Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 34

Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 34
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar Magnea Ingvarsdóttir hóf að fræða grunn- skólabörn um íslensk ljóð og bókmenntir rak hún sig fljótlega á að erfitt var að finna sýnishorn af verkum kvenna í kennslubókunum. „Í bókmennta- fræði í Kennaraháskólanum hafði ég kafað sér- staklega ofan í verk kvenskálda sem tilheyrðu rómantísku stefnunni en þegar kom að því að kenna börnunum um þessi skáld komst ég að því að sama sem ekkert kennsluefni var til um konur frá þessu tímabili.“ Magnea hefur kennt ljóðlist og sögu í nokkur ár og segir hún hlut kvenna í ljóðabókmenntum róm- antíska tímabilsins vera gleymdan menningararf þjóðarinnar. Magnea, sem er menningarfræðingur að mennt, er ritstjóri bókarinnar Kvenskáld á fullveldistíma. „En fyrstu eintökin sem ég lét útbúa í litlu upplagi fyrir mig og mína fengu heitið Bleika Skólaljóða- bókin,“ segir Magnea glettin og vísar þar til bók- arinnar Skólaljóð sem notuð var sem kennslubók lungann úr síðustu öld og innihélt einmitt sárafá ljóð eftir konur. Eflaust muna margir lesendur eft- ir bókinni úr sinni skólagöngu en hún var með blárri kápu og prýdd teikningu eftir Halldór Pétursson af gæsum á flugi og knapa á hesti. Komust ekki í klúbbinn Nýja ljóðabókin mun koma út snemma á næsta ári og hefur að geyma ljóð eftir samtals 35 konur sem voru uppi á tímabilinu frá 1850 til 1920. „Ekki er um að ræða tæmandi lista yfir kvenskáld frá þessum tíma og tókst mér að finna tæplega 50 kon- ur sem gáfu út eigin ljóð,“ útskýrir Magnea. Ólíkt rómantísku karlskáldunum komust kon- urnar ekki að hjá bókaútgefendum og þær sem gáfu út ljóð sín gerðu það á eigin kostnað. Ljóða- bækur kvennanna voru oftar en ekki aðeins ætl- aðar vinum og vandamönnum og bendir Magnea á að þetta geti að hluta skýrt að kvenskáld þessa tímabils skuli ekki vera sýnilegri í kennslubók- unum enda verk þeirra geymd í einkasöfnum og var ekki ætlað að fara í almenna dreifingu. Svo virðist sem samfélagið, eða a.m.k. útgef- endur, hafi átt erfitt með að meta kvenskáld að verðleikum. „Forlögin greiddu aftur á mótið leið karlkyns skálda, sérstaklega ef þau féllu að tiltek- inni hugmynd um ljóðskáld. Áttu karlskáldin það sameiginlegt að hafa flest fengið góða menntun, haldið til Kaupmannahafnar í nám, og snúið til baka merkileg skáld. Þetta eitt og sér voru fríðindi sem konur höfðu ekki aðgang að, og aftraði þeim frá að komast í „klúbbinn“.“ Aðeins þremur kvenskáldum tókst að fá inn- göngu í menningarsamfélag rómantískra skálda. Þeirra fremst var ef til vill Unnur Benediktsdóttir Bjarklind sem ritaði undir dulnefninu Hulda, en hún gaf út fjölda bóka og er einna þekktust fyrir þjóðhátíðarkvæðið „Hver á sér fegra föðurland“. Hinar voru Theódóra Thoroddsen sýslumannskona og Ólöf Sigurðardóttir ljósmóðir frá Hlöðum. Verðskulda sess í hjörtum landsmanna Þó að kvenskáldin hafi flest ekki fengið að kom- ast á sama stall og hin fræknu rómantísku karl- skáld síns tíma eiga verk þeirra ekki minna erindi við ljóðaunnendur í dag. Magnea segir þó oft mun á efnistökum og yfirbragði ljóða kvennanna þegar þau eru borin saman við verk karlskálda