Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 20

Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Framkvæmdireiga það tilað dragast ákaflega hér á landi. Stundum stafar þetta af fjár- skorti opinberra aðila þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða. Við því er oftast lítið að segja. Fjármunir eru takmark- aðir og skattgreiðendur þegar kreistir meira en góðu hófi gegnir. Að vísu mætti oft breyta forgangsröðun eða draga úr sóun, en það er annað mál og snýr ekki beint að vand- anum við hægferð fram- kvæmda. En það er ekki alltaf skorti á fé um að kenna. Stundum eiga í hlut einkaaðilar sem hafa full- fjármagnað framkvæmdir en verða að sitja lengi aðgerða- lausir þar sem tiltekin leyfi fást ekki og margvíslegar kæruleið- ir ýmissa aðila geta orðið til þess að stöðva framkvæmdir um lengri og skemmri tíma. Þeir sem þannig hindra fram- kvæmdir taka við það litla eða enga áhættu, eða áhættu sem takmarkast við lögfræðikostn- að. Á meðan situr fram- kvæmdaaðilinn og jafnvel heilt samfélag og bíða aðgerðalaus með miklu fjártjóni. Þarna vantar bersýnilega jafnvægi sem betur mætti una við. Um leið og hægt verður að vera að hindra framkvæmdir sem kunna að vera ólögmætar eða valda miklu tjóni, einkum á náttúrunni, verða þeir sem að framkvæmdum vilja koma að geta treyst því að ekki sé hægt að stöðva þau áform af litlu til- efni eða án áhættu fyrir þann sem stöðvuninni veldur. Opinberar fram- kvæmdir stöðvast ekki heldur alltaf vegna skorts á fjár- munum. Í Reykja- vík er til dæmis þekkt að framkvæmdir við vegabætur hafa stöðvast vegna þess að borgaryfirvöld vilja ekki þiggja það fé sem ríkið vill leggja til þeirra mála. Borg- aryfirvöld eru einfaldlega á móti framkvæmdunum þó að þær yrðu til að greiða leið borgarbúa. Á landsbyggðinni getur hið sama gerst, en þó yfirleitt ekki vegna þess að sveitarstjórnir hafni vegabótum. Þekktasta dæmið um þetta er Vestfjarða- vegur sem hefur verið lengi í umræðunni, sérstaklega síðast- liðna tvo áratugi eða svo. Gerð- ar hafa verið rækilegar athug- anir á heppilegum vegastæðum og fyrir meira en áratug var umtalsvert fjármagn sett til þessarar vegagerðar á sam- gönguáætlun. Þrátt fyrir þetta er enn deilt um veginn og mátti sjá nýjasta dæmið um það í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar kom meðal annars fram að bæjarstjórnir á svæðinu hefðu verið boðaðar á fund umhverf- is- og samgöngunefndar í byrj- un janúar til að ræða málin. Gott er að mál séu rædd til hlítar, en Vestfjarðavegur er dæmi um mál sem kominn er tími til að taka af umræðustigi og færa yfir á framkvæmdastig. Við þá framkvæmd er að mörgu að hyggja, en vafasamt má telja að eitthvað sem máli skiptir hafi ekki þegar verið tekið til rækilegrar skoðunar og um- ræðu. Ísland má ekki verða þekkt fyrir fram- kvæmdastopp} Umræðu þarf að geta lokið Trump forsetihefur einstakt lag á að halda sér í fréttum og skapa umræður um orð sín og gjörðir. Hann kallar reglu- lega yfir sig harða gagnrýni úr ýmsum áttum og oft verðskuld- aða. Meðal þess sem hann er gjarnan gagnrýndur fyrir er að halda sig við kosningaloforð sín. Síðustu daga hefur hann til að mynda hvergi hvikað í því að hann vilji fjármagn til að reisa vegg við landamæri Mexíkó og bifast ekki þó að ríkisstofnanir loki vegna deilunnar. Hann hefur einnig lýst því yf- ir að hann ætli að draga Banda- ríkjaher út úr Sýrlandi, sem er í samræmi við kosningaloforð sem hann hefur ítrekað eftir kosningar þó að hann hafi fram til þessa fylgt svipaðri stefnu og raunar harðari en forverinn. Ákvörðunin um að hverfa frá Sýr- landi, meðal annars vegna þess að sigur hafi unnist á Ríki íslams, er vafasöm. Og ekki verður séð að hún hjálpi í átök- unum við