Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Í upphafi bókar lýsa höfundarnir
umfjöllunarefninu meðal annars með
eftirfarandi hætti:
Að öllu þessu sögðu
Þessi bók er mósaíkmynd, marg-
radda kór. Auk okkar höfundanna
þriggja eru viðmælendur og höf-
undar greina um fimmtíu talsins;
hópur fólks sem
nálgast fjölmiðla
á margbreyti-
legan hátt, utan
frá og innan frá.
Því er ekki hægt
að segja að bókin
tali einum rómi.
Hins vegar eru
nokkur atriði sem
segja má að séu
leiðarstef í gegnum bókina alla, at-
riði sem koma fyrir aftur og aftur í
viðtölum og greinum, þótt horft sé á
þau frá ólíkum sjónarhornum.
Flest þessi leiðarstef eiga rætur í
rekstrarskilyrðum fjölmiðla sem eru
afleit, ekki bara hjá einkareknum
miðlum heldur einnig ríkisfjölmiðl-
inum. Afleiðingar þess hversu litlu fé
fjölmiðlar hafa úr að spila birtast í
afar bágum starfsaðstæðum fjöl-
miðlafólks; launin eru lág og álagið
mikið og tíma skortir til að fara
djúpt í mál. Þetta leiðir aftur til örr-
ar starfsmannaveltu í greininni, sem
gerir að verkum að reynslan drenast
út af ritstjórnunum og þar myndast
lítil sérhæfing.
Skortur á virðingu fyrir störfum
fjölmiðlafólks og siðareglum þess er
líka atriði sem margir nefna. Birt-
ingarmynd þessa getur verið óeðli-
leg afskipti eigenda fjölmiðla af
störfum ritstjórnar en skortur á
virðingu birtist líka í málssóknum og
hótunum um málssóknir sem geta
verið fjölmiðlunum þungur baggi því
meðan auðmaður seilist bara í veskið
og leikur sér að því að snara út fyrir
málskostnaði getur slíkur kostnaður
hreinlega sligað lítinn og fjárvana
miðil. Þá bera yfirlýsingar og hót-
anir stjórnmálamanna í garð fjöl-
miðla, til dæmis ríkisfjölmiðilsins,
einnig þessu virðingarleysi vitni og
grafa í versta falli undan trausti al-
mennings á miðlunum.
Loks ber að nefna leyndarhyggju
íslenskra stjórnvalda en hún birtist í
ótrúlegri tregðu þeirra við að láta af
hendi úr stjórnsýslunni upplýsingar
sem augljóslega varða almannahag,
raunar svo mikilli tregðu að umboðs-
maður Alþingis hefur séð ástæðu til
þess að fara í frumkvæðisathugun á
upplýsingagjöf stjórnvalda og lýst
því yfir að þau séu allt of treg til þess
að veita upplýsingar. Og vilji stjórn-
valda stendur til þess að skýra laga-
ramma sem lúta að tjáningarfrelsi.
Meðan verið var að leggja lokahönd
á gerð þessarar bókar skipaði for-
sætisráðherra til dæmis nefnd sem
gera á tillögur endurbætur á lögum
á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upp-
lýsingafrelsis.
Hvenær er bók tilbúin? Á óljósum
tímapunkti neyddust bókarhöfundar
til að láta gott heita. Efniviðurinn er
þess eðlis að hægt hefði verið að
bæta við viðmælendum út í hið óend-
anlega og skoða hina ýmsu fleti
þessa margbrotna umhverfis fjöl-
miðlanna. En bók þarf að komast í
prentun ef hún á – á annað borð – að
verða að veruleika.
Fjölmiðlarnir erum við, við erum
fjölmiðlarnir. Við, samfélagið, erum
efniviður þeirra um leið og þeir eru
birtingarmynd okkar og samtal
þjóðar við umheiminn.
Við þekkjum ekkert annað en að
hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum,
daglega og úr ýmsum áttum. Við
neytum þeirra rétt eins og við fáum
okkur kaffi á morgnana eða förum í
sund á kvöldin, þeir eru hluti af okk-
ar daglegu venjum, nánast þannig að
við leiðum ekki hugann frekar að til-
vist þeirra eða hlutverki.
