Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 25
laugur flutt en hann ákvað að stofna
eigin verslun á Sauðárkróki og
starfrækti hana næstu árin. Verslun
hans var vel tekið og eignaðist hún
marga góða viðskiptavini enda
maðurinn hjálpsamur og dreng-
lundaður. Til marks um það segir
Kristján Sveinsson augnlæknir í
ævisögu sinni frá því að um jólin
hefði maður verið sendur frá prest-
hjónunum á Ríp til að sækja jóla-
varning hjá Popp sem presturinn
verslaði við en sendimaðurinn kom
heim tómhentur. Vegna skulda gæti
presturinn enga frekari úttekt feng-
ið. Valgard frétti af erindisleysu
sendimannsins og sendi mann með
klifjaðan hest af jólavarningi að Ríp.
Valgard var félagslyndur og tók
þátt í flestu félagsstarfi sem starf-
rækt var á Sauðárkróki. Hann
gekkst fyrir því að fyrsta leikfélagið
á landinu var stofnað á Króknum
árið 1888, annaðist fjármál þess auk
þess sem hann tók að sér að vera
hvíslari. Hann sá um fjáröflun
vegna byggingar kirkju á staðnum
og beitti sér fyrir byggingu sjúkra-
húss árið 1906. Hann stofnaði
Ræðuklúbbinn, sem tók til umræðu
öll veigameiri málefni héraðs og
þjóðar. Valgard sat í hreppsnefnd
um ára raðir. Í sýslunefnd og hér-
aðsnefnd.
Árið 1904 var hann skipaður
fyrsti landsféhirðir af Hannesi Haf-
stein og gegndi því starfi til vorsins
1908.
Hann andaðist 27. desember
1918.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
JÓLAHUMARINN ER KOMINN
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
N FRÁ
STÓR KANADÍSKUR HUMARGLÆNÝ LÚÐA
ÞORSKHNAKKAR
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
SALTFISKHNAKKAR
LÖNGUNAKKAR
Í JAPÖNSKUM RASPI
Nú líður senn að ára-
mótum þar sem um 600
tonn af flugeldum
verða sprengd í loft
upp með tilheyrandi
loftmengun. Svifryk
sem myndast við þetta
berst ofan í öndunar-
færin og veldur óþæg-
indum og skertum lífs-
gæðum hjá lungna-
sjúklingum jafnt sem
heilbrigðu fólki. Mörg-
um líður því mjög illa um áramót og
kvíða þeim mjög. Hægt er að gefa eft-
irfarandi ráðleggingar fyrir þá sem
viðkvæmir eru:
1. Halda sig innandyra á áramótum
og dagana þar í kring og hafa glugga
lokaða. Hægt er að þétta glugga og
hurðir með rökum handklæðum
2. Eiga nægar birgðir af lungna-
lyfjum og kanna í tíma að endurnýja
þau fyrir áramótin.
3. Ef vart verður mikilla einkenna
ætti að grípa til stuttvirkra berkju-
víkkandi lyfja eins og Ventolin eða
Bricanyl og nota nokkrum sinnum á
dag ef að á þarf að halda. Aðra lyfja-
meðferð við öndunar-
færasjúkdómum gæti
hugsanlega þurft að
auka tímabundið í sam-
ráði við lækni.
4. Ef óþægindin eru
mjög mikil er opið á
bráðadeild Landspít-
alans allan sólarhring-
inn og allir velkomnir
þangað að fá aðstoð ef á
þarf að halda.
Ég vona að íslensk
þjóð sýni lungnasjúk-
lingum skilning varð-
andi flugeldamengun um áramót og
gæti hófs. Allir eiga sama rétt á að
vera á ferðinni um áramótin.
Lungun þín
og áramótin
Eftir Gunnar
Guðmundsson
Gunnar
Guðmundsson
»Ég vona að íslensk
þjóð sýni lungna-
sjúklingum skilning
varðandi flugeldameng-
un um áramót og gæti
hófs.
Höfundur er lungnalæknir
og prófessor við Háskóla Íslands.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um sjávarútveg