Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 42
Hinn 27. desember 2016 lést bandaríska leikkonan Carrie Fisher, þá sextíu ára að aldri. Carrie er frægust fyrir hlutverk sitt sem Princess Leia úr Star Wars-myndunum. Hinn 19. desember 2019 verður níunda StarWars-kvikmyndin frum- sýnd og hefur verið staðfest að Carrie muni bregða fyrir í þeirri mynd. Áður óséð efni, sem var tekið upp fyrir sjöundu Star Wars-myndina, The Force Awakens, mun þannig notað í bland við nýtt. Þannig vilja handritshöfundar, framleiðendur og ættingjar varðveita minningu hennar og arfleifð sem Leia prinsessa og heiðra það sem Carrie lagði til Stjörnustríðsmyndanna. Minningu Carrie haldið á lofti K100 er útvarpsstöð sem spilar bara það besta frá ’90 til dagsins í dag. K100 sendir út á FM á SV-horninu, Suður- landi, Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og Bolungarvík og er aðgengilegt í sjónvarpsþjónustu Símans og Vodafone. Auk þess er hægt að hlusta á okkur á vefnum www.k100.is K100 FM 100,5  Retro FM 89,5 Carrie Fisher á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens. 42 ÚTVARP | SJÓNVARP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Þetta var gott ár í lífi Ljós- vaka en uppgötvun ársins er að sjónvarpshlutanum var að langstærstum hluta eytt í þáttaseríur. Kannski eru kvikmyndir einfaldlega orðnar of langar. Einhvern veginn er mun betri til- hugsun að setjast niður í 45 mínútur upp í klukkustund og horfa á einn þátt en liggja í rúma tvo tíma yfir kvikmynd. En af því að framboðið er slíkt á hinum ýmsu stöðvum og efnisveitum myndi ég segja að valið væri mun vandaðra. Ljósvaka dettur ekki lengur í hug að byrja að horfa á þátt án þess að lesa aðeins um efnið áður og skoða dóma. Ekki ein mínúta má fara í súginn. Þar kemur facebookhóp- urinn S01E01 sterkur inn þar sem spjallað er um þætti sem notendur hafa ýmist séð eða ætla að sjá, segja frá því sem þeim þótti gott og öðru sem má sleppa. Fljótlega sér maður líka að smekkur ákveðinna notenda er svipaður manns eigin og mæli þeir með ein- hverju er hiklaust byrjað að horfa. Þarna hef ég uppgötvað nýja þætti og notendur bjargað mér frá því að eyða tíma í aðra. Mæli með inn- göngu í þennan hóp á nýju sjónvarpsári. Traustur hópur til að leita til Ljósvakinn Júlía Margrét Alexandersdóttir Valið Til að velja aðeins það besta þarf stundum aðstoð. Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis hefur undanfarnar vikur unnið með sérfræð- ingum hjá Corning Museum of Glass, stærsta glerlista- safni í heiminum, í að hanna og búa til ólík líffæri úr gleri. Líffærin, eða verkin, eru einstök hvert um sig og er tilgangur verkanna að minna Íslendinga á nýja lög- gjöf um ætlað samþykki líf- færagjafar, sem tekur gildi 1. janúar 2018. Verkin verða til sýnis í Ásmundarsal og verður sýningin opnuð 12. janúar. Fyrirtækið Gagarín kemur einnig að sýningunni og þannig munu gestir upp- lifa lýsingu, hljóð og fleira í takt við það líffæri sem um ræðir hverju sinni. Sigga Heimis hér með gler- heilann sem vó 18 kíló þegar hann var tilbúinn. Líffærasýning í Ásmundarsal NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ 8 til 12 Ísland vaknar með Kristínu Sif Kristín Sif rifjar upp skemmtileg augnablik úr þættinum Ísland vaknar frá árinu og spilar skemmtilega tónlist. 12 til 16 Þór Bæring Þór spilar skemmtilega tónlist og spjallar við hlustendur í fjarveru Ernu Hrannar. 16 til 18 Logi Bergmann og Hulda Bjarna Logi og Hulda spjalla við góða gesti og gera upp árið 2018 í síðdegisþætti K100. 18 til 22 Heiðar Austmann Betri blandan af tónlist öll virk kvöld með Heiðari Austmann. 20.00 Jólatónleikar Vox Felix Árlegir tónleikar Vox Felix fóru fram í Hljóma- höll í Reykjanesbæ. 21.00 Betri stofan Úrval úr fyrstu þáttaröðinni af Eld- hugum. 22.00 Jólatónleikar Vox Felix Endurt. allan sólarhr. Hringbraut 10.35 Air Buddies 12.00 Strúktúr 12.30 Með Loga Logi Bergmann Eiðsson stýrir skemmtilegum viðtalsþætti þar sem spennandi og áhrifamiklir einstaklingar eru teknir tali. 13.30 Gudjohnsen Í þess- um mögnuðu þáttum ferðast æskuvinirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, heimshorna á milli og heimsækja félagslið sem Eiður Smári lék með löngum og litríkum knatt- spyrnuferli. 14.10 Smakk í Japan 14.45 Líf kviknar 15.20 Survivor 16.05 The Voice 17.35 The Voice Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Þjálfarar í þessari seríu eru Adam Levine, Blake Shelton, Kelly Clarkson og Jenni- fer Hudson. 19.05 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 20.00 Survivor 20.55 Survivor 22.15 Die Another Day Spennumynd frá 2002 með Pierce Brosnan í hlutverki njósnarans James Bond. Myndin hefst í Norður- Kóreu þar sem Bond er svikinn og handsamaður. 