En er það í raun svo sjálfsagt að á
svo fámennu málsvæði eins og Ís-
landi sé haldið úti margbreytilegri
fjölmiðlaflóru? Og er það svo sjálf-
sagt að hér séu fjölmiðlar yfirleitt?
Það er í það minnsta ljóst að það get-
ur reynst fjölmiðlum erfitt að þrífast
ef ekki er hlúð að þeim með mark-
vissum hætti, ekki síst í ljósi þess að
ef fram heldur sem horfir þá eru
auglýsingatekjur fjölmiðla á leið úr
landi, hlutur alþjóðlegra veitna eins
og Google og Facebook fer ört
stækkandi á alþjóðlegum auglýs-
ingamarkaði. Versta sviðsmyndin er
sú að íslenskir fjölmiðlar leggist af.
Sú sviðsmynd er vissulega dökk en
hún er ekki óhugsandi og hún er al-
gerlega óásættanleg.
Líklegast er samt að fjölmiðlar
verði áfram til í einhverri mynd en
hversu öflugir og fjölbreyttir þeir
verða er annað mál. Sterkir fjöl-
miðlar eru að vissu leyti lífæð sem
heldur samfélagi heilbrigðu. Og
styrkurinn felst í að þeir séu færir
um að reka ritstjórnarstefnu þar
sem gildi fjölmiðlunar eru höfði í
heiðri.
Fjölmiðlar geta nefnilega líka, í
skjóli hversdagsleikans, snúist upp í
andhverfu sína og stuðlað að óheil-
brigði, séu þeir í höndum hags-
munaafla og pópúlista sem víla ekki
fyrir sér að svínbeygja viðmið vand-
aðrar fjölmiðlunar og menga þannig
upplýsingarnar sem fjölmiðlarnir
miðla til almennings. Í versta falli
veikir þetta stoðir lýðræðisins en
brýnt er að almenningur, stjórn-
málamenn og ábyrgðarmenn fjöl-
miðla séu meðvitaðir um þetta.
Fjölmiðlar eru ekki einungis
frétta- og upplýsingaveitur, þeir
gegna margslungnum hlutverkum;
þeir geta uppfrætt okkur, kennt
okkur hugtakanotkun úr mismun-
andi kimum samfélagsins, miðlað
áfram hugmyndum um lífsleikni og
siðferðisviðmið, fært okkur neyt-
endavitund, stuðlað að frjórri um-
ræðu um listir, menningu, jaðar-
menningu og mikilvæg átakaefni
nútímans, svo eitthvað sé nefnt, og
auðvitað skemmta þeir okkur líka –
og í gegnum allt þetta má læra á
samfélag. Góðir fjölmiðlar geta
þannig styrkt íbúa samfélags til að
beita sér í lýðsræðislegri umræðu og
taka upplýstar ákvarðanir.
Geta samfélagsmiðlar kannski
tekið við þessu hlutverki? Sam-
félagsmiðlar veita vissulega innsýn í
gangverk samfélagsins. Við lærum á
samfélag og tökum þátt í umræðu í
gegnum þá en þeir geta ekki og
mega ekki koma alfarið í stað fjöl-
miðla því samfélagsmiðlar geta eðli
málsins samkvæmt ekki boðið upp á
faglega unnar fréttaskýringar, sam-
félagsumfjöllun, margróma umræð-
ur og greiningu á hvers kyns menn-
ingarfyrirbærum, nema með því að
miðla slíku efni frá fjölmiðlum.
Munurinn milli samfélagsmiðla og
fjölmiðla felst í því að fjölmiðilinn, að
minnsta kosti almennilegur fjölmið-
ill, vinnur úr upplýsingunum eftir
ákveðnum viðmiðum þar sem til
dæmis er gætt að því að fleiri en ein
hlið máls komi fram og fjölmiðlar,
eða að minnsta kosti fjölmiðlar með
sjálfsvirðingu, greina á milli frétta
og skoðana. Sú er ekki raunin á sam-
félagsmiðlum þar sem öllu ægir sam-
an og erfitt getur verið fyrir almenn-
ing að átta sig á því hvað er unnin og
áreiðanleg frétt og hvað er óábyrg
framsetning á upplýsingum sem
annaðhvort geta verið réttar eða
bara alls ekki réttar; upplýs-
ingamengun – falsfréttir.