frá sama tíma. „Karlarnir – rómantísku skáldin sem við elsk- um öll – brugðust við erfiðum tímum með því að yrkja um fegurðina og náttúruna, á meðan kveð- skapur kvennanna einkenndist af raunsæi og fjallar um erfiða lífsbaráttu í köldu landi. Ljóðin þeirra segja okkur sannleikan um barna- og maka- missi, og hörmungar sem voru nánast daglegt brauð,“ segir hún. „Konur höfðu ekki efni á draum- órum um firði, náttúru og fegurð, heldur þurftu að huga að bláköldum veruleika Íslendinga og mætti kalla þær brautryðjendur í íslenskri raunsæis- hyggju, langt fyrir tíma þekktustu skálda þriðja áratugarins.“ Í fræðistörfum sínum og rannsóknum undan- farin ár hefur Magnea leitast við að komast að rót- um kveðskapar kvenskálda á fullveldistíma og seg- ir hún umhugsunarvert hvaða vanda bókmennta- fræðingar eiga við að etja þegar þeir greina og flokka kveðskap eftir konur, og hvort að það hafi eitthvað með huglægt mat manna að gera. „Önd- vegisrit bókmenntanna eiga að endurspegla það samfélag sem þau eru sprottin upp úr. Ef aðeins raddir annars helmings ljóðskálda heyrast er myndin skökk,“ segir hún. Magnea vonast til að nýja ljóðabókin muni verða notuð í skólastofum, og að íslensk kvenskáld róm- antísku stefnunnar fái þann sýnileika sem þær verðskulda. „Þær voru tvímælalaust jaðarsettar á sínum tíma; var kennt að fela kveðskap sinn. En þær verðskulda svo sannarleg sess í hjörtum lands- manna núna vel yfir hundrað árum seinna.“ Gleymdur menning- ararfur þjóðarinnar  Von er á bók þar sem safnað hefur verið úrvali ljóða eftir kvenskáld róm- antíska tímabilsins  Þessar konur engu ekki að komast að hjá útgefendum 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is » Prúðbúnir gestir streymdu í Þjóðleikhúsið ígærkvöldi að sjá jólasýningu leikhússins, Ein- ræðisherrann, hina rómuðu sögu eftir snillinginn Charlie Chaplin. Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverkin sem Chaplin lék í kvikmyndinni árið 1937, hárskera af gyðingaættum og einræðisherra sem byggður er á Hitler. Leikgerðin er eftir Dan- ann Nikolaj Cederholm og sló hressilega í gegn þegar hún var frumsýnd hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári. Einræðisherrann frumsýndur í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppstillt Halldór Halldórsson og Magnea Guðmundsdóttir tóku sér stöðu fyrir framan kynningarspjald um sýninguna. Mig langar til að spyrja þig, löngu horfna kona, hvað leiddi hendur þínar að sauma þessar rósir í samfelluna þína? og svona líka fínar. Var það þetta yndi, sem æskan hafði seitt þér í augu og hjarta? Eða fyrir manninn, sem þú mættir fyrir nokkru, að þú máttir til að skarta? Áttirðu þér leyndarmál, sem leyfðist ekki að segja, en lærðir ekki að skrifa? Eða væntirðu þér athvarfs þar, sem ekkert var að finna, þegar erfitt var að lifa? Var það lífs þíns auðlegð, eða blaðsins bitri kvíði þegar blómið hefur angað? Var það ást þín í meinum, eða eilífðardraumur, sem þú yfirfærðir þangað? En hver veit nema finnist þér fávíslegt að spyrja, hvað fólst í þínu geði, því ég er máske arftaki allra þinna sorga og allrar þinnar gleði? Halldóra B. Björnsson Á Þjóðminjasafninu SÝNISHORN ÚR BÓKINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.