Íran. Því verður þó ekki á móti mælt að hún er í samræmi við kosningaloforð, rétt eins og lof- orðið um múrinn. Og nú styttist í kosningabaráttuna vestra og Trump vill bersýnilega geta farið fram á endurkjör á þeirri forsendu að hann hafi staðið við loforð sín. Hvað sem fólki kann að finn- ast um loforðin, þá er þetta að minnsta kosti eitthvað sem kjósendur ættu almennt að vera ánægðir með. Og mættu almennt gera ríkari kröfur um. Trump hrellir gagn- rýnendur með því að reyna að standa við kosningaloforð sín} Óæskileg afstaða? F ólk eyðir stórum hluta lífs síns í vinnunni. Ef hver vinnudagur er átta klukkustundir hefur hver og einn sex til sjö frítíma fram til ell- efu eða tólf, þegar svefninn tekur við. Margir vinna þó mun lengri vinnudag og hafa þá styttri frítíma og sofa þá einnig skemur en ráðleggingar segja fyrir um. Góður svefn er einn af grundvallarþáttum heilsu. Góð heilsa markast einnig af hæfilegri hreyfingu, hollu mataræði og góðri líðan fólks. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin, WHO, skilgreinir heilsu þannig að góð heilsa sé ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og örorku, heldur snúist góð heilsa einnig um líkamlega, andlega og fé- lagslega vellíðan. Vinnutími fólks er oft langur og þess vegna skiptir sköpum að vinnuumhverfið allt sé þann- ig úr garði gert að það sé heilsueflandi. Líðan starfsmanna við vinnu er ekki síður mikilvæg og hættulaust vinnuum- hverfi. Starf okkar er hluti af þeirri sjálfsmynd sem við höfum. Það veitir fólki ákveðinn tilgang í lífinu að geta unnið við störf þar sem þekking þess og færni fær notið sín. Til þess að svo megi verða þarf fólki líka að líða vel í vinnunni. Ef vinnuumhverfið er gott má vænta þess að gæði vinnu, vinnuafköst og framleiðni verði meiri. Það skiptir því miklu máli að fólki líði vel í vinnunni, ekki ein- ungis fyrir starfsmennina sjálfa heldur einnig fyrir vinnu- veitendur. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar árið 2017 voru 18.787 einstaklingar metnir með 75% örorku. Geð- ræn vandamál voru algengasta orsök örorku, metin sem fyrsta orsök örorku hjá rúmlega 38% einstaklingum, en höfðu verið 35% árið 2005. Þá voru einkenni frá stoðkerfi önnur algengasta ástæða örorku á Ís- landi. Það er vissulega mikið áhyggjuefni hve öryrkjum fjölgar hratt og að þeim fjölgar sem líður illa af þeim sökum. Hvað er til ráða? Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við þessari þróun? Svörin við þessum spurningum eru margþætt og verður þeim ekki að fullu svarað hér. Miklu máli skipt- ir að efla færni foreldra í uppeldishlutverkinu vegna þess að góðar uppeldisaðferðir foreldra geta stuðlað að sterkari sjálfsmynd og færni til að takast á við lífið og þær margvíslegu að- stæður sem fólk stendur frammi fyrir í starfi og einkalífi. Það er líka á ábyrgð hvers og eins að huga að eigin heilsu og tileinka sér hegðun sem stuðlar að því. Þá er það einnig hlutverk stjórn- valda að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að lifa heilbrigðara lífi, heima og í vinnunni. Allir vinnustaðir ættu því að móta sér lýðheilsustefnu, gera vinnustaðinn heilsueflandi. Í heilsueflandi samfélagi vinnustaða hafa verið skapaðar aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífs- háttum, heilsu og vellíðan allra starfsmanna. Á Alþingi ræddi ég nýverið um lýðheilsu, en lýðheilsa felur í sér markvissar aðgerðir hins opinbera og annarra sem stuðla eiga að bættri heilsu, líðan og lífsgæðum þjóða og þjóðfélagshópa. Ég hvatti Alþingi til að verða öðrum vinnustöðum fyrirmynd og móta sér lýðheilsustefnu og ég veit að Vinnueftirlitið, Embætti landlæknis og fleiri gætu veitt ráðgjöf við mótun heilsueflandi vinnustaða um land allt. Gleðilegt lýðheilsuár! Una María Óskarsdóttir Pistill Hvernig líður þér í vinnunni? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Með vaxandi fjölda ferða-manna hér á landi hafaákveðnir staðir óhjá-kvæmilega orðið fyrir meira álagi en aðrir. Uppbygging innviða og stýring ferðamanna er af- ar brýn á slíkum svæðum og um leið nauðsynlegt að stutt sé við svæðin með landvörslu. Friðlýsing er þar lykilatriði því þannig er hægt að tak- ast á við þessi krefjandi verkefni með heildstæðum hætti,“ segir Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, í tilefni af áformum Umhverfisstofnunar að friðlýsa tvo vinsæla ferðamannastaði, Reykjatorfuna í Ölfusi og svæði í Þjórsárdal. Áformin voru kynnt fyrir helgi í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög og ráðuneyti. Þetta eru fyrstu friðlýs- ingarnar sem falla undir viðkvæm svæði undir álagi ferðamanna í sér- stöku átaki í friðlýsingum sem boðað er í sáttmála stjórnarflokkanna. Reykjatorfan Reykjatorfan liggur upp af Hvera- gerði innan marka sveitarfélagsins Ölfuss. Landslag svæðisins einkenn- ist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, bergganga, brota og fram- hlaupa. Svæðið er mikilvægt þegar kemur að rannsóknum og hefur hátt fræðslugildi auk þess sem vernd- argildi lífríkis og jarðminja er mikið. Innan marka þess svæðis sem fyrir- hugað er að friðlýsa eru tveir dalir, Reykjadalur og Grænsdalur. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Reykja- dal á hverju ári en svæðið er með vin- sælustu útivistarsvæða í Ölfusi og er undir miklu álagi. Umhverfisstofnun lokaði svæðinu sl. vor vegna ágangs ferðamanna og hættu á gróður- skemmdum. Grænsdalur liggur sam- síða Reykjadal. Hann er vel gróinn og þar er að finna gróskumikið votlendi og jarðhitasvæði. Er þar m.a. að finna mýrarhveravist, móahveravist og hveraleirsvist auk jarðhitalækja. Svæðið er að mestu óraskað og ekk- ert stígakerfi er til staðar til að stýra umferð gesta frá viðkvæmum svæð- um og svæðum sem beinlínis hættu- legt er að fara um vegna jarðhita. Umferð ferðamanna hefur aukist um svæðið á undanförnum árum og svæðinu því viðkvæmar fyrir raski en vistgerðirnar sem þar er að finna þola illa ágang. Svæði í Þjórsárdal Þjórsárdalur liggur á milli Búrfells við Þjórsá í austri og Skriðufells í vestri. Dalurinn er nokkuð slétt- lendur og vikurborinn eftir endur- tekin eldgos í Heklu. Í Þjórsárdal eru t.d. Stöng, Gjáin, Háifoss, Þjóðveldis- bærinn og Vegghamrar. Skiptist Þjórsárdalur í tvo dalbotna um Rauðukamba, þar sem Fossá rennur í austari dalbotninum og Bergólfs- staðaá (framar Sandá) í hinum vest- ari. Sérstaða svæðisins felst fyrst og fremst í einstæðri náttúru og menn- ingarminjum. Gjáin hefur verið vinsæll ferða- mannastaður og er helsta aðdráttar- aflið óröskuð náttúra og friðsæld. Háifoss, Glanni og Stöng eru einnig fjölsóttir ferðamannastaðir í Þjórs- árdal. Hægt er að gera athugasemdir við friðlýsingaráformin til 18. febrúar. Að þeim tíma loknum tekur Umhverfis- stofnun saman umsögn um fram- komnar athugasemdir og skilar til umhverfis- og auðlindaráðherra. Síðan verða unnin drög að friðlýsing- arskilmálum og verða þau lögð fyrir rétthafa lands og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Að því loknu mun Um- hverfisstofnun auglýsa fyrirhugaða friðlýsingu í þrjá mánuði þar sem öll- um gefst kostur á að gera athuga- semdir við framlagða tillögu. Viðkvæm svæði und- ir álagi verða friðlýst Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háifoss Tignarlegur fossinn dregur fólk að eins og fleiri staðir í Þjórsárdal. Morgunblaðið/Hari Reykjadalur Loka hefur þurft svæðinu um tíma vegna ágangs ferðamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.