Frasinn um að við lifum á tímum
falsfrétta er strax orðin margtugg-
inn þó að orðið sé sannarlega enn ný-
yrði, svo nýtilkomið að fæstir höfðu
tileinkað sér það, eða einu sinni
heyrt, fyrir aðeins örfáum miss-
erum. Falsfréttir hafa áhrif á um-
ræðu um þörf álitamál í flestum kim-
um samfélagsins sem og stærri mál
eins og loftslagsbreytingar, hernað,
hryðjuverk, hatursorðræðu, stétta-
skiptingu og misskiptingu auðs og
þær hafa einnig haft áhrif á kosn-
ingar hjá þungavigtar stórþjóðum.
Að mörgu leyti er hægara sagt en
gert að vera meðvitaður fjölmiðla-
neytandi. Tæknin hefur gert tæki-
færissinnum og ævintýragosum
kleift að framleiða falsfréttir á færi-
bandi og nú leita sífellt fleiri reynslu-
miklir blaðamenn í öruggari og bet-
ur launuð störf almannatengla og
upplýsingafulltrúa stórfyrirtækja,
gerast sjoppukarlar. Á sama tíma
eru stórir fjölmiðlar fjármagnaðir
upp úr botnlausum vösum sérhags-
munaafla – en hyldjúpur munur er á
sérhagsmunum og hagsmunum al-
mennings.
Slíkar aðstæður krefjast þess að
enginn afsláttur sé gefinn á gagn-
særri nálgun á ritstjórnum og frétta-
stofum fjölmiðla. Fjölmiðlar sem eru
fjármagnaðir af sérhagsmunaaðilum
geta ógnað hugmyndinni um sjálf-
stæða fjölmiðlun sem lýtur lög-
málum siðferðisviðmiða fjölmiðla.
Trúverðugleiki fjölmiðla byggist á
því að þeir haldi í heiðri vinnulags-
reglur og siðferðisviðmið og að hluti
þeirra, að minnsta kosti, sinni þeirri
höfuðskyldu að fjalla um samfélagið
og heiminn á gagnrýninn og upplýs-
andi hátt. Og forðist freistingar
klikksins – eftir fremsta megni!
Fréttir um ástir frægra safna vissu-
lega fleiri lækum en fréttaskýringar
um hagvöxt. Fólk í fréttum kveikir
frekar forvitni en möguleg endalok
heimsins vegna loftslagsbreytinga –
og kannski ekkert skrítið. Hver vill
ekki heldur lesa um ást en dauða?
En er það endilega lífvænt? Við
þurfum að lesa allt þetta leiðinlega
til að eiga séns á að búa áfram í
skemmtilegum heimi – og það þarf
ekki að vera leiðinlegt, ef það er mat-
reitt af fagfólki sem kann til verka.
Aldrei verður hamrað nægilega
mikið á því hversu mikilvægir fjöl-
miðlar eru fyrir lýðræðislegt og
gagnsætt samfélag. Og með fjöl-
miðlum er ekki bara átt við fjölmiðla
af öllum stærðum og gerðum sem
hafa ritstjórnarskrifstofu í Reykja-
vík og miðla fréttum á landsvísu –
með höfuðborgarslagsíðu þó – því
sterkir svæðisbundnir miðlar skipta
einnig gríðarlega miklu máli, miðlar
sem fjalla um málefni og fréttir sem
varða ákveðin svæði á landinu.
Ísland byggir fjölbreyttur hópur
fólks sem verður útundan í um-
ræðunni og er ekki mjög sýnilegur í
fjölmiðlum. Og þrátt fyrir að fólk
hafi yfirhöfuð sameiginlegra hags-
muna að gæta úti um allt land eru
mismunandi áherslur milli byggða-
laga. Ef svæðisbundnir miðlar eru
sterkir þá styrkja þeir almenna um-
ræðu í landinu öllu.
…
Margslungin hlutverk fjölmiðla
Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna
í heimi fjölmiðla heitir bók eftir þær Auði Jóns-
dóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefáns-
dóttur. Í bókinni birtast skoðanir og hugleiðingar
fimmtíu manns úr faginu um fjölmiðla og fjöl-
miðlun, fortíðin er skoðuð, samtímanum lýst,
áskoranir greindar og spurningum varpað fram.
Ljósmynd/Eldar Ástþórsson
Tjáningarfrelsi Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir tóku viðtöl við fjölda manns.