Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Veður víða um heim 26.12., kl. 18.00
Reykjavík 6 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 5 rigning
Akureyri 5 alskýjað
Egilsstaðir 4 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 8 súld
Nuuk -1 snjókoma
Þórshöfn 8 rigning
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -1 léttskýjað
Lúxemborg 0 heiðskírt
Brussel 2 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 10 alskýjað
London 8 alskýjað
París 1 þoka
Amsterdam 6 þoka
Hamborg 8 þoka
Berlín 6 súld
Vín 4 léttskýjað
Moskva -7 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 5 léttskýjað
Winnipeg -16 snjókoma
Montreal -9 alskýjað
New York 3 alskýjað
Chicago 2 þoka
Orlando 20 heiðskírt
27. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:36
ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:59
SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:41
DJÚPIVOGUR 11:02 14:56
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag SV-átt, víða 10-15 m/s, og él S- og V-til
á landinu, en léttskýjað NA-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag SV 8-15 m/s og él um V-vert landið en
þurrt og bjart veður austantil. Hiti um frostmark.
SA 10-15 með rigningu, fyrst SV-lands, en hægari og þurrt NA-til þar til síðdegis. S-lægari og
dregur úr úrkomu S- og V-til um kvöldið. Kólnar heldur, hiti kringum frostmark á morgun.
ÚTSALÁRSINSGEGGJUÐ TILBOÐ Á TÖLVUGRÆJUMAÐEINS Í ÖRFÁA DAGA • TAKMARKAÐ MAGNFYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ
OPNUM KL 12
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
A
Í DAG
Kranavísitala Vinnueftirlitsins stóð í hæstu hæðum í upphafi
desembermánaðar, eða í 364 krönum, og er vísitalan sú sama
og á því herrans ári 2007. Innan um byggingarkrananna í
Reykjavík stendur Hallgrímskirkja þar sem helgiþjónusta fór
fram á aðfangadag, jóladag og á öðrum degi jóla. Ef til vill
hefur einhverjum kirkjugestum þótt nóg um alla byggingar-
kranana og kannski séð í þeim mammonsmerki. Á jólum er
gott að minna sig á að ekki fæst allt með veraldlegum hlutum,
hjálp við aðra er dýrmætust jólagjafa sem hver gefur.
Þjóðarhelgidómur innan um mammonsmerki hagvaxtar og uppgangs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á hverju ári mætir fjöldi manns í aft-
ansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík á
aðfangadag og í ár var kirkjan
smekkfull að vanda, að sögn Sveins
Valgeirssonar, sóknarprests í Dóm-
kirkjusókn. Messunni var útvarpað í
beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en
þeirri hefð hefur verið haldið frá árinu
1931.
„Margir reyna að ná að minnsta
kosti einni messu yfir hátíðarnar,“
segir Sveinn. Hann segir að á jóladag
hafi mun færri mætt í messuna, sem
hófst klukkan 11 en ekki klukkan 2
eins og í flestum öðrum kirkjum.
Einnig mættu mun færri í messu ann-
an í jólum en sem betur fer lifir hefðin
að sögn Sveins.
Akureyrarkirkja var sneisafull
klukkan 6 á aðfangadagskvöld og var
einnig vel mætt í messu á jóladag.
„Það var æðisleg stemning,“ segir
Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-
prestur við Akureyrarkirkju. Þá var
kirkjusóknin góð á jóladag þegar
Svavar sá um helgihaldið.
Góð kirkjusókn var í Áskirkju í
Laugardal á aðfangadag. Sigurður
Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju,
segir að gestum í aftansöng á aðfanga-
dagskvöld hafi fjölgað, en um 200
manns mættu í messuna.
„Ég held að fólk hugsi meira inn á
við og sé farið að gefa þessum andlegu
verðmætum meiri gaum en áður, trú-
in skiptir fólk máli,“ segir Sigurður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngur Mikið annríki hefur verið hjá kór Dómkirkjunnar yfir hátíðarnar. Helgihald fór fram á aðfangadag, jóla-
dag og annan í jólum, en aðsóknin var mest á aðfangadag eins og vant er.
Á fimmta hundrað
manns í aftansöngnum
Fjöldi fólks leggur leið sína í Dómkirkjuna á ári hverju
Met var slegið í heimsóknum á
Læknavaktina helgina fyrir að-
fangadag, hinn 22. og 23. desem-
ber. Hátt í 540 manns leituðu lækn-
isaðstoðar þar hvorn dag en aldrei
hefur áður verið jafnmikið álag á
Læknavaktinni yfir hátíðarnar, að
sögn Gunnlaugs Sigurjónssonar,
lækningaframkvæmdastjóra
Læknavaktarinnar.
Á aðfangadag leituðu um 200
manns á Læknavaktina en þá er
oftast töluvert minna álag en dag-
ana fyrir jól. Þegar Morgunblaðið
ræddi við Gunnlaug annan í jólum
sagðist hann búast við því að anna-
samt yrði á Læknavaktinni þann
dag.
„Nú er að ganga töluvert mikið
af öndunarfærasýkingum og pest-
um, svo er RS-veira að ganga hjá
börnum og inflúensan er byrjuð að
stinga sér niður,“ segir Gunnlaugur
en hann telur marga hafa veikst af
inflúensu viku fyrir jól. Þá sé mikið
um almennar kvefpestir og alls
kyns veirusýkingar. Vel hefur
gengið hjá Læknavaktinni að ráða
við álagið. Biðin getur verið í allt
að 45 mínútur og eru 5 til 6 læknar
á vakt hverju sinni yfir hátíðarnar.
Á bráðamóttöku Landspítalans
er álagið um jólin líkt og hefur ver-
ið undanfarin ár en Jón Magnús
Kristjánsson, yfirlæknir bráða-
lækninga, segir að gamlárskvöld sé
annasamasta kvöld ársins á bráða-
móttökunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Læknavaktin Metaðsókn var helgina fyrir jólin. Eru margar pestir í gangi.
Metaðsókn á
Læknavaktina
Nær 1.100 manns komu um helgina