Morgunblaðið - 27.12.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi-
Bolungarvík-Vestmannaeyjum
ÞÚ FÆRÐ
HJÁ OKKUR!
S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is
Jón Gnarr, fyrrverandi leppurDags B. Eggertssonar í stóli
borgarstjóra, leit stuttlega upp úr
önnum sínum við að skrifa skaupið
til að verja þennan velgjörðarmann
sinn. Jón hefur ekki
breytt háttum sínum
og tekur því fram að
hann hafi ekki lesið
braggaskýrsluna, en
heldur því samt fram
að Dagur hafði orðið
fyrir aðför í málinu
og að ekki sé við
hann að sakast.
Jón segir að það séekki „spilling eða
vanhæfni“ sem valdi
gegndarlausum fjár-
austri borgarinnar
heldur sé þetta „kerfislægur vandi“.
Og af því að Íslendingar eru meðsvo „stjarnfræðilega lélegt
regluverk“, að mati Jóns, þá ber
yfirmaðurinn enga ábyrgð.
En þetta er ekki það eina semleppurinn fyrrverandi nefnir.
Hann kýs líka að draga veikindi
Dags inn í málið og finnst „soldið
sérstakt“ að í „korterslöngu Kast-
ljósviðtali“ sé „ekki vikið einu orði
að veikindum hans“.
Getur verið að það sé vegna þessað Dagur var ekki í veikinda-
leyfi þegar fjárausturinn átti sér
stað og hefur ekki skýrt fram-
úrkeyrsluna með veikindum?
Ekki er ljóst hvað leppurinn fyrr-verandi er að fara með því að
blanda sér inn í braggamálið á svo
undarlegum forsendum.
Hitt er ljóst að skaupið verðurforvitnilegra eftir þessa inn-
komu.
Jón Gnarr
Leppurinn leit upp
úr skaupskrifunum
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kolbeinn Aron Arnar-
son, markmaður ÍBV í
handbolta, er látinn.
Hann var fæddur 30.
nóvember 1989 og
varð bráðkvaddur á
heimili sínu á að-
fangadag, 29 ára að
aldri. Móðir Kolbeins
Arons er Ingibjörg
Kolbeinsdóttir.
Kolbeinn Aron gekk
í Grunnskóla Vest-
mannaeyja og síðar í
Fjölbrautaskólann í
Vestmannaeyjum. Á
starfsferli sínum starf-
aði hann hjá Eimskip, Godthaab í
Nöf og á Hótel Vestmannaeyjum.
Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV
segir að Kolbeinn Aron hafi verið
einn af lykilmönnum í uppbyggingu
og velgengni handboltans í Vest-
mannaeyjum undanfarin ár. Eftir að
hafa æft og leikið
með yngri flokkum
ÍBV hafi hann 17 ára
gamall leikið sinn
fyrsta leik með meist-
araflokki árið 2006.
Kolbeinn Aron spilaði
alls 279 leiki fyrir fé-
lagið og er hann
fjórði leikjahæsti
maður félagsins frá
upphafi.
„Kolbeinn Aron
átti stóran þátt í því
er liðið varð eftir-
minnilega Íslands-
meistari í fyrsta
skipti árið 2014 og bikarmeistari ári
síðar. Fráfall Kolbeins Arons er öll-
um sem þekktu hann mikið áfall.
Hjá okkur sem vorum með honum í
handboltanum situr eftir sorg og
söknuður; þakklæti og virðing,“
segir í tilkynningu ÍBV.
Andlát
Kolbeinn Aron Arnarson
handknattleiksmaður
Eldra fólki í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi býðst frá og með áramót-
um að koma í hádegismat í Kerhóls-
skóla sér að kostnaðarlausu, rétt
eins og að fara í sund og nýta sér
aðra íþróttaaðstöðu á svæðinu.
„Okkur finnst mikilvægt og gaman
að koma til móts við þennan hóp, en
þetta eru um 70 manns en í sveitarfé-
laginu öllu búa um 480 manns,“ segir
Ása Valdís Árna-
dóttir, oddviti
sveitarstjórnar, í
samtali við
Morgunblaðið.
Kerhólsskóli,
sem er við félags-
heimilið á Borg í
Grímsnesi, er í
sveitarfélaginu
miðju og þarna
eru leik- og
grunnskóladeildir undir sama þaki.
Nemendur eru alls um 70 talsins og
fá þeir ásamt eldri borgurunum há-
degisverðinn ókeypis.
Kostar 6 millj. kr. á ári
„Máltíðir í skólanum kosta
sveitarsjóð tæpar sex milljónir
króna á ári og þó að eldra fólkið bæt-
ist við eykst kostnaður sáralítið. Með
þessu móti fær fólkið góða næringu,
hittir mann og annan og getur stund-
að íþróttir. Hér fara því saman holl-
usta, hreyfing og hamingja svo þetta
er satt að segja alveg rakið dæmi,“
segir Ása Valdís. sbs@mbl.is
Nýtt í Gríms-
nesi Frítt í sund
Ljósmynd/Aðsend
Kerhólsskóli Miðstöð samfélagsins
í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Ása Valdís
Árnadóttir
Eldri borgarar fá ókeypis hádegismat
Atvinna