Morgunblaðið - 27.12.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Eftir að hafa lækkað fjóra daga í
röð endaði S&P 500 hlutabréfa-
vísitalan hársbreidd frá dumbungs-
markaði (e. bear market) við lok
viðskipta á mánudag. Vantaði að-
eins lækkun upp á 0,3% til viðbótar
til að fara niður fyrir dumbungs-
mörkin en vísitalan styrktist aftur á
miðvikudag og hafði hækkað um
rúmlega 2,8% þegar stutt var í
lokun.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á mánudag er Nasdaq-hlutabréfa-
vísitalan þegar komin í dumbungs-
ham, þ.e. að vísitalan er a.m.k. 20%
lægri en hún var þegar hún náði
síðast hámarki í ágúst.
Bæði S&P- og Dow Jones-
vísitölurnar hafa lækkað um u.þ.b.
12% frá ársbyrjun og Nasdaq-
vísitalan er 10% lægri en hún var
fyrir ári.
Að sögn Reuters óttast fjárfestar
að tekið sé að hægja á bandaríska
hagkerfinu og ekki hjálpar að patt-
staða er komin upp á milli Donalds
Trumps og Bandaríkjaþings en for-
setinn neitar að skrifa undir ný
fjárlög fyrr en þingið hefur fallist á
að ráðstafa fé til að byggja vegg á
landamærunum sem liggja að
Mexíkó. Af þessum sökum hafa
nokkrar stofnanir hins opinbera
þurft að hætta starfsemi vegna
fjárskorts.
Niðursveiflan á bandaríska
hlutabréfamarkaðinum smitaði út
frá sér á miðvikudag og lækkuðu
helstu vísitölur sem vakta mark-
aðinn í Asíu. Aðalvísitala Sjanghæ
rýrnaði um 0,4%, KOSPI-vísitalan í
Suður-Kóreu endaði daginn 1,6%
lægri og Nikkei-vísitalan í Japan
var 0,9% lægri í lok miðvikudags
eftir að hafa lækkað um 5% á
þriðjudag. ai@mbl.is
AFP
Patt Átök Trumps og Bandaríkjaþings hafa ekki bætt ástandið.
S&P 500 rambar
á dumbungsbarmi
Í júlí næstkomandi munu japönsk
skip hefja veiðar á hval innan jap-
anskrar efnahagslögsögu en bund-
inn verður endi á hvalveiðar í rann-
sóknarskyni á hafsvæðum nálægt
Suðurskautslandinu. Þetta kom
fram í tilkynningu japanskra
stjórnvalda á miðvikudag þegar
greint var frá að Japan hygðist
ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu 30.
júní.
Að sögn Reuters þýðir ákvörðun
Japans að yfirvöld geta sparað sér
þau fjárframlög sem notuð hafa
verið til að niðurgreiða hvalveiðar á
miðum við Suðurskautslandið, en
taka á sama tíma skýra afstöðu
með hvalveiðum. Sumir heimamenn
líta á hvalveiðar sem mikilvægan
þátt í menningu þjóðarinnar og eru
hvalveiðistöðvar í kjördæmum
margra leiðtoga ríkisstjórnarinnar.
Það á eftir að koma í ljós hvort
veiðar í japanskri lögsögu munu
standa undir sér því neysla á hval-
kjöti hefur aldrei verið minni.
Fulltrúi stjórnvalda upplýsti að
veiðarnar mundu fara fram í sam-
ræmi við alþjóðalög og vera háðar
kvótatakmörkunum sem reiknaðar
verða samkvæmt viðmiðum Al-
þjóðahvalveiðiráðsins.
Japönsk stjórnvöld hafa lengi
beitt sér fyrir því að Alþjóðahval-
veiðiráðið leyfi að nýju veiðar í at-
vinnuskyni og nú síðast í september
að ráðið vísaði frá tillögu sem Jap-
an lagði fram þess efnis.
ai@mbl.is
AFP
Deilur Mynd úr safni af skipi á leið til rannsóknarveiða. Ákvörðun Japana hefur vakið reiði umhverfisverndarsinna.
Japanir segja sig úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu
Hyggjast hefja hvalveiðar í atvinnuskyni næsta sumar