Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Fyrsta íslenska konan sem vitað er
til að hafi hlotið einhverja menntun á
sviði hárgreiðslu og starfaði að iðn
sinni hér á landi var Karólína Jóns-
dóttir, bóndadóttir úr Eyjafirði.
Sautján ára gömul hélt hún til Kaup-
mannahafnar ásamt systur sinni.
Þar kynntist hún Jóni Þorkelssyni,
síðar þjóðskjalaverði, og giftust þau
árið 1885 og tók hún sér þá föður-
nafn eiginmannsins og kallaði sig
Þorkelsson upp
frá því. Sonar-
dóttir Karólínu,
Ragnheiður Guð-
brandsdóttir
Guðjohnsen, taldi
víst að amma sín
hefði unnið við
fagið í Kaup-
mannahöfn og
hafði eftir for-
eldrum sínum að hún hefði almennt
verið talin fyrsta konan sem fékkst
við hárgreiðslufagið hérlendis. Kar-
ólína og Jón skildu á fyrsta tug
aldarinnar sem leiddi til þess að
þjóðfélagsstaða hennar breyttist til
muna. Árið 1904 opnaði Karólína
stofu á Laufásvegi 6 og var farið lof-
samlegum orðum um starfsemina í
auglýsinga- og fréttablaðinu
Reykjavík:
„Kliniken … er sannlegt þarfa-
fyrirtæki. Konur og karlar, sem eru
að missa hárið, geta þar fengið
örugga bót; Alls konar höfuðþrifnað
er þar að fá, og sé aldur eða þreyta
farin að setja hrukkur á andlitið,
bætir hún úr skák og sléttar úr þeim
og yngir upp andlitið með rafmagni
og núningi …“
Þjónusta Karólínu virðist hafa
fallið í góðan jarðveg ef marka má
tvö meðmælabréf sem rituð voru
henni til stuðnings árið 1912 og send
Stjórnarráði Íslands, er hún sótti
um styrk til áframhaldandi náms í
Kaupmannahöfn. … Síðara með-
mælabréfið er dagsett 12. apríl og
hljóðar svo:
„Við undirrituð viljum einlæglega
mæla með því að frú Karólínu Þor-
kelsson verði veittur ferðastyrkur
sá, sem hún sækir um, til þess að
kynna sjer erlendis framfarirnar í
sinni iðn og til þess að bæta við
þekkingu sína einni eða fleiri nýjum
greinum. Frú Karólína getur stöðv-
að hárrot jafnvel eftir þunga sjúkra-
legu, hún getur tekið burtu væringu
úr hárinu, og styrkt hár og hársvörð
með höfuðböðum og elektrisiteti.
Hún getur læknað heilaþreytu, að
minnsta kosti um langan tíma. Hún
getur varið andlitið fyrir hrukkum,
ef hennar er leitað í tíma, hún getur
styrkt andlitið ef þreyta fer að sjást
á því, svo þreytan hverfi úr andlit-
inu, og hún getur gert húðbeinin
ferskari eða unglegri. Enginn sem
að staðaldri fær andlitsböð hjá henni
mun finna til gigtar í andlitinu, og
eins munu þau verja fyrir tannpínu.“
Rakarastofan sem fréttastofa
Í gamla þorpssamfélaginu var
rakarastofan einn af miðpunktum
samfélagsins, staðurinn þar sem
menn hittust og málin voru rædd.
Athafna- og fyrirmenn bæjarins
hittust gjarnan daglega á rakara-
stofunni og hittu þar fyrir sjómenn,
verkamenn og aðra þá sem sóttu
stofuna. Þeir tóku allir tal saman,
óháð því hvar þeir stóðu í pólitík, og
báru saman bækur áður en erill
dagsins tók við. Þess voru jafnvel
dæmi að menn kæmu á rakarastof-
una til þess eins að ræða málin, án
þess að þiggja nokkra þjónustu.
Guðmundur Gíslason Hagalín dró
upp skemmtilega mynd af andrúms-
loftinu sem ríkti á rakarastofu
Gríms Kristgeirssonar sem starfaði
sem rakari á Ísafirði í tæp þrjátíu ár,
en hann var faðir Ólafs Ragnars
Grímssonar, fyrrverandi forseta Ís-
lands.
„Brátt gerðist ég oftar gestur í
rakarastofunni en þegar ég þurfti að
njóta þjónustu rakarans – og þar
komu ýmsir verkamenn og sjómenn
– einkum eftir að kreppan mikla
dundi yfir – sem ekki létu klippa sig
eða raka, og var þar margt talað og
ýmsar fréttir sagðar, bæði örugg-
lega sannar og samkvæmt vafasöm-
um heimildum. Grímur tók gjarnan
þátt í umræðunum og gerði sínar at-
hugasemdir við flutning hinna ýmsu
frétta. …“
Þá var alsiða á fyrri hluta síðustu
aldar að utanbæjarmenn sem erindi
áttu í þéttbýlið byrjuðu á því að
koma við á rakarastofunni til að fá
rakstur og klippingu, spyrja tíðinda
og segja fréttir úr sinni heimabyggð.
