Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 2

Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 595 1000 Gleðileg jól Heimsferðir óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ferðaári. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Deiluaðilar koma saman á morgun  Halda á fund ríkissáttasemjara  VR vill forðast hörð átök og vinna að lausn  Vísa til kosningalof- orða stjórnarflokkanna  SA vildu hafa séð meira „sett á borðið“ af hálfu verkalýðsfélaganna þriggja Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að við- ræður við Eflingu, VR og Verkalýðs- félag Akraness hafi ekki verið komn- ar á það stig að ástæða hafi verið að vísa þeim til ríkissáttasemjara. „Við getum orðað það þannig að við hefð- um gjarnan viljað sjá meira sett á borðið en verið hefur. Fyrst málið er komið á þennan stað, þá ræðum við það þar við borðið,“ segir hann. Félögin þrjú afturkölluðu í síðustu viku samningsumboð sitt frá Starfs- greinasambandinu og verður fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara haldinn á morgun. Eyjólfur Árni segir að- spurður að í raun liggi ekki fyrir hve mikið beri á milli í deilunni. „Það hefur eiginlega ekki reynt á það yfir höfuð […], satt að segja. Það liggur fyrir kröfugerð og það liggur fyrir hvað við höfum sagt að rými sé fyrir meðal atvinnulífsins almennt. Það eru vinnuhópar að störfum og það liggur engan veginn fyrir niður- staða um það hvernig ber að meta hve mikið ber í milli, það er bara ekki vitað. Það hefur ekki mikið reynt á samninga yfir höfuð, það er í raun og veru þannig,“ segir hann. Hörð átök engum til góðs Spurður hvort menn hafi áhyggjur af hörðum átökum og/eða verkfalls- aðgerðum segir hann að sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi eðli máls sam- kvæmt. „Ég á ekkert frekar von á því en það getur gerst. Við sjáum hvernig vinnst úr þessu en það verður engum til góðs ef það gerist,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir félögin þrjú hafa tekið ákvörðunina með fullum hug til þess að ná árangri í viðræðunum. „Síðast þurfti að fara í verkfallsboðun til þess að fá áheyrn og ekki fyrr en búið var að samþykkja verkfallsaðgerðir hjá VR að eitthvað fór að gerast. Ég vona að við losnum við það núna,“ segir hann. „Það er bara svo mikið undir að ég er vongóður um að við náum ár- angri. Það sem vegur þungt í þessu eru ákveðnar kerfisbreytingar. Kosn- ingaloforð stjórnarflokkanna lúta að hluta af þeim og nú er t.d. komin í gang mikil vinna í tengslum við hús- næðismálin. Ef við náum árangri þar er það stór áfangi fyrir okkur. Allt skiptir þetta máli í kröfugerðinni okkar,“ segir hann og nefnir að félög- in geti ekki farið öðruvísi en bjartsýn inn í viðræðurnar. Spurður hvort von sé á að alvöru- taktur komist á í viðræðunum á nýju ári segir hann að félögin þrjú líti þannig á verkefnið. „Við ætlum í þess- ar viðræður af heilum hug. Ef SA gera það líka og stjórnvöld eru tilbúin að hlusta og reyna að koma að lausn- inni, þá náum við saman á endanum. Það er engin spurning um það, heldur bara hvenær.“ Landsnet mun skipta út öllum þrem- ur straumspennum í tengivirki Íra- fossvirkjunar en eldur kom upp í tengivirkinu á jólanótt. Eldurinn kom upp í mælaspenni og varð sprenging í einum af þremur straumspennum tengivirkisins. Spennarnir eru frá árinu 1959 en virkjunin var gangsett árið 1953. Ákveðið var að skipta öllum þremur út til að koma í veg fyrir elds- voða eins og á jólanótt. Áætlað er að viðgerðin klárist fyrir helgi og í kjölfarið verður hægt að setja Ljósafosslínu 1 inn aftur. „Þetta er ekkert rosalega stórt verk þannig, við þurfum bara gott veður,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landsnets. Ekki þarf að kalla út auka mannskap vegna við- gerðarinnar. Hún segir að það hafi verið töluvert áfall að fá fregnir af eldsvoðanum. „En þetta hefur gengið mjög vel. Það kom í ljós á jólanótt að það eru allir mjög vel æfðir. Þegar við fórum að skoða þetta betur á jóladag voru skemmdirnar ekki eins miklar og þær litu út í fyrstu. En svo er sót á tengivirkinu sem við þurfum að skoða með hvaða hætti við þrífum.“ Þá segir Steinunn að það jákvæða sem megi taka út úr þessu öllu saman sé að eng- inn hafi þurft að vera án rafmagns á jóladag. Skipta um spenna eft- ir eldsvoða  Gert við tengivirki Írafossvirkjunar Yfir jólahátíðina fjölgar heimsóknum í kirkju- garða mjög og heilu stórfjölskyldurnar heim- sækja látna ástvini og votta þeim virðingu sína. Svo rík er hefðin að sumir koma í kirkjugarðinn á sama tíma á hverju einasta ári. Margir kveikja á kerti við leiðin eða leggja þar kransa eða aðra skrautmuni. Í ár var engin undantekning á þessu og mikil umferð um garðana. Flestir leggja leið sína í kirkjugarðana á að- fangadag, en á þessu ári bar Þorláksmessu upp á sunnudag og dreifðist umferðin því nokkuð á þessa tvo daga. Þrátt fyrir þetta var umferðin mest á aðfangadag og margmenni í kirkjugörð- unum frá því snemma á aðfangadagsmorgun og fram eftir degi. Sumir koma á sama tíma á hverju ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsóknir í kirkjugarðana stór hluti af jólahefð Íslendinga Sprenging varð í bílskúr í Holtagerði í Kópavogi um klukkan 16 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu á höfuðborgarsvæðinu var sprengingin kröftug og olli miklum skemmdum á bílskúrnum sem og á íbúðarhúsinu. Engin slys urðu á fólki. „Bílskúrshurðin var í molum úti á plani,“ sagði Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við mbl.is. Einn var í bílskúrnum og var hann að gera við sportbíl. Að sögn Jóhanns hafði húsráðandi verið að reyna að gangsetja bílinn og líklega ekki gert sér grein fyrir því að loftið væri orðið bensínmettað þegar hann setti bílinn í gang. Tveir slökkviliðsbílar og þrír sjúkrabílar voru sendir á staðinn þegar útkall barst en annar slökkviliðsbílanna og tveir sjúkrabílar voru síðan afturkallaðir. Nágrannar voru þá mættir á staðinn með slökkvitæki. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæðinu við sprenginguna, rúður brotnuðu sem og milliveggur inn í barnaherbergi. Starf slökkviliðs á vettvangi fólst aðal- lega í því að tryggja að eldur leyndist ekki í rústunum. Eigandi sportbílsins vildi ekki láta flytja sig á slysa- deild en Jóhann segir að hann hafi verið með sviðið hár, en annars brattur. Sprenging í bílskúr við Holtagerði í Kópavogi  Skemmdir urðu einnig á íbúðarhúsi  Engin slys á fólki Morgunblaðið/Eggert Sprenging Talsverðar skemmdir urðu á bílskúr og íbúðarhúsi í Kópavogi í gær en enginn slasaðist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.