14 mánuðum síðar er hon- um sleppt, og í skiptum fá Kóreumennirnir Zao, sem MI6-leyniþjónustan hand- samaði. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. 00.25 Won’t Back Down 02.30 10 Years Sjónvarp Símans Blaðinu barst ekki dagskrá erlendra stöðva, Stöðvar 2, Stöðvar 2 bíó, Stöðvar 2 sport, Stöðvar 2 sport 2, Stöðvar 2 krakka og Stöðvar 3. RÚV Rás 1 92,4  93,5 N4 08.00 KrakkaRÚV 12.20 Heimsmarkmið Elízu 12.50 Bækur og staðir (e) 13.00 Úr Gullkistu RÚV: Út- svar 2011-2012 (e) 14.00 Úr Gullkistu RÚV: 360 gráður (e) 14.40 Úr Gullkistu RÚV: Taka tvö (e) 15.30 Úr Gullkistu RÚV: Popppunktur 2010 (e) 16.25 Úr Gullkistu RÚV: Brautryðjendur (e) 16.55 Úr Gullkistu RÚV: Landinn (e) 17.25 Úr Gullkistu RÚV: Ferð til fjár (e) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Anna og vélmennin 18.23 Bitið, brennt og stungið (Bidt, brændt og stukket II) 18.38 Handboltaáskorunin 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastjólaljós 20.05 Menningin – Annáll Menningin rifjar upp og stiklar á stóru yfir það helsta í menningarlífinu á Íslandi á árinu sem er að líða. 20.40 Duran Duran (Duran Duran: There’s Something You Should Know) Heim- ildarmynd um hljómsveitina Duran Duran. 21.45 Fyrir rangri sök (Agatha Christie’s Ordeal by Innocence) Spennuþátta- röð í þremur hlutum frá BBC. 22.45 Okkar eigin Ósló Ís- lensk kvikmynd frá 2011. Haraldur verkfræðingur og Vilborg bankastarfsmaður reyna að stofna til náinna kynna í sumarhúsahverfi við Þingvallavatn en það geng- ur svona upp og ofan. (e) 00.20 Borg McEnroe (Borg- McEnroe) Sannsöguleg kvikmynd um sögufrægan úrslitaleik Wimbledon- tennismótsins í júlí 1980. Þar mætti rólyndi Svíinn og fjórfaldi Wimbledon- meistarinn Björn Borg skapstóra Bandaríkjamann- inum John McEnroe. (e) 02.00 Dagskrárlok 20.00 Nágrannar á norðurslóðum Þætt- irnir eru framleiddir í samstarfi við græn- lenska sjónvarpið, við kynnumst Græn- lendingum betur. Þátturinn verður með jólalegu sniði að þessu sinni. 20.30 Jólagarðarölt 21.00 Að austan 21.30 Að austan Endurt. allan sólarhr. 06.45 Morgunbæn og orð dagsins. 06.50 Morgunvaktin. 07.00 Fréttir. 07.30 Fréttayfirlit. 08.00 Morgunfréttir. 08.30 Fréttayfirlit. 09.00 Fréttir. 09.05 Segðu mér. 09.45 Morgunleikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.13 Á reki með KK. 11.00 Fréttir. 11.03 Mannlegi þátturinn. 12.00 Fréttir. 12.02 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 12.50 Dánarfregnir. 12.55 Samfélagið. 14.00 Fréttir. 14.03 Á tónsviðinu. 15.00 Fréttir. 15.03 Útvarpsleikhúsið: Randalín og Mundi. Fjölskylduleikrit í fjórum þáttum eftir Þórdísi Gísladóttur. 15.30 Líkt og fílarnir: Smásaga. Höf- undur er Úlfur Hjörvar. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Víðsjá. 17.00 Fréttir. 17.03 Lestin. 18.00 Spegillinn. 18.30 Útvarp Krakka RÚV. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Tónlistarkvöld Útvarpsins: Jó- hann Jóhannsson – In memoriam. Hljóðritun frá tónleikum í Iðnó 27. október sl. þar sem vinir og fjöl- skylda Jóhanns Jóhannssonar fluttu tónlist eftir og í anda hans. 21.00 Mannlegi þátturinn. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir. (Frá því í morgun) 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Samfélagið. Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir. (Frá því í morgun) 23.05 Lestin. Þáttur um dægurmál og menningu á breiðum grunni. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísla- dóttir og Eiríkur Guðmundsson. (Frá því dag) 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. K100 Omega 09.00 Joni og vinir Joni Eareckson Tada er alþjóðlegur talsmaður fatlaðra. Sjálf lamaðist hún 17 ára gömul þegar hún rak höfuðið í sund- laugarbotn eftir að hafa stungið sér til sunds. Í þáttum hennar er talað við þá sem hafa gengið í gegnum erfiða reynslu án þess að missa traust sitt á Guð. 09.30 Máttarstundin 10.30 The Way of the Master Í þessum þáttum ræða Kirk Cameron og Ray Comfort við fólk á förnum vegi um kristna trú. 11.00 Time for Hope 11.30 Benny Hinn Brot frá samkomum, fræðsla og gestir. 12.00 Í ljósinu Ýmsir gestir og vitnis- burðir. 13.00 Joyce Meyer Einlægir vitn- isburðir úr hennar eigin lífi og umfjöll- un um daglega göngu hins kristna manns. 13.30 Tónlist 14.30 Bill Dunn 15.00 Tónlist 15.30 Global Ans- wers 16.00 Gömlu göt- urnar 16.30 Gegnumbrot 17.30 Tónlist 18.30 Joel Osteen 19.00 Joseph Prince- New Creation Church 19.30 Joyce Meyer Einlægir vitn- isburðir úr hennar eigin lífi og umfjöll- un um daglega göngu hins kristna manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.