Hlutverk rakarastofunnar sem
fréttastofu var svo vel þekkt og við-
urkennt í samfélaginu að skopblaðið
Spegillinn hélt lengi úti föstum dálki
sem hét „Rakarinn minn sagði“. Þar
voru birtar þær munnmælasögur
sem hæst fóru á hverjum tíma en
einnig kostuleg ummæli og háðuleg
tilsvör. Var allt þetta lagt í munn
„rakarans“ sem virtist ávallt eiga
svör við öllu. Það voru þó ekki sögur
af einkalífi fólks sem hermdar voru
upp á þennan ónafngreinda rakara
heldur pólitísk málefni og dægur-
þras líðandi stundar. Ingjaldur
Kjartansson, sem um árabil vann á
Rakarastofu Sigurðar Ólafssonar í
Eimskipafélagshúsinu, hefur lýst
hlutverki rakarastofunnar með eftir-
farandi orðum:
„Rakarastofur voru eiginlega
fréttastofur. Þegar ríkisstjórnar-
myndun var í deiglunni, þá vissi
Rakarastofan í Eimskip hvernig
ríkisstjórnin yrði samansett löngu
áður en það var gert opinbert, bara
af talsmátanum manna í milli. Þarna
komu til dæmis menn eins og Lúðvík
Jósepsson, Gunnar Thoroddsen og
Gylfi Þ. Gíslason og þeir sögðu svona
á milli línanna hvernig þetta ætti að
vera. Þá var haft á orði að „gula
pressan“ hefði aðsetur á rakara-
stofum bæjarins. Hörður Þórarins-
son rakari minntist þess að hann og
hinir rakararnir sem unnu í Eim-
skipafélagshúsinu hefðu „frétt
margt og miðlað því“ og sjálfur ját-
aði hann hlæjandi að „það sé erfitt
að klippa án þess að tala. Skærin og
talandinn hangi gjörsamlega
saman“.“
„Maður fékk margt að heyra
og yfir mörgu að þegja“
Þegar Lilja Jónsdóttir hár-
greiðslumeistari, sem starfaði á fyrri
hluta 20. aldar, var spurð um þennan
þátt starfsins var svar hennar kjarn-
yrt: „Maður fær margt að heyra og
yfir mörgu að þegja.“ Þessi eina
setning lýsir ágætlega því sambandi
sem oft myndast á milli hárgreiðslu-
konu og viðskiptavina og því hvernig
„hárgæsla“ og „sálgæsla“ geta flétt-
ast saman. Viðskiptavinurinn geng-
ur að því vísu að leyndarmálið sé
öruggt hjá hárgreiðslukonunni sem
einnig er meðvituð um sitt hlutverk í
sambandinu. Steinunn Þorsteins-
dóttir hárgreiðslukona lýsti þessum
trúnaðarþætti starfsins á eftirfar-
andi hátt: „Þú heyrir margt, en þú
lokar eyrunum um leið. Þú hefur
ekki eftir kúnnunum þínum eitthvað
sem þeir hafa sagt og aðrir eiga ekki
að heyra. Þú getur diskúterað eitt og
annað við kúnnann þinn, en þú hefur
ekkert eftir.“
Guðlaugur Jónsson, eða Gulli á
Hársnyrtistofunni Nikk, var einnig
meðvitaður um þennan hluta þjón-
ustunnar. Hann vann lengst af einn
og síðustu árin gætti hann þess að
bóka aldrei þéttar en svo að tryggt
væri að hver viðskiptavinur væri
einn á stofunni, þannig að fullt næði
fengist til að spjalla og ræða við-
kvæm mál. Hann lýsti því hvernig
„viðskiptavinir nota [hann] sem sál-
fræðing og tala jafnvel um sín innstu
mál, sem þeir myndu ekki ræða við
eina einustu sálu. Maður leyfir þeim
að tala og ef þeir ætlast til svars, þá
reynir maður að fara hægt og rólega
út í slíkt“.
(Tilvísunum er sleppt.)
„Rakarinn
minn sagði“
Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
rekja aldarsögu háriðna á Íslandi í bókinni Krullað
og klippt. Í forgrunni eru rakarastofan, griðland
karlmennskunnar, og hárgreiðslustofan, sem var
veröld kvenna. Byggt er á fjölbreyttum heimildum
og þá helst á viðtölum við rúmlega hundrað ein-
staklinga sem störfuðu í háriðnum um lengri eða
skemmri tíma og aðstandendur látinna fagmanna.
Heilaþreyta Karólína
Þorkelsson var fyrst
íslenska kvenna til að
mennta sig á sviði
hárgreiðslu og starfa
að iðn sinni hér á landi.
Spjall Guðlaugur
Jónsson, sem alltaf var
kallaður Gulli á Nikk.
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili