfshópur á vegum samgöngu- ráðherra skilaði nýlega tillögum þar sem gert er ráð fyrir 50% niður- greiðslu á flugfargjöldum fólks sem býr í 200-300 km akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Hörður Guðmunds- son segir þessi áform áhugaverð. Ef vel takist verði flugið með þessu orð- ið valkostur fyrir fleiri og farþegum fjölgi. Niðurgreiðsla á öðrum sam- göngukostum sé líka alsiða, svo sem strætisvagnaferðir og ferjusiglingar. Rök séu því fyrir að flugið megi styrkja af opinberu fé, enda sé það almenningssamgöngur. »10 Hraðfleyg og fljót í flughæð  Dornier-vél Ernis kemst til Vestmannaeyja á methraða Víðast hvar um landið var óvenjuhlýtt yfir jólahátíðina og um hátíðirnar nutu þess margir að ganga um miðborg Reykjavíkur í mildu og góðu veðri. Þegar þessi mynd var tekin við Reykjavíkurtjörn mátti heyra fuglasöng líkt og að vori og borgarbúar og erlendir gestir þeirra virtu fyrir sér fjölskrúðugt fuglalífið við Tjörn- ina. Áfram er búist við hlýju veðri næstu daga í borginni, en þó með nokkurri úrkomu. Fjölskrúðugt fuglalíf við Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Árni Sæberg  Úrsögn Japans úr Alþjóðahval- veiðiráðinu (IWC) hefur eng- in áhrif hér á landi að mati Kristjáns Lofts- sonar, forstjóra Hvals hf. Í sama streng tók Krist- ján Þór Júlíusson sjávarútvegs- ráðherra í viðtali við RÚV í gær. „Þeir hefðu átt að vera búnir að þessu fyrir löngu,“ segir Kristján Loftsson um ákvörðun Japana og fagnar henni. »11, 19 Úrsögn Japans úr IWC ekki áhrif hér Kristján Loftsson Áramótaveðrið verður með ágæt- um víðast hvar á landinu og viðrar vel til flugeldaskota. Daníel Þor- láksson veðurfræðingur segir að spáin sé eins góð og best verður á kosið, ekki of mikill vindur en þó ekki algert logn enda þurfi smá- golu til að bægja menguninni frá. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir léttskýjuðu veðri án úrkomu og frosti á bilinu tvö til sjö stig. Í Morgunblaðinu í dag er að finna kort yfir þær 16 áramóta- brennur sem verða á höfuðborg- arsvæðinu á gamlárskvöld. Flugeldasala hefst á morgun og verða nýjungar hjá Landsbjörg í ár í tilefni af 90 ára afmæli björg- unarstarfs á Íslandi. Tvenns konar afmælistertur verða til sölu. Þá býðst fólki að „skjóta rótum“ með því að kaupa græðlinga til gróð- ursetningar í Áramótaskógi Landsbjargar í grennd Þorláks- hafnar. Jónas Guðmundsson hjá Lands- björg segir að verkefnið sé hugsað fyrir þá sem langi til þess að styðja við björgunarsveitirnar en hafi ekki áhuga á flugeldum. »6 Áramótaspáin eins og best verður á kosið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.