Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 23

Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 RAM 3500 Laramie Litur: Svartur (brilliant black), dökk grár að innan. Black apperance pakki. Ekinn 16.000 km. 6,7L Cummins, Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, heithúðaður pallur, fjarstart, 5th wheel towing pakki, hiti í stýri, hiti í sætum. VERÐ 8.390.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat Ultimate 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Lariat með öllu, Ultimate- og krómpakka, upphituð/loftkæld sæti, stóra topplúgan, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, 360 myndavél. VERÐ 12.150.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Litur: Rauður, svartur að innan. Mojave leður sæti, quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20 felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 12.775.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl. o.fl. VERÐ 8.490.000 m.vsk Það er með ólík- indum til hvaða afsak- ana og útskýringa menn grípa, þegar þeir eru að reyna að rétt- læta fyrir sér eða öðr- um eitthvað, sem þeir gerðu af sér eða sögðu. Oftast er það ein- hverjum öðrum að kenna, ef ekki nátt- úruöflunum eða að kerfið hafi brugðist. Helst aldrei skal viðurkenna eigin sök. Þá eru útskýr- ingarnar oft slíkar og svo langsóttar, að það má iðulega hafa gaman af, skilji maður þær yfir höfuð eins og t.d þessi „Ég var ekki á staðnum, þegar ég sló hann“. Það verður þó að segja, að í til- vikum sem þessum, þá er hugmynda- flugið aldrei frumlegra eða fjölbreytt- ara, en þegar verið er að reyna að klína sökinni á einhvern annan eða réttlæta eigin gerðir sama hvað. Hvað þá með mann sjálfan hugsi maður sinn gang? Er það eitthvað skárra? Hjá mér kemur strax eitt til- vik upp í hugann. Fyrir mörgum árum var haldin ljósmyndasýning í Mið- bæjarbarnaskólanum frá starfi hinna ýmsu barnaskóla í Reykjavík í gegn- um tíðina. Sá ég þar á einum veggnum myndir úr Landakotsskólanum, m.a af 12 ára bekknum mínum. Kannaðist ég þar strax við andlitin, nema eitt sem sást illa, þar sem viðkomandi ull- aði svo hressilega í áttina að ljósmyndaranum. Með því að nota útilok- unaraðferðina fann ég út, að þetta var ég sjálfur sitjandi á endanum í einni röðinni og við hlið- ina á mér stóð kennar- inn, systir Henrietta. Öll hin börnin á bekkjar- myndinni voru eins engl- ar klipptir út úr biblíu- mynd. Kominn heim stend ég undirleitur fyr- ir framan spegilinn, en strax þó búinn að reka út úr mér tung- una. Alltaf sama keppnisskapið í manni. Málið bara snérist ekki um það að geta rekið tunguna jafn langt út úr sér og þegar maður var 12 ára gamall, heldur það að kunna að skammast sín. Þessi ljósmynd átti að mínu mati ekk- ert erindi að koma fyrir almennings- sjónir. Hún yrði að hverfa. Skrifaði Landakotsskóla bréf undir yfirskini áhuga á gömlum bekkjamyndum. Flá- ræði. Ekkert svar. Næstu árin var þetta iðulega í huga mér. Hvers vegna í ósköpunum var ég að ulla þarna? Af hverju? Ég sem var alinn upp á góðu og kristilegu heimili. Allt í einu og þá loksins kom skýringin upp í hugann. Auðvitað! Það var eins og þungu fargi væri af mér létt, eins og alltaf þegar maður hefur ekki getað skýrt fyrir sjálfum sér, hvers vegna maður gerði eða sagði eitthvað, sem ekki passaði í kramið. Skýringin var í raun sáraeinföld. Þetta gerðist árið 1957, en þá var ekki búið að finna upp F...merkið, að sýna fingurinn, eins og það heitir á góðri íslensku. Þess vegna ullaði ég. Það breytir víst eng- inn eðli sínu, ef einhver skyldi halda það. Allavega dugði þetta mér, hvað sem hver segir, enda óþolandi að lifa í stöðugri óvissu í leit að einhverri skýringu á gjörðum sínum. Í rauninni held ég, að enginn hafi gott af því að kynnast sjálfum sér of náið. Það verða oft bara vonbrigði. Að vera sviptur sjálfsblekkingunni um eigið ágæti gerir engum manni gott. Nú hef ég sem bragarbót ákveðið að reyna að láta vera í framtíðinni að glotta eða tjá mig um útskýringar annarra, hversu furðulegar eða fyndnar, sem mér kann að finnast þær vera, þegar menn eru að reyna útskýra og afsaka gerðir sínar eða klína þeim á einhvern annan. Hún fékk mig til þess! Ekki bara það, heldur ætla ég þá líka að þegja þunnu hljóði, enda reynist það ávallt vera það skynsamlegasta, sem menn geta yfirhöfuð tekið sér fyrir hendur. Ég sagði að ég ætlaði að reyna það. Hún fékk mig til þess Eftir Jónas Haraldsson »Næstu árin var þetta iðulega í huga mér. Hvers vegna í ósköp- unum var ég að ulla þarna? Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Viðar Guðjohnsen ritar greinina „Að taka menn af lífi“ í „Morgun- blaðið“ fimmtudaginn 6. desember. Tilefni greinarinnar virðist vera afhjúpun þeirrar hatursorðræðu, sem fór fram hjá sex þingmönn- um er þeir sátu að drykkju á barnum Klaustri. Viðar talar um viðbrögð almennings og segir meðal annars: „Virtist allt ætla um koll að keyra því þingmennirnir létu frá sér vanhugsuð ummæli sín á milli, í ölæði. Fremstir í fordæmingunni voru m.a. annálaðir orðsóðar.“ Vissulega var orðsóði, til dæmis Bergþór Ólason, meðal Klaustur- þingmannanna, sem talaði meðal ann- ars um að hann hefði ekki fengið að ríða samstarfskonu sinni á Alþingi. En það er náttúrlega ekki sá orðsóði, sem Við- ar talar um. Viðar bregður fyrir sig annáluðu rökbragði og nefnir ekki hvaða orðsóða hann á við eða hvað orð- sóðinn sagði, þannig að þetta verður marklaust tal hjá Viðari. Viðar heldur áfram og segir: „Það er svo sem ekkert nýtt að menn segi eitthvað vanhugsað í einka- samtölum, hvað þá þegar öl er haft um hönd. Slíkt búningsklefatal, manna og kvenna, er eitthvað sem allir hafa gerst sekir um. Sá sem neitar því að hafa sagt eitthvað ógætilegt, hvað þá undir áhrif- um áfengis, ætti að hafa eftirfarandi í huga: „Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér, hvers manns bani.““ Þá vitum við það. Af annálaðri rök- fimi kemst Viðar að þeirri niðurstöðu að allir hafi gerst sekir um að kalla samstarfsfólk sitt eitthvað álíka og „húrrandi klikkaða kuntu“ og það kall- ar Viðar ógætilegt orðalag. Viðar virð- ist greinilega vera vanur slíku orðalagi, þar sem hann telur að allir tali svona. „Allir“ hlýtur að vísa til þeirra sem Við- ar umgengst og þá læðist að manni sá grunur að þess konar tal sé samþykkt í kringum hann. Og þar sem Viðar virð- ist vera alvanur að heyra ámóta „ógæti- legt“ orðalag og „húrrandi klikkuð kunta“, þá reynir hann að telja fólki trú um að þetta eigi við alls staðar. Viðar segir einnig í grein sinni: „Mál sexmenninganna er alvarlegt en alvarleiki málsins felst ekki í því hvort þingmennirnir töl- uðu ógætilega um hina og þessa heldur fremur hvort við sem samfélag samþykkjum að brotið sé á grundvallarmannrétt- indum fólks. Hvort við samþykkjum að einka- samtöl séu tekin upp, að einstaklingar séu hleraðir án dómsúrskurðar.“ Ég er sammála Viðari um að í máli Klaustur-þingmannanna sé hægt að nota orðalagið „alvarleiki málsins“. Ég tel að alvarleiki málsins felist í því að einstaklingar sem vinni á Alþingi Ís- lendinga gusi út úr sér hatursorðræðu og fordómum í garð til dæmis kvenna, fólks með fötlun og einstaklinga, sem skilgreina sig öðruvísi en gagnkyn- hneigða. Ég tel að alvarleiki málsins liggi ekki í því að háværar raddir þing- mannanna hafi verið hljóðritaðar á bar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar hlustað er á upptökurnar heyrir maður að þing- mönnunum liggur það hátt rómur að nærstaddir hafi auðveldlega getað meðtekið hvert orð. Þingmennirnir vissu að hver sem væri gæti heyrt til þeirra og sagt frá því sem þeir hefðu sagt. Eini munurinn er sá að nú er hægt að sanna það. Er það slæmt? Viðar segir einnig: „Fólk á líka að fá að haga sér heimskulega.“ Það sem Viðar virðist eiga við er að fólk eigi að fá að haga sér heimskulega án þess að það hafi neinar afleiðingar. Ég er ekki sammála Viðari um það. Þrátt fyrir stóryrði Viðars í titli greinar sinnar á alls ekki að fara að taka neinn af lífi og ekki virðist heldur líklegt að neinn verði settur í fangelsi. En þegar fólk í hópi æðstu ráðamanna þjóðar- innar talar þannig að það virðist vafa- samt að það sé hæft til að sitja í sínum virðingarstöðum er fullkomlega eðli- legt að sú krafa komi fram að það víki. Um það hafa einmitt verið settar þess- ar siðareglur Alþingis. Stöðu þing- manns fylgja völd og virðing, en þá verða menn líka að sýna að þeir standi undir þeirri virðingu. Alvarleiki málsins Eftir Hólmstein Eið Hólmsteinsson Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson » Þingmennirnir vissu að hver sem væri gæti heyrt til þeirra og sagt frá því sem þeir hefðu sagt. Eini munur- inn er sá að nú er hægt að sanna það. Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.