Morgunblaðið - 27.12.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 27.12.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Kjalarnes við Kléberg Kl. 20.30 Suðurfell Kl. 20.30 Þingabrennan, Gulaþingi Kl. 20.30 Í Gufunesi Kl. 20.30 Geirsnef Kl. 20.30Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjug. Kl. 20.30 Við Ægisíðu Kl. 20.30 Við Rauðavatn Kl. 20.30 Laugardalur, fyrir við Laugarásveg Kl. 20.30 Neðan Holtahverfis við Leirvog Kl. 20.30 Ásvellir, við íþrótta- svæði Hauka Kl. 20.00 Við Skildinganes Kl. 21.00, blysför kl. 20.30 Á Valhúsahæð Kl. 20.30 Við Sjávargrund Kl. 21.00 Smárahvammsvöllur neðan Digraneskirkju Kl. 20.30 Flugeldasýning Hjálparsveita skáta hefst kl. 21.10. R E Y K J A V Í K MOSFELLSBÆR KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR ÁLFTANES SELTJARNARNES SKERJAFJÖRÐUR Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu2018 Stór brenna Lítil brenna Munið að flugeldar eiga ekki erindi á brennurnar! Úlfarsfell, ofan við Lambhagaveg Kl. 15.00 Á meðan margir njóta rólegheit- anna fyrstu dagana eftir jól er einhver annasamasta tíð ársins fram undan hjá björgunarsveita- fólki. Strax á öðrum degi jóla er haf- ist handa við að setja upp sölu- staði skotelda, enda er flugelda- salan fram undan helsta fjáröflun björgunarsveitanna. Jónas Guðmundsson hjá Lands- björg segir að einhverjar björg- unarsveitir hefji undirbúninginn fyrir jól, og þá helst þær sem hafa nokkra sölustaði. Afmælistertur á 90 ára afmæli Björgunarsveitarstarf á Íslandi fagnar í ár 90 ára afmæli og af því tilefni verða til sölu sérstakar af- mælistertur hjá björgunarsveit- unum í ár. „Við verðum með tvær tertur sem eru í tilefni afmælisins. Annars vegar er það afmælisterta og hins vegar björgunarkappa- terta,“ segir Jónas en kappatertan sækir augljóslega fyrirmyndina til landnámskappanna sem prýða um- búðir margra skotterta björgunar- sveitanna. Þá mun Landsbjörg brydda upp á annarri nýjung í ár, verkefninu „Skjótum rótum“. Um er að ræða græðling til gróður- setningar í Áramótaskógi Lands- bjargar í grennd Þorlákshafnar. „Við gerum ráð fyrir að skógur- inn verði sem fyrst stór og veg- legur,“ segir Jónas, en verkefnið er hugsað fyrir þá einstaklinga sem vilja styðja við björgunar- sveitirnar en hafa ekki áhuga á flugeldum. Að sögn Jónasar fer stærstur hluti flugeldasölunnar fram á gamlársdag og áætlar hann að um 500 björgunarsveitarmenn standi þá vaktina á sölustöðum Lands- bjargar. „Jólaverslunin er alltaf eitthvað að breytast en þetta helst alltaf óbreytt. Flestir koma á gamlárs- dag.“ Flestir sölustaðir björgunar- sveitanna verða opnaðir á morgun klukkan 10 að sögn Jónasar. „Á seinhverjum stöðum er styttri opnunartími en á höfuðborgar- svæðinu og á stærri þéttbýlis- stöðum er opið frá 10 til 22,“ segir hann. Jónas segir að aldrei sé of oft minnst á mikilvægi þess að ganga gætilega um flugelda og nota hanska og hlífðargleraugu. Í ár fengu rúmlega 20 þúsund ung- menni á aldrinum 10 til 15 ára gjafabréf frá Landsbjörgu fyrir hlífðargleraugum. Skjáskot/mbl.is Skjótum rótum Landsbjörg býður til sölu í ár græðlinga sem verða settir niður í Áramótaskógi Landsbjargar sem er í grennd við Þorlákshöfn. Græðlingar og afmælis- tertur hjá Landsbjörg  Nýjungar í fjáröflun björgunarsveitanna fyrir áramótÚtlit er fyrir ágætisveður víðasthvar á landinu um áramót og ætti að viðra vel til flugeldaskota. Í samtali við Morgunblaðið segir Daníel Þor- láksson, veðurfræðingur á Veður- stofunni, að spáin sé eins góð og best verður á kosið með hliðsjón af þeirri iðju; ekki of mikill vindur en þó ekki algert logn enda þurfi smá golu til að bægja menguninni frá. Logn var í Reykjavík um síðustu áramót og hefur aldrei mælst meira svifryk í borginni en á nýársdag. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við að léttskýjað verði á gamlársdag og frost á bilinu 2-7 stig. Spáð er hægri norðanátt, 5-10 metrum á sek- úndu, en engri úrkomu. Fremur köld norðanátt verður um land allt og frost, ef frá er talin suð- austurströndin. Gert er ráð fyrir snjókomu norð- an- og austanlands er nýja árið gengur í garð, en sunnan- og vest- anlands ættu áramótin að vera úr- komulaus. alexander@mbl.is Viðrar vel til flug- eldaskota um áramót  Léttskýjað og þurrt sunnan og vestan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.